Fara í efni

Fræðslunefnd

58. fundur 30. maí 2024 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Inga María Sigurðardóttir formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir ritari
  • Berglind Ósk Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Helgi Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Friðriksdóttir áheyrnafulltrúi
  • Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir áheyrnafulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir embættismaður
  • Eyrún Jóna Reynisdóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Þórdís Þórisdóttir boðaði forföll.

1.Aukin stuðningsþörf í Heiðarskóla árið 2024.

2405026

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Fræðslunefnd samþykkir aukna stöðugildaþörf og vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar með fyrirvara um að umbeðin gögn berist eigi síðar en 7. júní 2024.

2.Stöðugildi í leikskólanum 2024-2025 haust.

2405027

Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Fræðslunefnd samþykkir stöðugildaþörf í leikskólanum Skýjaborg skólaárið 2024-2025. Stöðugildaþörf rúmast innan fjárheimildar ársins 2024.

3.Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024.

2404085

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Fimmtudaginn 16. maí var Farsældardagur Vesturlands haldinn. Markmið með viðburðinum var að framlínufólk farsældarmála á Vesturlandi kæmi saman, bæri saman bækur sínar og mótuðu innleiðingu farsældarlaganna í landshlutanum. Um 120 manns komu saman í Hjálmakletti í Borganesi og hlýddu á „fyrirmyndarsögur“ frá sveitarfélögnum, þ.e. hvað hefur tekist vel og hvernig mætti læra enn meira af reynslunni. Eyrún Jóna Reynisdóttir leikskólastjóri Skýjaborgar sagði frá fyrirmyndarverkefniu, snemmtæk íhlutun í máli og læsi og skólasamstarfi úr Hvalfjarðarsveit. Mikil ánægja var með daginn.

4.Frístund-eftir skóla.

2306014

Farið yfir Frístundastarfið veturinn 2023-2024.
Skólastjóri fór yfir frístundastarf vetrarins.

5.Barnamenningarhátíð 2024.

2405029

Barnamenningarhátíð verður haldin á Akranesi dagana 23. - 31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI.
Barnamenningarhátíð er áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands og hefur hátíðin farið á milli þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi undanfarin ár og tók Akranes við keflinu af Borgarbyggð. Leikskólinn Skýjaborg fékk í heimsókn til sín líkt og leikskólarnir á Akranesi Birte og Immu sem sungu og trölluðu með börnunum í skrímslaþema.Krístrún Sigurbjörnsdóttir og Helena Guttormsdóttir heimsóttu einnig leikskólann og voru með fjörufróðleik og sögðu sögu um Katanesdýrið.

6.Málefni Grindavíkur.

2405030

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um leik og grunnskóla og frístundastarf Grindavíkur.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar