Fræðslunefnd
Dagskrá
Halldóra Andrésdóttir boðaði forföll.
1.Verklagsreglur fyrir leikskóla Hvalfjarðarsveitar
2411025
Yfirfara verklagsreglur í leikskólanum Skýjaborg.
Nefndin fór yfir verklagsreglur leikskólans. Skólastjóra Skýjaborgar og frístunda- og menningarfullltrúa er falið að vinna að endurskoðun á reglunum í samræmi við umræður á fundinum.
2.Beiðni um viðbótarfjárveitingu frá leikskólastjóra Skýjaborgar
2411024
Fræðslunefnd samþykkir beiðni leikskólastjóra Skýjaborgar um viðbótarfjárveitingu og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.
3.Beiðni um áframhaldandi ráðningu í 71%
stöðugildi í Heiðarskóla árið 2025.
2405026
Framlenging á ráðningu stuðningsfulltrúa frá 1.janúar til 6.júní 2025.
Fræðslunefnd samþykkir framlengingu heimildar til ráðningar í 71% stöðugildi frá 1. janúar nk. til 6. júní 2025. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar. Gert er ráð fyrir stöðugildinu í fjárhagsáætlun ársins 2025.
4.Verklagsreglur um skólasókn Heiðarskóla
2411021
Skólastjóri kynnti drög að nýjum verklagsreglum vegna ófullnægjandi skólasóknar. Fræðslunefnd samþykkir verklagsreglur um skólasókn Heiðarskóla.
Skólastjóri kynnti drög að nýjum verklagsreglum vegna ófullnægjandi skólasóknar. Fræðslunefnd samþykkir verklagsreglurnar með áorðnum breytingum.
5.Beiðni um viðbótarfjárveitingu frá skólastjóra Heiðarskóla
2411026
Fræðslunefnd samþykkir beiðni frá skólastjóra Heiðarskóla um viðbótarfjárveitingu og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.
6.Umsögn um frumvarp til laga um námsgögn.
2409042
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:20.