Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

31. fundur 02. febrúar 2022 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helgi Pétur Ottesen formaður
  • Helga Harðardóttir varaformaður
  • Marie Greve Rasmussen aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Félagsmiðstöð 301- árið 2021-2022

2111003

Farið yfir starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar 301.
Frístundafulltrúi fór yfir málefni félagsmiðstöðvarinnar 301 en starfsemi liggur niðri vegna starfsmannaleysis. Frístundafulltrúi greindi frá að auglýsingar eftir starfsfólki ásamt eftirgrennslan hafi ekki borið árangur.

Nefndin lýsir áhyggjum sínum með að ekki séu komnir starfsmenn til starfa við 301 en verið er að leita allra leiða við að leysa málið.

2.Félagsstarf eldri borgara 2022

2201062

Farið yfir félagsstarf aldraðra vorönn 2022.
Frístundafulltrúi fór yfir stöðu mála. Sundleikfimi eldri borgara hefur legið niðri í janúar en mun byrja í næstu viku og mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir vera leiðbeinandi.

3.Forvarnir.

1910041

Áherslur á forvarnir vorið 2022.
Umræður um forvarnarverkefni ársins 2022.

Vika6 er forvarnarverkefni á vegum Samfés sem verður 07-11. febrúar. Nefndin hvetur stofnanir Hvalfjarðarsveitar til að taka þátt. Þemað í ár er kynlíf og menning.

4.Reglur um íþrótta - og tómstundastyrki Hvalfjarðarsveitar

2201059

Reglur um Íþrótta- og tómstundastyrki yfirfarnar.
Nefndin leggur til minniháttar breytingar á reglunum sem kveður skýrar á um rétt til styrks.

Nefndin vísar reglunum til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.

5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning í Hvalfjarðarsveit

1909004

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning endurskoðaðar.
Farið var yfir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og gerðar voru efnislegar breytingar ásamt uppfærslu á stuðningsfjárhæðum.

Nefndin vísar uppfærðum reglum til samþykktar hjá sveitarstjórn.

6.Trúnaðarmál

2010017

Mál nr. 2201043
Fjárhagsaðstoð
Erindi fært í trúnaðarbók.

7.Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna covid-19

2112030

Lagt fram til kynningar skýrsla vegna félagsstarfs fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna covid-19. Verkefnið var styrkt af félagsmálaráðuneytinu.
Lagt fram.

8.Aukin frístundastarfsemi fyrir börn sumarið 2021 vegna Covid-19.

2103110

Lagt fram til kynningar skýrsla vegna aukinnar frístunastarfsemi fyrir börn sumarið 2021 vegna covid-19. Verkefnið var unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu.
Lagt fram.

9.Aukið félagsstarf fullorðna 2021 vegna Covid-19.

2103109

Lagt fram til kynningar skýrsla vegna félagsstarfs fyrir fullorðið fólk sumarið 2021 vegna covid-19. Verkefnið var styrkt af félagsmálaráðuneytinu.
Lagt fram.

10.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar - drög

2201038

Kynning á drögum að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

11.Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og réttur barna til þáttöku og áhrifa.

2201060

Umboðsmaður barna fær reglulega ábendingar sem snúa að ákvörðunum sveitarfélaga og hvort þær samrýmist hagsmunun og réttindum barna. Embættið sendi því bréf til allra sveitarfélaga þar sem þau eru hvött til að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar