Fræðslunefnd
Dagskrá
Helga Harðardóttir boðaði forföll. Guðbjartur Þór Stefánsson mætti í hennar stað.
1.Verklagsreglur fyrir leikskóla Hvalfjarðarsveitar
2411025
Drög að uppfærðum verklagsreglum fyrir starfsemi leikskóla Hvalfjarðarsveitar lögð fram.
Fræðslunefnd samþykkir uppfærð drög að verklagsreglum fyrir starfsemi leikskóla Hvalfjarðarsveitar. Deildarstjóri Velferðar- og fræðsludeildar falið að vinna að breytingum samkvæmt umræðu á fundinum. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitastjórn.
2.Frigg - miðlægur gagnagrunnur nemendaupplýsinga
2501017
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur sent frá sér leiðbeiningar vegna innleiðinar á Frigg - nemendagrunni.
Fyrsta skrefið í innleiðingunni á Frigg er að innrita öll börn fædd 2019 í grunnskóla haustið 2025 í gegnum Frigg, í gegnum samræmda umsókn á Ísland.is. Samræmd innritun í grunnskóla hefst 3. mars 2025.
Fyrsta skrefið í innleiðingunni á Frigg er að innrita öll börn fædd 2019 í grunnskóla haustið 2025 í gegnum Frigg, í gegnum samræmda umsókn á Ísland.is. Samræmd innritun í grunnskóla hefst 3. mars 2025.
Lagt fram til kynningar.
3.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.
2206005
Drög að erindisbréfi fyrir Velferðar- og fræðslunefnd lögð fram.
Lagt fram til kynningar. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
4.Skóladagatal leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
2501023
Drög að skóladagatali Heiðarskóla 2025 - 2026 lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram.
5.Skóladagatal leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar
2501023
Drög að skóladagatali Skýjaborgar 2025 - 2026 lögð fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram.
6.Skólapúlsinn- kannanir
2412024
Kynning á niðurstöðum nemendakönnunar Skólapúls fyrir 6.- 10. bekk.
Skólastjóri kynnti niðurstöður skólapúlsins fyrir 6. - 10. bekk. Fræðslunefnd þakkar fyrir greinagóða kynningu.
7.Forvarnir
1910041
Kynning á undirbúningi viku 6 sem er fræðslu- og vitundarvika sem leggur áherslu á kynheilbrigði, kynlífsfræðslu og jákvæða umræðu um kynferðismál. Hún fer fram í skólum, félagsmiðstöðvum og öðrum vettvangi þar sem unnið er með ungmenni.
Lagt fram til kynningar.
8.Orðsporið 2025 - tilnefning
2501024
Óskað er eftir tilnefningum til Orðsporsins 2025, hvatningarverðlauna leikskólans. Hægt er að senda inn tilnefningu til Orðsporsins 2025 hér.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.