Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

100. fundur 06. júní 2019 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ása Hólmarsdóttir
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
Starfsmenn
  • Bogi Kristinsson Magnusen
Fundargerð ritaði: Ása Hólmarsdóttir ritari
Dagskrá

1.Melahverfi-dsk-opin svæði

1906004

Skipulag fyrir opin svæði í Melahverfi
USN nefnd felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að halda fund með íbúum Melahverfis til að kalla eftir hugmyndum um skipulag opinna svæða í Melahverfi og óska eftir samstarfi við umhverfisskipulagsdeild Landbúnaðarháskólans að Hvanneyri.
USN nefnd hefur til skoðunar að lóðin Lækjarmelur 12 verði sameinuð opnu svæði í deiliskipulagi í Melahverfi I.

2.Hlíðarbær-deiliskipulag

1906003

Endurskoðun deiliskipulags.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða deiliskipulagið fyrir Hlíðarbæ og vinna breytingar skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr.123/2010.

3.Breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022

1906020

Breytingin felur í sér hluta frístundarsvæðis sem er 3.9ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar. Breytingin varðar einungis svæði ofan Skorradalsvegar (508).
Breyting felur í sér að hluti frístundasvæðis sem er 3.9 ha að stærð færist til og óbyggt svæði minnkar, en í þess stað verður skilgreint skógræktarsvæði. Breytingin varðar einungis svæði ofan Skorradalsvegar (508).
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við breytingu á aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.

4.Fagrabrekka - Fögrubrekkuland

1905036

Breytingar á stærð lóða.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að breyta stærð lóða við Fögrubrekku 1 L174355 og Fögrubrekkulands L194793. Um er að ræða stækkun lóðar Fögrubrekku 1 og minnkun lóðar að Fögrubrekkulandi.
Ný stofnuð lóð mun síðan renna inn í land Fögrubrekku 1 með samruna.

5.Rotþróarhreinsun-útboð

1906002

Rotþróarhreinsun-útboð
Skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að leita eftir verði fyrir útboðsgögn fyrir rotþróahreinsun.

6.Lýsing við Brennimel

1712008

Lýsing við Brennimel.

Skipulagsfulltrúa er falið að skrifa rekstraraðila tengivirkis á Brennimel, Landsneti og ítreka beiðni Hvalfjarðarsveitar um að draga úr ljósmengun frá tengivirki sbr. bréfi frá málsnúmeri 1712008 dags. 15.12.2017.

7.Sorphirðusamningur

1604001

Upplýsingagjöf verktaka um magn og flokkun sorps frá heimilum í Hvalfjarðarsveit.
Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

8.Sjávartröð 5 - Sumarhús

1812018

Ósk um leyfi til að breyta staðsetningu sumarhúss í landi Beitistaða.
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

9.Neðstiás 5

1905028

Brynhildur B. Barkar, kt. 130271-3169 óskar eftir byggingarleyfi fyrir 70,7 fm sumarhúsi með einhalla þaki.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja mannvirki með mæni í miðju húss.

USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum og landeiganda.

10.Gandheimar L197607 - Breytingar á húsnæði

1906001

Daníela Hafsteinsdóttir, kt. 040195-2549 sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á íbúðarhúsi í Gandheimum, L197607. Um er að ræða breytingar á mhl.01.
USN nefnd heimilar að falla frá grenndarkynningu þar sem leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
USN nefnd gerir ekki athugasemdir við útgáfu byggingarleyfis vegna breytinga á útliti húss, kvistum, þaki og gluggum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar