Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga, austursvæði

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 24. nóvember 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnar-, iðnaðar- og athafnasvæði á Grundartanga, austursvæði frá 2105 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að suðvestur hlið afmörkunar skipulagssvæðisins er hliðrað um 20 m. til suðurvesturs. Skilgreindar eru flæðigryfjur fyrir kerbrot og annan úrgang á athafnarsvæði hafnar og skilgreindur er skjólgarður með viðlegu ásamt þjónustuvegi suðaustan hafnsækinnar iðnaðarstarfsemi.  

Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins, www.hvalfjardarsveit.is frá 11. janúar til og með 29. febrúar 2016.

Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. febrúar 2016 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.

Tillaga - yfirlitsuppdráttur

Tillaga - greinargerð - umhverfisskýrsla

Tillaga - M. 1:2000

 

Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar