Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
1.Melahverfi - Tillögur að nöfnum á götur í Melahverfi III
2101083
Sveitarfélagið hyggst á næstunni hefja gerð hönnunar- og útboðsgagna vegna nýrra gatna í Melahverfi III.
Velja þarf nöfn á nýju göturnar en þær tengjast báðar götunni Bugðumel.
Með erindinu fylgja leiðbeiningar um örnefni handa sveitarfélögum þ.e. um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra, unnið af stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Í leiðbeiningunum kemur m.a. fram að örnefni, þar með talin bæjarnöfn og götuheiti, séu hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og hafa mörg hver varðveist frá upphafi búsetu í landinu.
Samkvæmt lögum um örnefni nr. 22/2015 ber að vernda þessar minjar eftir því sem kostur er.
Velja þarf nöfn á nýju göturnar en þær tengjast báðar götunni Bugðumel.
Með erindinu fylgja leiðbeiningar um örnefni handa sveitarfélögum þ.e. um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra, unnið af stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Í leiðbeiningunum kemur m.a. fram að örnefni, þar með talin bæjarnöfn og götuheiti, séu hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og hafa mörg hver varðveist frá upphafi búsetu í landinu.
Samkvæmt lögum um örnefni nr. 22/2015 ber að vernda þessar minjar eftir því sem kostur er.
2.Úrgangsmál í Hvalfjarðarsveit.
2210038
Í gildi er "Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit" nr. 222 frá 22. febrúar 2023, sbr. auglýsing í B-deild Stjórnartíðinda frá 8. mars 2023.
Á 406. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 25.09.2024 var fjallað um tillögu að nýrri/uppfærðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa uppfærðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Á 406. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 25.09.2024 var fjallað um tillögu að nýrri/uppfærðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa uppfærðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Hvalfjarðarsveit.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar að uppfæra tillöguna til samræmis við umræður á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
3.Fráveitur í Hvalfjarðarsveit
2409012
Á 406. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 25.09.2024 var fjallað um tillögu að nýrri/uppfærðri samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa uppfærðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fyrir liggja drög að nýrri gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í Hvalfjarðarsveit.
Lögð fram tillaga um breytingu á styrkjum vegna rotþróa.
Samþykkti sveitarstjórn að vísa uppfærðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Fyrir liggja drög að nýrri gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í Hvalfjarðarsveit.
Lögð fram tillaga um breytingu á styrkjum vegna rotþróa.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar að uppfæra tillöguna til samræmis við umræður á fundinum.
Jafnfram samþykkir nefndin að fella úr gildi bókanir sveitarstjórnar vegna nýrra rotþróa frá árinu 2011 og vegna endurnýjun rotþróa frá árinu 2014.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
Jafnfram samþykkir nefndin að fella úr gildi bókanir sveitarstjórnar vegna nýrra rotþróa frá árinu 2011 og vegna endurnýjun rotþróa frá árinu 2014.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðasveitar.
4.Leirá - aðalskipulagsbreyting.
2402024
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 14. júní 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Leirár í Hvalfjarðarsveit.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Leirár (L133774) og er um 123,7 ha að stærð. Áætlað er að 38,8 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði F2 og frístundabyggðarsvæði F36 í gildandi aðalskipulagi. Áætlun fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 í Viðauka 1, lið 1.01.
Auglýsingatími skipulagstillögunnar var frá 16. september - 28. október 2024.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Minjastofnun - Gerir ekki athugasemdir.
Vegagerðin - Gerir ekki athugasemdir.
Umhverfisstofnun - Bendir á að innan skipulagssvæðisins eru m.a. vistgerðin starungsmýravist og língresis- og vingulsvist sem eru með mjög hátt verndargildi, einnig eru þær á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Í starungsmýravist eru varpfuglategundirnar lóuþræll og spói sem eru ábyrgðartegundir Íslands. Auglýst tillaga mun valda raski og þ.a.l. neikvæðum áhrifum á votlendisvistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi og njóta verndar. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að skógræktarsvæðið falli vel að landslagi og huga að sjónrænum áhrifum þannig að ekki vaxi upp ferningslaga ræktunarsvæði heldur fylgi formum landslags. Einnig er bent á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins vegna nýræktunar skóga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Til þess að leyfisveitendur geti tryggt að leyfi séu í samræmi við lögin og þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun þarf að liggja fyrir mat á áhrifum framkvæmdarinnar á viðkomandi vatnshlot sem leyfisveitandi tekur afstöðu til í leyfisveitingarferlinu.
Varðandi umhverfismat framkvæmda og áætlana og framkvæmd sem þessa sem er undir viðmiðunarmörkum flokks B, skulu þær ávallt tilkynntar séu þær á verndarsvæðum. Umhverfisstofnun bendir leyfisveitanda að hafa samband við Skipulagsstofnun til að fá úr því skorið hvort tillagan falli undir umhverfismat.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Gerir ekki athugasemdir.
Land og skógur - Gerir ekki athugasemdir.
Umsögn barst ekki frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Leirár (L133774) og er um 123,7 ha að stærð. Áætlað er að 38,8 ha svæði verði skilgreint sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði F2 og frístundabyggðarsvæði F36 í gildandi aðalskipulagi. Áætlun fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 í Viðauka 1, lið 1.01.
Auglýsingatími skipulagstillögunnar var frá 16. september - 28. október 2024.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Minjastofnun - Gerir ekki athugasemdir.
Vegagerðin - Gerir ekki athugasemdir.
Umhverfisstofnun - Bendir á að innan skipulagssvæðisins eru m.a. vistgerðin starungsmýravist og língresis- og vingulsvist sem eru með mjög hátt verndargildi, einnig eru þær á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar. Í starungsmýravist eru varpfuglategundirnar lóuþræll og spói sem eru ábyrgðartegundir Íslands. Auglýst tillaga mun valda raski og þ.a.l. neikvæðum áhrifum á votlendisvistgerðir sem hafa mjög hátt verndargildi og njóta verndar. Umhverfisstofnun telur mikilvægt að skógræktarsvæðið falli vel að landslagi og huga að sjónrænum áhrifum þannig að ekki vaxi upp ferningslaga ræktunarsvæði heldur fylgi formum landslags. Einnig er bent á að sækja þarf um framkvæmdaleyfi til sveitarfélagsins vegna nýræktunar skóga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Til þess að leyfisveitendur geti tryggt að leyfi séu í samræmi við lögin og þá stefnumörkun um vatnsvernd sem fram kemur í vatnaáætlun þarf að liggja fyrir mat á áhrifum framkvæmdarinnar á viðkomandi vatnshlot sem leyfisveitandi tekur afstöðu til í leyfisveitingarferlinu.
Varðandi umhverfismat framkvæmda og áætlana og framkvæmd sem þessa sem er undir viðmiðunarmörkum flokks B, skulu þær ávallt tilkynntar séu þær á verndarsvæðum. Umhverfisstofnun bendir leyfisveitanda að hafa samband við Skipulagsstofnun til að fá úr því skorið hvort tillagan falli undir umhverfismat.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Gerir ekki athugasemdir.
Land og skógur - Gerir ekki athugasemdir.
Umsögn barst ekki frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umræddar vistgerðir séu nokkuð algengar hérlendis, líkt og fram kemur hjá Umhvefisstofnun. Fuglalíf svæðisins mun vissulega breytast, líkt og vistgerðir, með breyttri landnotkun. Með beitarfriðun svæðisins munu vistgerðir og fuglalíf einnig breytast til lengri tíma litið, þar sem upp kemur víðir, birki og eftir atvikum fleiri trjátegundir.
Nefndin samþykkir að gerð verði ítarlegri umfjöllun um áhrif á náttúrufar í umhverfismatsskýrslu, sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Samþykkt að fjalla nánar um áhrif á grunnvatn í kafla um vatnaáætlun, þ.á.m. um umhverfismarkmið og aðrar þær upplýsingar sem til eru og að bætt verði í greinargerð með að ástand vatnshlots sé óþekkt og ekkert álag sé skráð. Einnig að ekki sé gert ráð fyrir að skógrækt hafi áhrif á vatnshlotið sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Þótt vistgerðir sem eru á válistaskrá í Bernarsáttmálanum, og kunna að finnast á vettvangi, er að mati nefndarinnar ekki litið svo á að svæðið sé skilgreint verndarsvæði. Vill nefndin benda á að starungsmýravist annars vegar sem og língresis- og vingulsvist sem bent er á að séu með mjög hátt og hátt verndargildi eru algengar hérlendis og finnast um allt land, sumar einnig á hálendi. Því er að mati nefndarinnar ekki talið að þörf sé á að senda fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi mögulegt umhverfismat fyrir svæðið.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Leirár samþykkt með áorðnum breytingum og vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Nefndin samþykkir að gerð verði ítarlegri umfjöllun um áhrif á náttúrufar í umhverfismatsskýrslu, sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Samþykkt að fjalla nánar um áhrif á grunnvatn í kafla um vatnaáætlun, þ.á.m. um umhverfismarkmið og aðrar þær upplýsingar sem til eru og að bætt verði í greinargerð með að ástand vatnshlots sé óþekkt og ekkert álag sé skráð. Einnig að ekki sé gert ráð fyrir að skógrækt hafi áhrif á vatnshlotið sbr. uppfærða tillögu sem fylgdi með fundardagskrá.
Þótt vistgerðir sem eru á válistaskrá í Bernarsáttmálanum, og kunna að finnast á vettvangi, er að mati nefndarinnar ekki litið svo á að svæðið sé skilgreint verndarsvæði. Vill nefndin benda á að starungsmýravist annars vegar sem og língresis- og vingulsvist sem bent er á að séu með mjög hátt og hátt verndargildi eru algengar hérlendis og finnast um allt land, sumar einnig á hálendi. Því er að mati nefndarinnar ekki talið að þörf sé á að senda fyrirspurn til Skipulagsstofnunar varðandi mögulegt umhverfismat fyrir svæðið.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Leirár samþykkt með áorðnum breytingum og vísað til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsstofnunar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037 - umsagnarbeiðni.
2306040
Erindi frá Skipulagsgátt f.h. Borgarbyggðar, ósk um umsögn vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 nr. 0242/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi vegna nýs aðalskipulags.
Unnið er að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar.
Tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja.
Við endurskoðunina verður mótuð stefna um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í sveitarfélaginu öllu.
Vinnslutillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 256 þann 12. september 2024:
Inngangur:
Afgreiðsla 68. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða vinnslutillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Endurskoðun aðalskipulags er til 12 ára og nær yfir allt land innan Borgarbyggðar. Þar er mörkuð stefna sveitarfélagsins um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar. Skipulags- og matslýsing var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 15. júní til og með 18. september 2023. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru greinagerð, forsendur og umhverfismatsskýrsla, skipulagsuppdráttur fyrir dreifbýli, skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýlið í Borgarnesi, skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýlin í Bifröst, Hvanneyri og Reykholti, flokkun vega í náttúru Íslands, flokkun landbúnaðarlands og takmarkanir vegna vindorku. Samþykkt samhljóða. Eva Margrét Jónudóttir leggur fram:" Það eru tveir þættir sem ég vil vekja athygli á varðandi takmarkanir vegna vindorku. Það er annars vegar viðmið um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og hins vegar viðmið um 1 km fjarlægð frá byggð. Með þessu hæðarlínuviðmiði er verið að útiloka óþarflega stórt svæði sem gæti mögulega hentað vel til vindorkuframleiðslu í framtíðinni. Varðandi fjarlægðina frá byggð þá hefði ég vilja sjá rökstuðning fyrir viðmiðinu. Það væri nær að hafa reiknireglu eins og t.d. fjórfjöld hæð vindmyllu frá byggð eða eitthvað í þeim dúr. Ég tel fulla ástæðu til að kalla eftir ábendingum varðandi þetta á kynningartíma og endurskoða tillöguna í kjölfarið.""
Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða vinnslutillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Íbúafundir verða haldnir á kynningartíma og verða auglýstir síðar. Samþykkt samhljóða.
Frestur til að svara erindinu er til 28. nóvember 2024.
Unnið er að endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar.
Tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja.
Við endurskoðunina verður mótuð stefna um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í sveitarfélaginu öllu.
Vinnslutillagan var samþykkt til auglýsingar á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar nr. 256 þann 12. september 2024:
Inngangur:
Afgreiðsla 68. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða vinnslutillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Endurskoðun aðalskipulags er til 12 ára og nær yfir allt land innan Borgarbyggðar. Þar er mörkuð stefna sveitarfélagsins um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar. Skipulags- og matslýsing var auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 15. júní til og með 18. september 2023. Meðfylgjandi skipulagsgögn eru greinagerð, forsendur og umhverfismatsskýrsla, skipulagsuppdráttur fyrir dreifbýli, skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýlið í Borgarnesi, skipulagsuppdráttur fyrir þéttbýlin í Bifröst, Hvanneyri og Reykholti, flokkun vega í náttúru Íslands, flokkun landbúnaðarlands og takmarkanir vegna vindorku. Samþykkt samhljóða. Eva Margrét Jónudóttir leggur fram:" Það eru tveir þættir sem ég vil vekja athygli á varðandi takmarkanir vegna vindorku. Það er annars vegar viðmið um 300 metra hæð yfir sjávarmáli og hins vegar viðmið um 1 km fjarlægð frá byggð. Með þessu hæðarlínuviðmiði er verið að útiloka óþarflega stórt svæði sem gæti mögulega hentað vel til vindorkuframleiðslu í framtíðinni. Varðandi fjarlægðina frá byggð þá hefði ég vilja sjá rökstuðning fyrir viðmiðinu. Það væri nær að hafa reiknireglu eins og t.d. fjórfjöld hæð vindmyllu frá byggð eða eitthvað í þeim dúr. Ég tel fulla ástæðu til að kalla eftir ábendingum varðandi þetta á kynningartíma og endurskoða tillöguna í kjölfarið.""
Niðurstaða:
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa framlagða vinnslutillögu að Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2025-2037 til auglýsingar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010. Íbúafundir verða haldnir á kynningartíma og verða auglýstir síðar. Samþykkt samhljóða.
Frestur til að svara erindinu er til 28. nóvember 2024.
Skv. framlögðum gögnum kemur fram að á þeim svæðum þar sem sveitarfélagamörkin liggja saman, virðast engar breytingar vera fyrirhugaðar sem gefa tilefni til viðbragða frá hendi Hvalfjarðarsveitar.
Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar kallar tillagan því ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu á þessu stigi málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar kallar tillagan því ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu á þessu stigi málsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
6.Jarðvegstippur í Hvalfjarðarsveit.
2410042
Jarðvegstippur er núna innan lands sveitarfélagsins innan lóðar "Melahverfis Litla-Lambhagalands" landeignanúmer 191618 og "Melahverfis 1", landeignanúmer 191593.
Skv. tillögum sveitarfélagsins að framtíðaruppbyggingu í Melahverfi, er fyrirhuguð íbúðarbyggð á svæðinu þar sem jarðvegi er nú tippað.
Því er æskilegt að jarðvegstipp verði fundinn annar staður.
Skv. tillögum sveitarfélagsins að framtíðaruppbyggingu í Melahverfi, er fyrirhuguð íbúðarbyggð á svæðinu þar sem jarðvegi er nú tippað.
Því er æskilegt að jarðvegstipp verði fundinn annar staður.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa eftir tillögum frá landeigendum um staðsetningu jarðvegstipps og eftir áhugasömum samstarfsaðilum um rekstur slíks svæðis.
7.Gröf II - deiliskipulagsbreyting.
2410034
Erindi dags. 17.10.2024 frá Matteo Bossoni f.h. Redstone ehf, Ægisgötu 5, 101 Reykjavík.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gröf II, sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 02.09.2024.
Samkvæmt tillögunni felst í megin dráttum sú breyting á deiliskipulaginu að heildarhæð íbúðarhúss fer úr 5,2 m í 6,8 m.
Landeigandi fundaði með skipulagsfulltrúa vegna málsins þann 21.10.2024.
Sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gröf II, sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 02.09.2024.
Samkvæmt tillögunni felst í megin dráttum sú breyting á deiliskipulaginu að heildarhæð íbúðarhúss fer úr 5,2 m í 6,8 m.
Landeigandi fundaði með skipulagsfulltrúa vegna málsins þann 21.10.2024.
Að mati umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar víkur tillagan óverulega frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis og því er að mati USNL-nefndar um óverulega breytingu að ræða.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði grenndarkynnt meðal aðliggjandi landeigenda þ.e. Gröf, landeignanúmer 133629, Kúludalsárlands 2, landeignanúmer 186597 og Kúludalsárlands 3, landeignanúmer 186581.
Samþykki USNL-nefndar er með þeim áskilnaði að gerðar verði viðeignadi lagfæringar á tillögunni sbr. umræður á fundinum og sbr. listi yfir þær athugasemdir sem nefndin hefur við framsetningu deiliskipulagstillögunnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi svæðisins sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði grenndarkynnt meðal aðliggjandi landeigenda þ.e. Gröf, landeignanúmer 133629, Kúludalsárlands 2, landeignanúmer 186597 og Kúludalsárlands 3, landeignanúmer 186581.
Samþykki USNL-nefndar er með þeim áskilnaði að gerðar verði viðeignadi lagfæringar á tillögunni sbr. umræður á fundinum og sbr. listi yfir þær athugasemdir sem nefndin hefur við framsetningu deiliskipulagstillögunnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Fögruvellir 2 A og B - bílastæði.
2411002
Erindi dags. 11.10.2024 frá Agli Rossen f.h. Húsfélagsins að Fögruvöllum 2A og 2B.
Óskað er eftir heimild til að fjölga bílastæðum vegna vöntunar á fleiri bílastæðum bæði fyrir íbúa og gesti.
Óskað er eftir heimild til að fjölga bílastæðum vegna vöntunar á fleiri bílastæðum bæði fyrir íbúa og gesti.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill benda á að á fyrri stigum vegna skipulagsmála og byggingarframkvæmda á lóðum Fögruvalla 1, 2 og 3, benti nefndin á að gera þyrfti ráð fyrir nægum fjölda bílastæða á svæðinu. Í því sambandi var gildandi deiliskipulagi svæðisins breytt og bílastæðum fjölgað á lóð nr. 1 sbr. gildandi deiliskipulag svæðisins sem tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda þann 22.07.2024, en lóðin er óbyggð og því eru umrædd bílastæði ekki komin til framkvæmda ennþá.
Með hliðsjón af þeim tillögum sem fylgdu með erindi húsfélagsins, er nefndinni ekki fært um að samþykkja að göturnar Krossvellir og Fögruvellir verði mjókkaðar og gerð þar bílastæði sem sérstaklega tilheyri Fögruvöllum 2.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að húsfélagið geri á sinn kostnað tillögur að breyttu bílastæðafyrirkomulagi innan lóðar Fögruvalla 2 og afli samþykkis byggingarfulltrúa fyrir þeim breytingum. Byggingarfulltrúi mun þá eftir atvikum vísa tillögunni til USNL-nefndar vegna ákvörðunar um grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu.
Með hliðsjón af þeim tillögum sem fylgdu með erindi húsfélagsins, er nefndinni ekki fært um að samþykkja að göturnar Krossvellir og Fögruvellir verði mjókkaðar og gerð þar bílastæði sem sérstaklega tilheyri Fögruvöllum 2.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að húsfélagið geri á sinn kostnað tillögur að breyttu bílastæðafyrirkomulagi innan lóðar Fögruvalla 2 og afli samþykkis byggingarfulltrúa fyrir þeim breytingum. Byggingarfulltrúi mun þá eftir atvikum vísa tillögunni til USNL-nefndar vegna ákvörðunar um grenndarkynningu meðal hagsmunaaðila á svæðinu.
9.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Akrakotsland Tún 133678 - Flokkur 2
2410040
Erindi frá byggingarfulltrúa Hvalfjarðarseitar.
Nýhönnun ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hönd landeiganda á lóðinni Akrakotsland Tún, landeignanúmer 133678.
Um er að ræða skemmu frá Límtré-Vírneti sem nýtt verður sem verkstæðishúss skv. aðaluppdráttum frá Nýhönnun ehf.
Grunnflötur hússins er 12 x 20 m eða 240 m. Auk þess verður hluti hússins, 38,8 m2, með milligólfi þar sem verða skristofur, samtals er birt flatarmál hússins því 272,6 m2.
Mænishæð frá gólfplötu er 6,33 m, vegghæð frá gólfplötu er 4,15 m.
Húsið verðu byggt á steinsteyptum undirstöðum og gólfplötu. Burðarvirki veggja og þaks er límtré.
Þak og veggir verða klædd með steinullar-yleiningum, þakhalli verður 20 gráður.
Frárennslislagnir tengjast rotþró af viðurkenndri gerð.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til USNL-nefndar vegna skipulags.
Lóðin er 21.769,2 m2 að stærð.
Engin vernd er á svæðinu og ekki er vitað um fornminjar þar.
Lóðin er á landbúnaðarsvæði L3 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-20323.
Tvær skemmur eru þegar byggðar í nágrenninu.
Samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032:
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í almennum skilmálum:
Landbúnaðarland verður áfram nýtt til landbúnaðar, einkum matvælaframleiðslu.
Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².
Verði um verulega starfsemi að ræða s.s. sem aflar meiri hluta tekna viðkomandi, skal óska breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í töflu 7, skilmálum fyrir landbúnaðarland í flokki L3:
Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland.
Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m².
Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun, þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Nýhönnun ehf sækir um byggingarleyfi fyrir hönd landeiganda á lóðinni Akrakotsland Tún, landeignanúmer 133678.
Um er að ræða skemmu frá Límtré-Vírneti sem nýtt verður sem verkstæðishúss skv. aðaluppdráttum frá Nýhönnun ehf.
Grunnflötur hússins er 12 x 20 m eða 240 m. Auk þess verður hluti hússins, 38,8 m2, með milligólfi þar sem verða skristofur, samtals er birt flatarmál hússins því 272,6 m2.
Mænishæð frá gólfplötu er 6,33 m, vegghæð frá gólfplötu er 4,15 m.
Húsið verðu byggt á steinsteyptum undirstöðum og gólfplötu. Burðarvirki veggja og þaks er límtré.
Þak og veggir verða klædd með steinullar-yleiningum, þakhalli verður 20 gráður.
Frárennslislagnir tengjast rotþró af viðurkenndri gerð.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til USNL-nefndar vegna skipulags.
Lóðin er 21.769,2 m2 að stærð.
Engin vernd er á svæðinu og ekki er vitað um fornminjar þar.
Lóðin er á landbúnaðarsvæði L3 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-20323.
Tvær skemmur eru þegar byggðar í nágrenninu.
Samræmi við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032:
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í almennum skilmálum:
Landbúnaðarland verður áfram nýtt til landbúnaðar, einkum matvælaframleiðslu.
Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².
Verði um verulega starfsemi að ræða s.s. sem aflar meiri hluta tekna viðkomandi, skal óska breytingar á landnotkun í aðalskipulagi.
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í töflu 7, skilmálum fyrir landbúnaðarland í flokki L3:
Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland.
Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m².
Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun, þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Fyrirhuguð uppbygging samræmist ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Umræddan aðkomuveg, nr. 5057 skv. vegaskrá, nota aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Grenndarkynnt skal meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Grund L173527, Teigur L133717, Teigarás L133718, Lindás L133705, Áshamar 2 L220640, Áshamar III L233966, Áshamar II L233965, Áshamar 195726, Akrakot L133677 og Krossland eystra L205470.
Samþykkið er með fyrirvara um að staðsetning húss verði 50 m frá Innnesvegi sbr. grein 5.3.2.5 d-lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, einnig að óskað verði umsagnar Vegagerðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Umræddan aðkomuveg, nr. 5057 skv. vegaskrá, nota aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Grenndarkynnt skal meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Grund L173527, Teigur L133717, Teigarás L133718, Lindás L133705, Áshamar 2 L220640, Áshamar III L233966, Áshamar II L233965, Áshamar 195726, Akrakot L133677 og Krossland eystra L205470.
Samþykkið er með fyrirvara um að staðsetning húss verði 50 m frá Innnesvegi sbr. grein 5.3.2.5 d-lið í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, einnig að óskað verði umsagnar Vegagerðarinnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
10.Hafnarberg Hafnarland L 208217 - deiliskipulag
2411019
Erindi dags. 11.11.2024 frá Eflu f.h. landeiganda Birgis Jóhannessonar.
Lokagögn bárust leiðrétt þann 18.11.2024.
Með erindinu fylgdi greinargerð og uppdráttur dags. 14.11.2024.
Lóðin Hafnarberg Hafnarland, landeignanúmer 208217 er 10 ha að stærð.
Aðliggjandi lóðir eru Birkihvammur og Lísuborgir. Lóðin Hafnarberg er skráð sem lögbýli sbr. lögbýlaskrá HMS 2023.
Samhliða nýju deiliskipulagi var gerð breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Jörðin var skilgreind sem frístundasvæði í aðalskipulagi en með breytingu aðalskipulags var henni breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Skv. skipulagstillögunni kemur fram að landeigandi hyggst byggja jörðina upp og er gert ráð fyrir allt að 22 gistihúsum til útleigu, 3 þjónustuhúsum/veitingahúsi, aðstöðu fyrir tjaldsvæði, 2 íbúðarhúsum auk skemmu.
B1 Gistihús. Heimilt er að byggja 16 gistihús, hvert um sig allt að 30 m2 að stærð, samtals með allt að 32 gistirúmum. Hámarksvegghæð 4m og mænishæð allt að 5m.
B2 Gistihús. Heimilt er að byggja 6 gistihús, hvert um sig allt að 50 m2, samtals með allt að 40 gistirúmum. Hámarksvegghæð 4m og mænishæð allt að 5m.
B3 Þjónustuhús. Heimilt er að byggja þrjú þjónustuhús á svæðinu fyrir starfsemi tengda ferðaþjónustu, s.s. móttöku fyrir ferðamenn, aðstöðu á tjaldsvæði, veitingahús eða íbúð fyrir starfsfólk allt að 150 m2. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
B4 Íbúðarhús. Heimilt er að byggja tvö íbúðarhús/bílskúr og gestahús á hvorri lóð allt að 250 m2 hvort. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
B5 Skemma. Heimilt er að byggja skemmu allt að 500 m2. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
Hús verða á einni hæð.
Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Vesturlandsvegi.
Fyrir liggur vilyrði landeiganda Hafnar 2 um tengingu við vatnsveitu á svæðinu sem hefur leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Skv. deiliskipulaginu kemur fram að ekki verði veitt byggingarleyfi fyrir nýjum mannvirkjum skv. deiliskipulaginu fyrr en fyrir liggur fullnægjandi neysluvatnsöflun með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Lokagögn bárust leiðrétt þann 18.11.2024.
Með erindinu fylgdi greinargerð og uppdráttur dags. 14.11.2024.
Lóðin Hafnarberg Hafnarland, landeignanúmer 208217 er 10 ha að stærð.
Aðliggjandi lóðir eru Birkihvammur og Lísuborgir. Lóðin Hafnarberg er skráð sem lögbýli sbr. lögbýlaskrá HMS 2023.
Samhliða nýju deiliskipulagi var gerð breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Jörðin var skilgreind sem frístundasvæði í aðalskipulagi en með breytingu aðalskipulags var henni breytt í verslunar- og þjónustusvæði.
Skv. skipulagstillögunni kemur fram að landeigandi hyggst byggja jörðina upp og er gert ráð fyrir allt að 22 gistihúsum til útleigu, 3 þjónustuhúsum/veitingahúsi, aðstöðu fyrir tjaldsvæði, 2 íbúðarhúsum auk skemmu.
B1 Gistihús. Heimilt er að byggja 16 gistihús, hvert um sig allt að 30 m2 að stærð, samtals með allt að 32 gistirúmum. Hámarksvegghæð 4m og mænishæð allt að 5m.
B2 Gistihús. Heimilt er að byggja 6 gistihús, hvert um sig allt að 50 m2, samtals með allt að 40 gistirúmum. Hámarksvegghæð 4m og mænishæð allt að 5m.
B3 Þjónustuhús. Heimilt er að byggja þrjú þjónustuhús á svæðinu fyrir starfsemi tengda ferðaþjónustu, s.s. móttöku fyrir ferðamenn, aðstöðu á tjaldsvæði, veitingahús eða íbúð fyrir starfsfólk allt að 150 m2. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
B4 Íbúðarhús. Heimilt er að byggja tvö íbúðarhús/bílskúr og gestahús á hvorri lóð allt að 250 m2 hvort. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
B5 Skemma. Heimilt er að byggja skemmu allt að 500 m2. Hámarksvegghæð 5m og mænishæð allt að 6m.
Hús verða á einni hæð.
Aðkoma að skipulagssvæðinu er frá Vesturlandsvegi.
Fyrir liggur vilyrði landeiganda Hafnar 2 um tengingu við vatnsveitu á svæðinu sem hefur leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Skv. deiliskipulaginu kemur fram að ekki verði veitt byggingarleyfi fyrir nýjum mannvirkjum skv. deiliskipulaginu fyrr en fyrir liggur fullnægjandi neysluvatnsöflun með leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
11.Hafnarland - Lísuborgir - deiliskipulag.
2110020
Deiliskipulag til lokaafgreiðslu.
Á 41. fundi umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 18.09.2024 fjallaði nefndin um uppfærð deiliskipulagsgögn frá skipulagshöfundi / Eflu, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar í tengslum við yfirferð stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti deiliskipulagið á ný með áorðnum breytingum og vísaði endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem samþykkti og staðfesti bókun nefndarinnar á fundi sínum nr. 406 dags. 25.09.2024.
Var skipulagstillögunni því næst vísað á ný til Skipulagsstofnunar dags. 30.09.2024 til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Með bréfi Skipulagsstofnunar dags. 21.10.2024 taldi stofnunin sér ekki fært um að afgreiða yfirferð sína vegna efirfarandi:
"Við fyrri afgreiðslu stofnunarinnar var gerð athugasemd, m.a. vegna þess að ekki var afmarkað brunn- og fjarsvæði tveggja borhola sem er ætlað að afla neysluvatns fyrir öll mannvirki innan skipulagssvæðis eða þar til mögulega verður hægt að tengjast vatnsveitu í sveitarfélaginu eins og fram kemur í greinargerð, þar sem segir ,,Unnið verður að tengingu við viðurkennda vatnsveitu í sveitarfélaginu“.
Skipulagsstofnun telur sig ekki geta tekið afstöðu til þess hvort eða hvenær er mögulegt að tengjast viðurkenndri vatnsveitu og þá kemur ekki fram til hversu langs tíma borholurnar verða nýttar til vatnsöflunar fyrir svæðið. Í ljósi þess telur stofnunin þörf á að afla nýrrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits um breytta tillögu, þar sem einnig er búið að færa til hreinsivirki sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við á fyrra stigi.
Ítrekað er að skipulag þarf að uppfylla ákvæði skipulagreglugerðar, gr. 5.3.2.15 og 9. gr. reglugerðar nr. 536/2001 um neysluvatn hvað varðar skilgreiningu á vatnsbóli og verndarsvæði þess."
Með erindinu fylgdu uppfærð skipulagsgögn, skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 15.11.2024 þar sem m.a. var uppfærður texti vegna neysluvatns sbr. kafli 2.4. í greinargerð en þar segir:
„Núverandi neysluvatn er fengið úr borholum innan skipulagssvæðis sem verða aflagðar. Neysluvatn verður fengið úr samþykktum borholum. Ekki verða veitt byggingarleyfi fyrir frekari uppbyggingu fyrr en Heilbrigðiseftirlit hefur samþykkt vatnsöflun fyrir svæðið. Frágangur vatnsbóla/borhola skal vera í samræmi við reglugerð um neysluvatn, nr. 536/2001 m.s.br. Fylgst verður með vatnsgæðum og tryggja skal að ekki verði hætta á mengun frá fráveitumannvirkjum eða geymslu mengandi efna á skipulagssvæðinu.“
Með tölvupósti frá landeiganda Hafnarbergs, næsta nágranna við Lísuborgir, var upplýst um að landeigandi Hafnar 2 gæfi vilyrði fyrir að tengjast viðurkenndri vatnsveitu á svæðinu og gilti það vilyrði einnig fyrir Lísuborgir.
Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna tillögunnar en þar segir m.a. að neysluvatn komi frá borholum innan skipulagssvæðisins sem séu víkjandi í skipulagi en nálægð við fráveitumannvirki geri það að verkum að hætta sé á að vatnsveitan geti mengast. Lagt er til að Hvalfjarðarsveit setji tímamörk á að svæðið tengist öruggu neysluvatni innan árs frá samþykkt deiliskipulagsins sem sé þá einnig til að koma á móts við umsögn Skipulagsstofnunar.
Þá er í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins fjallað um geislun vatns auk þess sem gerð er tillaga um breyttan texta í kafl 2.4 í greinargerð skipulagsins.
Loks er fjallað um að Hvalfjarðarsveit geti gert kröfu um innra eftirlit, að eigendur taki sjálfir sýni af borholunum á tímabilinu. Til að minka áhættu á tímabilinu megi einnig tengja núverandi borholur við geislatæki en jafnframt sé æskilegt að færa fráveitur þeirra húsa sem næst standa borholum lengra í burtu.
Á 41. fundi umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar þann 18.09.2024 fjallaði nefndin um uppfærð deiliskipulagsgögn frá skipulagshöfundi / Eflu, eftir athugasemdir Skipulagsstofnunar í tengslum við yfirferð stofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkti deiliskipulagið á ný með áorðnum breytingum og vísaði endanlegri afgreiðslu til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem samþykkti og staðfesti bókun nefndarinnar á fundi sínum nr. 406 dags. 25.09.2024.
Var skipulagstillögunni því næst vísað á ný til Skipulagsstofnunar dags. 30.09.2024 til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Með bréfi Skipulagsstofnunar dags. 21.10.2024 taldi stofnunin sér ekki fært um að afgreiða yfirferð sína vegna efirfarandi:
"Við fyrri afgreiðslu stofnunarinnar var gerð athugasemd, m.a. vegna þess að ekki var afmarkað brunn- og fjarsvæði tveggja borhola sem er ætlað að afla neysluvatns fyrir öll mannvirki innan skipulagssvæðis eða þar til mögulega verður hægt að tengjast vatnsveitu í sveitarfélaginu eins og fram kemur í greinargerð, þar sem segir ,,Unnið verður að tengingu við viðurkennda vatnsveitu í sveitarfélaginu“.
Skipulagsstofnun telur sig ekki geta tekið afstöðu til þess hvort eða hvenær er mögulegt að tengjast viðurkenndri vatnsveitu og þá kemur ekki fram til hversu langs tíma borholurnar verða nýttar til vatnsöflunar fyrir svæðið. Í ljósi þess telur stofnunin þörf á að afla nýrrar umsagnar Heilbrigðiseftirlits um breytta tillögu, þar sem einnig er búið að færa til hreinsivirki sem Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemd við á fyrra stigi.
Ítrekað er að skipulag þarf að uppfylla ákvæði skipulagreglugerðar, gr. 5.3.2.15 og 9. gr. reglugerðar nr. 536/2001 um neysluvatn hvað varðar skilgreiningu á vatnsbóli og verndarsvæði þess."
Með erindinu fylgdu uppfærð skipulagsgögn, skipulagsuppdráttur og greinargerð dags. 15.11.2024 þar sem m.a. var uppfærður texti vegna neysluvatns sbr. kafli 2.4. í greinargerð en þar segir:
„Núverandi neysluvatn er fengið úr borholum innan skipulagssvæðis sem verða aflagðar. Neysluvatn verður fengið úr samþykktum borholum. Ekki verða veitt byggingarleyfi fyrir frekari uppbyggingu fyrr en Heilbrigðiseftirlit hefur samþykkt vatnsöflun fyrir svæðið. Frágangur vatnsbóla/borhola skal vera í samræmi við reglugerð um neysluvatn, nr. 536/2001 m.s.br. Fylgst verður með vatnsgæðum og tryggja skal að ekki verði hætta á mengun frá fráveitumannvirkjum eða geymslu mengandi efna á skipulagssvæðinu.“
Með tölvupósti frá landeiganda Hafnarbergs, næsta nágranna við Lísuborgir, var upplýst um að landeigandi Hafnar 2 gæfi vilyrði fyrir að tengjast viðurkenndri vatnsveitu á svæðinu og gilti það vilyrði einnig fyrir Lísuborgir.
Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna tillögunnar en þar segir m.a. að neysluvatn komi frá borholum innan skipulagssvæðisins sem séu víkjandi í skipulagi en nálægð við fráveitumannvirki geri það að verkum að hætta sé á að vatnsveitan geti mengast. Lagt er til að Hvalfjarðarsveit setji tímamörk á að svæðið tengist öruggu neysluvatni innan árs frá samþykkt deiliskipulagsins sem sé þá einnig til að koma á móts við umsögn Skipulagsstofnunar.
Þá er í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins fjallað um geislun vatns auk þess sem gerð er tillaga um breyttan texta í kafl 2.4 í greinargerð skipulagsins.
Loks er fjallað um að Hvalfjarðarsveit geti gert kröfu um innra eftirlit, að eigendur taki sjálfir sýni af borholunum á tímabilinu. Til að minka áhættu á tímabilinu megi einnig tengja núverandi borholur við geislatæki en jafnframt sé æskilegt að færa fráveitur þeirra húsa sem næst standa borholum lengra í burtu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum sem eru þær að sett verði tímamörk á að svæðið tengist öruggu neysluvatni innan árs frá samþykkt deiliskipulagsins, að texta í greinargerð verði breytt til samræmis við tillögu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, að fjallað verði um hvernig öryggi núverandi vatnsveitu verði tryggt s.s. með innra eftirliti eiganda, sýnatöku og etv. geislatæki. Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vísar deiliskipulagstillögunni til endanlegrar yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
12.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.
2311012
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fjallaði á 42. fundi sínum þann 16.10.2024 um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 vegna Litla-Botnslands 1.
Í bókun nefndarinnar kom fram að umfang fyrirhugaðra framkvæmda hefði aukist frá því skipulagslýsing vegna málsins var auglýst í maí sl. Taldi nefndin því að umrædd aðalskipulagsbreyting væri ekki í nægilega miklu samræmi við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við skipulagslýsinguna og sem athugasemdir/ábendingar umsagnaraðila byggðu á. Var aðalskipulagstillögunni því hafnað á grundvelli ósamræmis við lýsingu tillögunnar. Endanlegri afgreiðslu var svo vísað til sveitarstjórnar sem staðfesti bókun USNL-nefndar á 408. fundi sínum þann 23.10.2024.
Nú er lögð fram uppfærð aðalskipulagsbreyting, þar sem búið er að draga úr umsvifum til samræmis við skipulagslýsingu.
Með erindinu fylgdi greinargerð/breytingartillaga dags. 17.11.2024.
Skv. tillögunni er ekki lengur fjallað um nákvæman fjölda herbergja og gestahúsa en þess í stað verður nánar gerð grein fyrir þessum atriðum í deiliskipulagi en þó verður það alltaf innan þess byggingarmagns og gestafjölda sem tekið er fram í skilmálum aðalskipulagsbreytingarinnar.
Þrátt fyrir að fjölgun gesta sé nú 200 í stað 198, er það talið innan marka hvað samræmi varðar.
Þá hefur tillagan verið uppfærð m.t.t. umfjöllunnar um samlegðaráhrif og áhrif á vatnshlot í samræmi við ábendingar frá Umhverfisstofnun.
Í bókun nefndarinnar kom fram að umfang fyrirhugaðra framkvæmda hefði aukist frá því skipulagslýsing vegna málsins var auglýst í maí sl. Taldi nefndin því að umrædd aðalskipulagsbreyting væri ekki í nægilega miklu samræmi við þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar við skipulagslýsinguna og sem athugasemdir/ábendingar umsagnaraðila byggðu á. Var aðalskipulagstillögunni því hafnað á grundvelli ósamræmis við lýsingu tillögunnar. Endanlegri afgreiðslu var svo vísað til sveitarstjórnar sem staðfesti bókun USNL-nefndar á 408. fundi sínum þann 23.10.2024.
Nú er lögð fram uppfærð aðalskipulagsbreyting, þar sem búið er að draga úr umsvifum til samræmis við skipulagslýsingu.
Með erindinu fylgdi greinargerð/breytingartillaga dags. 17.11.2024.
Skv. tillögunni er ekki lengur fjallað um nákvæman fjölda herbergja og gestahúsa en þess í stað verður nánar gerð grein fyrir þessum atriðum í deiliskipulagi en þó verður það alltaf innan þess byggingarmagns og gestafjölda sem tekið er fram í skilmálum aðalskipulagsbreytingarinnar.
Þrátt fyrir að fjölgun gesta sé nú 200 í stað 198, er það talið innan marka hvað samræmi varðar.
Þá hefur tillagan verið uppfærð m.t.t. umfjöllunnar um samlegðaráhrif og áhrif á vatnshlot í samræmi við ábendingar frá Umhverfisstofnun.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breyttu aðalskipulagi með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillöguna samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
13.Endurskoðun aðalskipulags.
2206043
Umræður um endurskoðun tiltekinna atriða í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Atvinnurekstur í frístundabyggðum, námuvinnsla, skógrækt, vindorka innan iðnaðarsvæðisins á Grundartanga, sólarorka, reiðvegir, neysluvatnsmál, fráveitumál, deiliskipulög.
Atvinnurekstur í frístundabyggðum, námuvinnsla, skógrækt, vindorka innan iðnaðarsvæðisins á Grundartanga, sólarorka, reiðvegir, neysluvatnsmál, fráveitumál, deiliskipulög.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja endurskoðun tiltekinna atriða í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
14.Kvörtun til innviðaráðuneytis.
2409008
Bréf Innviðaráðuneytis vegna kvörtunar vegna stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar.
Innviðaráðuneytinu barst þann 5. september sl., kvörtun landeigenda Þórisstaða um stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við afgreiðslu framkvæmdaleyfis vegna örvirkjunar á Þórisstöðum.
Í kjölfarið ákvað Innviðaráðuneytið að taka stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar til formlegrar umfjöllunar á grundvelli stjórnsýslulaga og veita sveitarfélaginu leiðbeiningar um atvik málsins, en ráðuneytið horfði til þess að vísbendingar væru um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmdist ekki lögum og þörf væri á leiðbeiningum ráðuneytisins við frekari meðferð málsins.
USNL-nefnd tók mál Þórisstaða fyrir þann 17. apríl 2024 og hafnaði nefndin beiðni landeigenda um framkvæmdaleyfi.
Endanlegri ókvörðun var síðan vísað til sveitarstjórnar sem fundaði 24. apríl 2024 og var ákvörðun nefndarinnar samþykkt.
Akvörðunin var birt landeigendum þann 29. apríl 2024.
Ekki var að finna leiðbeiningar um kæruleiðir í ákvörðuninni.
Þann 22. maí 2024 sendu landeigendur spurningar til USNL-nefndar auk þess sem skorað var á nefndina að endurskoða höfnun á umsókn þeirra um framkvæmdaleyfi.
Ákvað nefndin að hafna endurupptöku málsins og birti landeigendum þá ákvörðun þann 30. ágúst sl.
Í ákvörðuninni var landeigendum leiðbeint um kæruleiðir og kærufrest. Kærufrestur rann út í lok september.
Ráðuneytið tekur fram í ábendingum sínum að athugasemdir þess lúti að formsatriðum málsins en ekki efnisatriðum þess.
Ráðuneytið bendir á að aðila máls sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds eða eftir atvikum úrskurðarnefndar til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ljóst sé því að það hvílir á stjórnvöldum sú skylda að leiðbeina aðilum máls um kærurétt og kæruleiðir þegar stjórnvaldsákvarðanir eru teknar.
Í 2. tölulið 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að þegar ákvörðun er tilkynnt skriflega skal veita leiðbeiningar um kæruheimild, þegar hún er fyrir hendi, kærufresti og kærugjöld, svo og hvert skuli beina kæru. Um kæruheimild framkvæmdaleyfa er kveðið á um í 52. gr., sbr. 8. mgr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. lög nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Í erindi landeigenda var kvartað yfir því að þau hafi ekki fengið að koma fyrir USNL-nefnd og gera grein fyrir máli sínu.
Ráðuneytið bendir á að málsmeðferð fyrir stjórnvöldum og nefndum hjá stjórnvöldum sé almennt skrifleg og í máli þessu hafi nefndinni ekki borið skylda til að taka á móti landeigendum inn á fund nefndarinnar þrátt fyrir beiðni þar um. Hins vegar hafi nefndinni borið skylda til að svara erindum landeigenda um að fá að mæta fyrir nefndina.
Það er óskráð meginregla í stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvöld, þar á meðal spurningar, eigi almennt rétt á því að fá skriflegt svar. Af þessu má því ljóst vera að stjórnvöldum ber almennt að svara skriflegum erindum skriflega. Svari stjórnvald munnlega verður það að ganga úr skugga um að aðili sætti sig við að fá munnleg svör. Stjórnvaldi beri hins vegar ekki skylda til að svara öllum spurningum sem lagðar eru fyrir stjórnvöld enda er þeim það stundum ekki fært en þeim ber engu að síður að svara erindum.
Ráðuneytið beinir þeim leiðbeiningum til sveitarfélagsins að svara skriflegum erindum sem berast sveitarfélaginu skriflega með vísan til meginreglu stjórnsýsluréttar þar um.
Í erindi málshefjanda var óskað eftir frekari rökstuðningi við ákvörðun frá 29. apríl 2024. Ekki var orðið við þeirri beiðni og benti sveitarféagið á að ákvörðunin hafi verið rökstudd.
Það er mat ráðuneytisins að það sé úrskurðarnefndarinnar, sem ákvörðunin er kæranleg til, að meta hvort afgreiðsla málsins hafi verið nægjanlega rökstudd eða ekki. Því getur ráðuneytið ekki lagt mat á hvort rétt hafi verið af sveitarfélaginu að synja um rökstuðning. Þessum hluta erindisins hefur því verið beint til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál til þóknanlegrar meðferðar með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Í niðurstöðu sinni beinir ráðuneytið þeim leiðbeiningum til sveitarfélagsins að svara skriflegum erindum sem berast sveitarfélaginu skriflega með vísan til meginreglu stjórnsýsluréttar þar um.
Þeim hluta kvörtunar landeigenda, sem snýr að því hvort höfnun USNL-nefndar á endurupptöku málsins, hafi verið nægilega rökstudd, hefur verið vísað til úrlausnar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál til þóknanlegrar meðferðar eins og kemur fram í bréfi ráðuneytinsins.
Innviðaráðuneytinu barst þann 5. september sl., kvörtun landeigenda Þórisstaða um stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við afgreiðslu framkvæmdaleyfis vegna örvirkjunar á Þórisstöðum.
Í kjölfarið ákvað Innviðaráðuneytið að taka stjórnsýslu Hvalfjarðarsveitar til formlegrar umfjöllunar á grundvelli stjórnsýslulaga og veita sveitarfélaginu leiðbeiningar um atvik málsins, en ráðuneytið horfði til þess að vísbendingar væru um að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmdist ekki lögum og þörf væri á leiðbeiningum ráðuneytisins við frekari meðferð málsins.
USNL-nefnd tók mál Þórisstaða fyrir þann 17. apríl 2024 og hafnaði nefndin beiðni landeigenda um framkvæmdaleyfi.
Endanlegri ókvörðun var síðan vísað til sveitarstjórnar sem fundaði 24. apríl 2024 og var ákvörðun nefndarinnar samþykkt.
Akvörðunin var birt landeigendum þann 29. apríl 2024.
Ekki var að finna leiðbeiningar um kæruleiðir í ákvörðuninni.
Þann 22. maí 2024 sendu landeigendur spurningar til USNL-nefndar auk þess sem skorað var á nefndina að endurskoða höfnun á umsókn þeirra um framkvæmdaleyfi.
Ákvað nefndin að hafna endurupptöku málsins og birti landeigendum þá ákvörðun þann 30. ágúst sl.
Í ákvörðuninni var landeigendum leiðbeint um kæruleiðir og kærufrest. Kærufrestur rann út í lok september.
Ráðuneytið tekur fram í ábendingum sínum að athugasemdir þess lúti að formsatriðum málsins en ekki efnisatriðum þess.
Ráðuneytið bendir á að aðila máls sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds eða eftir atvikum úrskurðarnefndar til þess að fá hana fellda úr gildi eða henni breytt nema annað leiði af lögum eða venju, sbr. 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Ljóst sé því að það hvílir á stjórnvöldum sú skylda að leiðbeina aðilum máls um kærurétt og kæruleiðir þegar stjórnvaldsákvarðanir eru teknar.
Í 2. tölulið 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 kemur fram að þegar ákvörðun er tilkynnt skriflega skal veita leiðbeiningar um kæruheimild, þegar hún er fyrir hendi, kærufresti og kærugjöld, svo og hvert skuli beina kæru. Um kæruheimild framkvæmdaleyfa er kveðið á um í 52. gr., sbr. 8. mgr. 13. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. lög nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Í erindi landeigenda var kvartað yfir því að þau hafi ekki fengið að koma fyrir USNL-nefnd og gera grein fyrir máli sínu.
Ráðuneytið bendir á að málsmeðferð fyrir stjórnvöldum og nefndum hjá stjórnvöldum sé almennt skrifleg og í máli þessu hafi nefndinni ekki borið skylda til að taka á móti landeigendum inn á fund nefndarinnar þrátt fyrir beiðni þar um. Hins vegar hafi nefndinni borið skylda til að svara erindum landeigenda um að fá að mæta fyrir nefndina.
Það er óskráð meginregla í stjórnsýslurétti að hver sá sem ber upp skriflegt erindi við stjórnvöld, þar á meðal spurningar, eigi almennt rétt á því að fá skriflegt svar. Af þessu má því ljóst vera að stjórnvöldum ber almennt að svara skriflegum erindum skriflega. Svari stjórnvald munnlega verður það að ganga úr skugga um að aðili sætti sig við að fá munnleg svör. Stjórnvaldi beri hins vegar ekki skylda til að svara öllum spurningum sem lagðar eru fyrir stjórnvöld enda er þeim það stundum ekki fært en þeim ber engu að síður að svara erindum.
Ráðuneytið beinir þeim leiðbeiningum til sveitarfélagsins að svara skriflegum erindum sem berast sveitarfélaginu skriflega með vísan til meginreglu stjórnsýsluréttar þar um.
Í erindi málshefjanda var óskað eftir frekari rökstuðningi við ákvörðun frá 29. apríl 2024. Ekki var orðið við þeirri beiðni og benti sveitarféagið á að ákvörðunin hafi verið rökstudd.
Það er mat ráðuneytisins að það sé úrskurðarnefndarinnar, sem ákvörðunin er kæranleg til, að meta hvort afgreiðsla málsins hafi verið nægjanlega rökstudd eða ekki. Því getur ráðuneytið ekki lagt mat á hvort rétt hafi verið af sveitarfélaginu að synja um rökstuðning. Þessum hluta erindisins hefur því verið beint til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál til þóknanlegrar meðferðar með vísan til 2. mgr. 7. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Í niðurstöðu sinni beinir ráðuneytið þeim leiðbeiningum til sveitarfélagsins að svara skriflegum erindum sem berast sveitarfélaginu skriflega með vísan til meginreglu stjórnsýsluréttar þar um.
Þeim hluta kvörtunar landeigenda, sem snýr að því hvort höfnun USNL-nefndar á endurupptöku málsins, hafi verið nægilega rökstudd, hefur verið vísað til úrlausnar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál til þóknanlegrar meðferðar eins og kemur fram í bréfi ráðuneytinsins.
Lagt fram til kynningar.
15.Stjórnsýslukæra nr. 106-2024 - synjun framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða.
2411006
Erindi dags. 04.11.2024 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Með erindinu fylgdi afrit af stjórnsýslukæru dags. 29. september 2024 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar um að hafna umsókn kæranda um framkvæmdaleyfi fyrir örvirkjun í landi Þórisstaða.
Er í erindinu farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varðar.
Sérstaklega er í erindinu vakin athygli á því að varði hin kærða ákvörðun hagsmuni þriðja aðila, sé óskað upplýsinga um viðkomandi.
Með erindinu fylgdi afrit af stjórnsýslukæru dags. 29. september 2024 ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar um að hafna umsókn kæranda um framkvæmdaleyfi fyrir örvirkjun í landi Þórisstaða.
Er í erindinu farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varðar.
Sérstaklega er í erindinu vakin athygli á því að varði hin kærða ákvörðun hagsmuni þriðja aðila, sé óskað upplýsinga um viðkomandi.
Skv. greinargerð um virkjun Kúhallarár frá landeigendum Þórisstaða frá desember 2023, kemur fram að fjórar jarðir eigi land að Kúhallará á móti Þórisstöðum. Það eru Hrafnabjörg, Ferstikla 1 og Ferstikla 2 (óskipt land) eiga land á þeim hluta sem verður virkjað, en Bjarteyjarsandur og Brekka eiga land að ánni ofan við inntak virkjunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
16.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.
2410039
Erindi dags. 23.10.2024 frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem kemur fram að stjórn Skógræktarfélags Íslands vilji fylgja eftir ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið.
Ályktunin er eftirfarandi: "Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst ? 1. september 2024, hvetur ríki og sveitarfélög til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár."
Í erindi Skógræktarfélagsins kemur fram að það sé einlæg ósk félagsins að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.
Ályktunin er eftirfarandi: "Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn í Neskaupstað dagana 30. ágúst ? 1. september 2024, hvetur ríki og sveitarfélög til þess að fylgja eftir vörsluskyldu búfjár."
Í erindi Skógræktarfélagsins kemur fram að það sé einlæg ósk félagsins að ályktunin verði tekin til góðfúslegrar skoðunar.
Lagt fram til kynningar.
17.Nes - umsögn vegna beiðni um undanþágu fjarlægðar byggingar frá vegi.
2408025
Niðurstaða Innviðaráðuneytis til kynningar.
Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að í ljósi neikvæðrar afstöðu Hvaljarðarsveitar til erindisins telji ráðuneytið að ekki séu forsendur til að veita umbeðna undanþágu og því sé beiðninni hafnað.
Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að í ljósi neikvæðrar afstöðu Hvaljarðarsveitar til erindisins telji ráðuneytið að ekki séu forsendur til að veita umbeðna undanþágu og því sé beiðninni hafnað.
Lagt fram til kynningar.
18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 74
2405007F
- 18.1 2404095 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarl. Mótel Venus 174559 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 74 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 18.2 2404068 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 39 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 74 Aðkoma að húsinu er teiknuð inn á nágranalóð. Erindinu er hafnað vegna skipulags.
- 18.3 2310001 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 20 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 74 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 18.4 2402019 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 16 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 74 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 75
2406003F
- 19.1 2301042 Lyngmelur 11 - Umsókn um byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 75 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 19.2 2305023 Ásvellir 8 - Byggingarleyfi f. einbýlishúsAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 75 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 19.3 2404097 Leirutröð 3 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 75 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 76
2406007F
- 20.1 2405037 Umsókn um stöðuleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 76 Samykkt að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
- 20.2 2405001 Vatnaskógur, Lindarrj 133498 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 76 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr.gr.2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breitingum og að uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 20.3 2405006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Narfastaðal. 1 no.1 - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 76 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 77
2406008F
- 21.1 2405008 Ásvellir 1 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 77 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaáform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum
skilyrðym/athugasemdum byggingaarfulltrúa. - 21.2 2405003 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 28 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 77 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
- 21.3 2406023 Umsókn um stöðuleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 77 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012, með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaáform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og að uppfylltum
skilyrðym/athugasemdum byggingaarfulltrúa.
22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 78
2406010F
- 22.1 2306038 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klafastaðavegur 4Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 78 Samræmist skipulagi og er samþykkt.
- 22.2 2406010 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kúludalsá 4EAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 78 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingaheimild verður gefin út að uppfulltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 22.3 2405022 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Háholt 10Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 78 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingaheimild verður gefin út að uppfulltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 22.4 2401051 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ölver 40Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 78 Er samþykkt.
23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 79
2406011F
- 23.1 2301029 Garðavellir 7 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 79 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingaheimild verður gefin út að uppfulltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 23.2 2301028 Garðavellir 5 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 79 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingaheimild verður gefin út að uppfulltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 23.3 2407009 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kjarrás 13a - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 79 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingaheimild verður gefin út að uppfulltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 80
2407002F
- 24.1 2403011 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóri-Lambhagi 6 - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 80 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform semþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr.
112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 24.2 2406009 Aðalvík 211189 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 80 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags
- 24.3 2406008 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hrísabrekka 24 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 80 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform semþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr.
112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 81
2407006F
- 25.1 2306008 Fögruvellir 3 - Umsókn um byggingarleyfi umfl.2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 81 Umsóknin samræmist lögum og mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingafulltrúa. - 25.2 2304018 Skólasetursvegur 1 - Byggingarheimild f. frístundahúsAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 81 Umsóknin samræmist lögum og mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingafulltrúa.
26.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82
2408004F
- 26.1 2408014 Heiðarborg 133783 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Samþykkt að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
- 26.2 2404065 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Narfabakki - Flokkur 3,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/20210 og byggingarreglugerð
nr. 112/20212 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/20212 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 26.3 2405006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Narfastaðaland 1 no.1 - Flokkur 3,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/20210 og byggingarreglugerð
nr. 112/20212 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/20212 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 26.4 2402054 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 26 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/20210 og byggingarreglugerð
nr. 112/20212 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/20212 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 26.5 2312006 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Ölver 3 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/20210 og byggingarreglugerð
nr. 112/20212 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/20212 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 26.6 2408017 Ásfell 5 - Stofnun lóðarAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Stofnun lóðar er samþykkt.
- 26.7 2408018 Landamerkjaskráning Ferstikla 1 og 2 - Hrafnabjörg - Saurbær - ÞórisstaðirAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Merkjalýsingin er samþykkt.
- 26.8 2304020 Skógarás L 221002- stofnun lóða - Skógarás 1 og 2.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 82 Lóðir og staðfesting merkja er samþykkt.
27.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 83
2408009F
- 27.1 2407016 Litla-Botnsland, L 133201, stofnun nýrrar lóðar.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 83 Stofnun lóðar er samþykkt.
- 27.2 2405033 Lækjarkinn 5 - L209103 - umsókn um stöðuleyfiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 83 Erindið samræmist ekki gildandi skipulagi svæðisins, erindinu er hafnað.
28.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84
2409004F
- 28.1 2207005 Ásvellir 3 - Byggingarleyfi fjölbýlishús.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 1122/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarulltrúa. - 28.2 2210033 Tangavegur 7 - umsókn um byggingaleyfi.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 1122/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarulltrúa. - 28.3 2306045 Eyrarskógur 61 - Umsókn um byggingarheimild umfl.1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 1122/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarulltrúa. - 28.4 2409034 Fögruvellir 1 - stöðuleyfi.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Samþykkt að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum
- 28.5 2409036 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Innrimelur 3 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 1122/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarulltrúa. - 28.6 2402030 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nýlenda 133418 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 84 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 1122/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum skilyrðum/athugasemdum byggingarulltrúa.
29.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85
2410002F
- 29.1 2407007 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Brekkukinn - umfangsflokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 29.2 2407035 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Höfn 176166 - Flokkur 3
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 29.3 2410017 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 6 - Flokkur 3Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 29.4 2306036 Gröf II 207694 - UFF2 - Umsókn um byggingarleyfi - DeiliskipulagAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 85 Húsið uppfyllir ekki skilyrði deiliskipulags, er stærra og hærra en deiliskipulag leyfir.
Erindið samræmist ekki gildandi deliskipulagi, erindinu er hafnað. - 29.5 2410004 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gröf II 207694 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 85 Húsið uppfyllir ekki skilyrði deiliskipulags, er hærra en deiliskipulag leyfir.
Erindið samræmist ekki gildandi deliskipulagi, erindinu er hafnað.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.