Fara í efni

Ljósleiðari

Hvalfjarðarsveit á og rekur ljósleiðarakerfið í sveitarfélaginu.

Þjónustuaðilar eins og Síminn og Vodafone eru með tengistöðvar við ljósleiðarakerfið.
Notendur þurfa að hafa samband við þann þjónustuaðila sem það ætlar að vera í viðskiptum hjá, og panta tengingu þar, og mun þá þjónustuaðilinn senda inn beiðni til Hvalfjarðarsveitar um tengingu notandans við sína tengistöð.

Nýtengingar og viðhald ljósleiðarakerfisins er stjórnað af tæknideild sveitarfélagsins, þannig að þeir sem þurfa að fá nýtengingu eða lagfæringu á ljósleiðaranum hjá sér, eða fá nákvæmar upplýsingar um legu ljósleiðarans,  hafa þá samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 433-8500 eða senda inn beiðni á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is og beiðnin verður send á tæknideildina.

Telnet ehf á Akranesi sér um allar verklegar framkvæmdir á ljósleiðaranum fyrir sveitarfélagið, en aðeins samkvæmt beiðni frá tæknideild sveitarfélagsins.

Gjaldskrá og reglur sveitarfélagsins vegna ljósleiðara.