Fara í efni

Sveitarstjórn

287. fundur 11. júní 2019 kl. 15:10 - 15:57 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Félagsmála - og frístundafulltrúi
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c. liðar 16.gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum erindi frá sauðfjárbændum sem smala til Svarthamarsréttar mál nr. 190625.
Samþykkt 7:0

Helga Harðardóttir og Atli Viðar Halldórsson boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 286

1905003F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 9

1905006F

Fundargerð framlögð.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 10

1906002F

Fundargerð framlögð.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 10 Nefndin fór yfir drög að samningi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi félagsþjónustu og barnavernd. Oddviti og sveitarstjóri fóru yfir efnisatriði samningsins með nefndinni og yfirgáfu fundinn að því loknu.

    Nefndin tók drög að samningi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar til afgreiðslu og samþykkti hann með framkomnum athugasemdum og felur nefndin félagsmálafulltrúa að koma þeim áleiðis.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að samningi Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra, samningurinn gildir til eins árs."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 10

1905007F

Fundargerð framlögð
  • 4.2 1906011 Skógarlundur
    Fræðslunefnd - 10 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita heimild til að hefja framkvæmdir við skógarlund við Heiðarskóla.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að heimila framkvæmdir við gerð skógarlundar við Heiðarskóla"
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 10 Nefndin leggur til að breytingar verði á verklagi um Notkun spjaldtölva í Heiðarskóla sem snýr að endurnýjun tækjanna. Nefndin leggur jafnframt til að skólastjóra verði heimilt að selja útskriftanemendum 4 ára gömul tæki fyrir lágmarksgjald. Greiðsla verði innheimt af skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og færist sem tekjur á Heiðarskóla sem nýttar verða til kaupa á aukabúnaði fyrir noktun tækjanna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að breyta verklagi við notkun spjaldtölva í Heiðarskóla er snýr að endurnýjun tækjanna. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að skólastjóra verði heimilt að selja útskriftarnemendum 4 ára gömul tæki fyrir lágmarksgjald. Greiðsla verði innheimt af skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og færist sem tekjur á Heiðarskóla, tekjurnar verði nýttar til viðhalds á aukabúnaði fyrir spjaldtölvur við skólann."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100

1906001F

Fundargerð framlögð.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða deiliskipulagið fyrir Hlíðarbæ og vinna breytingar skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að farið verði í endurskoðun á deiliskipulagi fyrir Hlíðarbæ og unnar verði breytingar á því skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram"
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100 Breyting felur í sér að hluti frístundasvæðis sem er 3.9 ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar, en í þess stað verður skilgreint skógræktarsvæði. Breytingin varðar einungis svæði ofan Skorradalsvegar (508).
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn vegna breytinga á aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022." Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta stærð lóða við Fögrubrekku 1 L174355 og Fögrubrekkulands L194793. Um er að ræða stækkun lóðar Fögrubrekku 1 og minnkun lóðar að Fögrubrekkulandi.
    Ný stofnuð lóð mun síðan renna inn í land Fögrubrekku 1 með samruna.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingu á lóðum Fögrubrekku 1 L174355 og Fögrubrekkulands L194793. Breytingin felur í sér stækkun lóðar Fögrubrekku 1 og minnkun lóðar að Fögrubrekkulandi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.9 1905028 Neðstiás 5
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 100
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda.
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Kosningar skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013.

1906022

Kjör oddvita og varaoddvita.
Tillaga kom fram um að Björgvin Helgason yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Tillaga kom fram um að Daníel A. Ottesen yrði vara oddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

1906023

Erindi frá oddvita.

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verði lokuð frá og með 22. júlí til og með 2. ágúst nk.
Jafnframt er lagt til að fundur sveitastjórnar sem vera ætti þann 23. júlí nk. falli niður vegna sumarleyfis."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Starf umsjónarmanns eigna hjá Hvalfjarðarsveit.

1906024

Erindi frá sveitarstjóra og oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa í samráði við sveitarstjóra að auglýsa starf umsjónarmanns eigna hjá Hvalfjarðarsveit og ganga frá ráðningu í starfið.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að farið verði í þær skipulagsbreytingar að starf húsvarðar við leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar verði lagt niður og starfslýsing umsjónarmanns eigna endurskoðað í því samhengi"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

9.Umsögn um Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga.

1905006

Umsögn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að senda framlögð drög að umsögn við Grænbók, stefna um málefni sveitarfélaga, í samráðsgátt stjórnvalda sem umsögn Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Fræðsluferð sveitarstjórnarfulltrúa af Vesturlandi 2019.

1902012

Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 nr. 7 vegna fræðsluferðar sveitarstjórnarfulltrúa til Kaupmannahafnar 23-26.apríl 2019.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild vegna fræðsluferðar sveitarstórnarfulltrúa af Vesturlandi 2019, sbr. bókun sveitarstjórnar á 281. fundi þann 26. febrúar sl. Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna fræðsluferðar að fjárhæð kr. 135.757 á deild 21001, lykil 4240 og kr 136.431.- á deild 21040, lykil 4240, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Beiðni um framlag vegna endurnýjunar á hjúkrunarrúmum.

1905044

Erindi frá Höfða hjúkrunar-og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir viðbótarfjárheimild vegna framlags til endurnýjunar á hjúkrunarrúmum hjá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis að upphæð kr. 383.806.-
Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna endurnýjunar á hjúkrunarrúmum að fjárhæð kr. 383.806.- á deild 21041, lykil 5946, auknum útgjöldum verður mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum

12.Færsla fyrri leitar og réttardags í Svarthamarsrétt 2019.

1906025

Erindi frá sauðfjárbændum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framkomið erindi bænda og fjáreigenda sem smala til Svarthamarsréttar, dags. 8. júní sl. og leggur til við stjórn fjallskilaumdæmis Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps að fyrri leit og réttardagur í Svarthamarsrétt verði þann 8. september nk. í stað 15. september nk. eins og kveðið er á um í fjallskilareglugerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

1906019

Aðalfundarboð.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Guðjón Jónasson til vara.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tilnefna eftirtalin til setu í stjórn vatnsveitufélagsins sem kjörin verður á aðalfundinum:
Aðalmenn: Guðjón Jónasson og Ragna Ívarsdóttir.
Varamenn: Daníel Ottesen og Atli Viðar Halldórsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Aðalfundarboð Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1906005

Aðalfundarboð.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Björgvin Helgason til vara.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.871. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1906018

Fundargerð.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:57.

Efni síðunnar