Sveitarstjórn
Dagskrá
RÍ var í fjarfundi.
1.Sveitarstjórn - 344
2201008F
Fundargerðin framlögð.
2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153
2201013F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að framsett tillaga að matsáætlun lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt og að þeir umhverfisþættir sem til stendur að meta séu lýsandi fyrir umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Nefndin gerir því ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun. Nefndin vekur athygli á því að efnistökusvæði í landi Skorholts er ekki á gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitarf 2008-2020 en gert er ráð fyrir námu í tillögu að nýju aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Nefndin bendir á að vanda þurfi umgengni á vinnslutíma námunnar og tryggja sem best að ekki verði fok frá námunni. Jafnframt bendir nefndin á að þeim námum eða námuhlutum sem lokið er við efnisvinnslu á, verði lokað ásamt umhverfisfrágangi. Þá bendir nefndin á að malarnámur og efnistökusvæði af þessari stærð þurfa að hafa starfsleyfi. Bókun fundar BH vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og gerir umsögn hennar að sinni"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 greiddum atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi vegna Melahverfis III, með áorðnum breytingum, skv. ákvæðum 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði leitað umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi vegna Melahverfis III, með áorðnum breytingum, skv. ákvæðum 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði leitað umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt almenningi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg skv. ákvæðum 1. málsgreinar, 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg skv. ákvæðum 1.málsgreinar 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að stofna lóðirnar með fyrirvara um að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð að lóðum Áshamars 3 og 4. Lagfæra þarf uppdrátt/lóðarblað meðal annars hvað varðar landeignanúmer Áshamars, sem er 195726.
Leiðrétta þarf mörk landspildu Áshamars 2, landeignanúmer 220640. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að stofna lóðirnar með fyrirvara um að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð að lóðum Áshamars 3 og 4. Lagfæra þarf uppdrátt/lóðarblað meðal annars er varðar landeignanúmer Áshamars, sem er 195726. Leiðrétta þarf einnig mörk landspildu Áshamars 2 landeignanúmer 220640."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 153 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að stofna lóðir úr landi Arkarlækjar og gera samruna við lóðir Stóraholts 1 og 2. Samþykkið er með fyrirvara um samþykki landeiganda Arkarlækjar (upprunalandið). Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að stofnaðar verði lóðir úr landi Arkarlækjar sem renni saman við lóðir Stóraholts 1 og 2. Samþykkið er með fyrirvara um samþykki landeigenda Arkarlækjar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 154
2201011F
Fundargerðin framlögð.
4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 155
2201017F
Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
-
Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 155 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða.
Ganga þarf frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeigendum Narfastaða. Ganga verður frá kvöð um aðkomu að lóðinni og aðgengi að neysluvatni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 31
2201016F
Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
HH fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 31 Nefndin leggur til minniháttar breytingar á reglunum sem kveður skýrar á um rétt til styrks.
Nefndin vísar reglunum til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að minniháttar breytingum á reglum um íþrótta og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 31 Farið var yfir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og gerðar voru efnislegar breytingar ásamt uppfærslu á stuðningsfjárhæðum.
Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt uppfærðum stuðningsfjárhæðum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
6.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 46
2201012F
Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
GJ fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 46 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu 4 með áfanga 2. samkv. frumhönnun Ask arkitekta.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út hönnun verkfræðihluta verkefnisins á grundvelli útboðsgagna Ask arkitekta. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að unnið verði áfram með tillögu 4 með áfanga 2 samkvæmt frumhönnun Ask arkitekta. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að bjóða út hönnun verkfræðihluta verkefnisins á grundvelli útboðsgagna Ask arkitekta."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum. -
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 46 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að lokið verði við tengingu göngustígs frá Krosslandi og niður að bæjarmörkum Akraness og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram. Formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda Vegagerðinni erindi varðandi gerð undirganga undir þjóðveg 1 með gönguleið frá Eiðisvatni og að Álfhólsskógi. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í áframhaldandi stígagerð með Eiðisvatni.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að lokið verði við tengingu göngustígs frá Krosslandi og að bæjarmörkum Akraneskaupstaðar. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að vinna málið áfram.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að fela formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að senda erindi á Vegagerðina vegna gerðar undirganga á þjóðveg 1 vegna fyrirhugaðrar gönguleiðar frá Eiðisvatni að Álfholtsskógi.
Ennfremur samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar að unnið verði að áframhaldandi stígagerð meðfram Eiðisvatni, verkefnastjóra framkvæmda og eigna falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Til máls tók RÍ.
7.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 9
2201014F
Fundargerðin framlögð.
8.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - tækjabúnaður.
2103114
Framlagt minnsiblað slökkviliðsstjóra vegna útboðs á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Kostnaðaráætlun vegna útboðsins var kr. 95.000.000
Alls bárust tilboð frá tveimur aðilum og uppfylltu þau bæði kröfur:
Fastus ehf, kr. 115.000.000
Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti tilboð Ólafs Gíslasonar & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð kr. 33.000.000 vegna kaupa á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Fjárhæðin færist á deild 32051, lykil 7327. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Einnig er framlagt minnisblað frá slökkviliðsstjóra vegna þátttöku í rammaútboði ríkiskaupa fyrir hönd sveitarfélaga vegna kaupa á dælubílum fyrir starfsemi slökkviliða. Alls hafa 8 sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka þátt í úboðinu en frestur til að falla frá þátttöku í útboðinu er til 14. febrúar næstkomandi.
Með þátttöku í útboðinu er talið mögulegt að ná fram hagstæðari verði en á almennum markaði án útboðs. Tímasetning kaupa á bifreiðinni liggur ekki fyrir en yrði annað hvort á árinu 2023 eða 2024. Gera þarf ráð fyrir fjárfestingunni á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verði af þáttöku og kaupum á dælubíl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í útboðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Alls bárust tilboð frá tveimur aðilum og uppfylltu þau bæði kröfur:
Fastus ehf, kr. 115.000.000
Ólafur Gíslason & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti tilboð Ólafs Gíslasonar & co. hf. Eldvarnarmiðstöðin, kr. 91.833.300.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að fjárhæð kr. 33.000.000 vegna kaupa á stigabíl fyrir Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Fjárhæðin færist á deild 32051, lykil 7327. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Einnig er framlagt minnisblað frá slökkviliðsstjóra vegna þátttöku í rammaútboði ríkiskaupa fyrir hönd sveitarfélaga vegna kaupa á dælubílum fyrir starfsemi slökkviliða. Alls hafa 8 sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka þátt í úboðinu en frestur til að falla frá þátttöku í útboðinu er til 14. febrúar næstkomandi.
Með þátttöku í útboðinu er talið mögulegt að ná fram hagstæðari verði en á almennum markaði án útboðs. Tímasetning kaupa á bifreiðinni liggur ekki fyrir en yrði annað hvort á árinu 2023 eða 2024. Gera þarf ráð fyrir fjárfestingunni á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins verði af þáttöku og kaupum á dælubíl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að taka þátt í útboðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
9.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar-Samkomulag vegna hlutastarfandi slökkviliðsmanna.
2201061
Framlögð fyrirliggjandi drög að samningum vegna starfa hlutastarfandi slökkviliðsmanna í slökkviliði Akranes og Hvalfjarðarsveitar. Gildistaka nýju samninganna er frá áramótum 2021-2022.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samninga vegna starfa hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Með nýjum samningum fara kjör hlutastarfandi slökkviliðsmanna alfarið eftir ákvæðum kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samninga vegna starfa hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Með nýjum samningum fara kjör hlutastarfandi slökkviliðsmanna alfarið eftir ákvæðum kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
10.Einbýlishúsalóð í Melahverfi á grundv. 9. gr. úthlutunarreglna.
2201018
Erindi frá Lilju M. Hreiðarsdóttur.
EÓG óskaði eftir að gert yrði fundarhlé. Oddviti varð við þeirri beiðni.
Fundi var síðan framhaldið að loknu stuttu hléi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn synjar umsókn bréfritara um vilyrði fyrir lóð við Lyngmel í Melahverfi. Að mati sveitarstjórnar uppfyllir rökstuðningur umsækjanda ekki þau sjónarmið sem 9. gr. úthlutunarreglna lóða í Hvalfjarðarsveit tekur til. Einnig vill sveitarstjórn benda á að þær sex einbýlishúsalóðir sem eru við Lyngmel eru allar frekar stórar og falla því ekki að ósk bréfritara um litla lóð en bendir jafnframt á að lóðir við Lyngmel eru lausar til úthlutunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Fundi var síðan framhaldið að loknu stuttu hléi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn synjar umsókn bréfritara um vilyrði fyrir lóð við Lyngmel í Melahverfi. Að mati sveitarstjórnar uppfyllir rökstuðningur umsækjanda ekki þau sjónarmið sem 9. gr. úthlutunarreglna lóða í Hvalfjarðarsveit tekur til. Einnig vill sveitarstjórn benda á að þær sex einbýlishúsalóðir sem eru við Lyngmel eru allar frekar stórar og falla því ekki að ósk bréfritara um litla lóð en bendir jafnframt á að lóðir við Lyngmel eru lausar til úthlutunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
11.Varmadælur í Hvalfjarðarsveit.
2202005
Erindi frá Áskeli Þórissyni.
Framlagt erindi og ábending frá Áskeli Þórissyni vegna uppsetningu varmadæla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í forskoðun og greiningarvinnu á þeim heimilum sem eru rafkynnt í Hvalfjarðarsveit og þar sem er föst búseta. Leiðarljós verkefnisins verði að kanna og meta kosti þess að setja upp varmadælukerfi til hitunar rafkynntu húsnæði og þar sem ekki er talið hagkvæmt að leggja hitaveitu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita, formanni mannvirkja og framkvæmdanefnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að eiga fund með fulltrúum Hagvarma vegna verkefnisins, en fyrirtækið hefur komið að undanförnu að nokkrum slíkum verkefnum í samstarfi við sveitarfélög.
Til máls tók GJ.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að farið verði í forskoðun og greiningarvinnu á þeim heimilum sem eru rafkynnt í Hvalfjarðarsveit og þar sem er föst búseta. Leiðarljós verkefnisins verði að kanna og meta kosti þess að setja upp varmadælukerfi til hitunar rafkynntu húsnæði og þar sem ekki er talið hagkvæmt að leggja hitaveitu.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita, formanni mannvirkja og framkvæmdanefnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna að eiga fund með fulltrúum Hagvarma vegna verkefnisins, en fyrirtækið hefur komið að undanförnu að nokkrum slíkum verkefnum í samstarfi við sveitarfélög.
Til máls tók GJ.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
12.Stjórnsýslukæra nr 90/2018 - vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur.
1806042
Erindið er framlagt.
13.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni.
2109044
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið er framlagt.
14.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þáttöku og áhrifa.
2201060
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Erindið framlagt, vísað áfram til starfandi nefnda sveitarfélagsins til kynningar.
15.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
2201052
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
16.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.
2201053
Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116-2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
2202004
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Erindið framlagt.
18.173. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
2201050
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
19.166. fundur stjórnar SSV.
2202003
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 16:00.