Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi, Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi og Dagný Hauksdóttir formaður fræðslunefndar sitja fundinn undir þessum lið. Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri Heiðarskóla og Eyrún Reynisdóttir leikskólastjóri Skýjaborgar sitja fundinn á Teams undir þessum lið.
1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.
2001042
Framlagðir eru uppfærðir uppdrættir af tveimur tillögum af nýju íþróttahúsi við Heiðarborg frá hönnuðum Ask arkitekta ásamt frumkostnaðarmati á þessum tillögum byggt á reynslutölum hönnuða.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillögu 4 með áfanga 2. samkv. frumhönnun Ask arkitekta.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út hönnun verkfræðihluta verkefnisins á grundvelli útboðsgagna Ask arkitekta.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða út hönnun verkfræðihluta verkefnisins á grundvelli útboðsgagna Ask arkitekta.
Arnar Skjaldarson, Ása Líndal Hinriksdótir, Dagný Hauksdóttir, Sigríður Lára Guðmundsdóttir og Eyrún Reynisdótir víkja af fundi.
2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Hefja þarf að nýju undirbúningsvinnu vegna göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að lokið verði við tengingu göngustígs frá Krosslandi og niður að bæjarmörkum Akraness og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að vinna málið áfram. Formanni nefndarinnar og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að senda Vegagerðinni erindi varðandi gerð undirganga undir þjóðveg 1 með gönguleið frá Eiðisvatni og að Álfhólsskógi. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í áframhaldandi stígagerð með Eiðisvatni.
3.Vinnuumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum
2111020
Á 36. fundi fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar var tekið fyrir mál um vinnuumhverfi barna og fullorðinna í leikskólum. Lagt var til að koma á samstarfi við Mannvirkja- og framkvæmdanefnd um húsnæðismál leikskólans Skýjaborgar. Fræðslunefndin leggur til að sameiginlegur fundur nefndanna verði haldinn í febrúar.
Ákveðið er að Mannvirkja- og framkvæmdarnefnd eigi sameiginlegan fund með fræðslunefnd í febrúar.
4.Menntastefna Hvalfjarðarsveitar - drög
2201038
Framlögð eru drög að Menntastefnu Hvalfjarðarsveitar til umsagnar.
Lagt fram.
5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022.
2201033
Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2022 kynnt.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunnar 2022.
Minnisblað vegna stöðu verka janúar 2022
Lyngmelur:
Staða verksins er sú að verkið er um þrjár vikur á eftir áætlun, lokið hefur verið við vinnu við fráveitu- og regnvatnslagnir og vinna hefst væntanlega í vikunni við aðrar lagnir. Verklok samkv. samningi voru áætluð 01.mars.
Göngu- og reiðhjólastígar:
Vinnu lauk við göngustíginn þann 21.janúar og lokaúttekt hefur farið fram, verkið er reiknisfært á árinu 2021.
Heiðarskóli - Ástandsskoðun Verkís:
Vinnu við eldhús hlutann lauk á fimmtudaginn 27/02/22, endað var á því að BG þrif komu og þrifu þann hluta hátt og lágt. Vinna við list- og verkgreinarými gengur mjög vel, málningarvinnu í myndmennt, handmennt og smíðastofu er lokið en eftir er að mála sameiginlegt vinnurými fyrir framan stofurnar, dúklagning klárast væntanlega um miðja næstu viku sem og flísalögn fyrir framan útidyrahurðar í þessum rýmum.
Kaldavatnslögn fyrir Skólastíg:
Vinnu við tengingu á kaldavatnslögn fyrir Skólastíg þ.e. áhaldahúsið, gamla skólann og raðhúsin lauk núna á mánudaginn og er þá allt Heiðarskólasvæðið tengt nýju vatnsbólunum á Neðra Skarði og Hávarsstöðum. Skoða þarf hvort við ætlum að nýta gömlu vatnslögnina sem varalögn fyrir svæðið.
Krossland:
Umræður hafa verið í gangi við Landsbankann og Verkfræðistofuna Möndul ehf vegna gerð verkáætlunar fyrir verktakann sem sér um framkvæmdir í Krosslandinu. Farið er fram á að verklok verði í síðasta lagi 01/07/22.
Heiðarskóli - Þak:
Útboð vegna vinnu við þak Heiðarskóla er komið í auglýst útboð og opnun tilboða verður 22. febrúar n.k.
Hitaveita að Heiðarskóla og í Leirársveit - Heiðarveitan:
Gengið hefur verið frá samningi við Jónas Guðmundsson ehf um lagningu hitaveitu að Heiðarskólasvæðinu og í Leirársveit. Áætluð verklok eru 16.06.2022.
Minnisblað vegna stöðu verka janúar 2022
Lyngmelur:
Staða verksins er sú að verkið er um þrjár vikur á eftir áætlun, lokið hefur verið við vinnu við fráveitu- og regnvatnslagnir og vinna hefst væntanlega í vikunni við aðrar lagnir. Verklok samkv. samningi voru áætluð 01.mars.
Göngu- og reiðhjólastígar:
Vinnu lauk við göngustíginn þann 21.janúar og lokaúttekt hefur farið fram, verkið er reiknisfært á árinu 2021.
Heiðarskóli - Ástandsskoðun Verkís:
Vinnu við eldhús hlutann lauk á fimmtudaginn 27/02/22, endað var á því að BG þrif komu og þrifu þann hluta hátt og lágt. Vinna við list- og verkgreinarými gengur mjög vel, málningarvinnu í myndmennt, handmennt og smíðastofu er lokið en eftir er að mála sameiginlegt vinnurými fyrir framan stofurnar, dúklagning klárast væntanlega um miðja næstu viku sem og flísalögn fyrir framan útidyrahurðar í þessum rýmum.
Kaldavatnslögn fyrir Skólastíg:
Vinnu við tengingu á kaldavatnslögn fyrir Skólastíg þ.e. áhaldahúsið, gamla skólann og raðhúsin lauk núna á mánudaginn og er þá allt Heiðarskólasvæðið tengt nýju vatnsbólunum á Neðra Skarði og Hávarsstöðum. Skoða þarf hvort við ætlum að nýta gömlu vatnslögnina sem varalögn fyrir svæðið.
Krossland:
Umræður hafa verið í gangi við Landsbankann og Verkfræðistofuna Möndul ehf vegna gerð verkáætlunar fyrir verktakann sem sér um framkvæmdir í Krosslandinu. Farið er fram á að verklok verði í síðasta lagi 01/07/22.
Heiðarskóli - Þak:
Útboð vegna vinnu við þak Heiðarskóla er komið í auglýst útboð og opnun tilboða verður 22. febrúar n.k.
Hitaveita að Heiðarskóla og í Leirársveit - Heiðarveitan:
Gengið hefur verið frá samningi við Jónas Guðmundsson ehf um lagningu hitaveitu að Heiðarskólasvæðinu og í Leirársveit. Áætluð verklok eru 16.06.2022.
6.Erindi frá Marteini Njálssyni
2202001
Fyrirspurn frá Marteini Njálssyni:
1. Heiðarveitan: Er búið að skrifa undir samning við verktakann ?
2. Hvað eru margir landeigendur þar sem lögn Heiðarveitu fer um með undirritaðan samning ?
3. Brunavarnir:
Hvernig er staðan á úttekt um eflingu brunavarna í sveitarfélaginu ?
4. Göngu og reiðhjólastígar:
Hver er forgangsröðun stíganna og er farið að undirbúa þann næsta ?
5. Leikskóli:
Er fyrirhuguð úttekt á leikskólamálum vegna fjölgunar íbúa í sveitarfélaginu ?
1. Heiðarveitan: Er búið að skrifa undir samning við verktakann ?
2. Hvað eru margir landeigendur þar sem lögn Heiðarveitu fer um með undirritaðan samning ?
3. Brunavarnir:
Hvernig er staðan á úttekt um eflingu brunavarna í sveitarfélaginu ?
4. Göngu og reiðhjólastígar:
Hver er forgangsröðun stíganna og er farið að undirbúa þann næsta ?
5. Leikskóli:
Er fyrirhuguð úttekt á leikskólamálum vegna fjölgunar íbúa í sveitarfélaginu ?
Svör við fyrirspurnum Marteins Njálssonar:
1. Undirskrift er lokið við verktakann.
2. Það eru 5. undirritaðir og þinglýstir samningar við landeigendur.
3. Formaður Mannvirkja og framkvæmdanefndar og verkefnastjóri framkvæmda og eigna hafa átt fund með slökkviliðstjóra um styrkingu eldvarna í sveitarfélaginu.
4. Lagt er til að ljúka við tengingu frá göngustíg í Krosslandi og að bæjarmörkum Akraness og umræður um áframhaldandi stígagerð er í gangi.
5. Undirbúningsvinna Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Fræðslunefndar er fyrirhuguð í febrúar.
1. Undirskrift er lokið við verktakann.
2. Það eru 5. undirritaðir og þinglýstir samningar við landeigendur.
3. Formaður Mannvirkja og framkvæmdanefndar og verkefnastjóri framkvæmda og eigna hafa átt fund með slökkviliðstjóra um styrkingu eldvarna í sveitarfélaginu.
4. Lagt er til að ljúka við tengingu frá göngustíg í Krosslandi og að bæjarmörkum Akraness og umræður um áframhaldandi stígagerð er í gangi.
5. Undirbúningsvinna Mannvirkja- og framkvæmdanefndar og Fræðslunefndar er fyrirhuguð í febrúar.
Fundi slitið - kl. 17:45.