Úrgangsmál
Umhverfisvernd og ábyrg umgengni um náttúruna eru mikilvægustu atriðin sem varða okkur í nútíð og framtíð. Flokkun úrgangs og rétt meðhöndlun hans er mikilvægur þáttur í að koma á hringrásarhugsun þar sem markmiðið er að lágmarka sóun og koma í veg fyrir myndun úrgangs. Hér má finna samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit og gjaldskrá sama efnis.
Í Hvalfjarðarsveit er almenn sorphirða í umsjón Íslenska gámafélagsins ehf. að undangengnu útboði.
Úrgang frá íbúðarhúsnæði skal flokka í 7 flokka og er að lágmarki greitt gjald fyrir grunneiningu fjögurra íláta við húsvegg.
Grunneining sorpíláta í Hvalfjarðarsveit er eftirfarandi:
240 lítrar undir almennan/blandaðan úrgang (óflokkað)
240 lítrar undir plastefni
240 lítrar undir pappír og pappa í Melahverfi og Krosslandi
660 lítrar undir pappír og pappa í dreifbýli
140 lítrar undir lífúrgang
Til viðbótar skal safna gleri, málum og textíl sem skila skal í þar til gerð ílát á grenndarstöð. Slík söfnunarílát eru á grenndarstöð við Melahverfi og síðar á árinu 2024 kemur upp sambærileg eining við Miðgarð.
Í samræmi við hringrásarhagkerfið og innheimtu gjalda, hafa íbúar nú ákveðinn sveigjanleika þegar kemur að stærð íláta. Ný gjaldskrá heimilar þannig minni samsetningu grunníláta ásamt samnýtingu íláta, sjá reglur um samnýtingu íláta.
Hægt er að sækja um sorpílát hjá Hvalfjarðarsveit með því að fylla út eyðublað hér fyrir neðan.
- Gjaldskrá fyrir sorphirðu og eyðingu sorps í Hvalfjarðarsveit
- Verklag um hreinsunarátak í Hvalfjarðarsveit
- Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit
- Breytingar í úrgangsmálum 2023 - dreifibréf
- Flokkun úrgangs í Hvalfjarðarsveit
- Dreifibréf um úrgangsmál janúar 2023
- Dreifibréf um úrgangsmál í febrúar 2024
Gámastæði í Hvalfjarðarsveit fyrir almennan úrgang og endurvinnanlegan úrgang
Í Hvalfjarðarsveit eru 9 grenndarstöðvar staðsettar í nágrenni frístundasvæða. Þessi svæði eru: Eyrarskógur/Hrísabrekka, Kambshóll, Kalastaðir, Bjarteyjarsandur, Ölver, Þórisstaðir og Svarfhólsskógur. Einnig er gámur við Botnsskála í og grenndarstöð við Melahverfi, þar sem jafnframt er tekið á móti endurvinnsluefnunum gleri, málmum og textíl. Gámar eru losaðir vikulega á sumrin og á tveggja vikna fresti yfir veturinn.
Endurvinnslustöðin Gáma
Terra sér um rekstur endurvinnslustöðvar Gámu að Höfðaseli 16. Símanúmer Gámu er 435-0000 og er opnunartími alla virka daga frá kl. 10-12 og 13-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Eigendur lögheimila geta nálgast klippikort fyrir endurvinnslustöðina á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3. Hver lögheimiliseigandi getur fengið afhent eitt kort árlega sem veitir handhafanum rétt til endurgjaldslausrar afhendingar á allt að 3 m3 af heimilisúrgangi í sorpmóttökustöðinni Gámu. Vekjum athygli á því að söfnun nytjahluta fyrir nytjamarkaðinn Búkollu er í Gámu.
Endurvinnsla á flöskum og dósum
Í Fjöliðjunni á Akranesi tekur starfsfólk á móti flöskum og dósum Fjöliðjan er staðsett á Smiðjuvöllum 9 og er hún opin alla virka daga frá kl. 8:00-11:45 og frá kl: 13:00-15:45.