Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 416
2503002F
Fundargerðin framlögð.
2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 79
2502006F
Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 79 Opnun tilboða í verkið Göngustígur við Eiðisvatn fór fram föstudaginn 07.03.2025.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Miðfellsbúið ehf kr. 20.368.000,-
Fagurverk ehf kr. 23.990.500,-
Þróttur ehf kr. 19.945.500,-
Jónas Guðmundsson ehf 17.481.000,-
Gísli Jónsson ehf kr 24.199.660,-
Hróarstindur ehf kr. 17.554.540,-
Jarðlist ehf kr. 17.334.083,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr 17.799.470,-
Öll tilboðin hafa verið yfirfarin með hliðsjón af skilmálum útboðsgagna og gildandi lögum og reglum. Í yfirferðinni kom í ljós að í tilboði frá Jónasi Guðmundssyni var reiknivilla sem hafði áhrif á heildarverð tilboðssins.
Samkvæmt staðli IST 30:2012 skal í slíkum tilfellum einingarverð í tilboðsskrá ráða og skal tilboðið leiðrétt með tilliti til þess. Við leiðréttingu kom í ljós að Jarðlist ehf var ekki lengur með lægsta tilboðið, heldur Jónas Guðmundsson ehf kr. 17.231.000 eða 96,8% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi þess samþykkir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði leiðrétt í samræmi við IST 30:2012.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði samþykkt og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Jónas Guðmundsson ehf. í verkið „Göngustígur við Eiðisvatn“ og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að ganga frá verksamningi þar um."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47
2503003F
Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti (fyrra umsagnarferlið skv. ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun) í samráðsgátt stjórnvalda, drög að tillögum verkefnisstjórnar sem er flokkun tíu vindorkukosta og var frestur til að veita umsögn um drögin að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar sl.
Skv. tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar eru tillögur um eftirfarandi vindorkuverkefni þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Ljóst er að vindorkugarður á Þorvaldsstöðum er ekki hluti af þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett fram til þessa og því ítrekar USNL-nefnd að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vantar frá íslenskum stjórnvöldum / Alþingi um virkjun vindorku á Íslandi og telur USNL-nefnd það vera grundvöll þess að hægt sé að gefa umsagnir um einstök vindorkuverkefni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó á þessu stigi málsins eftirfarandi ábendingar/athugasemdir við umhverfismatsáætlunina.
Vill nefndin benda á hvort meta þurfi samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi, Hælsheiði í Flókadal og fl. Þótt uppskipun og flutningur vindmyllu og vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið sé úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn, Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, og hafi að því að best verður séð ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags Hvalfjarðarsveitar að því að best verður séð, er um að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Telur nefndin að meta þurfi samlegðaráhrif allra þeirra vindmyllukosta sem þegar eru í undirbúningi.
Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.
Í matsáætlun um vindmyllugarð á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð segir að fyrirhugað framkvæmdasvæði verði í um 400 m hæð yfir sjó.
Gerð hafi verið frumathugun á fræðilegum sýnileika til vindmylla á svæðinu sem sjá má á mynd 5.1. Myndin sýnir á hvaða svæðum gæti fræðilega sést til vindmyllanna þegar tekið er tillit til landslags, en sýnileikakortið sýnir 45 km áhrifasvæði vindmyllanna með spaða í hæstu stöðu u.þ.b. 250 m.
Skv. sýnileikakorti sést að áhrifasvæði vegna vindmyllanna nær yfir í sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit.
Því óskaði deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar eftir ítarlegri gögnum vegna sýnileika til að hægt sé að átta sig betur á þeim sýnileikasvæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar.
Hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Hvalfjarðarsveit verði bætt við á lista yfir myndatökustaði fyrir ásýndarmyndir sbr. tafla 5.1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að ljúka við verklagsreglurnar til samræmis við umræður á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð og uppfærð drög að reglum um styrki vegna rotþróa og/eða hreinsistöðva."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, BSG var á móti.
Til máls tók BSG. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem er tímabundin uppsetning bráðabirgðalínu á um 550 m kafla á Grundartanga, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Endanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Hafnarbergs með áorðnum breytingum skv. ábendingum Skipulagsstofnunar og skv. uppfærðum gögnum frá Eflu Verkfræðistofu, og samþykkir jafnframt að gildistaka deiliskipulagsins verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir deiliskipulag Hafnarbergs með áorðnum breytingum og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd stækkun sé umfram það sem áður hafi verið samþykkt í frístundabyggðinni og hafnar erindinu en vill benda framkvæmdaraðila / lóðarhafa á að óska breytingar á deiliskipulagi í samráði við hagsmunaðila svæðisins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum aðliggjandi lóða og landeiganda.
Þ.e. Sjávartröð 5, Leirutröð 6 og landeiganda Beitistaðalands Lnr. 191280.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir aðliggjandi lóðahöfum og landeigendum, þ.e. Sjávartröð 5, Leirutröð 6 og landeiganda Beitistaðalands lnr. 191280."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar.
Lagt fram. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 47 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillögurnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2024.
2503005
Seinni umræða.
Ársreikningur, síðari umræða ásamt endurskoðunarskýrslu.
Ársreikningur 2024 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu rúmum 1.568mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta tæpum 1.562mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2024 voru 1.354,9mkr. fyrir A og B hluta en 1.329,4mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir voru jákvæðir og námu 156mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 744þús.kr. gjöld.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 368,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 4.792,9mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 27,43%, veltufjárhlutfall 16,68% og eiginfjárhlutfall 97%.
Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2023 og 2024 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins er áfram jákvætt, fer úr 124,14% í 114,06% árið 2024 og rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er 869,9mkr.
Rekstrarniðurstaða málaflokka og deilda var almennt innan áætlunar ársins 2024 og ber það m.a. að þakka starfsfólki fyrir utanumhald og yfirsýn sinna málaflokka og deilda í því skyni að virða fjárheimildir ársins.
Handbært fé í árslok var 1,9makr. og er það styrkur til framtíðar innviðauppbyggingar s.s. byggingu nýs íþróttahúss sem nú er í fullum gangi, nýs leikskóla sem nýverið voru opnuð tilboð í arkitekta- og landslagshönnun fyrir, hönnunar og gatnagerðar nýs áfanga í Melahverfi auk annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru. Staða handbærs fjár styrkir þá vegferð sveitarfélagsins að framkvæma án fyrirhugaðrar lántöku.
Forstöðufólki stofnana og starfsfólki Hvalfjarðarsveitar eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu og vinnu við gerð ársreikningsins.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ársreikning vegna ársins 2024 og staðfestir hann með undirritun sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
Ársreikningur 2024 lagður fram til síðari umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu rúmum 1.568mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta tæpum 1.562mkr.
Rekstrargjöld sveitarfélagsins á árinu 2024 voru 1.354,9mkr. fyrir A og B hluta en 1.329,4mkr. fyrir A hluta. Fjármagnsliðir voru jákvæðir og námu 156mkr. og aðrar tekjur og gjöld voru 744þús.kr. gjöld.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 368,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 4.792,9mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 27,43%, veltufjárhlutfall 16,68% og eiginfjárhlutfall 97%.
Samanburður á fjárhagslegum viðmiðum sveitarstjórnarlaga milli áranna 2023 og 2024 eru að skuldaviðmið sveitarfélagsins er áfram jákvætt, fer úr 124,14% í 114,06% árið 2024 og rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára er 869,9mkr.
Rekstrarniðurstaða málaflokka og deilda var almennt innan áætlunar ársins 2024 og ber það m.a. að þakka starfsfólki fyrir utanumhald og yfirsýn sinna málaflokka og deilda í því skyni að virða fjárheimildir ársins.
Handbært fé í árslok var 1,9makr. og er það styrkur til framtíðar innviðauppbyggingar s.s. byggingu nýs íþróttahúss sem nú er í fullum gangi, nýs leikskóla sem nýverið voru opnuð tilboð í arkitekta- og landslagshönnun fyrir, hönnunar og gatnagerðar nýs áfanga í Melahverfi auk annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru. Staða handbærs fjár styrkir þá vegferð sveitarfélagsins að framkvæma án fyrirhugaðrar lántöku.
Forstöðufólki stofnana og starfsfólki Hvalfjarðarsveitar eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðkomu og vinnu við gerð ársreikningsins.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ársreikning vegna ársins 2024 og staðfestir hann með undirritun sinni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Til máls tók LBP.
5.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028
2406020
Viðaukabeiðnir 2025.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingu á viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025 sem samþykktur var 12. febrúar sl., ekki er um að ræða breytingar á fjárhæð viðaukans heldur er einungis verið að breyta deild þeirri sem fjárhæðin skal færast á."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 161.130 á deild 31073, lykil 5896 vegna afskrifta nýrrar slökkvibifreiðar, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 12.480.474 á deildir 02001, 02002, 04020 og 05001, ýmsa lykla vegna breytinga við stofnun nýrrar deildar, Velferðar- og fræðsludeildar, sameiningar tveggja nefnda, Fræðslunefndar og Fjölskyldu- og frístundanefndar í nýja nefnd, Velferðar- og fræðsludeild auk breytinga á fjölda fulltrúa í Menningar- og markaðsnefnd, fækkun fulltrúa úr fimm í þrjá fulltrúa, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingu á viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025 sem samþykktur var 12. febrúar sl., ekki er um að ræða breytingar á fjárhæð viðaukans heldur er einungis verið að breyta deild þeirri sem fjárhæðin skal færast á."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 161.130 á deild 31073, lykil 5896 vegna afskrifta nýrrar slökkvibifreiðar, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 12.480.474 á deildir 02001, 02002, 04020 og 05001, ýmsa lykla vegna breytinga við stofnun nýrrar deildar, Velferðar- og fræðsludeildar, sameiningar tveggja nefnda, Fræðslunefndar og Fjölskyldu- og frístundanefndar í nýja nefnd, Velferðar- og fræðsludeild auk breytinga á fjölda fulltrúa í Menningar- og markaðsnefnd, fækkun fulltrúa úr fimm í þrjá fulltrúa, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Beiðni um heimild til tímabundinnar ráðningar.
2503041
Erindi frá deildarstjóra Velferðar- og fræðsludeildar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni um tímabundna ráðningu í allt að 100% stöðugildi frá 1. maí til 1. október nk. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 6.156.576 á deildir 05002 og 06002, ýmsa lykla en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða beiðni um tímabundna ráðningu í allt að 100% stöðugildi frá 1. maí til 1. október nk. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 6.156.576 á deildir 05002 og 06002, ýmsa lykla en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Beiðni um styrk vegna náms- og kynnisferðar starfsfólks skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
2503042
Erindi frá Starfsmannafélagi skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.
Ritari lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita styrk til ferðarinnar að upphæð 300.000 kr. eða 30.000 kr. á starfsmann. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 300.000 á deild 21040, lykil 4240 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Helga Harðardóttir og Linda Björk Pálsdóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita styrk til ferðarinnar að upphæð 300.000 kr. eða 30.000 kr. á starfsmann. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 300.000 á deild 21040, lykil 4240 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Helga Harðardóttir og Linda Björk Pálsdóttir viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
8.Rekstur á sundlauginni á Hlöðum - 2025
2503014
Tilboð frá Guðmundi Júlíussyni og Valdimar Inga Brynjarssyni í rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum.
Lagt fram tilboð frá Guðmundi Júlíussyni og Valdimar Inga Brynjarssyni í rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumrin 2025 og 2026.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verksamningi og að gengið verði til samninga við Guðmund og Valdimar um rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum til næstu tveggja ára og felur sveitarstjóra undirritun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagða tillögu að gjaldskrá sundlaugarinnar og gildistöku hennar frá 1. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 3.000.000 á deild 31051, lykla 5852 og 4990, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að verksamningi og að gengið verði til samninga við Guðmund og Valdimar um rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum til næstu tveggja ára og felur sveitarstjóra undirritun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt framlagða tillögu að gjaldskrá sundlaugarinnar og gildistöku hennar frá 1. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 3.000.000 á deild 31051, lykla 5852 og 4990, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Samstarfssamningur - Skógræktarfélag Skilmannahrepps.
2503034
Erindi frá formanni Skógræktarfélags Skilmannahrepps.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að endurnýjun samstarfssamnings við Skógræktarfélag Skilmannahrepps til þriggja ára, 2025-2027 og felur sveitarstjóra undirritun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 200.000 á deild 11033, lykil 5946, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að endurnýjun samstarfssamnings við Skógræktarfélag Skilmannahrepps til þriggja ára, 2025-2027 og felur sveitarstjóra undirritun samningsins. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 200.000 á deild 11033, lykil 5946, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Áskorun til Hvalfjarðarsveitar vegna húsnæðismála.
2503029
Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir erindið og mun verða við ósk stjórnar FEBHV um fund.
Sveitarstjórn vill árétta að búið er að tryggja FEBHV húsnæði til félags- og tómstundastarfs í félagsheimilinu Miðgarði þar sem félagið getur sinnt tómstunda- og félagsstarfi líkt og önnur félög, félagasamtök og hópar í sveitarfélaginu gera nú þegar og hafa gert í áraraðir. Þá voru í haust keypt húsgögn og aðstaðan endurbætt til hagræðingar fyrir FEBHV sem og aðra þá sem aðstöðuna nýta. Þá má nefna að eins og áður stendur FEBHV til boða að nýta aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg, hvort sem er sal, líkamsræktartæki eða sundlaug auk þess sem félagið gæti, í samráði við skólastjóra, óskað eftir að nýta aðstöðu í Heiðarskóla, s.s. verkmenntastofur og heimilisfræðistofu, svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarstjórn lýsir því yfir að hvað varðar núverandi húsnæði leikskólans Skýjaborgar þá mun það húsnæði verða selt og söluandvirði nýtt til fjármögnunar nýs leikskóla í Melahverfi. Sveitarstjórn bendir á að bygging nýs íþróttahúss við Heiðarborg stendur yfir þar sem stefnan er að Heiðarborg verði samfélagsmiðstöð sem rúmi allt skóla-, íþrótta-, frístunda-, félags- og samkomustarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu. Markmiðið er að styðja þannig við og efla þróun hverskonar íþrótta-, frístunda- og félagsstarfs og um leið stuðla að almennri lýðheilsu allra íbúa Hvalfjarðarsveitar þar sem Heiðarborg muni til framtíðar verða sameiginleg miðstöð fyrir fjölbreytt og öflugt starf íbúa á öllum aldri sem og gesti sveitarfélagsins. Sveitarstjórn óskar þess að öll félög, félagasamtök og hópar sjái þannig hag sinn í því að virkja og nýta aðstöðuna sem unnið er að með byggingu nýs íþróttahúss þannig að hún geti blómstrað frá fyrsta degi. Að lokum minnir sveitarstjórn á aðra kosti svæðisins við Heiðarborg, þ.e. núverandi aðstöðu sem unnt er að nýta nú þegar, Heiðarskóla, útivistarsvæði og nálægð við náttúruna allt í kring."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir erindið og mun verða við ósk stjórnar FEBHV um fund.
Sveitarstjórn vill árétta að búið er að tryggja FEBHV húsnæði til félags- og tómstundastarfs í félagsheimilinu Miðgarði þar sem félagið getur sinnt tómstunda- og félagsstarfi líkt og önnur félög, félagasamtök og hópar í sveitarfélaginu gera nú þegar og hafa gert í áraraðir. Þá voru í haust keypt húsgögn og aðstaðan endurbætt til hagræðingar fyrir FEBHV sem og aðra þá sem aðstöðuna nýta. Þá má nefna að eins og áður stendur FEBHV til boða að nýta aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni Heiðarborg, hvort sem er sal, líkamsræktartæki eða sundlaug auk þess sem félagið gæti, í samráði við skólastjóra, óskað eftir að nýta aðstöðu í Heiðarskóla, s.s. verkmenntastofur og heimilisfræðistofu, svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarstjórn lýsir því yfir að hvað varðar núverandi húsnæði leikskólans Skýjaborgar þá mun það húsnæði verða selt og söluandvirði nýtt til fjármögnunar nýs leikskóla í Melahverfi. Sveitarstjórn bendir á að bygging nýs íþróttahúss við Heiðarborg stendur yfir þar sem stefnan er að Heiðarborg verði samfélagsmiðstöð sem rúmi allt skóla-, íþrótta-, frístunda-, félags- og samkomustarf fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu. Markmiðið er að styðja þannig við og efla þróun hverskonar íþrótta-, frístunda- og félagsstarfs og um leið stuðla að almennri lýðheilsu allra íbúa Hvalfjarðarsveitar þar sem Heiðarborg muni til framtíðar verða sameiginleg miðstöð fyrir fjölbreytt og öflugt starf íbúa á öllum aldri sem og gesti sveitarfélagsins. Sveitarstjórn óskar þess að öll félög, félagasamtök og hópar sjái þannig hag sinn í því að virkja og nýta aðstöðuna sem unnið er að með byggingu nýs íþróttahúss þannig að hún geti blómstrað frá fyrsta degi. Að lokum minnir sveitarstjórn á aðra kosti svæðisins við Heiðarborg, þ.e. núverandi aðstöðu sem unnt er að nýta nú þegar, Heiðarskóla, útivistarsvæði og nálægð við náttúruna allt í kring."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2503036
Erindi frá Búnaðarfélagi Hvalfjarðar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Búnaðarfélagi Hvalfjarðar endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 27. mars nk. vegna aðalfundar félagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Búnaðarfélagi Hvalfjarðar endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 27. mars nk. vegna aðalfundar félagsins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
12.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2503037
Erindi frá Umhverfisnefnd Heiðarskóla.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Umhverfisnefnd Heiðarskóla endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 25. apríl nk. vegna fjöruhreinsunardags í tilefni af Degi umhverfisins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Umhverfisnefnd Heiðarskóla endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði þann 25. apríl nk. vegna fjöruhreinsunardags í tilefni af Degi umhverfisins. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
13.Samstarf við samræmda úttekt vatnsveitna á Íslandi.
2503035
Erindi frá Húsnæðis- og mannavirkjastofnun.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna málið áfram í samstarfi við slökkvilið og að málið verði kynnt fyrir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að vinna málið áfram í samstarfi við slökkvilið og að málið verði kynnt fyrir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
14.Aukafundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.
2503046
Fundarboð.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fundurinn falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar en fundurinn fór fram 19. mars sl. í Reykjavík og sótti Birkir Snær Guðlaugsson hann f.h. sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fundurinn falli undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar en fundurinn fór fram 19. mars sl. í Reykjavík og sótti Birkir Snær Guðlaugsson hann f.h. sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
15.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.
2501032
Umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram.
16.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2025.
2503039
Aðalfundarboð.
Lagt fram.
17.Aðalfundur Símenntunar á Vesturlandi 2025.
2503032
Aðalfundarboð.
Lagt fram.
18.Sveitarfélag ársins - boð um þátttöku.
2503040
Erindi frá Mannauðssjóði Heklu.
Lagt fram.
19.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
2503018
Fundargerð 194. fundar ásamt ársreikningi.
Fundargerðin framlögð.
20.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.
2502003
Fundargerðir 964., 971. og 972. fundar.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið.
Varaoddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:
Mál nr. 2503014 - Rekstur á sundlauginni á Hlöðum 2025. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0
Mál nr. 2503046 - Aukafundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands. Málið verður nr. 14 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0