Leik- og grunnskóli
Um skólann
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar er 130 barna skóli sem starfræktur er á tveimur stöðum í sveitarfélaginu.
Leikskólinn Skýjaborg er í Melahverfi með 40 börn á aldrinum 1-6 ára og grunnskólinn Heiðarskóli sem staðsettur er við Leirá með um 90 nemendur í 1.-10. bekk. Við skólann starfa um 40 starfsmenn.
Skólinn er Grænfánaskóli með áherslu á umhverfismennt og útinám.
Gildi skólans eru VELLÍÐAN VIRÐING METNAÐUR og SAMVINNA og eru þau eins og rauður þráður í gegnum skólanámskrána. Við skólann er unnið þróunarverkefni í að nota spjaldtölvur í leik og námi og er skólinn vel tækjum búinn. Áhersla er á að auka ábyrgð barna á eigin námi og er það gert með fjölbreytni í kennsluháttum og þemanámi.
Skólastjóri Heiðarskóla er Sigríður Lára Guðmundsdóttir.
Skólastjóri Skýjaborgar er Eyrún Jóna Reynisdóttir.