Hámarksheimagreiðsla er kr. 35.000 á mánuði fyrir hvert barn eftir að fæðingarorlofi lýkur þar til barn hefur náð 18 mánaða aldri. Hjá einstæðum foreldrum er það þegar barn nær 6 mánaða aldri en 9 mánaða aldri foreldra í hjúskap eða sambúð.
Heimagreiðsla er ekki greidd með barni sem er á leikskóla
Umsóknarfrestur
Réttur til heimagreiðslu skapast á þeim mánuði sem sótt er um heimagreiðslu, ekki er um afturvirkar greiðslur að ræða.
Umsókn þarf að berast fyrir 20. dag mánaðar til að geta komið til útborgunar um mánaðarmótin þar á eftir. Heimagreiðslur eru eftirágreiddar fyrir einn mánuð í senn.
Undirritaður lýsir því hér með yfir að ofangreindar upplýsingar eru réttar. Jafnframt skuldbindur undirritaður sig til að tilkynna Hvalfjarðarsveit þegar í stað um sérhverjar þær breytingar sem áhrif kunna að hafa á rétt til heimagreiðslu. Ofgreiðsla á heimagreiðslum er endurkræf með dráttarvöxtum.