Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

76. fundur 12. nóvember 2024 kl. 15:30 - 17:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2409012 - Fráveitur í Hvalfjarðarsveit. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.

Mál nr. 2101083 - Tillögur á nöfnum á götur í Melahverfi III. Málið verður nr. 6 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 5:0

1.Réttarhagi - vatnsmál.

2410033

Beiðni lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu á Heiðarskólasvæðinu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd heimilar lóðarhafa að Réttarhaga 2 að tengjast kaldavatnsveitu á Heiðarskólasvæðinu að undangengnum samning sem lóðarhafi og Hvalfjarðarsveit gera sín á milli. Í samningnum mun koma fram að fyrirvari verði hafður á leyfinu þannig að lóðarhafi mun ekki geta gert kröfu á hendur sveitarfélaginu þótt tímabundin vatnsþörf eða önnur ófyrirséð vandamál komi upp.

2.Hitaveita

2009013

Farið yfir rekstrarstöðu Heiðarveitu.
Í ljósi þess að Hvalfjarðarveitur hafa ekki fjárhagslegan grundvöll til að standa undir greiðslum af láni Aðalsjóðs til Hvalfjarðarveitna leggur mannvirkja- og framkvæmdanefnd til að sveitarstjórn samþykki að Aðalsjóður leggi Hvalfjarðarveitum til stofnfé sem samsvarar kröfu Aðalsjóðs á hendur Hvalfjarðarveitum miðað við fjárhagsstöðu milli fyrirtækjanna þann 31. október 2024.

3.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Útboð verkfræðihönnunar Melahverfi III.
Óskað er eftir tilboðum í gerð hönnunar- og útboðsgagna, kostnaðaráætlunar, magntökuskrá og jarvegsskýrslu. Sent var á fimm verkfræðistofur þ.e. Eflu, COWI, Verkís, Hnit og VSÓ. Opnun tilboða verður 19.11.2024 kl. 10:00 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

4.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Verkstaða framkvæmda við byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Verkstaða framkvæmda kynnt.

5.Fráveitur í Hvalfjarðarsveit

2409012

Á 406. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar dags. 25.09.2024 var fjallað um tillögu að nýrri/uppfærðri samþykkt um fráveitur í Hvalfjarðarsveit.

Samþykkti sveitarstjórn að vísa uppfærðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.



Fyrir liggja drög að nýrri gjaldskrá fyrir fráveitu og meðhöndlun seyru í Hvalfjarðarsveit.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og felur starfsfólki Umhverfis- og skipulagsdeildar að uppfæra tillöguna til samræmis við umræður á fundinum.

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að halda í gildi samþykkt um rotþró við heimili í dreifbýli, dags. 10.05.2011 og samþykkt sveitastjórnar um endurnýjun á rotþró við heimili í dreifbýli, dags. 13.05.2014.

6.Melahverfi - Tillögur að nöfnum á götur í Melahverfi III

2101083

Sveitarfélagið hyggst á næstunni hefja gerð hönnunar- og útboðsgagna vegna nýrra gatna í Melahverfi III.

Í því sambandi hefur sveitarfélagið óskað eftir tilboðum nokkurra verkfræðistofa í verkefnið.

Velja þarf nöfn á nýju göturnar en þær tengjast báðar götunni Bugðumel.

Með erindinu fylgja leiðbeiningar um örnefni handa sveitarfélögum þ.e. um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra, unnið af stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Í leiðbeiningunum kemur m.a. fram að örnefni, þar með talin bæjarnöfn og götuheiti, séu hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar og hafa mörg hver varðveist frá upphafi búsetu í landinu.

Samkvæmt lögum

um örnefni nr. 22/2015 ber að vernda þessar minjar eftir því sem kostur er.

Framlagt.

7.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Viðhaldsverkefni 2024-2027
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhaldsverkefna .

8.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028

2409031

Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óbreytta framkvæmdaáætlun 2025-2028.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Efni síðunnar