Fara í efni

Skógrækt - Álfholtsskógur

Álfholtsskógur – perla í sveitinni

Eins og flestum er kunnugt lúrir norðanundir Akrafjallinu skógarlundur sem að hluta til er kominn vel á áttræðisaldur. Unnið hefur verið að gróðursetningu af mismiklum krafti frá árinu 1940.

UpphafiðSkógrækt 1 er á árum ungmennafélaganna, en þá var hópur ungra sveitunga í Skilmannahreppi, sem hafði mikinn áhuga á að rækta skóg, ásamt ýmsu fleiru sem var á dagskránni í þá daga, og fengu til þess landskika sem er rétt vestan við Fannahlíð.

Með tímanum hefur skógræktarlandið verið stækkað og er nú um 75 ha.

 Eldri hluti skógarins er orðinn vel vaxinn og stígar sem eru vel merktir hafa verið lagðir um þann hluta. Stöðugt er verið að bæta ásýnd skógarins með því að auka fjölbreyttni í gróðri.
Ætla má að amk 200.000 plöntum hafi verið plantað í skóginn. Mest hefur verið sett niður af birki, greni, furu og ösp en einnig nokkuð af reyni og lerki.

Síðan er í skóginum talsvert af víðitegundum sem voru settar niður fyrir mörgum Skógrækt 2áratugum, sem skjólplöntur en þjóna ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum, eldast oftast illa og er nú verið að grisja.

Aðrar plöntutegundir eru strjálar, en setja samt skemmtilegan svip á skóginn. Alls eru milli 70-80 tegundir af trjátegundum og runnum í skóginum og misjöfnum yrkjum af sömu tegund.

Undanfarin ár hefur aðgengi verið bætt til að almenningur geti notið þar ánægjulegrar útivistar í skjóli trjánna. Nú er gjarnan talað um yndisskóg þar sem markmiðið er að bæta gönguleiðir, auka fjöbreyttni í skóginum með vali á plöntum, vekja athygli á sérstökum plöntum með merkingum og vekja athygli á sérkennum í náttúrunni og útsýni.

Skógrækt 3Gera aðstöðu til að geta sest niður, hvílst, borðað nesti og unað sér. Yfirlitskort, merkingar stíga og göngukort af gönguleiðum gera gönguferðir enn meira aðlaðandi.

Að öllu þessu er verið að vinna að í Álfholtsskógi.

Skógrækt 4Skógræktarfélag Skilmannahrepps hefur umsjón með skóginum, en félagar þess eru um 60 talsins. Flestir eru óvirkir félagar, sem greiða árgjald í félagið og sýna þannig áhuga á framgangi skógarins. Virkir félagar eru nokkrir og sinna þeir fjölmörgum verkefnum í sjálfboðvinnu auk þess sem aðkeypt vinna er við grisjun og stærri framkvæmdir. Um þessar mundir eru gróðursettar vel á annað þúsund plöntur árlega.

 SSkógrækt 5inna þarf viðhaldi girðinga, stígagerð og viðhaldi þeirra, snyrtingu trjáa, merkingum, brúargerð yfir læki og skurði og smíða bekki. Það þarf að slá flatir og stíga reglulega auk viðhalds á húsnæði félagsins Furuhlíð, sem er 30 m2 skáli í skóginum.

 

 

 Fyrir jSkógrækt 6ólin er boðið uppá að fólk kaupi jólatré úr skóginum, sem það getur sjálft fellt í umsjá skógarmanna.

Fjölmargir heimsækja skóginn til að njóta og nokkrir hópar koma árlega og fá leiðsögn félaga. Allir eru velkomnir að ganga um skóginn og njóta hans. Lausaganga hunda er ekki vel séð vegna þess að margir eru óttaslegnir í námunda við þá.

 Skógrækt 7

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar eru velkomnir í hópinn annað hvort sem virkir eða óvirkir félagar og geta þeir sett sig í samband við stjórnarmenn, en árgjaldið er 2500 kr.

Reynir Þorsteinsson         

                                                                  

Stjórn félagsins skipa :                                                                         

Bjarni Þóroddsson formaður – bjarniov@simnet.is 

Reynir Þorsteinsson gjaldkeri - reynir@aknet.is     

Jóhann Jóhannsson ritari – elisabetjons@simnet.is

Jón Eiríksson 

Jóhann Þóroddsson