Fara í efni

Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar


Vinnuskóli Hvalfjarðarsveitar hefur starfsemi sína í júní ár hvert. Markmið vinnuskólans er að veita unglingum í sveitinni sumarvinnu eftir skóla og kenna þeim að vinna og bera virðingu fyrir umhverfinu og náttúrunni okkar.

Nemendur vinnuskólans eru ungir að aldri og hafa afmörkuð skilgreind verkefni sem þau sinna fyrir sveitarfélagið ár hvert.

Hvalfjarðarsveit býður upp á slátt og fegrun garða í heimahúsum og verður svo áfram en þeim verður sinnt eins og þátttaka ungmennanna í vinnuskólanum gefur tilefni til og að verkefnastaða sveitarfélagsins gefi svigrúm til frekari verkefna.  Verkefni sveitarfélagsins og verkbeiðnir aldraðra íbúa Hvalfjarðarsveitar og öryrkja ganga því fyrir verkbeiðnum almennings.

Reynt verður eftir fremsta megni að verða við öllum þeim beiðnum sem berast.

Fylla þarf inn verkbeiðni og senda á vinnuskoli@hvalfjardarsveit.is

Sími vinnuskóla er  842-5524

Vinnuskólinn starfar á tímabilinu frá miðjum júní til miðjan ágúst ár hvert. 

Reglur Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar

Umsókn um vinnu í Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar