Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Ómar Kristófersson boðar forföll.
1.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg
2202016
Opnun tilboða í verkið Skýjaborg leikskóli, arkitekta- og landlagshönnun fór fram þriðjudaginn 11.03.2025 kl 11:00.
Tilboð og fylgigögn verða yfirfarin af verkfræðistofunni Eflu áður en tilkynnt verður um val á tilboði.
2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Opnun tilboða í verkið: Göngustígur við Eiðisvatn.
Opnun tilboða í verkið Göngustígur við Eiðisvatn fór fram föstudaginn 07.03.2025.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Miðfellsbúið ehf kr. 20.368.000,-
Fagurverk ehf kr. 23.990.500,-
Þróttur ehf kr. 19.945.500,-
Jónas Guðmundsson ehf 17.481.000,-
Gísli Jónsson ehf kr 24.199.660,-
Hróarstindur ehf kr. 17.554.540,-
Jarðlist ehf kr. 17.334.083,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr 17.799.470,-
Öll tilboðin hafa verið yfirfarin með hliðsjón af skilmálum útboðsgagna og gildandi lögum og reglum. Í yfirferðinni kom í ljós að í tilboði frá Jónasi Guðmundssyni var reiknivilla sem hafði áhrif á heildarverð tilboðssins.
Samkvæmt staðli IST 30:2012 skal í slíkum tilfellum einingarverð í tilboðsskrá ráða og skal tilboðið leiðrétt með tilliti til þess. Við leiðréttingu kom í ljós að Jarðlist ehf var ekki lengur með lægsta tilboðið, heldur Jónas Guðmundsson ehf kr. 17.231.000 eða 96,8% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi þess samþykkir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði leiðrétt í samræmi við IST 30:2012.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði samþykkt og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Miðfellsbúið ehf kr. 20.368.000,-
Fagurverk ehf kr. 23.990.500,-
Þróttur ehf kr. 19.945.500,-
Jónas Guðmundsson ehf 17.481.000,-
Gísli Jónsson ehf kr 24.199.660,-
Hróarstindur ehf kr. 17.554.540,-
Jarðlist ehf kr. 17.334.083,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr 17.799.470,-
Öll tilboðin hafa verið yfirfarin með hliðsjón af skilmálum útboðsgagna og gildandi lögum og reglum. Í yfirferðinni kom í ljós að í tilboði frá Jónasi Guðmundssyni var reiknivilla sem hafði áhrif á heildarverð tilboðssins.
Samkvæmt staðli IST 30:2012 skal í slíkum tilfellum einingarverð í tilboðsskrá ráða og skal tilboðið leiðrétt með tilliti til þess. Við leiðréttingu kom í ljós að Jarðlist ehf var ekki lengur með lægsta tilboðið, heldur Jónas Guðmundsson ehf kr. 17.231.000 eða 96,8% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi þess samþykkir Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði leiðrétt í samræmi við IST 30:2012.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að tilboð Jónasar Guðmundssonar ehf verði samþykkt og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.
3.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Verkstaða framkvæmda kynnt.
Vinna við uppsteypu íþróttahússins lýkur á næstu dögum, unnið er samhliða uppsteypu að undirbúningi við klæðningu hússins sem og þakvirki, samkv. verkáætlun verktaka er skiladagur verksins 31.07.2025.
Undirbúningur er hafinn við útboð á næsta áfanga íþróttahússins þ.e. frágang innanhúss og lóðarfrágang.
Undirbúningur er hafinn við útboð á næsta áfanga íþróttahússins þ.e. frágang innanhúss og lóðarfrágang.
4.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd
2409030
Sveitarfélagið sér íbúum og ýmissi starfsemi í Melahverfi fyrir neysluvatni, sem kemur frá vatnsveitunni í Tungu / Hlíðarfæti en veitan er í eigu Elkem á Grundartanga.
Vegna nýs íbúðarhverfis sem nú er í undirbúningi sbr. Urðarmelur / Holtamelur, er rétt að tryggja sveitarfélaginu aukið vatnsmagn sem stækkun íbúðarhverfisins hefur í för með sér.
Í undirbúningi er að afla formlegs samþykkis Elkem fyrir þessu aukna vatnsmagni sem yrði formgert með skriflegum samningi milli aðila.
Í þessu sambandi var óskað eftir minnisblaði frá Verkís um vatnsþörf í Melahverfi.
Vegna nýs íbúðarhverfis sem nú er í undirbúningi sbr. Urðarmelur / Holtamelur, er rétt að tryggja sveitarfélaginu aukið vatnsmagn sem stækkun íbúðarhverfisins hefur í för með sér.
Í undirbúningi er að afla formlegs samþykkis Elkem fyrir þessu aukna vatnsmagni sem yrði formgert með skriflegum samningi milli aðila.
Í þessu sambandi var óskað eftir minnisblaði frá Verkís um vatnsþörf í Melahverfi.
Minnisblað Verkís lagt fram til kynningar og fulltrúum Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar falið að kynna minnisblaðið fyrir Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar.
5.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
2204048
Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun fulltrúa í sveitastjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn.
Uppfærðar reglur voru samþykktar á 413. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 22. janúar 2025.
Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í stjórnum.
Uppfærðar reglur voru samþykktar á 413. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 22. janúar 2025.
Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í stjórnum.
Lagt fram til kynningar.
6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu framkvæmda og önnur mál.
Fundi slitið - kl. 17:00.