Fara í efni

Sveitarstjórn

279. fundur 22. janúar 2019 kl. 15:00 - 15:33 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Velferðarstefna Vesturlands.

1901161

Drög til umsagnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar þeim sem komið hafa að gerð stefnunnar. Drög að Velferðarstefnu Vesturlands hafa verið kynnt í Fræðslunefnd og Fjölskyldu- og frístundanefnd sveitarfélagsins, fram kom ábending um að ítarlegri umfjöllun mætti vera um markmið og aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Sveitarstjórn gerir að öðru leyti ekki athugasemdir við drög að Velferðarstefnu Vesturlands"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.176. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1901170

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

3.866. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1812023

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

4.92. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1812022

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

5.175. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1812021

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

6.Starfsmaður almannavarnanefndar.

1810007

Minnisblað frá SSV.
Minnisblaðið framlagt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur jákvætt í erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088-2018.

1901265

Reglugerð.
Framlagt.

8.Framlag sveitarfélaga til HeV 2019 ásamt skýringarbréfi.

1901164

Skipting fjárframlags til HeV árið 2019.
Framlagt.

9.Starfshópur um endurskoðun kosningalaga.

1901163

Endurskoðun kosningalaga-óskað athugasemda.
Framlagt.

10.Athugasemd vegna hagabeitar.

1803037

Erindi frá Umhverfisvakt Hvalfjarðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bréfritara erindið og vísar því til afgreiðslu hjá Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Umferðaröryggi í Melahverfi.

1901269

Erindi frá Elínu Ósk Gunnarsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar bréfritara erindið og vísar því til afgreiðslu hjá Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP og RÍ.

12.Þing um málefni barna í nóvember 2019.

1901267

Tilnefning fulltrúa sveitarfélags.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Félagsmála- og frístundafulltrúa sem tengilið sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Beiðni um styrk.

1901266

Erindi frá Höfðavinum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir erindið og samþykkir að vísa því til afgreiðslu hjá Fjölskyldu- og frístundanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Sveitarstjórn - 278

1812002F

Fundargerðin framlögð.

15.Boðun til hluthafafundar Spalar ehf.

1901166

Tilnefning fulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð sveitarfélagsins á hluthafafundi Spalar ehf. þann 25. janúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Umsagnarbeiðni-Þorrablót í Fannahlíð.

1901268

Tækifærisleyfi vegna Þorrablóts.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Kosning aðalmanns í Landbúnaðarnefnd og varamanns í Kjörstjórn.

1901270

Kosning í nefndir.
Oddviti las upp eftirfarandi tillögur vegna kosninga í nefndir í stað Lilju Grétarsdóttur:

Aðalmaður í Landbúnaðarnefnd:
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir

Varamaður í Kjörstjórn:
Valdís Inga Valgarðsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Afskriftarbeiðni.

1812017

Afskriftarbeiðni frá Sýslumanni Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða afskriftarbeiðni frá Sýslumanninum á Vesturlandi að fjárhæð kr. 48.743."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Afskriftir krafna

1901272

Afskriftarbeiðni frá skrifstofustjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að afskrift almennra viðskiptakrafna á árinu 2018 að fjárhæð kr. 1.007.629."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

20.Umsókn um styrk til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit

1811026

Erindi frá félagsmála- og frístundafulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða styrkumsókn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

21.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2019.

1901264

Erindi frá skrifstofustjóra og félagsmálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.Undanþágulisti v. verkfalla.

1812013

Erindi frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framlagða skrá yfir störf hjá Hvalfjarðarsveit sem undanskilin eru verkfallsheimild og felur sveitarstjóra að auglýsa skrána."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

23.Útboð - Skólaakstur.

1901173

Framkvæmd fyrirhugaðs skólaakstursútboðs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að kaupa þjónustu Ríkiskaupa við skólaakstursútboð og felur sveitarstjóra að fylla út og rita undir verkbeiðni þar um. Sveitarstjórn samþykkir einnig að skipa vinnuhóp til þess að halda utan um verkefnið en í honum skulu sitja oddviti, sveitarstjóri, félagsmála- og frístundafulltrúi, fulltrúi úr fræðslunefnd og skólastjóri Heiðarskóla."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

24.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 6

1901002F

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 6 Grunnfjárhæð skv. 9. gr. hækkuð úr 162.714 kr. í 178.985 kr.

    Um er að ræða árlega hækkun með hliðsjón af neysluvísitölu á milli ára auk viðbótarhækkunar til jöfnunar við önnur sveitarfélög. Reglunum var einnig breytt að því leyti að þar sem stendur fjölskyldunefnd kemur inn fjölskyldu- og frístundanefnd.

    Nefndin vísar málinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar í kr. 178.985. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt orðalagsbreytingar á Reglum um fjárhagsaðstoð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

25.Fræðslunefnd - 6

1901003F

  • Fræðslunefnd - 6 Nefndin leggur til við sveitastjórn að samþykkja 75% stöðugildaaukningu til 3. júní 2019 vegna stuðningfulltrúa á unglingsstigi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir 75% stöðugildaaukningu til 3. júní 2019 vegna stuðningsfulltrúa á unglingastigi í Heiðarskóla."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

26.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94

1901001F

DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94 Nefndin leggur til við sveitarstjórn samþykkja og auglýsa lýsinguna á deiliskipulagstilögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr: 203958). sbr. 40.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa lýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A, landnr. 203958, sbr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94
    Nefndin telur um óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
    Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum óverulegar breytingar á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum óverulegar breytingar á deiliskipulagi Brekku skv. 2.mgr., 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94 Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
    breyting-lýsing, Grenja.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing, Grenja."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94 Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
    breyting-lýsing, Flóahverfi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing, Flóahverfi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94 Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
    breyting-lýsing, Smiðjuvellir.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing, Smiðjuvellir."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 94 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir aðliggjandi landeigendum.
    Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerð ríkisins fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna framkvæmdaleyfið, með vísan í 44.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi landeigendum og fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerð ríkisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:33.

Efni síðunnar