Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.
2206003
a) Formaður
Lögð fram tillaga um Dagnýju Hauksdóttur sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.
b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Ingu Maríu Sigurðardóttur sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
c) Ritari
Lögð fram tillaga um Elínu Ósk Gunnarsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga um Dagnýju Hauksdóttur sem formann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
Nýkjörinn formaður tók við fundarstjórn.
b) Varaformaður
Lögð fram tillaga um Ingu Maríu Sigurðardóttur sem varaformann nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
c) Ritari
Lögð fram tillaga um Elínu Ósk Gunnarsdóttur sem ritara nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.
2.Ákvörðun um fastan fundartíma.
2206004
Samþykkt samhljóða að fastur fundartími nefndarinnar verði þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 16:30.
3.Erindisbréf Fræðslunefndar.
2206005
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram. Fundarmenn munu kynna sér erindisbréfið fyrir næsta fund nefndarinnar og taka þá aftur inn til umræðu ef ástæða þykir til.
4.Skóladagatal Skýjaborgar 2022-2023.
2203038
Fræðslunefnd samþykkir framlagða breytingu á skóladagatali Skýjaborgar 2022-2023 og felur leikskólastjóra að kynna hana fyrir foreldrum og forráðamönnum hið fyrsta.
5.Leikskólasérkennari.
2206019
Erindi frá leikskólastjóra Skýjaborgar.
Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða beiðni leikskólastjóra um tímabundna ráðningu leikskólasérkennara næsta skólaár, frá 4. ágúst nk. til 7. júlí 2023. Ekki er um kostnaðarauka að ræða vegna þessa þar sem aðrar breytingar innan leikskólans brúa breytingarnar. Leikskólastjóra verði falið að leggja fram árangursmat af verkefninu á fundi fræðslunefndar í apríl/maí 2023 þar sem um tilraunarverkefni er að ræða.
6.Beiðni vegna sértækra stuðningsþarfa.
2206021
Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Framlagðar fjórar beiðnir skólastjóra.
Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun ágúst.
Fræðslunefnd samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar nefndarinnar sem haldinn verður í byrjun ágúst.
7.Sveitarfélagaskólinn.
2205035
Lagðar fram upplýsingar um Sveitarfélagaskólann og skráningu í hann en nefndarfólk er hvatt til þess að skrá sig til þátttöku í skólann sem Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir.
8.Umbótaáætlun Leikskólinn Skýjaborg 2021-2022.
2205010
Lagt fram. Staðfesting Mennta- og barnamálaráðuneytisins að málinu sé lokið að hálfu ráðuneytisins liggur fyrir þar sem sveitarfélagið hafi fyllilega gert grein fyrir umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins.
9.Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2022.
2205046
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.
10.Skólapúlsinn - Starfsmannakönnun Leik - og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 2022- helstu niðurstöður
2204060
Lagt fram. Leikskólastjóri fór yfir og kynnti.
Fundi slitið - kl. 17:20.
Andrea Ýr Arnardóttir, oddviti, sat einnig fundinn.