Fara í efni

Sveitarstjórn

414. fundur 12. febrúar 2025 kl. 15:01 - 15:23 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 413

2501005F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 62

2501004F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 62 Fræðslunefnd samþykkir uppfærð drög að verklagsreglum fyrir starfsemi leikskóla Hvalfjarðarsveitar. Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar falið að vinna að breytingum samkvæmt umræðu á fundinum. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitastjórn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir uppfærðar verklagsreglur fyrir starfsemi leikskóla Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 78

2412007F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 78 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlögð útboðsgögn sem unnin hafa verið af verkfræðistofunni Eflu og afhending útboðsgagna fari fram 14.febrúar 2025. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð útboðsgögn sem unnin hafa verið af verkfræðistofunni Eflu, sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út og að afhending útboðsgagna fari fram 14.febrúar 2025."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 78 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja framlögð verðkönnunargögn og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að bjóða verkið út. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð verðkönnunargögn og felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að bjóða verkið út."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 64

2502002F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 64 Fjölskyldu- og frístundanefnd tók til umfjöllunar erindi frá Kingu Korpak þar sem hún hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að verða við ósk hennar frá og með 28.01.2024. Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Kingu kærlega fyrir hennar störf í sveitarfélaginu og óskar henni velfarnaðar.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að verða við ósk Kingu Korpak um lausn frá störfum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Sveitarstjórn þakkar Kingu kærlega fyrir hennar störf og óskar henni velfarnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Breytingar á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2204043

Fyrri umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar og vísar þeim til síðari umræðu. Annars vegar er um að ræða breytingu á fjölda aðal- og varamanna í Menningar- og markaðsnefnd þar sem fulltrúafjöldi verður þrír í stað fimm áður og er sú breyting gerð í takt við breytt umfang verkefna nefndarinnar. Hins vegar er sú breyting að felldar eru út Fölskyldu- og frístundanefnd og Fræðslunefnd sem sameinast munu í nýja nefnd, Velferðar- og fræðslunefnd sem kemur ný inn í samþykktirnar í því skyni að auka skilvirkni, bæta yfirsýn, samþættingu og þjónustu á sviði velferðar og fræðslu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Erindisbréf Velferðar- og fræðslunefndar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf Velferðar- og fræðslunefndar sem taka mun gildi að lokinni síðari umræðu um breytingar á samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar, staðfestingu ráðherra og auglýsingu breytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda en samhliða henni mun ný nefnd, Velferðar- og fræðslunefnd taka til starfa um leið og Fræðslunefnd og Fjölskyldu- og frístundanefnd verða lagðar niður.

Skipun í nýja Velferðar- og fræðslunefnd er eftirfarandi:
Aðalmenn: Helga Harðardóttir, sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Inga María Sigurðardóttir, Ásta Jóna Ásmundsdóttir, Berglind Jóhannesdóttir og Helgi Halldórsson.
Varamenn í þessari röð: Marie Greve Rasmussen, Sæmundur Rúnar Þorgeirsson, Helgi Pétur Ottesen, Guðbjartur Þór Stefánsson, og Andrea Ýr Arnarsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 39. gr samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692-2022 með síðari breytingum nr. 1623/2022.

2206020

Breytingar á nefndarskipan.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Elín Ósk Gunnarsdóttir verði aðalmaður í USNL nefnd í stað Ómars Arnar Kristóferssonar sem verður 5. varamaður. Með vísan til 394. fundar sveitarstjórnar, þar sem samþykkt var að Helgi Pétur Ottesen yrði aðalmaður í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd og að Þorsteinn Már Ólafsson yrði aðalmaður í Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd til eins árs, samþykkir sveitarstjórn nú að þeir gegni hlutverki aðalmanna í nefndunum út allt kjörtímabilið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Viðaukabeiðnir 2025.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 2.745.000 vegna tölvubúnaðar sem bókaðist ekki réttur úr vinnubókum í fjárhagsáætlanagerð. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 1.726.832 vegna langtímaveikinda. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 3 við fjárhagáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 1.111.245 vegna langtímaveikinda. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - tilnefning fulltrúa.

2411023

Tilnefning fulltrúa frá Nemendafélagi Heiðarskóla í Ungmennaráð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir tilnefningu frá Nemendafélagi Heiðarskóla um fulltrúa í Ungmennaráði Hvalfjarðarsveitar. Fulltrúi verður Oddur Ottesen."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Starfsemi og fjármögnun Þróunarfélags Grundartanga.

2203042

Erindi frá Þróunarfélagi Grundartanga ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita áframhaldandi stuðning til Þróunarfélags Grundartanga fyrir árið 2025 að fjárhæð 15mkr. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 15.000.000. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Miðgarði.

2501027

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Beiðni um fjárstyrk vegna lokaferðar 9.- 10. bekkjar Heiðarskóla.

2502008

Erindi frá ferðanefnd Nemendafélags Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir styrkveitingu til nemenda í 9.-10. bekk Heiðarskóla vegna lokaferðar þeirra til Brighton í maí. Alls er 21 nemandi skráður í ferðina og miðast styrkveiting við 30.000 kr. á nemanda, heildarfjárhæð styrks er því 630.000 kr. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 630.000. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 atkvæðum.

Helgi Pétur Ottesen, Inga María Sigurðardóttir og Ómar Örn Kristófersson viku af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

13.Ósk um fjárstuðning vegna heimsóknar til Ólafsvíkur.

2502010

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit styrk að fjárhæð kr. 100.000 vegna rútukostnaðar við væntanlega ferð félagsins til Ólafsvíkur. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2025 að fjárhæð kr. 100.000. Breytingin kemur til lækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Ósk um styrk vegna fræðslumyndbands fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna.

2502011

Erindi frá Miðstöð slysavarna barna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu inn til afgreiðslu hjá Fjölskyldu- og frístundanefnd eða eftir atvikum hjá nýrri nefnd, Velferðar- og fræðslunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025.

17.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. 2024.

2406005

Aðalfundargerð.
Fundargerðin framlögð.


18.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerðir 960., 961. og 962. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðirnar framlagðar.

19.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerðir 151., 152. og 153. funda stjórnar Höfða.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:23.

Efni síðunnar