Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 409
2410012F
Fundargerðin framlögð.
2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 76
2410009F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 76 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd heimilar lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu á Heiðarskólasvæðinu að undangengnum samning sem lóðarhafi og Hvalfjarðarsveit gera sín á milli. Í samningnum mun koma fram að fyrirvari verði hafður á leyfinu þannig að lóðarhafi mun ekki geta gert kröfu á hendur sveitarfélaginu þótt tímabundin vatnsþörf eða önnur ófyrirséð vandamál komi upp. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Fræðslunefnd - 61
2411003F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 61 Fræðslunefnd samþykkir beiðni leikskólastjóra Skýjaborgar um viðbótarfjárveitingu og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar. Fjárhagsleg afgreiðsla verður gerð með viðauka nr. 17 undir máli nr. 9 á dagskránni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 61 Fræðslunefnd samþykkir framlengingu heimildar til ráðningar í 71% stöðugildi frá 1. janúar nk. til 6. júní 2025. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir stöðugildinu í fjárhagsáætlun ársins 2025. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar, gert verður ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 61 Fræðslunefnd samþykkir beiðni frá skólastjóra Heiðarskóla um viðbótarfjárveitingu og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar. Fjárhagsleg afgreiðsla verður gerð með viðauka nr. 16 undir máli nr. 9 á dagskránni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43
2410010F
Fundargerðin framlögð.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að nafn nýrrar götu neðan Bugðumels verði Holtamelur og nýrrar götu ofan Bugðumels verði Urðarmelur.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar að uppfæra tillöguna til samræmis við umræður á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða uppfærða tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar að uppfæra tillöguna til samræmis við umræður á fundinum.
Jafnfram samþykkir nefndin að fella úr gildi bókanir sveitarstjórnar vegna nýrra rotþróa frá árinu 2011 og vegna endurnýjun rotþróa frá árinu 2014.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða uppfærða tillögu að gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að gera drög að uppfærðum reglum vegna rotþróa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umræddar vistgerðir séu nokkuð algengar hérlendis, líkt og fram kemur hjá Umhvefisstofnun. Fuglalíf svæðisins mun vissulega breytast, líkt og vistgerðir, með breyttri landnotkun. Með beitarfriðun svæðisins munu vistgerðir og fuglalíf einnig breytast til lengri tíma litið, þar sem upp kemur víðir, birki og eftir atvikum fleiri trjátegundir.
Nefndin samþykkir að gerð verði ítarlegri umfjöllun um áhrif á náttúrufar í umhverfismatsskýrslu, sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Samþykkt að fjalla nánar um áhrif á grunnvatn í kafla um vatnaáætlun, þ.á.m. um umhverfismarkmið og aðrar þær upplýsingar sem til eru og að bætt verði í greinargerð með að ástand vatnshlots sé óþekkt og ekkert álag sé skráð. Einnig að ekki sé gert ráð fyrir að skógrækt hafi áhrif á vatnshlotið sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Þótt vistgerðir sem eru á válistaskrá í Bernarsáttmálanum, og kunna að finnast á vettvangi, er að mati nefndarinnar ekki litið svo á að svæðið sé skilgreint verndarsvæði. Vill nefndin benda á að starungsmýravist annars vegar sem og língresis- og vingulsvist sem bent er á að séu með mjög hátt og hátt verndargildi eru algengar hérlendis og finnast um allt land, sumar einnig á hálendi. Því er að mati nefndarinnar ekki talið að þörf sé á að senda fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi mögulegt umhverfismat fyrir svæðið.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Leirár samþykkt með áorðnum breytingum og vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Skv. framlögðum gögnum kemur fram að á þeim svæðum þar sem sveitarfélagamörkin liggja saman, virðast engar breytingar vera fyrirhugaðar sem gefa tilefni til viðbragða frá hendi Hvalfjarðarsveitar.
Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar kallar tillagan því ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu á þessu stigi málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Að mati umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar víkur tillagan óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og því er að mati USNL-nefndar um óverulega breytingu að ræða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði grenndarkynnt meðal aðliggjandi landeigenda þ.e. Gröf, landeignanúmer 133629, Kúludalsárlands 2, landeignanúmer 186597 og Kúludalsárlands 3, landeignanúmer 186581.
Samþykki USNL-nefndar er með þeim áskilnaði að gerðar verði viðeignadi lagfæringar á tillögunni sbr. umræður á fundinum og sbr. listi yfir þær athugasemdir sem nefndin hefur við framsetningu deiliskipulagstillögunnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Fyrirhuguð uppbygging samræmist ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Umræddan aðkomuveg, nr. 5057 skv. vegaskrá, nota aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Grenndarkynnt skal meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Grund L173527, Teigur L133717, Teigarás L133718, Lindás L133705, Áshamar 2 L220640, Áshamar III L233966, Áshamar II L233965, Áshamar 195726, Akrakot L133677 og Krossland eystra L205470.
Samþykkið er með fyrirvara um að staðsetning húss verði 50 m frá Innnesvegi sbr. grein 5.3.2.5 d-lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, einnig að óskað verði umsagnar Vegagerðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum sem eru þær að sett verði tímamörk á að svæðið tengist öruggu neysluvatni innan árs frá samþykkt deiliskipulagsins, að texta í greinargerð verði breytt til samræmis við tillögu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, að fjallað verði um hvernig öryggi núverandi vatnsveitu verði tryggt s.s. með innra eftirliti eiganda, sýnatöku og etv. geislatæki. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vísar deiliskipulagstillögunni til endanlegrar yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 43 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja endurskoðun tiltekinna atriða í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028
2406020
Seinni umræða.
Oddviti fór yfir og kynnti að við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar var tekin ákvörðun um álagningu útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2025 og eru þær eftirfarandi:
Álagning útsvars verði 14,14%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2025 og fjárhagsáætlunar áranna 2026-2028:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2025 eru áætlaðar 1.591,2mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.549,4mkr. Þar af eru launagjöld 763,8mkr., annar rekstrarkostnaður 714,2mkr. og afskriftir 71,4mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.560,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.529,7mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 763,8mkr., annar rekstrarkostnaður 700,6mkr. og afskriftir 65,3mkr.
Fjármunatekjur eru áætlaðar 113,2mkr. bæði í A og B hluta og í A hluta.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 154,9mkr. og í A-hluta 144,2mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2025 eru áætlaðar 150,3mkr. og 170,4mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 4.969mkr. og A hluta 4.941,8mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2025 í A og B hluta er áætlað 223,7mkr. en 206,8mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 933mkr. árið 2025.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2025 verði handbært fé um 1.289,8mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026 - 2028:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2026-2028 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2025 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. gatnagerðar, byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2025. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2026-2028, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 139,5-191,6mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 496,7mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 219,2-272,3mkr. á ári eða á bilinu 12,7-14,9% af rekstrartekjum, hæst 14,9% árið 2028 og lægst 12,7% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 6,03 árið 2026, 2,79 árið 2027 og 3,68 árið 2028.
Skuldahlutfall er áætlað 9,4% árin 2025 og 2026, 9% árið 2027 og 8,9% árið 2028.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2025-2028."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku LBP og HPO.
Álagning útsvars verði 14,14%
Álagning fasteignaskatts verði:
A-skattflokkur 0,36% af fasteignamati.
B-skattflokkur 1,32% af fasteignamati.
C-skattflokkur 1,65% af fasteignamati.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögur:
"Lóðarleiga:
Álagning lóðarleigu í þéttbýli skal vera 1,0% af fasteignamati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Gjalddagar fasteignaskatts og fasteignagjalda:
Gjalddagar verði níu talsins á mánaðarfresti 15. hvers mánaðar. Í febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september og október. Fyrsti gjalddagi er 15. febrúar.
Ef álagning er 25.000 kr. eða lægri er einn gjalddagi 15. maí."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Aðrar þjónustugjaldskrár, s.s. leikskóla, fæðisgjalda, frístundar, ljósleiðara og hundahalds hækka sbr. ákvæði þeirra í janúar ár hvert miðað við vísitölu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Sveitarstjóri fór yfir greinargerð sína og helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2025 og fjárhagsáætlunar áranna 2026-2028:
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2025:
Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2025 eru áætlaðar 1.591,2mkr. Heildargjöld eru áætluð 1.549,4mkr. Þar af eru launagjöld 763,8mkr., annar rekstrarkostnaður 714,2mkr. og afskriftir 71,4mkr.
Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 1.560,7mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.529,7mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 763,8mkr., annar rekstrarkostnaður 700,6mkr. og afskriftir 65,3mkr.
Fjármunatekjur eru áætlaðar 113,2mkr. bæði í A og B hluta og í A hluta.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 154,9mkr. og í A-hluta 144,2mkr.
Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2025 eru áætlaðar 150,3mkr. og 170,4mkr. í A-hluta.
Eigið fé A og B hluta er áætlað 4.969mkr. og A hluta 4.941,8mkr.
Veltufé frá rekstri árið 2025 í A og B hluta er áætlað 223,7mkr. en 206,8mkr. ef einungis er litið til A hluta.
Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 933mkr. árið 2025.
Afborganir langtímalána eru engar og ekki er gert ráð fyrir að taka ný langtímalán á áætlunartímabilinu.
Áætlað er að í árslok 2025 verði handbært fé um 1.289,8mkr.
Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026 - 2028:
Tekjur og gjöld:
Grunnforsenda fyrir fjárhagsáætlun 2026-2028 er áætlun um fjárheimildir fyrir árið 2025 að teknu tilliti til framtíðarfjárfestinga, s.s. gatnagerðar, byggingu og rekstri nýs íþróttahúss og leikskóla. Áætlunin tekur mið af kostnaðarverðlagi ársins 2025. Kostnaðarliðir aðrir en laun breytast í takt við spá um breytingu neysluverðsvísitölu.
Útsvarstekjur breytast á milli ára í takt við launavísitölu eins og hún er áætluð í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands auk spár um íbúaþróun.
Gert er ráð fyrir að launakostnaður breytist í takt við spá um þróun launavísitölu í Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2026-2028, samantekið A og B hluti:
Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 139,5-191,6mkr. eða uppsafnað á tímabilinu 496,7mkr.
Veltufé frá rekstri verður á bilinu 219,2-272,3mkr. á ári eða á bilinu 12,7-14,9% af rekstrartekjum, hæst 14,9% árið 2028 og lægst 12,7% árið 2027.
Veltufjárhlutfall er áætlað 6,03 árið 2026, 2,79 árið 2027 og 3,68 árið 2028.
Skuldahlutfall er áætlað 9,4% árin 2025 og 2026, 9% árið 2027 og 8,9% árið 2028.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun 2025-2028."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tóku LBP og HPO.
6.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
2411033
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun og að þær muni taka gildi frá og með 1. janúar 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun og að þær muni taka gildi frá og með 1. janúar 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Fráveitur í Hvalfjarðarsveit
2409012
Samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit til síðari umræðu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 406. sveitarstjórnarfundi þann 25. september sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 406. sveitarstjórnarfundi þann 25. september sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.
2210038
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit til síðari umræðu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 406. sveitarstjórnarfundi þann 25. september sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og felur sveitarstjóra að óska eftir staðfestingu ráðherra á samþykktinni og birtingu í Stjórnartíðindum. Fyrri umræða fór fram á 406. sveitarstjórnarfundi þann 25. september sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
2407013
Viðaukar nr. 16 - 24.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 3.022.924 á mötuneyti grunnskóla, deild 04027, lykla 0542 og 0783 en um er að ræða tekjulækkun fæðisgjalda vegna áður samþykktra gjaldfrjálsra skólamáltíða. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 1.538.000 á leikskólann Skýjaborg, deild 04012, ýmsa lykla vegna kostnaðarauka við orkukaup, matvæli og þjónustukaup. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 225.653 á Hvalfjarðardaga, deild 05072, lykil 4980 vegna kostnaðarauka við aðkeypta vinnu. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2024 á ýmsar deildir og lykla en um er að ræða flutning fjárheimilda milli deilda þar sem lögfræðikostnaður er færður af deild 21048 yfir á þær deildir sem nýta hafa þurft lögfræðiþjónustu, ekki er því um kostnaðarauka að ræða, einungis tilflutning milli deilda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. -8.575.796 á ýmsar deildir og lykla vegna ýmissa breytinga á framkvæmdaáætlun ársins sem leiða samantekið til heildarlækkunar á framkvæmdaáætlun. Lækkun útgjalda leiðir til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 9.754.948 á leikskólann Skýjaborg, deild 04012, ýmsa lykla vegna stöðugildabreytinga. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 58.079.117 á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, deild 02041, lykil 5947 vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í kostnaði við endurnýjun 1. áfanga Höfða ásamt kostnaði við endurnýjun þak- og útveggjaklæðningar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 410.000 á sundlaugina á Hlöðum, deild 06054, lykil 4510 vegna aukins rafmagnskostnaðar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 3.280.000 á Heiðarskóla, deild 04022, ýmsa lykla vegna aukins orku- og aksturskostnaðar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 16 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 3.022.924 á mötuneyti grunnskóla, deild 04027, lykla 0542 og 0783 en um er að ræða tekjulækkun fæðisgjalda vegna áður samþykktra gjaldfrjálsra skólamáltíða. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 1.538.000 á leikskólann Skýjaborg, deild 04012, ýmsa lykla vegna kostnaðarauka við orkukaup, matvæli og þjónustukaup. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 225.653 á Hvalfjarðardaga, deild 05072, lykil 4980 vegna kostnaðarauka við aðkeypta vinnu. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2024 á ýmsar deildir og lykla en um er að ræða flutning fjárheimilda milli deilda þar sem lögfræðikostnaður er færður af deild 21048 yfir á þær deildir sem nýta hafa þurft lögfræðiþjónustu, ekki er því um kostnaðarauka að ræða, einungis tilflutning milli deilda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. -8.575.796 á ýmsar deildir og lykla vegna ýmissa breytinga á framkvæmdaáætlun ársins sem leiða samantekið til heildarlækkunar á framkvæmdaáætlun. Lækkun útgjalda leiðir til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 9.754.948 á leikskólann Skýjaborg, deild 04012, ýmsa lykla vegna stöðugildabreytinga. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 58.079.117 á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, deild 02041, lykil 5947 vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í kostnaði við endurnýjun 1. áfanga Höfða ásamt kostnaði við endurnýjun þak- og útveggjaklæðningar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 410.000 á sundlaugina á Hlöðum, deild 06054, lykil 4510 vegna aukins rafmagnskostnaðar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 3.280.000 á Heiðarskóla, deild 04022, ýmsa lykla vegna aukins orku- og aksturskostnaðar. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - tilnefning fulltrúa.
2411023
Tilnefning Nemendafélags Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir tilnefningu frá Nemendafélagi Heiðarskóla um fulltrúa í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúarnir eru: Díana Ingileif Ottesen og Veronika Jara Heimisdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir tilnefningu frá Nemendafélagi Heiðarskóla um fulltrúa í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúarnir eru: Díana Ingileif Ottesen og Veronika Jara Heimisdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Beiðni um lausn frá störfum í Fræðslunefnd.
2411034
Erindi frá Guðlaugu Ásmundsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Guðlaugar Ásmundsdóttur um lausn frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar frá og með 21. nóvember 2024. Sveitarstjórn þakkar Guðlaugu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fræðslunefnd verði Helga Harðardóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk Guðlaugar Ásmundsdóttur um lausn frá störfum í fræðslunefnd Hvalfjarðarsveitar frá og með 21. nóvember 2024. Sveitarstjórn þakkar Guðlaugu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að nýr aðalmaður í fræðslunefnd verði Helga Harðardóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.955. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2411027
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:46.
Birkir Snær Guðlaugsson boðaði forföll.