Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 354
2206002F
Fundargerðin framlögð.
2.Fræðslunefnd - 40
2206003F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 40 Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða beiðni leikskólastjóra um tímabundna ráðningu leikskólasérkennara næsta skólaár, frá 4. ágúst nk. til 7. júlí 2023. Ekki er um kostnaðarauka að ræða vegna þessa þar sem aðrar breytingar innan leikskólans brúa breytingarnar. Leikskólastjóra verði falið að leggja fram árangursmat af verkefninu á fundi fræðslunefndar í apríl/maí 2023 þar sem um tilraunarverkefni er að ræða. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar vegna beiðni leikskólastjóra um tímabundna ráðningu leikskólasérkennara næsta skólaár, frá 4. ágúst nk. til 7. júlí 2023. Ekki er um kostnaðarauka að ræða vegna þessa þar sem aðrar breytingar innan leikskólans brúa breytingarnar. Leikskólastjóra er falið að leggja fram árangursmat af verkefninu á fundi fræðslunefndar í apríl/maí 2023 þar sem um tilraunarverkefni er að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 1
2206006F
Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 1 Landsnet vinnur að og hefur áform um endurnýjun byggðalínunnar og er Holtavörðuheiðarlína 1 mikilvægur hluti þeirrar uppbyggingar. Holtavörðuheiðarlína 1 er matsskyld framkvæmd samkvæmt liðum 2.02 og 10.15 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Holtavörðuheiðarlína 1 er 220 kV loftlína milli Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, alls um 90 km löng. Línan er á framkvæmdaáætlun Kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029 og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2024.
Landsnet hf. hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um ofangreinda framkvæmd, móttekin 2. maí 2022, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er eftir að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um meðfylgjandi matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og 12. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, út frá sínu starfssviði, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd (USNL-nefnd) Hvalfjarðarsveitar álítur að línuleið Holtavörðuheiðarlínu 1 verði best fyrir komið meðfram núverandi lagnaleið Vatnshamralínu. Verði Bjarnarholtsleið fyrir valinu að þá verði strengur lagður í jörðu. Þá leggur USNL-nefnd áherslu á að samhliða uppbyggingu Holtavörðuheiðarlínu 1, verði eldri lína aflögð og möstur fjarlægð. Fram hefur komið hjá Landsneti að núverandi Vatnshamralína sem fer frá Brennimel yfir Skarðsheiði og á Vatnshamra muni ekki víkja a.m.k. fyrst um sinn. Sveitarfélagið hefur farið fram á það að ný lína og gamla Vatnshamralínan verði báðar settar á eina stauralínu til þess að minnka áhrifasvæðið og ásýndina.
Eins og fram kemur í skýrslunni þá er meira svigrúm á suðvesturhorninu en annars staðar á línuleiðinni til jarðstrengslagna þar sem flutningskerfið er sterkara. Jafnframt segir að fyrir liggi greiningar sem sýni fram á að möguleikar til jarðstrengslagna á allri leiðinni séu 3-4 km miðað við ástand kerfisins. Óskar USNL-nefnd eftir því að fá nánari upplýsingar um hvar þessi 3-4 km kafli sé á línuleiðinni. Hvalfjarðarsveit hefur áður bent á að fari línan nýja leið frá Klafastöðum og uppfyrir þjóðveg 47 þá verði hún sett í jörð þar.
Í kafla 6 um verndarsvæði, vil USNL-nefnd benda á að uppfæra mætti mynd 6.1 út frá forsendum friðlýsinga í Hvalfjarðarsveit. Grunnafjörður var friðlýstur árið 1994 sem friðland. Tilgangur friðlýsingarinnar er að vernda landslag og lífríki svæðisins, sér í lagi fuglalíf sem er mjög auðugt. Stærð svæðisins er tæpir 1400 hektarar. Árið 1996 var svæðið samþykkt sem Ramsar svæði og hefur því verið verndað samkvæmt samþykkt um votlendi sem hefur alþjóðlegt gildi. Þá eru í nágrenni framkvæmdasvæðisins vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar skv. 61.gr. náttúruverndarlaga eins og votlendi, stöðuvötn og tjarnir.
Í tillögu greinargerðar nýs Aðalskipulags fyrir Hvalfjarðarsveit kemur fram að strandlengjan frá Miðsandi út að Katanesi sé svæði á náttúruminjaskrá með fagra strandlengju, fjölbreyttu landslagi og ríku fuglalífi. Í tillögunni er jafnframt gert ráð fyrir hverfisvernd fyrir jökulgarðana sunnan Blákolls og Eiðisvatn og stefnt er að endurheimt votlendis og að á svæðinu verði skapaðar góðar aðstæður fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni og að fuglalíf verði auðugt.
Jökulagarðarnir sunnan Blákolls í landi Fiskilækjar, Skorholts og Narfastaða eru umfangsmiklir og bera vitni um jarðfræðisögu svæðisins. Þessa jökulgarða skal varveita í sem heillegastri mynd. Líklega verða jökulgarðarnir ekki fyrir áhrifum af framkvæmdinni en UNSL-nefnd finnst rétt að benda á þessa jarðfræðilegu sérstöðu í nágrenni framkvæmdasvæðisins.
Fuglalíf:
Samkvæmt skýrslunni er talað um möguleg bein áhrif Holtavörðuheiðarlínu 1 á fuglalíf og hætta er á áflugi fugla á loftlínuleiðara og rask og skerðing á búsvæðum fugla og óbein áhrif eru truflun á framkvæmdatíma. USNL-nefnd vill árétta fjölbreytileika og mikilvægi fuglalífs í sveitarfélaginu, og ekki hvað síst á svæðinu í nágrenni framkvæmdasvæðisins eins og votlendissvæðinu umhverfis Hólmavatn og Eiðisvatn. Áflug skiptir mestu máli hvað fugla varðar og því mikilvægt að taka tillit til þess þegar línustæði er valin staðsetning. Vill USNL-nefnd benda á örninn í þessu sambandi, þar sem hann er í mikilli hættu á ferð sinni milli varp- og fæðistöðva. Einnig má nefna himbrima sem heldur til á svæðinu og verpir mögulega á og við Eiðisvatn, ásamt grágæs, álft og öðrum öndum.
Vatnalíf:
Valkostir Holtavörðuheiðarlínu 1 þvera nokkrar ár, líkt og þær háspennulínur sem nú liggja um svæðið milli Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar. Í Hvalfjarðarsveit er um að ræða Laxá í Leirársveit. USNL-nefnd bendir á að bæta megi við umfjöllun um Hólmavatn, Kalmansá og Eiðisvatn.
Ásýnd:
Leið valkosta Holtavörðuheiðarlínu 1 fer um ræktað landbúnaðarland með bæjum og sumarhúsum, en einnig svæði sem bera síður ummerki mannsins. Einnig eru fyrir loftlínur á leiðum valkosta, umferðarmannvirki og staðir þar sem vegfarendur stöðva til að njóta hvíldar og útsýnis á ferð sinni. Framkvæmdin mun hafa í för með sér breytingu á ásýnd lands og getur þar með haft áhrif á nýtingu lands t.d. til útivistar og ferðaþjónustu.
Greiningin mun einnig leiða í ljós mismunandi sýnileika innan áhrifasvæðisins. Horft verður til staða sem helst eru viðkvæmir fyrir sjónrænum áhrifum, t.d. dvalarstaði fólks, útsýnisstaði og áningarstaði við fjölfarna vegi og ljósmyndir teknar á völdum stöðum.
USNL-nefnd tekur undir með framkvæmdaraðila að gríðarlega mikilvægt er að vanda vel til þegar kemur að ásýnd og sjónrænum þáttum enda háspennulínur sýnileg mannvirki sem skerða mjög upplifun af landslagi. Mikilvægt að leggja fram áætlun um mótvægisaðgerðir og bæta fyrir neikvæð áhrif eins og framast er unnt. Á það bæði við um mannabústaði, útsýnisstaði, ferðaþjónustu og aðra atvinnustarfsemi. Sama má segja um landslag því háspennulínur skerða sömuleiðis upplifun af landslagi.
Ferðaþjónusta:
USNL-nefnd bendir á að uppfæra þarf mynd 9.1 varðandi ferðaþjónustu í Hvalfjarðarsveit. Inn á þá mynd vantar einnig útivistarsvæðið í Álfholtsskógi. Þá má gjarnan koma fram að vegurinn um Hvalfjörð er mikið nýttur til hjólreiða. Þá vantar umfjöllun um hestamennsku og reiðvegi (fjallað er um göngu- hlaupaleiðir og hjólreiðar). Þá er Hvalfjarðarsveit að leggja útivistarstíg milli Melahverfis og Eiðisvatns. Mikilvægi Hvalfjarðarsveitar og svæðisins sem verður fyrir áhrifum af völdum línuleiðarinnar m.t.t. útivistar og ferðaþjónustu er mikið og alltaf að aukast.
Landbúnaður og skógrækt:
Valkostir Holtavörðuheiðarlínu 1 liggja um landbúnaðarland og víða nærri byggð. Einnig liggja línuvalkostir nálægt athafnasvæðum bújarða og yfir ræktunarsvæði í heimalöndum, beitarlönd og skipulögð skógræktarsvæði.
Í Hvalfjarðarsveit er stundaður blómlegur og fjölbreyttur landbúnaður og leggur sveitarfélagið ríka áherslu á að áhrif á landbúnað séu metin bæði á framkvæmdatíma og rekstrartíma. Einnig að dregið sé eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum og bætt fyrir neikvæð áhrif með mótvægisaðgerðum.
Hljóðvist:
Fram kemur að loftlínur geta haft áhrif á hljóðvist næst þeim. Hljóð frá línum er oftast veikt en stöku sinnum hærra. Það er af tveimur orsökum, annars vegar vegna vindgnauðs og hins vegar hljóðs af rafrænum uppruna. Í kringum leiðara raflínu skapast jafnframt rafsegulsvið sem er merkjanlegt næst línunni. Við loftlínur er einnig bæði raf- og segulsvið, sem minnkar þó hratt með aukinni fjarlægð frá línunum, og við jarðstrengi myndast segulsvið.
Hvoru tveggja skerðir mjög lífsgæði fólks í nágrenni við háspennulínur og því leggur USNL-nefnd á mikilvægi þess að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum á hljóðvist og raf- og segulsvið.
Varðandi leyfi fyrir umrædda framkvæmd, þá þarf að afla framkvæmdaleyfis Hvalfjarðarsveitar á þeim hluta línuleiðarinnar sem liggur um sveitarfélagið á grundvelli 13. og 14. gr. Skipulagslaga nr. 123/2021 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.
Að lokum vill USNL-nefnd koma því á framfæri að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur á 350. fundi sínum þann 26. apríl 2022 samþykkt að auglýsa Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 tekur við af Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Tillagan verður til kynningar til 22. Júní 2022. Í stefnu nýja Aðalskipulagsins segir m.a. að sem flestar háspennulínur verði settar í jörð og þar sem háspennulínur séu ofanjarðar verði leitast við að draga úr sýnileika þeirra. Þar kemur einnig fram varðandi lýsingu á Holtavörðuheiðarlínu að hún verði samsíða Vatnshamralínu 1 að mestu að nýlegu tengivirki á Grundartanga.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir umsögn hennar að sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 1 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að umræddar gönguleiðir verði markaðssettar í samræmi við beiðni SSV, að því gefnu að samþykki landeigenda liggi fyrir og eftir atvikum stofnanna eins og Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að umræddar gönguleiðir verði markaðssettar í samræmi við beiðni SSV, að því gefnu að samþykki landeigenda liggi fyrir og eftir atvikum stofnanna eins og Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 1 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að hefja niðurrif stíflumannvirkja sem reist voru í óleyfi í landi Dragháls, að undangengnum lögformlegum samþykktum sveitarstjórnar og samskiptum við landeiganda vegna málsins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að sjá til þess að niðurrif stíflumannvirkja, sem reist voru í óleyfi í landi Dragháls, verði hafið sem fyrst og beitt verði dagsektum gerist þess þörf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 1 Lagt fram til kynningar.
Samþykkt að óska samstarfs við slökkviliðsstjóra slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og að sveitarfélagið skili umsögn vegna erindisins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa ásamt byggingarfulltrúa að skila inn umsögn í samstarfi við slökkviliðsstjóra slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 35
2206005F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 35 Fjölskyldu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram og vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að fjárhæð kr. 150.000 til félagsstarfs fyrir fullorðið fatlað fólk. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins, að fjárhæð kr. 150.000 á deild 02056, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á deild 02002, lykli 4980."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 50
2206008F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
6.Sumarleyfi sveitarstjórnar.
2206042
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem vera ætti þann 27. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 10. ágúst nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir að fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar sem vera ætti þann 27. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis sveitarstjórnar. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn þann 10. ágúst nk.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Endurskoðun aðalskipulags.
2206043
Mat sveitarstjórnar hvort ástæða sé til endurskoðunar sbr. 35.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að leita umsagnar USNL nefndar um það hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið sbr. 35.gr. skipulagslaga nr.123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að leita umsagnar USNL nefndar um það hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið sbr. 35.gr. skipulagslaga nr.123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála.
2206036
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022.
2206035
Aðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að Birkir Snær Guðlaugsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 29.júní nk. klukkan 14:30."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að Birkir Snær Guðlaugsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 29.júní nk. klukkan 14:30."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.167. og 168. fundur stjórnar SSV.
2206025
Fundargerðirnar framlagðar.
11.176. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands
2206041
Fundargerðin framlögð ásamt ársskýrslu HEV 2021.
Fundi slitið - kl. 15:22.
Inga María Sigurðardóttir boðaði forföll.