Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 412
2501001F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 63
2501002F
Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 63 Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr kr. 229.773.- í kr. 241.103.-. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr kr. 229.773.- í kr. 241.103.-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 63 Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til 6,1% hækkun tekjumarka eða í takt við breytingar á launavísitölu á milli áranna 2023 og 2024. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um 6,1% hækkun tekjumarka eða í takt við breytingar á launavísitölu á milli áranna 2023 og 2024."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45
2412005F
Fundargerðin framlögð.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti (fyrra umsagnarferlið skv. ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun) í samráðsgátt stjórnvalda, drög að tillögum verkefnisstjórnar sem er flokkun tíu vindorkukosta og var frestur til að veita umsögn um drögin að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar sl.
Skv. tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar eru tillögur um eftirfarandi vindorkuverkefni þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Ljóst er að vindorkugarður á Hælsheiði er ekki hluti af þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett fram til þessa og því ítrekar USNL-nefnd að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vantar frá íslenskum stjórnvöldum / Alþingi um virkjun vindorku á Íslandi og telur USNL-nefnd það vera grundvöll þess að hægt sé að gefa umsagnir um einstök vindorkuverkefni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó á þessu stigi málsins eftirfarandi ábendingar/athugasemdir við umhverfismatsáætlunina.
Vill nefndin benda á hvort meta þurfi samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi og fl. Þótt uppskipun og flutningur vindmyllu og vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið sé úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn, Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, og hafi að því að best verður séð ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags Hvalfjarðarsveitar að því að best verður séð, er um að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Telur nefndin að meta þurfi samlegðaráhrif allra þeirra vindmyllukosta sem þegar eru í undirbúningi.
Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.
Í matsáætlun um vindmyllugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð segir:
Gerð hefur verið frumathugun á fræðilegum sýnileika til vindmylla á svæðinu sem sjá má á mynd 5.1. Myndin sýnir á hvaða svæðum gæti fræðilega sést til vindmyllanna þegar tekið er tillit til landslags.
Sjá ennfremur mynd 5.1 sem er sýnileikakort sem sýnir 45 km áhrifasvæði vindmyllanna með spaða í hæstu stöðu u.þ.b. 250 m.
Skv. grófri mælingu á kortasjá sveitarfélagsins virðist sem rúmir 13 km séu frá sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar að landamerkjum Hælslands í Flókadal í Borgarfirði.
Því óskaði sveitarfélagið eftir ítarlegri gögnum vegna sýnileika til að hægt sé að átta sig betur á þeim sýnileikasvæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar. Hefur sveitarfélagið komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Hvalfjarðarsveit verði bætt við á lista yfir myndatökustaði fyrir ásýndarmyndir sbr. tafla 5.1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun gjaldskráa fyrir skipulags- og byggingarmál.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deilskipulagi Grafar II, L207694 og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Grafar II, L207694 og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá óverulegri breytingu á aðalskipulagi sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 10.01.2025 og heimila landeiganda að hefja vinnu við verulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að falla frá óverulegri breytingu á aðalskipulagi sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 10.01.2025 og heimila landeiganda að hefja vinnu við verulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 30.-32. gr. skipulagslaga."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á tillögunni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skv. 3. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á tillögunni."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Galtalækjar í Hvalfjarðarsveit.
Í því felst m.a. að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Galtalækjar í Hvalfjarðarsveit. Í því felst m.a. að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 gilda almennir skilmálar um landbúnaðarsvæði en þar segir m.a.:
Landbúnaðarlandi er skipt upp í þrjá flokka (L1, L2 og L3) sem hafa mismunandi skilmála sbr. töflu 7 á bls. 25 í greinargerð aðalskipulagsins.
Þar sem er föst búseta, er heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengda landbúnaði.
Tryggja skal aðkomu og að næg bílastæði séu innan lóðar til að anna starfseminni.
Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².
Lóðin sem um ræðir er á landbúnaðarsvæði L3 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2023.
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í töflu 7, skilmálum fyrir landbúnaðarland í flokki L3:
Afmörkuð eru 4 svæði og er eitt þeirra í nágrenni Krosslands. Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota.
Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland.
Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m².
Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun, þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Lóðin Akrakotsland Tún L133678 er skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar skráð 21.769,2 m2.
Stærð fyrirhugaðs húss er 12 x 20 m að grunnfleti en brúttóflötur er 280,3 m2.
Nýtingarhlutfall lóðar er því langt undir viðmiðum aðalskipulagsins sem er 0,5 eða 50 % skv. ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Aðkoma að lóðinni er um veg nr. 5057 skv. vegaskrá, hann nota einnig aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Fyrirhuguð uppbygging samræmist því ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í grenndarkynningu í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 á fyrirhugaðri byggingu skemmu/atvinnuhúsnæðis/verkstæðishúss á lóðinni Akrakotslandi Túni, landeignanúmer L133678, en í því fólst m.a. að kynna fyrir hagsmunaaðilum byggingu húss á lóðinni og fjalla um í USNL-nefnd um grundvöll byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til veitingu byggingarleyfis fyrir húsinu.
Sú starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu er háð starfsleyfi Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem er sér stjórnvald og er ekki á forræði sveitarfélagsins að hlutast til um hvaða starfsemi sé stunduð í húsnæði á vegum einkaaðila, slík starfsemi þarf þó að vera í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og þarf starfsleyfið því að byggja á þeim heimildum sem þar koma fram eða eftir atvikum deiliskipulagi ef um slíkt er að ræða.
Sveitarfélagið tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið að æskilegt er að umrætt svæði verði deiliskipulagt og má í því sambandi nefna að landeigendur Akrakotslands Túns hafa upplýst sveitarfélagið um að unnið sé að gerð deiliskipulags fyrir land sitt þar sem nánar verður kveðið á um ýmsa skilmála sem um svæðið munu gilda.
Í nágrenni fyrirhugaðrar skemmubyggingar Akrakotslands Túns L133678, er húsnæði sem byggt hefur verið eða verið nýtt í tengslum við atvinnustarfsemi, bygging síks húsnæðis er því engin nýlunda á þessu svæði.
Umrætt land er skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins landbúnaðarland, enda er landbúnaðarstarfsemi í næsta nágrenni og má þar nefna fjárbúskap, kjúklingabúið á Fögrubrekku og ljóst að einhverjir íbúar á svæðinu hafa tekjur af landbúnaði.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 3.12.- 31.12.2024 og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeim athugasemdum sem fram komu í samræmi við tillögu Umhverfis- og skipulagsdeildar sem kynnt var á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða.
Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 45 Nefndin gerir ekki athugasemd við húsnæðisáætlunina.
Enanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir Húsnæðisáætlun 2025 fyrir Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
4.Skipurit Hvalfjarðarsveitar.
2006036
Skipurit í janúar 2025.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á skipuriti sveitarfélagsins er felst í stofnun nýrrar deildar, Velferðar- og fræðsludeild. Yfirmaður deildarinnar er deildarstjóri, sem heyrir undir sveitarstjóra, en auk hans eru innan deildarinnar verkefnastjóri og frístunda- og menningarfulltrúi. Skólastjóri Heiðarskóla og leikskólastjóri Skýjaborgar heyra undir sveitarstjóra.
Breytingar þessar eru gerðar í því skyni að tryggja samfellda og samþætta þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Með stofnun deildarinnar er stefnt að aukinni skilvirkni, bættri yfirsýn og samþættingu þjónustu sem tengist velferð, fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs-, menningar- og frístundamálum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á skipuriti sveitarfélagsins er felst í stofnun nýrrar deildar, Velferðar- og fræðsludeild. Yfirmaður deildarinnar er deildarstjóri, sem heyrir undir sveitarstjóra, en auk hans eru innan deildarinnar verkefnastjóri og frístunda- og menningarfulltrúi. Skólastjóri Heiðarskóla og leikskólastjóri Skýjaborgar heyra undir sveitarstjóra.
Breytingar þessar eru gerðar í því skyni að tryggja samfellda og samþætta þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Með stofnun deildarinnar er stefnt að aukinni skilvirkni, bættri yfirsýn og samþættingu þjónustu sem tengist velferð, fræðslu-, íþrótta-, æskulýðs-, menningar- og frístundamálum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna.
2204048
Uppfærðar reglur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar uppfærðar reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna sem nú munu bera heitið “Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn". Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í kjörstjórn.
Reglunum vísað inn til kynningar hjá Kjörstjórn, Öldungaráði, Ungmennaráði og fastanefndum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar uppfærðar reglur Hvalfjarðarsveitar um laun sveitarstjórnarfulltrúa og nefndarmanna sem nú munu bera heitið “Reglur Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn". Breytingin felur í sér að bætt hefur verið inn í reglurnar launum fyrir setu í ráðum/vinnuhópum/stýrihópum og launum fyrir setu í kjörstjórn.
Reglunum vísað inn til kynningar hjá Kjörstjórn, Öldungaráði, Ungmennaráði og fastanefndum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Ákvörðun um laun kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit.
2501019
Erindi frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra.
Laun til kjörstjórnar Hvalfjarðarsveitar hafa verið ákveðin af sveitarstjórn hverju sinni, síðast árið 2018. Laun kjörstjórnar hafa verið tvískipt, þ.e. annars vegar fundarlaun og hins vegar tímavinnukaup vegna vinnu á kjördag auk undirbúnings.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Í ljósi þess að fundarlaun kjörstjórnar verða inni í „Reglum Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn“ samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samhliða að tímavinnulaun til kjörstjórnarfulltrúa verði tengd almennum kjarasamningum og launaflokki þannig að þau taki árlegum breytingum í takt við kjarasamninga, líkt og verið hefur um laun til starfsfólks kjörstjórnar, í stað þess að sveitarstjórn taki sérstaka ákvörðun um þau hverju sinni.
Sveitarstjórn samþykkir að tímavinnulaun kjörstjórnarfulltrúa verði þau sömu og nú er til starfsfólks kjörstjórnar, þ.e. bundin við yfirvinnutaxta í launaflokki 135 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands, í dag kr. 5.469. Lagt er til að ofangreind breyting gildi frá og með 1. janúar 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Í ljósi þess að fundarlaun kjörstjórnar verða inni í „Reglum Hvalfjarðarsveitar um laun til fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum, ráðum og kjörstjórn“ samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samhliða að tímavinnulaun til kjörstjórnarfulltrúa verði tengd almennum kjarasamningum og launaflokki þannig að þau taki árlegum breytingum í takt við kjarasamninga, líkt og verið hefur um laun til starfsfólks kjörstjórnar, í stað þess að sveitarstjórn taki sérstaka ákvörðun um þau hverju sinni.
Sveitarstjórn samþykkir að tímavinnulaun kjörstjórnarfulltrúa verði þau sömu og nú er til starfsfólks kjörstjórnar, þ.e. bundin við yfirvinnutaxta í launaflokki 135 í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands, í dag kr. 5.469. Lagt er til að ofangreind breyting gildi frá og með 1. janúar 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Endurbætur á Höfða.
2008006
Lánasamningur 2025.
Lánasamningur við Íslandsbanka til lúkningar fjármögnunar yfirstandandi framkvæmda á húsnæði Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis. Eignarhlutur Hvalfjarðarsveitar í Höfða er 10% en sveitarfélagið hefur þegar gengið frá uppgjöri á sínum hluta vegna endurnýjunar 1. áfanga Höfða ásamt því að ganga frá áfangagreiðslu upp í uppgjör á yfirstandandi verki, endurnýjun þak- og veggjaklæðninga.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á grundvelli heimildar í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar greiðslu óverðtryggðs láns Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili hjá Íslandsbanka hf., að fjárhæð allt að 490.000.000- fjögurhundruðogníutíumilljónir króna í samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Hvalfjarðarsveit tekst á hendur einfalda ábyrgð, í réttu hlutfalli miðað við eignarhlut í lántaka vegna skuldar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis samkvæmt samningnum. Ábyrgðin nær til greiðslu höfuðstóls og vaxta samkvæmt samningnum auk dráttarvaxta og alls kostnaðar, hverju nafni sem nefnist, þ.m.t. innheimtukostnaðar.
Ofangreind samþykkt sveitarstjórnar nær jafnframt til heimildar til handa sveitarstjóra, Lindu Björk Pálsdóttur, kt. 151273-5059, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hvalfjarðarsveitar að undirrita fyrirliggjandi lánasamning og að sveitarfélagið beri skyldur þær sem þar greinir. Í heimild sveitarstjóra felst sem og að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. “
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi samkomulag eignaraðila Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis varðandi fjármögnun framkvæmda við endurbætur húsnæðis Höfða sem bera vinnuheitin “Endurnýjun í 1. áfanga" og “Endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga" og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið f.h. Hvalfjarðarsveitar. Samkomlagið er gert á grundvelli þess að Hvalfjarðarsveit greiðir sinn hluta framkvæmdakostnaðarins í stað þess að taka lán og snýst um skaðleysi sveitarfélagsins gagnvart lánasamningnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á grundvelli heimildar í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar greiðslu óverðtryggðs láns Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili hjá Íslandsbanka hf., að fjárhæð allt að 490.000.000- fjögurhundruðogníutíumilljónir króna í samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sveitarstjórn hefur kynnt sér.
Hvalfjarðarsveit tekst á hendur einfalda ábyrgð, í réttu hlutfalli miðað við eignarhlut í lántaka vegna skuldar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis samkvæmt samningnum. Ábyrgðin nær til greiðslu höfuðstóls og vaxta samkvæmt samningnum auk dráttarvaxta og alls kostnaðar, hverju nafni sem nefnist, þ.m.t. innheimtukostnaðar.
Ofangreind samþykkt sveitarstjórnar nær jafnframt til heimildar til handa sveitarstjóra, Lindu Björk Pálsdóttur, kt. 151273-5059, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hvalfjarðarsveitar að undirrita fyrirliggjandi lánasamning og að sveitarfélagið beri skyldur þær sem þar greinir. Í heimild sveitarstjóra felst sem og að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. “
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi samkomulag eignaraðila Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis varðandi fjármögnun framkvæmda við endurbætur húsnæðis Höfða sem bera vinnuheitin “Endurnýjun í 1. áfanga" og “Endurnýjun þak- og útveggjaklæðninga" og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið f.h. Hvalfjarðarsveitar. Samkomlagið er gert á grundvelli þess að Hvalfjarðarsveit greiðir sinn hluta framkvæmdakostnaðarins í stað þess að taka lán og snýst um skaðleysi sveitarfélagsins gagnvart lánasamningnum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Miðgarði.
2501008
Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2501007
Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 15. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 15. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
10.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.
2501016
Erindi frá Ungmennafélaginu Þröstum.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 22. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu Þröstum endurgjaldslaus afnot af Miðgarði vegna þorrablóts sem haldið verður 22. febrúar nk. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
11.249. og 250. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.
2501009
Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.
Fundi slitið - kl. 15:39.
Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.