Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.Aðgerðaráætlun
1808004
Aðgerðaráætlun 2018-2019-Drög
Nefndin ræddi og endurskoðaði aðgerðaráætlun Menningar- og markaðsnefndar og leggur til við sveitastjórn að taka hana til umræðu og afgreiðslu.
2.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar-Drög að verklagsreglum.
1811033
Umsögn um verklagsreglur um Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin fór yfir framlögð drög um Menningarsjóð Hvalfjarðarsveita frá sveitarstjórn. Nefndin leggur til að rýmka reglur um úthlutun úr sjóðnum, svo unnt sé að sækja um styrk vegna ferðalaga, námskeiða og rekstrar.
Samkvæmt núverandi drögum þá geta listamenn ekki sótt um styrki vegna námskeiða eða ferðakostnað erlendis, sem dæmi.
Samkvæmt núverandi drögum þá geta listamenn ekki sótt um styrki vegna námskeiða eða ferðakostnað erlendis, sem dæmi.
3.17. júní -Þjóðhátíðardagurinn
1809004
Nefndin leggur til að í ljósi kostnaðarhækkanna þá þarf aukið fjármagn til að halda 17. júní hátíðlegan. Við leggjum til að upphæð fari úr 500.000 kr. í 750.000 kr.
Nefndin leggur til að félagsmála- og frístundafulltrúi ræði við kvennfélagið og ungmennafélagið um að taka aðsér umsjón með hátíðarhöldum dagsins.
Nefndin leggur til að félagsmála- og frístundafulltrúi ræði við kvennfélagið og ungmennafélagið um að taka aðsér umsjón með hátíðarhöldum dagsins.
4.Hvalfjarðardagar 2018
1802016
Hvalfjarðardagar 2019
Nefndin vísar til aðgerðaráætlunar varðandi tímasetningu.
Nefndin ætlar sér að aðstoða við skipulagningu á Hvalfjarðardögum. Í byrjun nýs árs verður farið í að senda út styrkbeiðnir.
Nefndin hefur í hyggju að efna til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækja í sveitarfélaginu í upphafi árs. Rætt verður um mikilvægi þeirra þátttöku í samfélaginu.
Nefndin ætlar sér að aðstoða við skipulagningu á Hvalfjarðardögum. Í byrjun nýs árs verður farið í að senda út styrkbeiðnir.
Nefndin hefur í hyggju að efna til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækja í sveitarfélaginu í upphafi árs. Rætt verður um mikilvægi þeirra þátttöku í samfélaginu.
5.Önnur mál
1711023
Engin önnur mál voru tekin fyrir.
Fundi slitið - kl. 19:15.