Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

35. fundur 22. júní 2022 kl. 17:00 - 17:58 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Helgi Pétur Ottesen aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Andrea óskar eftir með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá.

Mál nr. 2206039 - Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2022. Málið verður nr. 4 á dagskrá verður það samþykkt.

Samþykkt einróma.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.

2206003

Kosning

a) Formaður
Lögð fram tillaga um Ásta Jóna Ásmundsdóttir sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.

b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Helga Pétur Ottesen sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

c) Ritari
Lögð fram tillaga um Ingu Maríu Sigurðardóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

2.Ákvörðun um fastan fundartíma.

2206004

Samþykkt samhljóða að fastur fundartími nefndarinnar verði 1. fimmtudag hvers mánaðar kl. 16:30

3.Erindisbréf Fjölskyldu- og frístundanefndar.

2206005

Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

4.Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk - sumarið 2022

2206039

Sumarið 2021 tók Hvalfjarðarsveit þátt í félagsstarfi fyrir fullorðið fatlað fólk vegna covid-19 sem styrkt var af þáverandi félagsmálaráðuneyti. Gekk það verkefni vel og var almenn ánægja með það.

Í ár er óskað eftir að Hvalfjarðarsveit styrki félagsstarf fatlaðs fólks fyrir einstaklinga í Hvalfjarðarsveit í samskonar verkefni og sumarið 2021.
Fjölskyldu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram og vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Andrea Ýr vék af fundi eftir þennan lið.

5.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2205033
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2206024
Afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók.
Andrea kom aftur inn á fund við þennan lið.

7.Stafræn fjárhagsaðstoð

2206026

Kynnt innleiðing á sameiginlegri lausn sveitarfélaga fyrir umsóknir um fjárhagsaðstoð. Sjá nánar https://stafraen.sveitarfelog.is/frettir/innleidingaraaetlun-fyrir-umsoknir-um-fjarhagsadstod/
Lagt fram.

8.Sveitarfélagaskólinn.

2205035

Lagðar fram upplýsingar um Sveitarfélagaskólann og skráningu í hann en nefndarfólk er hvatt til þess að skrá sig til þátttöku í skólann sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir.
Lagðar fram upplýsingar um Sveitarfélagaskólann og skráningu í hann en nefndarfólk er hvatt til þess að skrá sig til þátttöku í skólann sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir.

Fundi slitið - kl. 17:58.

Efni síðunnar