Fara í efni

Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd

47. fundur 19. mars 2025 kl. 15:30 - 17:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sæmundur Víglundsson formaður
  • Ása Hólmarsdóttir varaformaður
  • Þorsteinn Már Ólafsson ritari
  • Svenja Neele Verena Auhage aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jökull Helgason embættismaður
  • Helga Harðardóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Jökull Helgason Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar
Dagskrá

1.Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum - Umsagnarbeiðni.

2502031

Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 26. febrúar 2025.

Vindorkugarður á Þorvaldsstöðum, mál í Skipulagsgátt nr. 0242/2025: Kynning matsáætlunar (Mat á umhverfisáhrifum).

Óskað er umsagnar Hvalfjarðarsveitar, frestur til að skila umsögn er til 26. mars 2025.



Zephyr Iceland ehf, sem er dótturfyrirtæki norska vindorkufyrirtækisins Zephyr AS, áformar að reisa vindorkugarð í landi Þorvaldsstaða í sveitarfélaginu Borgarbyggð með um 50-70 MW heildarafl og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 11-14 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Miðað við um 50 MW afl verður árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins um 180-190 GWst. Líklegast er að höfnin við Grundartanga verði nýtt fyrir aðflutning á vindmyllum til landsins.



Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.



Í umsögn Hvalfjarðarsveitar skal koma fram hvort sveitarfélagið sem umsagnaraðili hafi út frá sínu starfssviði athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun framkvæmdarinnar liggi fyrir innan sjö vikna frá upphafi kynningartíma.

Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun felur í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu, m.a. með hliðsjón af framkomnum umsögnum annarra aðila.

Þegar álit liggur fyrir verður það birt í Skipulagsgátt ásamt öllum innsendum umsögnum og viðbrögðum framkvæmdaraðila við þeim.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti (fyrra umsagnarferlið skv. ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun) í samráðsgátt stjórnvalda, drög að tillögum verkefnisstjórnar sem er flokkun tíu vindorkukosta og var frestur til að veita umsögn um drögin að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar sl.
Skv. tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar eru tillögur um eftirfarandi vindorkuverkefni þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Ljóst er að vindorkugarður á Þorvaldsstöðum er ekki hluti af þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett fram til þessa og því ítrekar USNL-nefnd að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vantar frá íslenskum stjórnvöldum / Alþingi um virkjun vindorku á Íslandi og telur USNL-nefnd það vera grundvöll þess að hægt sé að gefa umsagnir um einstök vindorkuverkefni.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó á þessu stigi málsins eftirfarandi ábendingar/athugasemdir við umhverfismatsáætlunina.
Vill nefndin benda á hvort meta þurfi samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi, Hælsheiði í Flókadal og fl. Þótt uppskipun og flutningur vindmyllu og vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið sé úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn, Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, og hafi að því að best verður séð ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags Hvalfjarðarsveitar að því að best verður séð, er um að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Telur nefndin að meta þurfi samlegðaráhrif allra þeirra vindmyllukosta sem þegar eru í undirbúningi.
Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.

Í matsáætlun um vindmyllugarð á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð segir að fyrirhugað framkvæmdasvæði verði í um 400 m hæð yfir sjó.
Gerð hafi verið frumathugun á fræðilegum sýnileika til vindmylla á svæðinu sem sjá má á mynd 5.1. Myndin sýnir á hvaða svæðum gæti fræðilega sést til vindmyllanna þegar tekið er tillit til landslags, en sýnileikakortið sýnir 45 km áhrifasvæði vindmyllanna með spaða í hæstu stöðu u.þ.b. 250 m.

Skv. sýnileikakorti sést að áhrifasvæði vegna vindmyllanna nær yfir í sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit.
Því óskaði deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar eftir ítarlegri gögnum vegna sýnileika til að hægt sé að átta sig betur á þeim sýnileikasvæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar.

Hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Hvalfjarðarsveit verði bætt við á lista yfir myndatökustaði fyrir ásýndarmyndir sbr. tafla 5.1.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

2.Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmál.

2501013

Umræður um fyrstu drög að breytingum á gjaldskrá Byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd fór yfir vinnugögn Umhverfis- og skipulagsdeildar vegna draga að breytingum á gjaldskrá.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.
Lagt fram til kynningar.

3.Verklagsreglur - Styrkveiting fyrir nýbyggingar í Hvalfjarðarsveit

2503022

Lögð eru fram drög að verklagsreglum um styrkveitingu fyrir nýbyggingar í Hvalfjarðarsveit.

Styrkur til kaupa á rotþró eða hreinsistöð til hverrar nýbyggingar íbúðarhúss, þar sem ekki er skipulögð fráveita.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að ljúka við verklagsreglurnar til samræmis við umræður á fundinum.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

4.Stóri Plokkdagurinn 2025

2503021

Stóri Plokkdagurinn verður 27. apríl 2025.

Erindi dags. 12. mars 2026 frá "Plokki á Íslandi".

Plokk á Íslandi skipuleggur Stóra-plokkdaginn einu sinni á ári. Hann er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins, vitundarvakning og hvatning. Tímasetningin hentar vel því þá er vorið komið, snjór horfin úr byggð og plast og pappírs rusl býður eftir því að verða bjargað og sent á viðeigandi stofnun.

Stóri Plokkdagurinn byrjaði sem grasrótar verkefni en hefur nú fengið Rótarý hreyfinguna á Íslandi með sér í lið. Þá hafa Landsvirkjun og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gert langt tíma saming við verkfenið í umsjá Rótarý til utanumhalds og kynningar á deginum. Rótarý klúbbarnir um allt land munu skipuleggja viðburði á Stóra plokkdeginum og hundruð sjálboðaliða úr þeirra röðum munu þannig koma að verkefninu.



Rótarý hreyfingin á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að láta plokkið sig varða, taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefninu og sameina t.d. góða og heilsusamlega útiveru og plokkið. Tvöföld ánægja! Þá er um að gera að slást í hópinn á facebook „Plokk á Íslandi“ og að muna að taka myndir og merkja þær með myllumerkinu #plokk2025.

Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vekja athygli á Stóra Plokkdeginum á heimasíðu sveitarfélagsins, hvetja íbúa sveitarfélagsins og ýmis félagasamtök til þáttöku í samvinnu við sveitarfélagið.

Lagt fram.

5.Framkvæmdaleyfi - Færsla Járnblendilínu 1 - Klafastaðir spennistöð

2503013

Erindi dags. 4. mars 2025 frá Landsneti.

Ósk um framkvæmdaleyfi.

Í tengslum við byggingu nýrrar spennistöðvar á Klafastöðum þarf Landsnet að færa þrjár háspennulínur eins og kemur fram í framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið veitti 29. ágúst 2023.

Liður í framkvæmdinni er tímabundin færsla á Járnblendilínu 1 þar sem hluti línunnar verður gerður straumlaus.

Til að svo megi verða þarf að reisa bráðabirgða línu á svæðinu en ástæða tengingarinnar er að umfang færslu er tímafrekari en gert var ráð fyrir og ekki tækt að rjúfa straum til Elkem vegna þess.



Um er að ræða 6 bráðabirgða mastrastæður úr tréstaurum á c.a. 550 metra kafla, sem munu tengja Járnblendilínu 1 og Norðurálslínu 1 saman til þess að stytta tímann sem Elkem þarf að vera aftengt flutningskerfinu.

Tengingin mun standa í 2-3 viku meðan Járnblendilína 1 er færð og svo vera fjarlægð nokkrum vikum eftir það.



Mun línan þvera Leynisveg og mun vinnan mögulega hafa áhrif á umferð á meðan leiðari er strengdur milli stæða/mastra.

Sú vinna mun taka fáeina klukkutíma og nánari tímasetning ákveðin í samráði við Norðurál og Elkem.

Stefnt er að spennusetningu á bráðabirgðalínunnar um mánaðarmótin mars/apríl.

Búið er að upplýsa Vegagerðina, Faxaflóahafnir, Elkem og Norðurál.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti veitingu framkvæmdaleyfis vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem er tímabundin uppsetning bráðabirgðalínu á um 550 m kafla á Grundartanga, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og tilheyrandi fylgiskjölum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gildistími leyfisins verði 1 ár frá samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.

Endanlegri afgreiðslu vegna framkvæmdaleyfis vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

6.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.

2311012

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 27. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fyrirhuguð er uppbygging á hóteli og ferðaþjónustu þar sem áhersla er lögð á náttúruferðamennsku samhliða skógrækt. Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.

Heildar byggingarmagn svæðis verður allt að 5.000 m2.

Unnið er að matstilkynningu til Skipulagsstofnunnar, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Auglýsingatími var frá 30.01.-17.03.2025 og 8 athugasemdir bárust í Skipulagsgátt.



Kynningarfundur á verkefninu var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, miðvikudaginn 12.mars 2025 kl. 17.
Lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir Litla-Botnsland 1, L224375, á kynningartíma tillögunnar.
Farið yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu.

7.Galtarlækur - breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2405015

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlækur, L133627, í Hvalfjarðarsveit í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Auglýsingatími var frá 30.01.-13.03.2025 og 17 umsagnir bárust í Skipulagsgátt.



13.02.2025 var landeigendum aðliggjandi lóða sendar umsagnarbeiðnir og umsóknarferstur hafinn að nýju.
Lagður fram listi yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust í Skipulagsgátt við skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu á jörðinni Galtarlæk, L133627, á kynningartíma tillögunnar.
Farið yfir þær athugasemdir og voru umræður um þær.
Umhverfis- og skipulagsdeild falið að vinna áfram að málinu og falið að ræða við framkvæmdaraðila.

8.Hafnarberg Hafnarland L 208217 - deiliskipulag

2411019

Á febrúarfundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar var deiliskipulag Hafnarbergs samþykkt með áorðnum breytingum og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar eftir auglýsingu sem sveitarstjórn svo samþykkti 26.02.2025.



Þann 12.03.2025 barst svar Skipulagsstofnunar þess efnist að ekki var unnt að taka afstöðu til skipulagsins þar sem ekki hafði verið brugðist við umsögn Heilbrigðiseftirlitsins með fullnægjandi hætti. Gera þarf breytingar á nýju vatnsbóli og staðsetningu þess inn á uppdrætti og aðstöðu fyrir tæmingu ferðasalerna.



Lögð eru fyrir fundinn uppfærð gögn frá Eflu verkfræðistofu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Hafnarbergs með áorðnum breytingum skv. ábendingum Skipulagsstofnunar og skv. uppfærðum gögnum frá Eflu Verkfræðistofu, og samþykkir jafnframt að gildistaka deiliskipulagsins verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

9.Hafnarland, Ölver -Deiliskipulag

2406027

Lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga.



Málið var áður á dagskrá 42. fundar USNL-nefndar, dags. 16.10.2024, eftirfarandi var þá bókað:

"Lögð fram breytt tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið, sem barst þann 09.09.2024 frá Plúsarkitektum ehf. Málið var áður á dagskrá 37. fundar USNL-nefndar þann 03.07.2024, eftirfarandi bókun var gerð: Inngangur: Erindi dags. 27.06.2024 frá Haraldi Ingvarssyni hjá Plús arkitektum f.h. landeiganda. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi lóðar úr landi Hafnar. Í tillögunni er gert ráð fyrir lóðum fyrir 14 frístundahús. Niðurstaða: Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Ölvers og Móhóls í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Í breytingunni nú felst m.a. sú breyting að gert er ráð fyrir 12 frístundahúsum og 2 íbúðarhúsum, í stað 14 frístundahúsa áður."
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að lagfæra þurfi tillöguna áður en hægt sé að fjalla um hana og felur skipulagsfulltrúa að upplýsa skipulagshöfund um þær lagfæringar sem gera þarf að mati nefndarinnar.



10.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 24 - Flokkur 1

2412013

Mál frá byggingarfulltrúa.

Sótt var byggingarleyfi fyrir frístundahúsum á einni hæð með svefnlofti og geymslu að Birkihlíð 23 og 24. Samtals brúttó 173,6 m2. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar vegna stærðar húsanna, en skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 20, 21, 18, 22 og landeigenda Kalastaða.

Auglýsingatími í Skipulagsgátt var frá 14.02.-16.03.2025.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 23 - Flokkur 1

2411007

Mál frá byggingarfulltrúa.

Sótt var byggingarleyfi fyrir frístundahúsum á einni hæð með svefnlofti og geymslu að Birkihlíð 23 og 24. Samtals brúttó 173,6 m2. Byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar vegna stærðar húsanna, en skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfið meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 20, 21, 18, 22 og landeigenda Kalastaða.

Auglýsingatími í Skipulagsgátt var frá 14.02.-16.03.2025.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.
Umhverfis-, skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi á grundvelli niðurstöðu grenndarkynningar sem framkvæmd var sbr. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sólheimar 5 - Flokkur 1

2503019

Mál frá byggingarfulltrúa.

Sólheimar 5, umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar sem ekki samræmist gildandi deiliskipulagi svæðisins.

Með erindinu fylgdi uppdráttur sem sýnir afstöðu húss fyrir og eftir breytingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd stækkun sé umfram það sem áður hafi verið samþykkt í frístundabyggðinni og hafnar erindinu en vill benda framkvæmdaraðila / lóðarhafa á að óska breytingar á deiliskipulagi í samráði við hagsmunaðila svæðisins.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

13.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sjávartröð 7 - Flokkur 1

2502026

Erindi frá byggingarfulltrúa.

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Sjávartröð 7.

Undirstöður eru steinsteyptir bitar á þjappaðri malarfyllingu. Burðarvirki þaks, útveggja og gólfs er timbur.



Skv. deiliskipulagi svæðisins kemur fram að leyfileg hámarksstærð sé 160 m2 á lóð.

Skv. fasteignaskrá eru tveir matshlutar skráðir á lóðinni, mhl. 01 geymsla, 42 m2 og mhl. 02 sumarhús, 94,3 m2 (sumarhús 02-0101 = 65,7 m2 og svefnloft 02-0201 = 28,6 m2) eða samtals bæði húsin 165,2 m2 brúttó.

Skv. uppdráttum er stærð viðbyggingar 5,6 m x 5,235 m = 29,32 m2.

Samtals er stærð matshluta 02 (94,3 m2) skv. fasteignaskrá, auk fyrirhugaðrar viðbygginar, því samtals 123,62 m2.

Skv. skráningartöflu sumarhússins, matshluta 02, með fyrirhugaðri viðbyggingu, kemur fram að heildarstærð sumarhússins með viðbyggingu verði 125,1 m2.



Heildarbyggingarmagn á lóðinni verður því, 125,1 m2 sumarhús og 42 m2 geymsla, samtals 167,1 m2, sem er meira en leyfilegt byggingarmagn er skv. deiliskipulagi.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið fyrir nágrönnum aðliggjandi lóða og landeiganda.
Þ.e. Sjávartröð 5, Leirutröð 6 og landeiganda Beitistaðalands Lnr. 191280.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

14.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi dags. 30. janúar 2025 frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Ráðuneytið kynnir til samráðs og óskar umsagnar um mál nr. 7/2025 - "Tillögur að flokkun tíu vindorkuverkefna".

Umsagnarfrestur er til og með 24.04.2025.

Boð um umsögn er sent til hagsmunaaðila en öllum er frjálst að taka þátt í samráðinu.

Niðurstöður samráðsins verða birtar í gáttinni þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar.
Lagt fram.

15.Kynning á vinnu við stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni .

2503026

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið boðar til kynningar á vinnu við stefnumótun um líffræðilega fjölbreytni fimmtudaginn 13. mars og í streymi á vef Stjórnarráðsins.

Á fundinum mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra flytja stutt erindi um mikilvægi stefnumótunarvinnunnar. Þá mun Snorri Sigurðsson formaður stýrihópsins, sem hefur það hlutverk að móta stefnu um líffræðilega fjölbreytni, greina nánar frá yfirstandandi vinnu. Fjallað verður um skilgreiningar líffræðilegrar fjölbreytni og mikilvægi hennar sem grunnundirstaða lífsgæða á jörðinni, stöðu málaflokksins á Íslandi og hverjar eru helstu orsakir hnignunar líffræðilegrar fjölbreytni.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nýtt alþjóðlegt samkomulag Sameinuðu þjóðanna um verndun líffræðilegrar fjölbreytni sem liggur til grundvallar þeirri stefnu sem nú er í vinnslu og mótar markmið og lykilviðfangsefni hennar. Þá verður greint frá skipulagi stefnumótunarvinnunnar og mikilvægum áhersluatriðum er varða innleiðingu og framkvæmd og einnig sagt frá næstu skrefum varðandi samráð.

Stýrihópinn skipa fulltrúar umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytis, innviðaráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, matvælaráðuneytis, Háskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

2501032

Erindi dags.13. mars 2025 frá Umhverfs- og samgöngunefnd Alþingis.

Ósk um umsögn Hvalfjarðarsveitar.

Um er að ræða 147. mál - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.).



Umsagnaraðilar geta sent umsögn í gegnum umsagnagátt Alþingis: umsagnir.althingi.is.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.

Tekið skal fram að þeim sem fá mál til umsagnar er ekki skylt að bregðast við og ekki þarf að senda sérstaka tilkynningu ef engar athugasemdir eru.

Umsagnir og gögn um þingmálið birtast á vef Alþingis undir erindi og umsagnir á síðu viðkomandi þingmáls.

Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis.

Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við tillögurnar.

17.Alþjóðleg ráðstefna um ofanflóðavarnir.

2503027

Erindi dags. 14. mars 2025 frá Skipulagsstofnun.

Skipulagsstofnun vekur athygli á neðangreindri ráðstefnu en stofnunin er hluti af hópi skipuleggjenda.

Ráðstefnan SNOW2025 er alþjóðleg ráðstefna um ofanflóðavarnir og ber nafnið "The International Symposium on Mitigation Measures against Snow Avalanches and other Rapid Gravity Mass Flows."

Megin þemu ráðstefnunnar eru áhættustjórnun, umhverfi og samfélag, skipulag, hönnun, uppbygging og viðhald varnarmannvirkja, virkni varnargarða byggt á reynslu, tilraunum og tölulegum hermunum.

Árið 2025 er þess minnst að 30 ár eru frá því að hin mannskæðu snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Atburðirnir ollu ekki aðeins miklu manntjóni heldur einnig umtalsverðu eignatjóni og röskun á lífi fólks og starfsemi fyrirtækja. Frá því snjóflóðin féllu hefur verið unnið markvisst að byggingu varnarmannvirkja og aðlögun samfélaga að þeirri ógn sem þessi náttúruvá er.

Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) vill minnast þessara atburða með því að halda næstu SNOW ráðstefnu á Ísafirði dagana 30. september til 3. október nk. Áður hefur VFÍ staðið fyrir samskonar ráðstefnum á Siglufirði 2019 og á Egilsstöðum 2008.

Síðustu ráðstefnur hafa laðað að sér fjölmarga íslenska þátttakendur og töluverðan hóp erlendra vísindamanna og fagfólks. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum innlendum sem erlendum.

Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru íslenskir og erlendir fagaðilar s.s. Verkfræðingafélag Íslands, Vegagerðin, Skipulagsstofun, FSRE, Háskóli Íslands, COWI, NTNU í Þrándheimi, Norges Geotekniske Institutt NGI, SLF í Davos Sviss, og ORION Consulting slf.

Á vefsíðu ráðstefnunnar www.snow2025.is má nálgast frekari upplýsingar. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér efni ráðstefnunnar og skrá sig á þennan áhugaverða viðburð.
Lagt fram til kynningar.

18.Stjórnsýslukæra nr. 175-2024 - skilti við Hvalfjarðargöng.

2412012

Úrskurður dags. 13. mars 2025 frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála en um er að ræða úrskurð nefndarinnar í málum nr. 175/2024 og 12/2025, sem eru sameinuð í úrskurði.
Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91

2412006F

  • 19.1 2405003 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hjallholt 28 - Flokkur 1,
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
    nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform eru samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
    byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
    skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 19.2 2411007 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 23 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91
    Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 19.3 2412013 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 24 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 19.4 2412021 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hléskógar 8 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 91 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
    nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform eru samþykkt.
    Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
    byggingarreglugerð nr 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
    skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92

2501003F

  • 20.1 2501004 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vallarás - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 20.2 2501014 Fögruvellir 3 - staðfesting á eingaskiptayfirlýsingu.
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92 Eignaskiptasamningurinn er samþykktur.
  • 20.3 2502016 Galtarlækur L133627 - Merkjalýsing staðfesting landamerkja
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92 Stornun lóðar er samþykkt.
  • 20.4 2406026 Hafnarland, Ölver - Umsókn um stofnun lóðar
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 92 Stofnun lóðar er samþykkt.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 93

2502003F

  • 21.1 2410040 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Akrakotsland Tún 133678 - Flokkur 2
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 93 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
    nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
    Byggingaráform eru samþykkt.
    Byggingaráform verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
    byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
    skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
  • 21.2 2502023 Klafastaðavegur 14 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Byggingarleyfi
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 93 Samþykkt er að veita stöðuleyfi samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 94

2502005F

  • 22.1 2502029 Ferstikla 1 L133168 og Ferstikla 2 L133170 - Merkjalýsing
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 94 Stofnun lóðar er samþykkt.
  • 22.2 2502026 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Sjávartröð 7 - Flokkur 1
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 94 Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
  • 22.3 2502034 Ásvellir 1 - Eignaskiptayfirlýsing
    Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 94 Eignaskiptasamningar vegna Ásvellir 1A og Ásvellir 1B eru samþykktir

Fundi slitið - kl. 17:30.

Efni síðunnar