Fara í efni

Sveitarstjórn

278. fundur 11. desember 2018 kl. 15:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Oddviti óskar eftir, með vísan til c. liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 1812014 - Kosning varamanns í Fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 1811037 - Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis 2019-2022. Málið verður nr. 15 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 1812015 - Endurnýjun heildartryggingarpakka sveitarfélagsins. Málið verður nr. 16 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Guðjón Jónasson boðaði forföll.

1.Kjarasamningsumboð.

1811036

Samkomulag um kjarasamningsumboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt samkomulag um kjarasamningsumboð til handa Sambandi íslenskra sveitarfélaga en með því felur Hvalfjarðarsveit Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að rita undir samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

1812011

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.

3.865. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga

1812005

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

4.Umsögn um reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga.

1812002

Reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga.
Lagt fram.

5.Ný lögheimilislög-hlutverk sveitarfélaga.

1811048

Ný lög um lögheimili og aðsetur.
Framlagt.

6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðisbætur(réttur námsmanna og fatlaðs fólks).

1811045

Breytingar á lögum um húsnæðisbætur(réttur námsmanna og fatlaðs fólks).
Framlagt.

7.Forvarnarsamningur.

1809014

Bréf frá Minningarsjóði Einars Darra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með hversu vel hefur gengið að fá styrki til sjóðsins og þakkar um leið fyrir hugsjón og velvild forsvarsmanna sjóðsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að bjóða sjóðnum að nýta áfram húsnæðið sem hann hefur haft til afnota út árið 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Endurnýjun heildartryggingarpakka.

1812015

Tryggingar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að endurnýja til eins árs samning um tryggingar við Vátryggingarfélag Íslands en með því móti verður sveitarfélagið ekki af ágóðahlutdeild þeirri sem bundin er í núverandi samningi og koma á til greiðslu á næsta ári. Gildistími nýs samnings verði til ársloka 2019. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að rita undir endurnýjun á tryggingarsamningi við VÍS."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis 2019-2022.

1811037

Þriðja umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjárhagsáætlun Höfða 2019-2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar-Endurskoðun

1812010

Endurskoðun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fara í endurskoðun Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og felur USN nefnd að annast í umboði sveitarstjórnar vinnslu, kynningu og afgreiðslu Aðalskipulagsins. Jafnframt felur sveitarstjórn Skipulags- og umhverfisfulltrúa að tilkynna um endurskoðun Aðalskipulagsins til Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fundir sveitarstjórnar í desember og janúar.

1812009

Niðurfelling funda.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fella niður næstu tvo reglubundnu fundi sína, þ.e. þann 25. desember nk. og 8. janúar nk. þannig að næsti fundur sveitarstjórnar verði þá 22. janúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Sveitarstjórn - 277

1811008F

Fundargerðin framlögð.

13.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.

1803020

Dómur Landsréttar og samantekt á kostnaði.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu fyrirliggjandi dóms Landsréttar frá 16. nóvember sl. í máli nr. 400/2018, Hvalfjarðarsveit gegn íslenska ríkinu þar sem deilt er um reglur um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sveitarstjórn samþykkir að fela Óskari Sigurðssyni lögmanni hjá LEX að gæta hagsmuna sveitarfélagsins í málinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Varðandi kjör í stjórn Faxaflóahafna sf.

1811046

Bréf Borgarbyggðar varðandi kjör í stjórn Faxaflóahafna sf.
Erindið lagt fram.

15.Kosning varamanns í Fjölskyldu-og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar.

1812014

Kosning varamanns.
Ragna Ívarsdóttir tilkynnti um ákvörðun Í-listans um breytingu á fulltrúa listans í Fjölskyldu- og frístundanefnd sökum trúnaðarbrests.

Nýr varamaður Í-listans í Fjölskyldu- og frístundanefnd í stað Hafsteins Sverrissonar:
Ragna Ívarsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum.

1811038

Tilnefning nýs fulltrúa.
Oddviti las upp eftirfarandi tillögur Á-listans vegna kosninga í nefndir í stað Guðnýjar K. Guðnadóttur:

Varamaður Á-listans í Landbúnaðarnefnd:
Birna Sólrún Andrésdóttir

Varamaður Á-listans í Byggðasafninu á Görðum:
Brynja Þorbjörnsdóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt 7 atkvæðum.

17.Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum.

1811047

Lausnarbeiðni.
Oddviti las upp eftirfarandi tilnefningar Í-listans vegna kosninga í nefndir í stað Sifjar Agnarsdóttur og Arnar Egilssonar.

Varamaður Í-listans í Fræðslunefnd:
Gunnar Straumland

Varamaður Í-listans í Menningar- og markaðsnefnd:
Anna G. Torfadóttir

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sif og Erni eru færðar þakkir fyrir þeirra störf í þágu Hvalfjarðarsveitar.

18.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 nr. 21.

1812008

Fjármagnsflutningur milli deilda vegna úthlutana úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2018, viðauki vegna úthlutana ársins úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða viðauka að fjárhæð kr. 1.270.000. Ekki er um aukin útgjöld að ræða, einungis flutning á fjármagni milli deilda, af deild 21085, bókhaldslykli 5946 eru færðar kr. 1.270.000 yfir á deildir 02089, 04069, 05086, 05089, 06089 og 11089, bókhaldslykil 5946."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

19.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 nr. 20

1812006

Viðauki vegna hækkunar tómstundaávísana.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2018, viðauki vegna hækkunar íþrótta- og tómstundastyrks. Um er að ræða viðauka að fjárhæð kr. 1.000.000 á deild 02020, bókhaldslykil 5918 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók RÍ og LBP.

20.Menningar- og markaðsnefnd - 3

1811007F

Fundargerðin framlögð.
  • 20.1 1808004 Aðgerðaráætlun
    Menningar- og markaðsnefnd - 3 Nefndin ræddi og endurskoðaði aðgerðaráætlun Menningar- og markaðsnefndar og leggur til við sveitastjórn að taka hana til umræðu og afgreiðslu. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu Aðgerðaráætlunarinnar og óska eftir fundi með Menningar- og markaðsnefnd."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 3 Nefndin fór yfir framlögð drög um Menningarsjóð Hvalfjarðarsveita frá sveitarstjórn. Nefndin leggur til að rýmka reglur um úthlutun úr sjóðnum, svo unnt sé að sækja um styrk vegna ferðalaga, námskeiða og rekstrar.
    Samkvæmt núverandi drögum þá geta listamenn ekki sótt um styrki vegna námskeiða eða ferðakostnað erlendis, sem dæmi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir fundi með Menningar- og markaðsnefnd."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 3 Nefndin leggur til að í ljósi kostnaðarhækkanna þá þarf aukið fjármagn til að halda 17. júní hátíðlegan. Við leggjum til að upphæð fari úr 500.000 kr. í 750.000 kr.

    Nefndin leggur til að félagsmála- og frístundafulltrúi ræði við kvennfélagið og ungmennafélagið um að taka aðsér umsjón með hátíðarhöldum dagsins.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur nú þegar samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 þar sem fjárveiting til hátíðarhalda á 17. júní var hækkuð úr kr. 500.000 í kr. 600.000 og synjar sveitarstjórn því beiðni nefndarinnar um frekari hækkun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tók RÍ.

21.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93

1812001F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að endurskoða deiliskipulag fyrir Melahverfi II. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að farið verði í að endurskoða gildandi deiliskipulag Melahverfis II. Sveitarstjórn samþykkir að fela USN nefnd að vinna málið áfram."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes, breyting miðsvæði. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 Grenndarkynningu lokið. Fyrir liggur undirritun aðliggjandi lóðarhafa, engar athugasemdir bárust.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila Byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi á grundvelli grenndarkynningarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð.
    Nefndin telur að þær ábendingar sem bárust í lýsingarferli málsins séu þess eðlis að ekki sé fært að halda áfram með málið á þeim grunni sem unnið hefur verið með.

    USN nefnd bendir á að framundan er vinna við nýtt Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar. Í þeirri vinnu þarf að liggja fyrir hver stefnumörkun sveitarfélagsins er hvað varðar gististaði í frístundabyggð.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fellst á tillögu nefndarinnar að falla frá fyrirhugaðri breytingu á kafla 4 í greinargerð Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að tilkynna ákvörðun sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar og á heimasíðu sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 Nefndin samþykkir áorðnar breytingar á deiliskipulagi Kjarrás 19,21 og 23.
    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir áorðnar breytingar á deiliskipulagi Kjarrás 19, 21 og 23."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 93 Nefndin gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðar og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir stofnun lóðar í landi Brekku III."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

22.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 5

1811009F

Fundargerðin framlögð.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 5 Nefndin fór yfir framlögð drög frá sveitarstjórn og gerði ekki athugasemdir við þau. Drögunum var vísað óbreyttum til afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að breytingum á reglum Afrekssjóðs Hvalfjarðarsveitar og samþykkir jafnframt að þær taki gildi frá og með 1. janúar 2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 5 Nefndin fór yfir framlögð drög frá sveitarstjórn og gerði ekki athugasemdir við þau.
    Drögunum var vísað óbreyttum til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að reglum Íþrótta- og æskulýðssjóðs Hvalfjarðarsveitar og úthlutun styrkja úr sjóðnum til íþrótta- og æskulýðsmála í Hvalfjarðarsveit. Sjóðurinn mun taka við hlutverki Styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og því falla samhliða úr gildi reglur um Styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að nýr Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar og reglur hans muni taka gildi þann 1. janúar 2019."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Efni síðunnar