Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022
Dagskrá
1.Bakka- og Skorholtsnáma - efnistaka - kynning á tillögu að matsáætlun
2102056
Erindi dags. 16.01.2021 frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar um umhverfismatsskýrslu vegna efnistöku í Bakka- og Skorholtsnámu.
Hólaskarð ehf, sem er dótturfélag Steypustöðvarinnar, hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar, umhverfismatsskýrslu um efnistöku úr Bakkanámu og í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit.
Með erindinu fylgdi umhverfismatsskýrsla ofangreindrar framkvæmdar dags. 11.01.2020. Umsagnarfrestur er til 1. mars næstkomandi.
Skipulagsstofnun fer þess á leit að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 1. mars 2022 á tölvupóstföngin: skipulag@skipulag.is og jakob.gunnarsson@skipulag.is
Í þessari umhverfismatsskýrslu eru metin umhverfisáhrif vegna efnistöku á landskika í Melasveit. Fyrirhugað er að vinna að hámarki 1,2 milljón m3 úr landskikanum auk 100-200 þúsund m3 sem enn er vinnanlegt úr Bakkanámu. Svæðið sem um ræðir er um 5 ha að stærð og er áætlað að vinnslumagn dugi í 10 - 15 ár.
Í umhverfismatsskýrslu þessari eru áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti metin: Jarðfræði og jarðmyndanir, landslag og sjónrænir þættir og áhrif foks.
Framkvæmdin mun hafa óveruleg áhrif á umhverfisþættina þrjá sem metnir voru í umhverfismatinu. Helstu mótvægisaðgerðir sem framkvæmdaraðili leggur til felast í að reisa jarðvegsmön við suðurenda efnistökusvæðisins til að draga úr áhrifum á ásýnd og draga úr sandfoki auk þess að vökva svæðið þegar veður er þurrt og kalt. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða og metinna áhrifa er niðurstaða matsins að heildaráhrif framkvæmdarinnar eru óveruleg, en í því fellst að áhrifin eru minniháttar, með tilliti til umfangs svæðisins og viðkvæmni þess fyrir breytingum, ásamt þeim fjölda fólks sem verður fyrir áhrifum. Áhrifin eru staðbundin, að hluta til tímabundin á rekstrartíma en að hluta varanleg og óafturkræf en samræmast ákvæðum laga og reglugerða, almennri stefnumörkun stjórnvalda og þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
Fyrirhugað er að vinna efni á túni milli Bakkanámu og Skorholtsnámu auk þeirrar efnistöku sem enn er eftir í Bakkanámu. Efnistaka hefur farið fram á svæðinu í áratugi og hefur efni verið unnið bæði í Bakkanámu og Skorholtsnámu. Sú efnistaka er enn í vinnslu í dag en gert er ráð fyrir að nýja vinnslusvæðið sem unnið verði á næstu árum sé um 5 ha til viðbótar við eldra námusvæði og áætlað er að um 1,2 milljón m3 sé af vinnanlegu efni á hinu nýja svæði. Þar að auki hyggst Hólaskarð nýta það efni sem enn er til staðar í Bakkanámu en áætlað magn er um 100 - 200 þúsund m3. Áætluð efnistaka á svæðunum tveimur sem fjallað er um í matinu nemur því um 1,4 milljón m3 og er áætlað að vinnslutími sé um 10 - 15 ár. Svæðið verður unnið á 24-26 metra dýpi en fyrst verður tæplega eins metra jarðvegslagi rutt ofan af framkvæmdarsvæðinu. Náman verður unnin í um 5-10 metra dýpi frá vesturenda túnsins að austurenda. Þar verður svo hafist handa við að vinna námuna niður á fullt dýpi og hún unnin aftur til vesturs. Efni verður svo flutt í Hólabrú þar sem framkvæmdaraðili er með aðstöðu til að vinna efnið.
Námusvæðinu hefur þegar verið raskað á sama stað og efnistakan samræmist stefnu stjórnvalda um fáar en stórar námur.
Sjónræn áhrif sökum efnistöku á svæðinu eru nú þegar að miklu leyti komin fram í dag en munu aukast við aukna efnistöku. Breytingarnar felast helst í því að námugryfja Bakkanámu stækkar til austurs og breytist núverandi svæði úr því að vera ræktað tún í að vera niðurgrafin hola í landslaginu. Jarðvegsmön sunnan við framkvæmdarsvæðið mun að miklu leiti skyggja á sýn í námugryfjuna sjálfa en gera má ráð fyrir að gryfjan og veggir námunar sjáist einna helst vestan við námuna.
Núverandi og fyrirhugað nýtt efnistökusvæði í Bakkanámu er niðurgrafið og því takmarkað sandfok sem getur átt sé stað frá námunni. Í hvössum vindum og þegar þurrt er í veðri getur sandur þó fokið upp úr námunni. Hvassar NA-áttir eru tíðar á svæðinu og í þessum áttum liggur vindur frá námunni að nærliggjandi íbúðarhúsum á Bakka. Til að fyrirbyggja að efni fjúki að íbúðarhúsum er núverandi mön sem liggur meðfram suðurenda Bakkanámu framlengd fram hjá fyrirhuguðu nýju efnistökusvæði. Þegar litið er til allra þeirra atriða sem búið er að fjalla um auk mótvægisaðgerða metur framkvæmdaraðili að áhrif vinnslunnar á nýju efnistökusvæði á sandfok séu óveruleg og tímabundin.
Framkvæmdaraðili á Bakkanámu og fyrirhugaðs svæðis á túni milli Bakkanámu og Skorholtsnámu, er Hólaskarð ehf, dótturfélag Steypustöðvarinnar, en efnistaka úr námunni hófst í kringum 1970. BM-Vallá er framkvæmdaraðili þeirrar efnistöku sem fram fer í Skorholtsnámu, en unnið er að mati á umhverfisáhrifum vegna stækkunar á Skorholtsnámu um þessar mundir.
Áætlað er að raskað land vegna efnistöku í Bakkanámu sé nú þegar um 5-6 ha.
Áætlað er að raskað land vegna efnistöku í Skortholtsnámu sé nú um 6,5 ha en áætlað er að vinna allt að 2,5 milljón m3 efni úr námunni til viðbótar við þá 455.000 m3 sem nú þegar hafa verið unnir.
Efni er flutt frá Skorholti og yfir í Hólabrúarnámu þar sem efnið er fullunnið, því mun ekki safnast upp stór lager á námusvæðinu sjálfu heldur verður efninu keyrt í burtu jafnóðum.
Hólaskarð ehf, sem er dótturfélag Steypustöðvarinnar, hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar, umhverfismatsskýrslu um efnistöku úr Bakkanámu og í landi Skorholts í Hvalfjarðarsveit.
Með erindinu fylgdi umhverfismatsskýrsla ofangreindrar framkvæmdar dags. 11.01.2020. Umsagnarfrestur er til 1. mars næstkomandi.
Skipulagsstofnun fer þess á leit að Hvalfjarðarsveit gefi umsögn um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Í umsögn skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 1. mars 2022 á tölvupóstföngin: skipulag@skipulag.is og jakob.gunnarsson@skipulag.is
Í þessari umhverfismatsskýrslu eru metin umhverfisáhrif vegna efnistöku á landskika í Melasveit. Fyrirhugað er að vinna að hámarki 1,2 milljón m3 úr landskikanum auk 100-200 þúsund m3 sem enn er vinnanlegt úr Bakkanámu. Svæðið sem um ræðir er um 5 ha að stærð og er áætlað að vinnslumagn dugi í 10 - 15 ár.
Í umhverfismatsskýrslu þessari eru áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti metin: Jarðfræði og jarðmyndanir, landslag og sjónrænir þættir og áhrif foks.
Framkvæmdin mun hafa óveruleg áhrif á umhverfisþættina þrjá sem metnir voru í umhverfismatinu. Helstu mótvægisaðgerðir sem framkvæmdaraðili leggur til felast í að reisa jarðvegsmön við suðurenda efnistökusvæðisins til að draga úr áhrifum á ásýnd og draga úr sandfoki auk þess að vökva svæðið þegar veður er þurrt og kalt. Að teknu tilliti til mótvægisaðgerða og metinna áhrifa er niðurstaða matsins að heildaráhrif framkvæmdarinnar eru óveruleg, en í því fellst að áhrifin eru minniháttar, með tilliti til umfangs svæðisins og viðkvæmni þess fyrir breytingum, ásamt þeim fjölda fólks sem verður fyrir áhrifum. Áhrifin eru staðbundin, að hluta til tímabundin á rekstrartíma en að hluta varanleg og óafturkræf en samræmast ákvæðum laga og reglugerða, almennri stefnumörkun stjórnvalda og þeim alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að.
Fyrirhugað er að vinna efni á túni milli Bakkanámu og Skorholtsnámu auk þeirrar efnistöku sem enn er eftir í Bakkanámu. Efnistaka hefur farið fram á svæðinu í áratugi og hefur efni verið unnið bæði í Bakkanámu og Skorholtsnámu. Sú efnistaka er enn í vinnslu í dag en gert er ráð fyrir að nýja vinnslusvæðið sem unnið verði á næstu árum sé um 5 ha til viðbótar við eldra námusvæði og áætlað er að um 1,2 milljón m3 sé af vinnanlegu efni á hinu nýja svæði. Þar að auki hyggst Hólaskarð nýta það efni sem enn er til staðar í Bakkanámu en áætlað magn er um 100 - 200 þúsund m3. Áætluð efnistaka á svæðunum tveimur sem fjallað er um í matinu nemur því um 1,4 milljón m3 og er áætlað að vinnslutími sé um 10 - 15 ár. Svæðið verður unnið á 24-26 metra dýpi en fyrst verður tæplega eins metra jarðvegslagi rutt ofan af framkvæmdarsvæðinu. Náman verður unnin í um 5-10 metra dýpi frá vesturenda túnsins að austurenda. Þar verður svo hafist handa við að vinna námuna niður á fullt dýpi og hún unnin aftur til vesturs. Efni verður svo flutt í Hólabrú þar sem framkvæmdaraðili er með aðstöðu til að vinna efnið.
Námusvæðinu hefur þegar verið raskað á sama stað og efnistakan samræmist stefnu stjórnvalda um fáar en stórar námur.
Sjónræn áhrif sökum efnistöku á svæðinu eru nú þegar að miklu leyti komin fram í dag en munu aukast við aukna efnistöku. Breytingarnar felast helst í því að námugryfja Bakkanámu stækkar til austurs og breytist núverandi svæði úr því að vera ræktað tún í að vera niðurgrafin hola í landslaginu. Jarðvegsmön sunnan við framkvæmdarsvæðið mun að miklu leiti skyggja á sýn í námugryfjuna sjálfa en gera má ráð fyrir að gryfjan og veggir námunar sjáist einna helst vestan við námuna.
Núverandi og fyrirhugað nýtt efnistökusvæði í Bakkanámu er niðurgrafið og því takmarkað sandfok sem getur átt sé stað frá námunni. Í hvössum vindum og þegar þurrt er í veðri getur sandur þó fokið upp úr námunni. Hvassar NA-áttir eru tíðar á svæðinu og í þessum áttum liggur vindur frá námunni að nærliggjandi íbúðarhúsum á Bakka. Til að fyrirbyggja að efni fjúki að íbúðarhúsum er núverandi mön sem liggur meðfram suðurenda Bakkanámu framlengd fram hjá fyrirhuguðu nýju efnistökusvæði. Þegar litið er til allra þeirra atriða sem búið er að fjalla um auk mótvægisaðgerða metur framkvæmdaraðili að áhrif vinnslunnar á nýju efnistökusvæði á sandfok séu óveruleg og tímabundin.
Framkvæmdaraðili á Bakkanámu og fyrirhugaðs svæðis á túni milli Bakkanámu og Skorholtsnámu, er Hólaskarð ehf, dótturfélag Steypustöðvarinnar, en efnistaka úr námunni hófst í kringum 1970. BM-Vallá er framkvæmdaraðili þeirrar efnistöku sem fram fer í Skorholtsnámu, en unnið er að mati á umhverfisáhrifum vegna stækkunar á Skorholtsnámu um þessar mundir.
Áætlað er að raskað land vegna efnistöku í Bakkanámu sé nú þegar um 5-6 ha.
Áætlað er að raskað land vegna efnistöku í Skortholtsnámu sé nú um 6,5 ha en áætlað er að vinna allt að 2,5 milljón m3 efni úr námunni til viðbótar við þá 455.000 m3 sem nú þegar hafa verið unnir.
Efni er flutt frá Skorholti og yfir í Hólabrúarnámu þar sem efnið er fullunnið, því mun ekki safnast upp stór lager á námusvæðinu sjálfu heldur verður efninu keyrt í burtu jafnóðum.
2.Vindorkugarður í landi Brekku - forsamráð
2201026
Mál til kynningar.
Sagt frá samráðsfundi sem haldinn var af Skipulagsstofnun.
Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. áformar að reisa allt að 50 MW vindorkugarð við Brekku í Hvalfjarðarsveit og hefur fengið EFLU verkfræðistofu til ráðgjafar við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar. Skv. 8. gr. nýrra laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er gert ráð fyrir að í ferlinu sé haldinn forsamráðsfundur með öllum aðilum málsins. Markmið forsamráðs er að stuðla að samræmdu og skilvirku ferli umhverfismats, skipulags og leyfisveitinga vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar auk þess að greiða fyrir miðlun upplýsinga á milli framkvæmdaraðila, stjórnvalda og almennings og stuðla að gæðum rannsókna og gagna. Gert er ráð fyrir að Skipulagsstofnun haldi utan um forsamráðið.
Sagt frá samráðsfundi sem haldinn var af Skipulagsstofnun.
Fyrirtækið Zephyr Iceland ehf. áformar að reisa allt að 50 MW vindorkugarð við Brekku í Hvalfjarðarsveit og hefur fengið EFLU verkfræðistofu til ráðgjafar við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar. Skv. 8. gr. nýrra laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er gert ráð fyrir að í ferlinu sé haldinn forsamráðsfundur með öllum aðilum málsins. Markmið forsamráðs er að stuðla að samræmdu og skilvirku ferli umhverfismats, skipulags og leyfisveitinga vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar auk þess að greiða fyrir miðlun upplýsinga á milli framkvæmdaraðila, stjórnvalda og almennings og stuðla að gæðum rannsókna og gagna. Gert er ráð fyrir að Skipulagsstofnun haldi utan um forsamráðið.
Sagt var frá forsamráðsfundi sem haldinn var á Teams á vegum Skipulagsstofnunar þann 21.01.2022.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Br.ASK-Draghálsvirkjun
1911008
Sagt frá fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins áttu með forsvarmönnum Draghálsvirkjunar þann 17.01.2022.
Lagt fram til kynningar.
4.Deiliskipulag Melahverfis, 3. áfangi.
2102151
Lögð fram uppfærð lýsing frá Landmótun.
Á fundi Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 02.11.2021 var lögð fram lýsing deiliskipulagstillögu vegna 3. áfanga Melahverfis, dags. 29.10.2021 frá Landmótun.
Gerði nefndin athugasemdir við lýsinguna og sendi sveitarfélagið Landmótun beiðni um lagfæringu gagna þann 2. nóvember 2021 og bárust leiðrétt gögn þann 24. janúar 2022.
Á fundi Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 02.11.2021 var lögð fram lýsing deiliskipulagstillögu vegna 3. áfanga Melahverfis, dags. 29.10.2021 frá Landmótun.
Gerði nefndin athugasemdir við lýsinguna og sendi sveitarfélagið Landmótun beiðni um lagfæringu gagna þann 2. nóvember 2021 og bárust leiðrétt gögn þann 24. janúar 2022.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu að deiliskipulagi vegna Melahverfis III, með áorðnum breytingum, skv. ákvæðum 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði leitað umsagnar um lýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og hún kynnt fyrir almenningi.
5.Vatnaskógur-Br.-deiliskipulagi
1909045
Endurupptaka máls.
Erindi dags. 18.01.2021 frá Ársæli Aðalbergssyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Vatnaskógi.
Málið varðar erindi sem upphaflega var sent sveitarfélaginu árið 2019.
Óskað er eftir að sveitarfélagið endurveki málið og óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit, en efni deiliskipulagsins varðar m.a. nýtt hús sem fyrirhugað er að byggja við hlið Gamla skála og gegnt núverandi Matskála.
Með erindinu fylgdi m.a. greinargerð um neysluvatn, hitaveitu og frárennsliskerfi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi, dags. janúar 2022.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Vatnaskóg sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.06.2008. Svæðið sem skipulagssvæðið takmarkast við er 223 ha að stærð, að mestu kjarri og skógi vaxið við suðurströnd Eyrarvatns og Þórisstaðavatns. Talsverð byggð er á svæðinu, samkomuhús, svefnskálar, íþróttahús og kapella.
Helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í:
Þar sem nú er merkt leiksvæði á samþykktu deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð bygging fyrir nýjan matskála og eldhús. Hið nýja hús verður byggt á megin byggingarsvæði svæðisins.
Nýja húsið stendur í línu við Gamla skála og nánast í línu við þann hluta Birkiskála sem tekin var í notkun árið 2018. Komið verður fyrir nýrri rotþró vestan megin við nýjan matskála. Fyrirhuguð bygging verður með líku svipmóti og nálægar byggingar.
Röskun á birkiskógi verður bundin við staðsetningu byggingar. Á því svæði sem fyrirhugaður byggingarreitur verður, eru um 50 tré, aðallega plöntuð greni- og furutré en minna af náttúrulegu birki. Í samstarfi við Skógrækt ríkisins var plantað árið 2020 alls 2.200 nýjum greni- og furutrjám austar á svæðinu.
Í stað leiksvæðis skv. núgildandi deiliskipulagi, verður byggingarreitur, merktur B13 sem verður 961 m2 að stærð. Stærð fyrirhugaðrar byggingar þ.e. matskála/eldhúss, verður 435 m2 að stærð og nýtingarhlutfall byggingarreits því 0,45 eða 45 %.
Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 09.09.2019.
Erindi dags. 18.01.2021 frá Ársæli Aðalbergssyni, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK í Vatnaskógi.
Málið varðar erindi sem upphaflega var sent sveitarfélaginu árið 2019.
Óskað er eftir að sveitarfélagið endurveki málið og óskað eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg í Hvalfjarðarsveit, en efni deiliskipulagsins varðar m.a. nýtt hús sem fyrirhugað er að byggja við hlið Gamla skála og gegnt núverandi Matskála.
Með erindinu fylgdi m.a. greinargerð um neysluvatn, hitaveitu og frárennsliskerfi í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi, dags. janúar 2022.
Í gildi er deiliskipulag fyrir Vatnaskóg sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.06.2008. Svæðið sem skipulagssvæðið takmarkast við er 223 ha að stærð, að mestu kjarri og skógi vaxið við suðurströnd Eyrarvatns og Þórisstaðavatns. Talsverð byggð er á svæðinu, samkomuhús, svefnskálar, íþróttahús og kapella.
Helstu breytingar með deiliskipulagstillögunni felast m.a. í:
Þar sem nú er merkt leiksvæði á samþykktu deiliskipulagi milli núverandi matskála og gamla skála er fyrirhuguð bygging fyrir nýjan matskála og eldhús. Hið nýja hús verður byggt á megin byggingarsvæði svæðisins.
Nýja húsið stendur í línu við Gamla skála og nánast í línu við þann hluta Birkiskála sem tekin var í notkun árið 2018. Komið verður fyrir nýrri rotþró vestan megin við nýjan matskála. Fyrirhuguð bygging verður með líku svipmóti og nálægar byggingar.
Röskun á birkiskógi verður bundin við staðsetningu byggingar. Á því svæði sem fyrirhugaður byggingarreitur verður, eru um 50 tré, aðallega plöntuð greni- og furutré en minna af náttúrulegu birki. Í samstarfi við Skógrækt ríkisins var plantað árið 2020 alls 2.200 nýjum greni- og furutrjám austar á svæðinu.
Í stað leiksvæðis skv. núgildandi deiliskipulagi, verður byggingarreitur, merktur B13 sem verður 961 m2 að stærð. Stærð fyrirhugaðrar byggingar þ.e. matskála/eldhúss, verður 435 m2 að stærð og nýtingarhlutfall byggingarreits því 0,45 eða 45 %.
Með erindinu fylgdi tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi dags. 09.09.2019.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vatnaskóg skv. ákvæðum 1. málsgreinar, 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Áshamar-lóðabreytingar.
2201042
Ósk um skiptingu lóðar.
Sótt er um leyfi til að skipta lóðinni Áshamri landeignanúmer L195726, upp í 3 lóðir, Áshamar (upprunalóðin), Áshamar 3 og Áshamar 4.
Lóðin Áshamar er í dag 4.396,8 m2 að stærð.
Eftir breytingu verður lóð Áshamra 2.177,6 m2, Áshamra 3 verður 1.060,1 m2 og Áshamra 4 verður 1.159,2 m2.
Með erindinu fylgdi uppdráttur dags. 10.01.2022 frá Runólfi Þ. Sigurðssyni hjá Al-Hönnun ehf.
Sótt er um leyfi til að skipta lóðinni Áshamri landeignanúmer L195726, upp í 3 lóðir, Áshamar (upprunalóðin), Áshamar 3 og Áshamar 4.
Lóðin Áshamar er í dag 4.396,8 m2 að stærð.
Eftir breytingu verður lóð Áshamra 2.177,6 m2, Áshamra 3 verður 1.060,1 m2 og Áshamra 4 verður 1.159,2 m2.
Með erindinu fylgdi uppdráttur dags. 10.01.2022 frá Runólfi Þ. Sigurðssyni hjá Al-Hönnun ehf.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að stofna lóðirnar með fyrirvara um að gengið verði frá kvöð um aðgengi og umferð að lóðum Áshamars 3 og 4. Lagfæra þarf uppdrátt/lóðarblað meðal annars hvað varðar landeignanúmer Áshamars, sem er 195726.
Leiðrétta þarf mörk landspildu Áshamars 2, landeignanúmer 220640.
Leiðrétta þarf mörk landspildu Áshamars 2, landeignanúmer 220640.
7.Arkarlækur - Stofnun og samrunni lóða - Stóraholt 1 og 2
2006035
Sótt er um stækkun lóða Stóraholts 1 og 2 úr landi Arkarlækjar.
Stóraholt 1, landeignanúmer L192228, núverandi stærð lóðar er 1.575 m2. Stærð lóðar eftir stækkun verður 3.604 m2.
Stóraholt 2, landeignanúmer L192226, núverandi stærð lóðar er 1.575 m2. Stærð lóðar eftir stækkun verður 2.850 m2.
Lóðir eru úr landi Arkarlækjar landeignanúmer L133620.
Stóraholt 1, landeignanúmer L192228, núverandi stærð lóðar er 1.575 m2. Stærð lóðar eftir stækkun verður 3.604 m2.
Stóraholt 2, landeignanúmer L192226, núverandi stærð lóðar er 1.575 m2. Stærð lóðar eftir stækkun verður 2.850 m2.
Lóðir eru úr landi Arkarlækjar landeignanúmer L133620.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir að stofna lóðir úr landi Arkarlækjar og gera samruna við lóðir Stóraholts 1 og 2. Samþykkið er með fyrirvara um samþykki landeiganda Arkarlækjar (upprunalandið).
8.Vesturlandsvegur(1) frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú - Frumdrög og vefsjá.
2201047
VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Vegagerðarinnar, vinnur að frumdrögum vegna breikkunar Vesturlandsvegar frá Hvalfjarðargöngum að Borgarfjarðarbrú.
Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar.
Í kynningarmyndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.
Fram kemur í kynningunni að vegurinn á milli Hvalfjarðarganga og Borgarness sé einn fjölfarnasti vegur landsins utan höfuðborgarsvæðisins og hefur umferð á honum farið vaxandi síðustu ár. Á veginum eru nokkrir slæmir kaflar með tilliti til sjónlengda og slysatíðni.
Gert er ráð fyrir að breikka veginn í 2 plús 1 veg, þar sem vegurinn mun skiptast á að vera tvöfaldur og einfaldur í sitt hvora áttina. Akstursstefnur verða aðskildar með vegriði og tengingum fækkað og þær gerðar öruggari.
Bornir hafa verið saman fjórir valkostir við uppbyggingu vegarins og eru þeir allir sýnilegir í vefsjánni. Sú tillaga sem sameinar helstu markmið framkvæmdarinnar, að mati Vegagerðarinnar, er 1C.
Óskað er eftir ábendingum frá vegfarendum, sérstaklega íbúum á svæðinu. Ábendingar skulu sendar í gegnum vefsjána með því að smella á „senda ábendingu“ uppi í hægra horni. Tekið verður tillit til ábendinganna á næstu stigum framkvæmdarinnar en rétt er að ítreka að endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir þrátt fyrir að Vegagerðin telji kost 1C æskilegastan.
Framkvæmdin er á samgönguáætlun en framkvæmdum verður skipt í áfanga og vonir standa til að heildarframkvæmdin klárist á tíu árum.
Í nýrri vefsjá má skoða fyrirhugaða framkvæmd og senda inn ábendingar sem fylgja munu frumdrögum inn á næstu stig hönnunar.
Í kynningarmyndbandi er jafnframt farið vel yfir frumdrög framkvæmdarinnar og virkni vefsjárinnar.
Fram kemur í kynningunni að vegurinn á milli Hvalfjarðarganga og Borgarness sé einn fjölfarnasti vegur landsins utan höfuðborgarsvæðisins og hefur umferð á honum farið vaxandi síðustu ár. Á veginum eru nokkrir slæmir kaflar með tilliti til sjónlengda og slysatíðni.
Gert er ráð fyrir að breikka veginn í 2 plús 1 veg, þar sem vegurinn mun skiptast á að vera tvöfaldur og einfaldur í sitt hvora áttina. Akstursstefnur verða aðskildar með vegriði og tengingum fækkað og þær gerðar öruggari.
Bornir hafa verið saman fjórir valkostir við uppbyggingu vegarins og eru þeir allir sýnilegir í vefsjánni. Sú tillaga sem sameinar helstu markmið framkvæmdarinnar, að mati Vegagerðarinnar, er 1C.
Óskað er eftir ábendingum frá vegfarendum, sérstaklega íbúum á svæðinu. Ábendingar skulu sendar í gegnum vefsjána með því að smella á „senda ábendingu“ uppi í hægra horni. Tekið verður tillit til ábendinganna á næstu stigum framkvæmdarinnar en rétt er að ítreka að endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir þrátt fyrir að Vegagerðin telji kost 1C æskilegastan.
Framkvæmdin er á samgönguáætlun en framkvæmdum verður skipt í áfanga og vonir standa til að heildarframkvæmdin klárist á tíu árum.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur jákvætt að nú sé hafin kynning á mismunandi valkostum á fyrirhuguðu vegstæði vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Vill nefndin hvetja hagsmunaaðila og íbúa svæðisins til að kynna sér tillögurnar og eftir atvikum koma ábendingum á framfæri við Vegagerðina í gegnum ábendingarhnapp í vefsjá verkefnisins.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill taka fram að fyrirhuguð veglína vegna breikkunar Vesturlandsvegar verður ekki skilgreind sérstaklega í nýrri aðalskipulagstillögu Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem verið hefur í vinnslu hjá sveitarfélaginu vegna endurskoðunar á gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, enda liggur ekki fyrir hvaða veglína verður endanlega fyrir valinu. Nýja aðalskipulagið mun hinsvegar gera ráð fyrir heildarframkvæmdinni án þess að nákvæm staðsetning vegarins sé nánar útfærð.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur jákvætt að nú sé hafin kynning á mismunandi valkostum á fyrirhuguðu vegstæði vegna breikkunar Vesturlandsvegar. Vill nefndin hvetja hagsmunaaðila og íbúa svæðisins til að kynna sér tillögurnar og eftir atvikum koma ábendingum á framfæri við Vegagerðina í gegnum ábendingarhnapp í vefsjá verkefnisins.
Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd vill taka fram að fyrirhuguð veglína vegna breikkunar Vesturlandsvegar verður ekki skilgreind sérstaklega í nýrri aðalskipulagstillögu Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem verið hefur í vinnslu hjá sveitarfélaginu vegna endurskoðunar á gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, enda liggur ekki fyrir hvaða veglína verður endanlega fyrir valinu. Nýja aðalskipulagið mun hinsvegar gera ráð fyrir heildarframkvæmdinni án þess að nákvæm staðsetning vegarins sé nánar útfærð.
Fundi slitið - kl. 16:30.
Nefndin bendir á að vanda þurfi umgengni á vinnslutíma námunnar og tryggja sem best að ekki verði fok frá námunni. Jafnframt bendir nefndin á að þeim námum eða námuhlutum sem lokið er við efnisvinnslu á, verði lokað ásamt umhverfisfrágangi. Þá bendir nefndin á að malarnámur og efnistökusvæði af þessari stærð þurfa að hafa starfsleyfi.