Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

64. fundur 06. febrúar 2025 kl. 16:33 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Marie Greve Rasmussen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

2.Úrsögn úr Ungmennaráði

2502004

Kinga Korpak hefur óskað eftir úrlausn úr Ungmennaráði með tölvupósti þann 30. desember 2024.



Fjölskyldu- og frístundanefnd tók til umfjöllunar erindi frá Kingu Korpak þar sem hún hefur óskað lausnar frá störfum sínum sem fulltrúi í Ungmennaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að verða við ósk hennar frá og með 28.01.2024. Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar Kingu kærlega fyrir hennar störf í sveitarfélaginu og óskar henni velfarnaðar.

Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

3.Erindisbréf Hvalfjarðarsveitar.

2206005

Lagt fram til kynningar erindisbréf Velferðar- og fræðslunefndar áður en það verður lagt fyrir sveitarstjórn til endanlegrar samþykktar.
Lagt fram til kynningar. Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

4.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.

2201029

Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Ályktun um áfengissölu á íþróttaviðburðum

2501018

Ályktun frá Félagi íslenskra æskulýðs og tómstundafulltrúa FÍÆT vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Fjölskyldu- og frístundanefnd tekur undir áhyggjur FÍÆT vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum á Íslandi. Íþróttastarf á Íslandi er mikilvægur og öflugur vettvangur heilsueflingar, forvarna og félagslegs þroska, sérstaklega meðal barna og ungmenna.

6.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.

2204048

Á fundi sveitastjórnar þann 22. janúar sl. var samþykkt framlagðar uppfærðar reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna sem nú munu bera heitið "Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn". Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í kjörstjórn.



Reglunum var vísað inn til kynningar hjá Kjörstjórn, Öldungaráði, Ungmennaráði og fastanefndum."
Lagt fram til kynningar. Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við uppfærðar reglur.

7.Tilnefning í Öldungaráð

2502006

Félag eldri borgara hefur tilnefnt þrjá nýja aðalmenn í Öldungaráð. Tilnefndir eru Hannessína Ásgeirsdóttir, Sigríður Rafnsdóttir og Aðalheiður Arnóra Oddsdóttir.
Lagt fram til kynningar. Fjölskyldu- og frístundanefnd hlakkar til samstarfs við nýja fulltrúa í Öldungaráði.

8.Íþróttamiðstöðin Heiðarborg

2404102

Farið yfir stöðu mála í Heiðarborg.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar