Fara í efni

Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd 2013-2022

94. fundur 15. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson
  • Daníel Ottesen
  • Ragna Ívarsdóttir
  • Helgi Magnússon
  • Svenja Neele Verena Auhage varamaður
Fundargerð ritaði: Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Brennimelslína 1. breyting á aðalskipulagi.

1202023

Nýr jarðstrengur við Brennimel.
Árni Jón Elíasson og Gunnar Sigurðsson frá Landsneti og einnig Þórir Þórisson frá Eflu kynntu lagnaleið á nýjum jarðstreng á Akraneslínu 2 að Brennimel sem og fyrningu á Vatnshamralínu.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu á málinu.
Nefndin felur Skipulagsfulltrúa að senda fyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna lagnaleiðar fyrsta áfanga.

2.Narfastaðaland skipulag

1812012

Lýsing á deiliskipulagstillögu sem afmarkar byggingarreiti fyrir íbúðarhús, skemmu og gróðurhús auk þess ræktun utandyra.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn samþykkja og auglýsa lýsinguna á deiliskipulagstilögu fyrir Narfastaðaland 4 no. 2A (landnr: 203958). sbr. 40.gr. skipulagslaga nr 123/2010.

3.Brekku - breyting á deiliskipulagi

1803026

Breyting á deiliskipulagi Brekku. Skipulagið tekur til stækkunar íbúðarhúsalóðar vestan megin aðkomuvegar ásamt færslu og stækkun byggingarreits.

Nefndin telur um óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna aðliggjandi lóðarhöfum óverulegar breytingar á deiliskipulaginu skv. 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Litla-Fellsöxl 3 - Sumarhús

1811005

Grenndarkynning vegna sumarhúss.
Nefndin hefur farið yfir innsendar athugasemdirnar dags. 21.des 2018 og hafnar erindinu á grundvelli umferðarréttar og vatnsöflunar.

5.Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing, Grenja

1812026

Breyting á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja.
Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
breyting-lýsing, Grenja.

6.Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing, Flóahverfi

1812027

Breyting aðalskipulags Akranes vegna Flóðahverfis.
Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
breyting-lýsing, Flóahverfi.

7.Aðalskipulag Akranes, breyting-lýsing,Smiðjuvellir

1812028

Breyting á aðalskipulagi Akraness vegna Smiðjuvalla.
Beiðni um umsögn með aðalskipulagsbreytingu Akraness
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
breyting-lýsing, Smiðjuvellir.

8.Tilnefning fulltrúa umhv.-náttúrunefnda í vatnasvæðanefnd

1812031

Tilnefning nefndarfulltrúa í vatnasvæðanefnd.
Umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefnd samþykkir að tilnefna Ásu Hólmarsdóttir sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í vatnasvæðanefnd.

9.Vallarnes 1 - skógrækt

1901165

Skógræktarsamningur við Vallarnes 1.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir aðliggjandi landeigendum.
Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerð ríkisins fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar