Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 399
2405002F
Fundargerðin framlögð.
2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 72
2405006F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 72 Þrjú tilboð bárust í verðkönnun gerðs göngustígs við Saurbæ.
Þróttur ehf kr. 15.068.400
Jónas Guðmundsson ehf kr. 8.765.340
Hróarstindur ehf kr. 11.219.718
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr. 10.252.600
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að ganga frá verksamningi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Fræðslunefnd - 58
2405004F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 58 Fræðslunefnd samþykkir aukna stöðugildaþörf og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar með fyrirvara um að umbeðin gögn berist eigi síðar en 7. júní 2024.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir aukna stöðugildaþörf til ársloka 2024. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 2.456.685 á deild 04022, ýmsa lykla en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 58 Fræðslunefnd samþykkir stöðugildaþörf í leikskólanum Skýjaborg skólaárið 2024-2025. Stöðugildaþörf rúmast innan fjárheimildar ársins 2024. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir aukna stöðugildaþörf skólaárið 2024-2025, kostnaður vegna þess rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 57
2406000F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 57 Frístunda- og menningarfulltrúi fór yfir stöðuna. Sundlaugin að Hlöðum opnar 7. júní. Nefndin ákveður að gjaldskrá haldist sú sama og árið 2023. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37
2405003F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Farið yfir stöðu vegna vinnu við útboðsgögn vegna fyrirhugaðs sorpútboðs.
USNL-nefnd gerir ekki athugasemd við framlögð gögn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og felur umhverfis- og skipulagsdeild að hefja útboðsferli á grundvelli þeirra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með x atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Á fundinum var farið yfir erindi landeiganda á Þórisstöðum og voru umræður um málið.
Af framangreindu er ljóst að deiliskipulagstillögur fyrri eigenda Þórisstaða vegna Túnfótar hafa allar verið í ósamræmi við gildandi aðalskipulag og því ekki verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Frestur til athugasemda vegna síðustu deiliskipulagstillögu vegna Túnfótar rann út 16. júlí 2010. Af 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 leiðir að deiliskipulagið taldist ógilt frá og með 16. júlí 2011 þar sem það hafði ekki verið auglýst í B-deild Stjórnartíðinda, en þá hafði áðurgreind breyting á aðalskipulagi ekki tekið gildi. Önnur deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í Túnfæti í landi Þórisstaða hefur ekki borist.
Með vísan til þess sem að framan er rakið er ekki fallist á kröfu eigenda Þórisstaða um að sveitarfélagið sjái um og kosti endurgerð skipulags Túnfótar í landi Þórisstaða og er erindinu því hafnað.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og felst ekki á kröfu eigenda Þórisstaða, að sveitarfélagið sjái um og kosti endurgerð skipulags Túnfótar í landi Þórisstaða og er erindinu hafnað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að genndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt verði meðal 4 aðliggjandi lóðarhafa auk landeiganda þ.e.a.s. hjá eigendum Stóra-Lambhaga 5, landeignanúmer 133636, Stóra-Lambhaga 2, Hlaðbúð, landeignanúmer 133631, Litla-Mel, landeignanúmer 133643, auk landeiganda Stóra-Lambhaga 2 (11), landeignanúmer 219271 (Stóra-Lambhaga 4, landeignanúmer 133659). Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar og Náttúrufræðistofnunar um að mikilvægt sé að vakta svæðið vel og fylgjast að öðru leyti vel með ástandi vatnshlotanna í Hvalfirði.
Jafnframt tekur nefndin undir sjónarmið Umhverfisstofnunar um að flæðigryfjur til förgunar spilliefna geti varla talist langtímalausn og tekur jafnframt undir þau sjónarmið að sett verði fram tímasett áætlun um aflagningu förgunar í flæðigryfjur með þessum hætti.
Loks samþykkir nefndin að ábendingum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands verði komið á framfæri við Umhverfisstofnun.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagið fyrir sitt leyti og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir og tekur undir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagið og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 37 Bókun fundar Lóðaúthlutanir, Lyngmelur 5, 9, 10 og 12.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa og lóðaúthlutanir Lyngmels 5, 9, 10 og 12."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Rekstraryfirlit Hvalfjarðarsveitar janúar til mars 2024.
2406007
Framlagt rekstraryfirlit janúar til mars 2024.
Fyrstu þrjá mánuði ársins er heildar rekstrarniðurstaða 30mkr. jákvæðari en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða helgast fyrst og fremst af hærri vaxtatekjum en áætlaðar voru þar sem fjárfrekar framkvæmdir fara seinna af stað en áætlað var og því hærri innstæða til ávöxtunar.
Fyrstu þrjá mánuði ársins er heildar rekstrarniðurstaða 30mkr. jákvæðari en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstaða helgast fyrst og fremst af hærri vaxtatekjum en áætlaðar voru þar sem fjárfrekar framkvæmdir fara seinna af stað en áætlað var og því hærri innstæða til ávöxtunar.
7.Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.
2406004
Drög að erindisbréfi starfshóps.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindisbréf starfshóps um starfsemi og rekstur hjúkrunarheimilisins Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Starfshópur um starfsemi og rekstur hjúkrunarheimilisins Höfða skal skipaður eftirfarandi fulltrúum: tveimur stjórnarmönnum Höfða sem jafnframt eru fulltrúar sveitarfélaganna, sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Helgi Pétur Ottesen verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum, Helgi Pétur gegnir jafnframt stjórnarstörfum hjá Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fundir sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum situr falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar. Forsenda fyrir greiðslu er staðfest fundagerð, sem samkvæmt erindisbréfi skal berast til sveitarfélaganna og stjórnar Höfða að fundi loknum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindisbréf starfshóps um starfsemi og rekstur hjúkrunarheimilisins Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Starfshópur um starfsemi og rekstur hjúkrunarheimilisins Höfða skal skipaður eftirfarandi fulltrúum: tveimur stjórnarmönnum Höfða sem jafnframt eru fulltrúar sveitarfélaganna, sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar, bæjarstjóra Akraneskaupstaðar og framkvæmdastjóra Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Helgi Pétur Ottesen verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum, Helgi Pétur gegnir jafnframt stjórnarstörfum hjá Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fundir sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum situr falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar. Forsenda fyrir greiðslu er staðfest fundagerð, sem samkvæmt erindisbréfi skal berast til sveitarfélaganna og stjórnar Höfða að fundi loknum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Tillögur ríkisins um breytingu á fyrirkomulagi Heilbrigðiseftirlits.
2405031
Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir áhyggjur um að hugmyndir hafi ekki verið kynntar sveitarfélögunum nægilega vel og að samráð hafi verið ábótavant. Sveitarstjórn kallar eftir aukinni upplýsingagjöf, samráði og samtali af hálfu ríkisins við sveitarfélögin þannig að unnt sé að taka upplýsta afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulaginu þar sem um er að ræða umfangsmiklar breytingar sem gætu haft veruleg áhrif á sveitarfélög og íbúa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir áhyggjur um að hugmyndir hafi ekki verið kynntar sveitarfélögunum nægilega vel og að samráð hafi verið ábótavant. Sveitarstjórn kallar eftir aukinni upplýsingagjöf, samráði og samtali af hálfu ríkisins við sveitarfélögin þannig að unnt sé að taka upplýsta afstöðu til fyrirhugaðra breytinga á fyrirkomulaginu þar sem um er að ræða umfangsmiklar breytingar sem gætu haft veruleg áhrif á sveitarfélög og íbúa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2024.
2406005
Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður föstudaginn 21. júní nk. kl.15. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Helgu Harðardóttur, til áframhaldandi setu, sem aðalfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar verði Páll S. Brynjarsson.
Sveitarstjórn lýsir undrun vegna dagskrárliðar þess efnis að borin verði upp tillaga um nýjan sameignarfélagssamning um Faxaflóahafnir sf. þar sem núverandi sameignarfélagssamningur var undirritaður fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan. Núverandi samningur var unninn sameiginlega af öllum eigendum félagsins í góðu samtali og samráði þar sem skipaður var sérstakur vinnuhópur til verksins og naut hópurinn aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Aðferðafræðin nú virðist ekki sú sama, þ.e. ekkert samtal eða samráð hefur farið fram við sveitarfélagið um þær breytingar eða í raun tillögu að nýjum samningi sem lagður verður fram. Sveitarstjórn kallar eftir samtali allra eigenda félagsins og lögfræðilegu áliti á þeim breytingum sem lagðar eru til á samningnum og telur því nauðsynlegt að afgreiðslu þessa liðar á aðalfundinum verði frestað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum sem haldinn verður föstudaginn 21. júní nk. kl.15. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Helgu Harðardóttur, til áframhaldandi setu, sem aðalfulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varafulltrúa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sameiginlegur fulltrúi Hvalfjarðarsveitar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar verði Páll S. Brynjarsson.
Sveitarstjórn lýsir undrun vegna dagskrárliðar þess efnis að borin verði upp tillaga um nýjan sameignarfélagssamning um Faxaflóahafnir sf. þar sem núverandi sameignarfélagssamningur var undirritaður fyrir aðeins einu og hálfu ári síðan. Núverandi samningur var unninn sameiginlega af öllum eigendum félagsins í góðu samtali og samráði þar sem skipaður var sérstakur vinnuhópur til verksins og naut hópurinn aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga. Aðferðafræðin nú virðist ekki sú sama, þ.e. ekkert samtal eða samráð hefur farið fram við sveitarfélagið um þær breytingar eða í raun tillögu að nýjum samningi sem lagður verður fram. Sveitarstjórn kallar eftir samtali allra eigenda félagsins og lögfræðilegu áliti á þeim breytingum sem lagðar eru til á samningnum og telur því nauðsynlegt að afgreiðslu þessa liðar á aðalfundinum verði frestað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum
10.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál.
2405020
Erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
11.Hvítbók í málefnum innflytjenda.
2405025
Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
12.Umsögn vegna umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum á grundvelli 1. gr. laga nr. 26-1949.
2405032
Erindi frá Matvælaráðuneyti.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar veitti umsögn þann 3. júní sl. vegna umsóknar um leyfi til veiða á langreyðum á grundvelli 1. gr. laga nr. 26-1949.
13.Umhverfisvöktun við Grundartanga, niðurstöður 2023.
2406006
Erindi frá Umhverfisstofnun.
Lagt fram til kynningar.
14.238. - 242. fundargerðir stjórnar Faxaflóahafa sf.
2405034
Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram.
15.Eigendafundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands haldinn 6. maí 2024.
2405035
Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram.
16.190. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2405036
Fundargerð ásamt ársskýrslu 2023.
Fundargerðin ásamt ársskýrslu 2023 lögð fram.
Fundi slitið - kl. 15:58.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 2405027 - Stöðugildi í leikskólanum 2024-2025 haust. Málið verður nr. 3.2. á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0