Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.
1.Vindorkugarður á Hælsheiði - Umsagnarbeiðni.
2412020
Erindi dags. 20.12.2024 frá Skipulagsstofnun en stofnunin leitar umsagna umsagnaraðila vegna matsáætlana fyrir framkvæmdir sem eru háðar mati á umhverfisáhrifum á grundvelli 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Óskað er umsagnar vegna vindorkugarðs á Hælsheiði í Flókadal í Borgarfirði en um er að ræða kynningu matsáætlunar dags. desember 2024 vegna mats á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd er háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 19. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og tölulið 3.02 í 1. viðauka laganna. Sá liður tekur til allra orkuvera með 10 MW uppsettu rafafli eða meira.
Kynningartími er frá 20.12.2024 til 27.1.2025.
Í umsögn Hvalfjarðarsveitar skal koma fram hvort sveitarfélagið sem umsagnaraðili hafi út frá sínu starfssviði athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun framkvæmdarinnar liggi fyrir innan sjö vikna frá upphafi kynningartíma eða í febrúar 2025. Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun felur í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu, m.a. með hliðsjón af framkomnum umsögnum annarra aðila.
Með erindinu fylgdi yfirlitsmynd af fyrirhuguðu svæði á Hælsheiði sem er um 21,5 km2 að stærð. Fyrirhugaður vindorkugarður er innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Dalabyggð, Húnaþing vestra, Húnabyggð, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit eru aðliggjandi.
Zephyr Iceland ehf, sem er dótturfyrirtæki norska vindorkufyrirtækisins Zephyr AS, áformar að reisa vindorkugarð í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Hælsheiði er frekar mjótt og langt heiðarland sem liggur til austurs frá bænum Hæl að Okhryggjum milli Reykholtsdals og Lundareykjadals.
Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 20-30 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins verður því um og jafnvel yfir 600 GWst. Miðað við þær tegundir vindmylla sem gætu komið til greina á Hælsheiði gæti þvermál spaða orðið um 150-160 m, hæð vélarhúss orðið um 105-170 m, hámarkshæð spaða í efstu stöðu orðið 180-250 m, þvermál á undirstöðum orðið um 25 m eða allt að 625 m2.
Líklegt er að höfnin á Grundartanga verði nýtt fyrir aðflutninga á vindmylluhlutum til landsins. Þaðan liggur vegur með bundnu slitlagi að fyrirhuguðum vindorkugarði á Hælsheiði. Nánar tiltekið eru helstu framkvæmdahlutar vindorkugarðs tíundaðir í töflu 3.3 en áætlað er að meginframkvæmdir vegna vegagerðar, raforkuflutnings og uppsetningar á vindmyllum taki um 2-3 ár.
Skv. þeim gögnum sem fylgja með umsagnarbeiðni til sveitarfélagsins sýna frumathuganir að staðsetning fyrirhugaðs vindorkugarðs á Hælsheiði þyki fýsilegur kostur sökum hagstæðra vindskilyrða og hóflegra ásýndaráhrifa frá byggð. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er talið henta vel þar sem góðir innviðir eru til staðar vegna undirbúnings, aðflutninga og byggingar vindmyllugarðs. Frá núverandi flutningslínu Landsnets (132 kV) eru öflugar háspennutengingar við helstu raforkunotendur landsins á SV-landi auk þess sem Landsnet áformar lagningu nýrrar 220 kV flutningslínu.
Val á staðsetningu fyrirhugaðs vindorkugarðs er m.a. til komið vegna þess að náttúruleg skilyrði til þess að virkja vind virðast vera með besta móti á svæðinu. Svæðið er mjög opið fyrir vindi. Samkvæmt vindatlas Veðurstofu Íslands eru norðaustan- og suðaustanáttir ríkjandi á framkvæmdasvæðinu. Norðaustanáttin er sú vindátt sem hefur mestan meðalvindhraða.
Athugunarsvæði vegna sjónrænna áhrifa ná til stærra svæðis eins og fjallað er um í köflum 5.2 og 5.7 í gögnum sem fylgdu með umsagnarbeiðni. Í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um skipulag og vindorkunýtingu er horft til athugunarsvæðis í allt að 40 km frá framkvæmdasvæði með tilliti til áhrifa á landslag og ásýnd (Skipulagsstofnun, 2017). Þar er miðað við skoskar leiðbeiningar en þær hafa verið uppfærðar í að horft sé til athugunarsvæðis í allt að 45 km frá framkvæmdasvæði (Scottish Natural Heritage, 2017b). Horft verður til þessara viðmiða við framsetningu sýnileikakorta.
Óskað er umsagnar vegna vindorkugarðs á Hælsheiði í Flókadal í Borgarfirði en um er að ræða kynningu matsáætlunar dags. desember 2024 vegna mats á umhverfisáhrifum. Fyrirhuguð framkvæmd er háð mati á umhverfisáhrifum, sbr. 19. gr. laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana og tölulið 3.02 í 1. viðauka laganna. Sá liður tekur til allra orkuvera með 10 MW uppsettu rafafli eða meira.
Kynningartími er frá 20.12.2024 til 27.1.2025.
Í umsögn Hvalfjarðarsveitar skal koma fram hvort sveitarfélagið sem umsagnaraðili hafi út frá sínu starfssviði athugasemdir við það hvernig framkvæmdaraðili hyggst vinna að umhverfismati framkvæmdarinnar, svo sem um skilgreiningu valkosta, gagnaöflun, úrvinnslu gagna, umhverfismat og framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við umhverfismat framkvæmdarinnar. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð.
Gert er ráð fyrir að álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun framkvæmdarinnar liggi fyrir innan sjö vikna frá upphafi kynningartíma eða í febrúar 2025. Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun felur í sér leiðbeiningar til framkvæmdaraðila um vinnslu, efni og framsetningu umhverfismatsskýrslu, m.a. með hliðsjón af framkomnum umsögnum annarra aðila.
Með erindinu fylgdi yfirlitsmynd af fyrirhuguðu svæði á Hælsheiði sem er um 21,5 km2 að stærð. Fyrirhugaður vindorkugarður er innan sveitarfélagsins Borgarbyggðar. Sveitarfélögin Eyja- og Miklaholtshreppur, Dalabyggð, Húnaþing vestra, Húnabyggð, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit eru aðliggjandi.
Zephyr Iceland ehf, sem er dótturfyrirtæki norska vindorkufyrirtækisins Zephyr AS, áformar að reisa vindorkugarð í landi Hæls og Steindórsstaða í Flókadal í sveitarfélaginu Borgarbyggð. Hælsheiði er frekar mjótt og langt heiðarland sem liggur til austurs frá bænum Hæl að Okhryggjum milli Reykholtsdals og Lundareykjadals.
Uppsett heildarafl gæti orðið allt að 150 MW og mögulega yrði garðurinn reistur í áföngum. Gert er ráð fyrir að fjöldi vindmylla verði um 20-30 og að afl hverrar vindmyllu verði 5-7 MW. Árleg raforkuframleiðsla vindorkugarðsins verður því um og jafnvel yfir 600 GWst. Miðað við þær tegundir vindmylla sem gætu komið til greina á Hælsheiði gæti þvermál spaða orðið um 150-160 m, hæð vélarhúss orðið um 105-170 m, hámarkshæð spaða í efstu stöðu orðið 180-250 m, þvermál á undirstöðum orðið um 25 m eða allt að 625 m2.
Líklegt er að höfnin á Grundartanga verði nýtt fyrir aðflutninga á vindmylluhlutum til landsins. Þaðan liggur vegur með bundnu slitlagi að fyrirhuguðum vindorkugarði á Hælsheiði. Nánar tiltekið eru helstu framkvæmdahlutar vindorkugarðs tíundaðir í töflu 3.3 en áætlað er að meginframkvæmdir vegna vegagerðar, raforkuflutnings og uppsetningar á vindmyllum taki um 2-3 ár.
Skv. þeim gögnum sem fylgja með umsagnarbeiðni til sveitarfélagsins sýna frumathuganir að staðsetning fyrirhugaðs vindorkugarðs á Hælsheiði þyki fýsilegur kostur sökum hagstæðra vindskilyrða og hóflegra ásýndaráhrifa frá byggð. Fyrirhugað framkvæmdasvæði er talið henta vel þar sem góðir innviðir eru til staðar vegna undirbúnings, aðflutninga og byggingar vindmyllugarðs. Frá núverandi flutningslínu Landsnets (132 kV) eru öflugar háspennutengingar við helstu raforkunotendur landsins á SV-landi auk þess sem Landsnet áformar lagningu nýrrar 220 kV flutningslínu.
Val á staðsetningu fyrirhugaðs vindorkugarðs er m.a. til komið vegna þess að náttúruleg skilyrði til þess að virkja vind virðast vera með besta móti á svæðinu. Svæðið er mjög opið fyrir vindi. Samkvæmt vindatlas Veðurstofu Íslands eru norðaustan- og suðaustanáttir ríkjandi á framkvæmdasvæðinu. Norðaustanáttin er sú vindátt sem hefur mestan meðalvindhraða.
Athugunarsvæði vegna sjónrænna áhrifa ná til stærra svæðis eins og fjallað er um í köflum 5.2 og 5.7 í gögnum sem fylgdu með umsagnarbeiðni. Í leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um skipulag og vindorkunýtingu er horft til athugunarsvæðis í allt að 40 km frá framkvæmdasvæði með tilliti til áhrifa á landslag og ásýnd (Skipulagsstofnun, 2017). Þar er miðað við skoskar leiðbeiningar en þær hafa verið uppfærðar í að horft sé til athugunarsvæðis í allt að 45 km frá framkvæmdasvæði (Scottish Natural Heritage, 2017b). Horft verður til þessara viðmiða við framsetningu sýnileikakorta.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti (fyrra umsagnarferlið skv. ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun) í samráðsgátt stjórnvalda, drög að tillögum verkefnisstjórnar sem er flokkun tíu vindorkukosta og var frestur til að veita umsögn um drögin að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar sl.
Skv. tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar eru tillögur um eftirfarandi vindorkuverkefni þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Ljóst er að vindorkugarður á Hælsheiði er ekki hluti af þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett fram til þessa og því ítrekar USNL-nefnd að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vantar frá íslenskum stjórnvöldum / Alþingi um virkjun vindorku á Íslandi og telur USNL-nefnd það vera grundvöll þess að hægt sé að gefa umsagnir um einstök vindorkuverkefni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó á þessu stigi málsins eftirfarandi ábendingar/athugasemdir við umhverfismatsáætlunina.
Vill nefndin benda á hvort meta þurfi samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi og fl. Þótt uppskipun og flutningur vindmyllu og vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið sé úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn, Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, og hafi að því að best verður séð ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags Hvalfjarðarsveitar að því að best verður séð, er um að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Telur nefndin að meta þurfi samlegðaráhrif allra þeirra vindmyllukosta sem þegar eru í undirbúningi.
Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.
Í matsáætlun um vindmyllugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð segir:
Gerð hefur verið frumathugun á fræðilegum sýnileika til vindmylla á svæðinu sem sjá má á mynd 5.1. Myndin sýnir á hvaða svæðum gæti fræðilega sést til vindmyllanna þegar tekið er tillit til landslags.
Sjá ennfremur mynd 5.1 sem er sýnileikakort sem sýnir 45 km áhrifasvæði vindmyllanna með spaða í hæstu stöðu u.þ.b. 250 m.
Skv. grófri mælingu á kortasjá sveitarfélagsins virðist sem rúmir 13 km séu frá sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar að landamerkjum Hælslands í Flókadal í Borgarfirði.
Því óskaði sveitarfélagið eftir ítarlegri gögnum vegna sýnileika til að hægt sé að átta sig betur á þeim sýnileikasvæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar. Hefur sveitarfélagið komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Hvalfjarðarsveit verði bætt við á lista yfir myndatökustaði fyrir ásýndarmyndir sbr. tafla 5.1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti (fyrra umsagnarferlið skv. ákvæðum laga um verndar og orkunýtingaráætlun) í samráðsgátt stjórnvalda, drög að tillögum verkefnisstjórnar sem er flokkun tíu vindorkukosta og var frestur til að veita umsögn um drögin að flokkun 10 virkjunarkosta til og með 10. janúar sl.
Skv. tillögum verkefnisstjórnar 5. áfanga rammaáætlunar eru tillögur um eftirfarandi vindorkuverkefni þ.e. Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Ljóst er að vindorkugarður á Hælsheiði er ekki hluti af þeim 10 vindorkukostum sem verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur sett fram til þessa og því ítrekar USNL-nefnd að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vantar frá íslenskum stjórnvöldum / Alþingi um virkjun vindorku á Íslandi og telur USNL-nefnd það vera grundvöll þess að hægt sé að gefa umsagnir um einstök vindorkuverkefni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir þó á þessu stigi málsins eftirfarandi ábendingar/athugasemdir við umhverfismatsáætlunina.
Vill nefndin benda á hvort meta þurfi samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi og fl. Þótt uppskipun og flutningur vindmyllu og vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið sé úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn, Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, og hafi að því að best verður séð ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags Hvalfjarðarsveitar að því að best verður séð, er um að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Telur nefndin að meta þurfi samlegðaráhrif allra þeirra vindmyllukosta sem þegar eru í undirbúningi.
Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.
Í matsáætlun um vindmyllugarð á Hælsheiði í Borgarbyggð segir:
Gerð hefur verið frumathugun á fræðilegum sýnileika til vindmylla á svæðinu sem sjá má á mynd 5.1. Myndin sýnir á hvaða svæðum gæti fræðilega sést til vindmyllanna þegar tekið er tillit til landslags.
Sjá ennfremur mynd 5.1 sem er sýnileikakort sem sýnir 45 km áhrifasvæði vindmyllanna með spaða í hæstu stöðu u.þ.b. 250 m.
Skv. grófri mælingu á kortasjá sveitarfélagsins virðist sem rúmir 13 km séu frá sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar að landamerkjum Hælslands í Flókadal í Borgarfirði.
Því óskaði sveitarfélagið eftir ítarlegri gögnum vegna sýnileika til að hægt sé að átta sig betur á þeim sýnileikasvæðum sem eru innan marka sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar. Hefur sveitarfélagið komist að þeirri niðurstöðu að óska eftir því að Hvalfjarðarsveit verði bætt við á lista yfir myndatökustaði fyrir ásýndarmyndir sbr. tafla 5.1.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
2.Námur í Hvalfjarðarsveit - endurskoðun.
2412004
Á fundi Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar í september sl., undir lið um fjárhagsáætlun ársins 2025, var ákveðið að ráðast í að skoða námumál í sveitarfélaginu á árinu 2025.
Í þessu felst m.a. að skoða stærri námur í sveitarfélaginu, taka saman yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn sem tilheyra hverri námu og í því sambandi gera yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, bera saman við leyfilegt magn skv. umhverfismati/framkvæmdaleyfi/aðalskipulagi osfrv.
Um er að ræða dróna mælingu ásamt gerð landlíkans og útreiknings m.a. á magni og flatarmáli og þurfa gögnin að styðjst við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön en ætlunin er að í framtíðinni verði reglulegar mælingar á stærstu námum til að fylgjast með þróun efnistöku úr þeim.
Leitaði sveitarfélagið eftir verðupplýsingum um mælingarþátt þessa verkefnis til Eflu og Verkís í verkið.
Í þessu felst m.a. að skoða stærri námur í sveitarfélaginu, taka saman yfirlit yfir fyrirliggjandi gögn sem tilheyra hverri námu og í því sambandi gera yfirborðsmælingu og áætla það magn sem búið er að taka úr viðkomandi námu, bera saman við leyfilegt magn skv. umhverfismati/framkvæmdaleyfi/aðalskipulagi osfrv.
Um er að ræða dróna mælingu ásamt gerð landlíkans og útreiknings m.a. á magni og flatarmáli og þurfa gögnin að styðjst við fastmerki til að hægt sé að gera samanburð við síðari mælingar/landlíkön en ætlunin er að í framtíðinni verði reglulegar mælingar á stærstu námum til að fylgjast með þróun efnistöku úr þeim.
Leitaði sveitarfélagið eftir verðupplýsingum um mælingarþátt þessa verkefnis til Eflu og Verkís í verkið.
Samþykkt að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að ræða við Eflu og Verkís vegna verkefnisins og hefja vinnu við verkefnið á grundvelli fjárhagsáætlunar ársins 2025.
3.Gjaldskrá - Skipulags- og byggingarmál.
2501013
Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál.
Umhverfis- og skipulagsdeild leggur til að gerðar verði breytingar á gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitinga og þjónustu byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar. Einnig gjaldskrá vegna skipulagsmála, lóðamála, framkvæmdaleyfa og þjónustu skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis- og skipulagsdeild leggur til að gerðar verði breytingar á gjaldskrá fyrir afgreiðslu umsókna, leyfisveitinga og þjónustu byggingarfulltrúaembættis Hvalfjarðarsveitar. Einnig gjaldskrá vegna skipulagsmála, lóðamála, framkvæmdaleyfa og þjónustu skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að hefja vinnu við endurskoðun gjaldskráa fyrir skipulags- og byggingarmál.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
4.Litla-Botnsland 1, L224375- Aðalskipulagsbreyting.
2311012
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna verslunar- og þjónustusvæðis í
Litla-Botnslandi 1 og breytingu sérákvæðis fyrir hverfisvernd HV6.
Hvalfjarðarsveit hefur, með erindi dags. 28. nóvember 2024, sent Skipulagsstofnun til athugunar tillögu að breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var samþykkt til auglýsingar í sveitarstjórn 27. nóvember 2024.
Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ20) í Litla-Botnslandi 1 og minnkar frístundarbyggð (F40) sem því nemur. Í meginatriðum eru áform um uppbyggingu hótels með veitingarþjónustu ásamt gestahúsum með gistingu fyrir allt að 200 gesti, starfsmannahús með fasta búsetu, viðburðahús og náttúruböð. Heildar byggingarmagn er allt að 5.000 m2 og byggingar að jafnaði á einni hæð. Jafnframt er sérákvæðum fyrir hverfisvernd (HV6 Botn) breytt þannig að heimilt er að byggja þar verslunar- og þjónustusvæði.
Með erindi Hvalfjarðarsveitar bárust umsagnir/athugasemdir frá ýmsum hagsmunaraðilum og lögbundnum umsagnaraðilum.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar.
Litla-Botnslandi 1 og breytingu sérákvæðis fyrir hverfisvernd HV6.
Hvalfjarðarsveit hefur, með erindi dags. 28. nóvember 2024, sent Skipulagsstofnun til athugunar tillögu að breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var samþykkt til auglýsingar í sveitarstjórn 27. nóvember 2024.
Í breytingartillögunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ20) í Litla-Botnslandi 1 og minnkar frístundarbyggð (F40) sem því nemur. Í meginatriðum eru áform um uppbyggingu hótels með veitingarþjónustu ásamt gestahúsum með gistingu fyrir allt að 200 gesti, starfsmannahús með fasta búsetu, viðburðahús og náttúruböð. Heildar byggingarmagn er allt að 5.000 m2 og byggingar að jafnaði á einni hæð. Jafnframt er sérákvæðum fyrir hverfisvernd (HV6 Botn) breytt þannig að heimilt er að byggja þar verslunar- og þjónustusvæði.
Með erindi Hvalfjarðarsveitar bárust umsagnir/athugasemdir frá ýmsum hagsmunaraðilum og lögbundnum umsagnaraðilum.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir framlögð gögn og gerir ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við athugasemdum stofnunarinnar.
Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Umhverfis- og skipulagsdeild að koma á framfæri við skipulagshöfunda, leiðréttingum við aðalskipulagsgögnin sbr. bréf Skipulagsstofnunar dags. 14.01.2025 og eftir atvikum til samræmis við umræður á fundinum.
5.Þórisstaðir II - deiliskipulag.
2412002
Erindi dags. 08.01.2025 frá Axel Helgasyni f.h. landeigenda.
Skv. erindinu kemur fram að í undirbúningi sé gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggðina að Þórisstöðum II og í tengslum við þá vinnu er spurst fyrir um skiptingu og stofnun lóða á svæðinu. Fram til þessa hafa verið stofnaðar 74 lóðir í Hjallholti og Kúhalla og komi til þess að öllum lóðum sem settar eru fram í þessari fyrirspurn, verði skipt upp /stofnaðar, mun heildarfjöldi lóða verða 78 talsins.
Heimilaðar eru skv. aðalskipulagi á F52-Þórisstöðum II samtals 88 lóðir á 88 ha svæði.
Ekkert staðfest deiliskipulag er í gildi en við deiliskipulagsgerðina en í erindinu kemur fram að stuðst sé við lóðauppdrátt frá árinu 1993 ásamt greinargerð/skilmálum, sem verið hafi til grundvallar því lóðaskipulagi sem nú er í hverfinu.
Spurst er fyrir um eftirfarandi breytingar:
1) Hjallholti nr. 1, sem er eignarlóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 1a og 1b.
Núverandi stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 2,347 ha og verða lóðirnar eftir breytingu um 1,2 ha og 1,1 ha að stærð.
2) Hjallholti nr. 19, sem er leigulóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 19a og 19b.
Núverandi stærð lóðar er 8.650 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar hvor um sig rúmlega 4.300 m2.
3) Hjallholti nr. 31, sem er eignarlóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 31a og 31b.
Núverandi stærð lóðar er 10.400 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar hvor um sig rúmlega 5.000 m2.
4) Hjallholt nr. 30, sem er leigulóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 30a og 30b.
Núverandi stærð lóðar er 12.850 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar um 5.000 m2 og um 7.800 m2.
5) Stofnuð verði ný lóð milli lóðar Hjallholts nr. 15 og Kúhalla nr. 23 og verði hún Hjallholt nr. 15b.
Skv. erindinu kemur fram að í undirbúningi sé gerð deiliskipulags fyrir frístundabyggðina að Þórisstöðum II og í tengslum við þá vinnu er spurst fyrir um skiptingu og stofnun lóða á svæðinu. Fram til þessa hafa verið stofnaðar 74 lóðir í Hjallholti og Kúhalla og komi til þess að öllum lóðum sem settar eru fram í þessari fyrirspurn, verði skipt upp /stofnaðar, mun heildarfjöldi lóða verða 78 talsins.
Heimilaðar eru skv. aðalskipulagi á F52-Þórisstöðum II samtals 88 lóðir á 88 ha svæði.
Ekkert staðfest deiliskipulag er í gildi en við deiliskipulagsgerðina en í erindinu kemur fram að stuðst sé við lóðauppdrátt frá árinu 1993 ásamt greinargerð/skilmálum, sem verið hafi til grundvallar því lóðaskipulagi sem nú er í hverfinu.
Spurst er fyrir um eftirfarandi breytingar:
1) Hjallholti nr. 1, sem er eignarlóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 1a og 1b.
Núverandi stærð lóðar skv. fasteignaskrá er 2,347 ha og verða lóðirnar eftir breytingu um 1,2 ha og 1,1 ha að stærð.
2) Hjallholti nr. 19, sem er leigulóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 19a og 19b.
Núverandi stærð lóðar er 8.650 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar hvor um sig rúmlega 4.300 m2.
3) Hjallholti nr. 31, sem er eignarlóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 31a og 31b.
Núverandi stærð lóðar er 10.400 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar hvor um sig rúmlega 5.000 m2.
4) Hjallholt nr. 30, sem er leigulóð, verði skipt upp í tvær lóðir samkvæmt yfirlitsmynd og verði þá Hjallholt 30a og 30b.
Núverandi stærð lóðar er 12.850 m2 en eftir breytingu yrðu lóðirnar um 5.000 m2 og um 7.800 m2.
5) Stofnuð verði ný lóð milli lóðar Hjallholts nr. 15 og Kúhalla nr. 23 og verði hún Hjallholt nr. 15b.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir á þessu stigi ekki athugasemd við fyrirhuguð áform en bendir á að við gerð nýs deiliskipulags þarf að gæta samræmis við aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og eftir atvikum vinna samhliða að breytingu á aðalskipulagi verði þess þörf og skv. nánara samráði við sveitarfélagið þar um.
6.Gröf II - deiliskipulagsbreyting.
2410034
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti að auglýsa óverulega breytingu á deilskipulagi Grafar II, L207694 og að tillagan yrði grenndarkynnt meðal aðliggjandi lóðarhafa. Tillagan fólst í að heildarhæð íbúðarhúss færi úr 5,2 m í 6,8 m, fermetrafjöldi gestahúsa myndi aukast um 10 m2 og hæð þeirra færi úr 3,4 m í 4,0 m.
Auglýst var í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 og bárust engar athugasemdir.
Auglýst var í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 og bárust engar athugasemdir.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deilskipulagi Grafar II, L207694 og að gildistaka þess verði send til staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
7.Kúludalsá - Aðalskipulagsbreyting.
2409001
Lögð fram aðalskipulagsbreyting í landi Kúludalsár sem auglýst var í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., en sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 11.12.2024 að um væri að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sbr. bókun USNL-nefndar frá 44. fundi þann 09.12.2024.
Svæðið er skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 landbúnaðarland L1.
Í breytingunni sem hér er til umfjöllunar felst að skilgreina 1,75 ha íbúðarbyggð (ÍB3) fyrir 4 lóðir og minnkar landbúnaðarsvæði (L1) sem því nemur í landi Kúludalsár.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kúludalsár, reitur E, frá árinu 1998. Þar kemur fram að á svæðinu séu 5 sumarhúsalóðir. Ljóst er að deiliskipulag svæðisins er á skjön við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.
Að mati USNL-nefndar sbr. bókun frá 44. fundi þann 09.12.2024 taldist breytingin óveruleg þegar horft væri til þess að landið væri að stórum hluta til þegar byggt og nú þegar væru íbúðarhús og sumarhús byggð á svæðinu, fyrir væri vegtenging við þjóðveg 1 og vegagerð til staðar milli húsa í hverfinu, lagnir á svæðinu ofl. Ekki væri talið að breytingin hafi áhrif á einstaka aðila s.s. nágranna eða hafi áhrif á stórt svæði.
Jafnframt kom fram að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar, umfram það sem kemur fram í gildandi deiliskipulagi svæðisins, að öðru leyti en hvað landnotkun svæðisins varðar. Ákveðið misræmi væri því í því fólgið að landið þar sem byggingarnar væru, sem væri óafturkræf framkvæmd, sé skráð sem L1 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Hvalfjarðarsveit sendi Skipulagsstofnun erindi dags. 12. desember 2024 til staðfestingar á óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Yfirferð Skipulagsstofnunar lauk 10. janúar sl. og bendir stofnunin á að við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg skuli m.a. taka mið af því hvort hún víki verulega frá meginstefnu aðalskipulagsins. Stofnunin bendir á að stefna sveitarfélags um nýja íbúðarbyggð í dreifbýli sé afgerandi, en í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram á bls. 14 að ekki sé gert ráð yfir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli á skipulagstímanum.
Með hliðsjón af framangreindu geti Skipulagsstofnun ekki fallist á að breytingin sé óveruleg og því beri að fara með hana sem verulega breytingu samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga. Í tillögunni komi fram að ekkert deiliskipulag sé í gildi en fyrir umrætt svæði er í gildi deiliskipulag fyrir frístundarbyggð sem tók gildi árið 1998 og bendir stofnunin á að æskilegt sé að gera breytingar á deiliskipulagi samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi hefur rætt við landeiganda þann 14.01.2025 og stendur vilji hans enn til að ljúka málinu.
Svæðið er skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 landbúnaðarland L1.
Í breytingunni sem hér er til umfjöllunar felst að skilgreina 1,75 ha íbúðarbyggð (ÍB3) fyrir 4 lóðir og minnkar landbúnaðarsvæði (L1) sem því nemur í landi Kúludalsár.
Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar í landi Kúludalsár, reitur E, frá árinu 1998. Þar kemur fram að á svæðinu séu 5 sumarhúsalóðir. Ljóst er að deiliskipulag svæðisins er á skjön við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.
Að mati USNL-nefndar sbr. bókun frá 44. fundi þann 09.12.2024 taldist breytingin óveruleg þegar horft væri til þess að landið væri að stórum hluta til þegar byggt og nú þegar væru íbúðarhús og sumarhús byggð á svæðinu, fyrir væri vegtenging við þjóðveg 1 og vegagerð til staðar milli húsa í hverfinu, lagnir á svæðinu ofl. Ekki væri talið að breytingin hafi áhrif á einstaka aðila s.s. nágranna eða hafi áhrif á stórt svæði.
Jafnframt kom fram að engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar, umfram það sem kemur fram í gildandi deiliskipulagi svæðisins, að öðru leyti en hvað landnotkun svæðisins varðar. Ákveðið misræmi væri því í því fólgið að landið þar sem byggingarnar væru, sem væri óafturkræf framkvæmd, sé skráð sem L1 í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
Hvalfjarðarsveit sendi Skipulagsstofnun erindi dags. 12. desember 2024 til staðfestingar á óverulegri breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Yfirferð Skipulagsstofnunar lauk 10. janúar sl. og bendir stofnunin á að við mat á því hvort breyting á aðalskipulagi geti talist óveruleg skuli m.a. taka mið af því hvort hún víki verulega frá meginstefnu aðalskipulagsins. Stofnunin bendir á að stefna sveitarfélags um nýja íbúðarbyggð í dreifbýli sé afgerandi, en í gildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram á bls. 14 að ekki sé gert ráð yfir nýjum íbúðarsvæðum í dreifbýli á skipulagstímanum.
Með hliðsjón af framangreindu geti Skipulagsstofnun ekki fallist á að breytingin sé óveruleg og því beri að fara með hana sem verulega breytingu samkvæmt 30.-32. gr. skipulagslaga. Í tillögunni komi fram að ekkert deiliskipulag sé í gildi en fyrir umrætt svæði er í gildi deiliskipulag fyrir frístundarbyggð sem tók gildi árið 1998 og bendir stofnunin á að æskilegt sé að gera breytingar á deiliskipulagi samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsfulltrúi hefur rætt við landeiganda þann 14.01.2025 og stendur vilji hans enn til að ljúka málinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að falla frá óverulegri breytingu á aðalskipulagi sbr. bréf Skipulagsstofnunar frá 10.01.2025 og heimila landeiganda að hefja vinnu við verulega breytingu á aðalskipulagi sbr. 30.-32. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir þessum lið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Ómar Örn Kristófersson vék af fundi undir þessum lið.
8.Hólabrú - aðalskipulagsbreyting (E13 Innri-Hólmur).
2408019
Erindi dags. 8.1.2025 frá Eflu verkfræðistofu f.h.landeiganda.
Með erindinu fylgdi tillaga dags. 06.01.2025 að aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar Hólabrúarnámu E13 í landi Innri-Hólms. Um er að ræða greinargerð með forsendum og umhverfismatsskýrslu og aðalskipulagsuppdrátt.
Gerð er breyting á stærð efnistökusvæðis og því efnismagni sem heimilt er að taka úr efnistökusvæði E13 Innri-Hólmur (Hólabrú), landbúnaðarsvæði minnkar samsvarandi. Innan efnistökusvæðisins er athafnasvæðið AT9 fyrir verkstæði, starfsmannaaðstöðu og aðstöðu vegna námuvinnslu, svæðið verður óbreytt. Náman hefur lengi verið nýtt til efnistöku en verður nú stækkuð um 2 ha og heimiluð efnistaka aukin um 1.050.000 m3 miðað við gildandi aðalskipulag.
Tilgangur framkvæmdar er að halda áfram núverandi efnistöku á svæðinu til að mæta efnisþörf til vegagerðar, malbikunarframkvæmda og mannvirkjagerðar. Árleg vinnsla er áætluð um 60.000 m3.
Í aðalskipulagi kemur fram að leyfilegt magn efnistöku sé 1.200.000 m3. Unnið hefur verið umhverfismat fyrir allt að 2.000.000 m3 efnistöku úr Hólabrúarnámu. Með breyttu aðalskipulagi verður heimilað heildarmagn allt að 2.250.000 m3.
Sameiginleg matsfyrirspurn Hólabrúarnámu og Kúludalsnámu var send Skipulagsstofnun vegna þeirrar stækkunar sem hér um ræðir og er ákvörðun stofnunarinnar sú (dags. 27. júní 2024 ) að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Hólabrú er í landi Innra-Hólms en fyrirhuguð stækkun verður í landi Kirkjubóls. Náman er við rætur Akrafjalls að suðaustanverðu, undir svokölluðum Rauðagarði.
Til norðurs fer efnistökusvæðið yfir gamlan akveg og við norðausturmörk svæðisins er lítill skógræktarlundur. Til vesturs afmarkast námusvæðið af túngirðingu landeiganda. Aðkoma að námunni er að sunnanverðu af hringveginum.
Ætla má að þegar hafi verið unnir um 1.800.000 m3 úr Hólabrúarnámu.
Engar fornminjar eru skráðar innan fyrirhugaðs framkvæmdarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Minjavörður hefur einnig skoðað svæðið á vettvangi sem staðfestir þá niðurstöðu.
Gerð verður breyting á greinargerð og uppdrætti aðalskipulagsins. Efnistökusvæðið E13 verður stækkað úr 26 ha í 28 ha. Landbúnaðarsvæði úr landi Kirkjubóls minnkar sem því nemur. Í gildandi aðalskipulagi kemur fram efnistaka sé 1.200.000 m3. Með breyttu aðalskipulagi verður heimilt að vinna allt að 2.250.000 m3 úr námunni.
Framkvæmdaraðili mun vinna áætlun um frágang námunnar að efnistöku lokinni sem nánar verður gert grein fyrir í deiliskipulagi.Frárennsli vegna skolunar efnis og frá starfsmannaaðstöðu er leitt í vatnshlotið Hvalfjörð og kann frárennsli að hafa áhrif á vatnshlotið. Framkvæmdaraðili skal láta vinna áhrifamat vegna þessa áður en til leyfisveitinga kemur.
Efnið verður unnið á staðnum, því er mokað upp með beltagröfu, þaðan sem það fer í forbrjót. Eftir það er efnið harpað og brotið aftur í mölunarsamstæðu í þær stærðir sem óskað er eftir hverju sinni. Að lokum er efnið svo ýmist nýtt beint úr mölun eða skolað á þvottahörpu fyrir notkun.
Mannvirki eru í Hólabrúarnámu en þar er m.a. stálgrindarhús með steyptri botnplötu sem notað er sem verkstæði og starfsmannaaðstaða. Í Hólabrúarnámu er olíutankur til að fylla á vélar en tankurinn er staðsettur í lekaheldum gámi og uppfyllir allar kröfur um mengunar- og lekahættu. Engar breytingar verða á aðstöðu við aukna efnistöku.
Framkvæmdasvæðið er staðsett við þjóðveg 1, Vesturlandsveg, og samkvæmt vefsjá Vegagerðarinnar var meðalumferð á dag yfir árið (árdagsumferð, ÁDU) um 5.500 bílar árið 2022. Daglega fara um 30-40 flutningabílar um Hólabrúarnámu og litlu minni umferð er um Kúludalsnámu sem er skammt frá, en sitt hvor aðkeyrslan er að námunum. Ekki er búist við aukinni umferð vegna stækkunarinnar.
Nokkur hávaði fylgir efnistökusvæðum en hávaði berst m.a. frá stórvirkum vinnuvélum og malarbrjótum á svæðinu. Slíkum framkvæmdum getur einnig fylgt rykmengun en smáar rykagnir geta borist með lofti, sérstaklega á löngum þurrkatímum.
Næsti bær með heilsárssetu er Lambalækur í um 600 m fjarlægð frá efnistökusvæðinu.
Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að ábúendur verði fyrir verulegum áhrifum sökum hávaða eða rykmengunar, en þess hefur þó orðið vart til þessa.
Manir eru settar upp við jaðra námusvæðanna og er tilgangur þeirra m.a. að draga úr áhrifum efnistöku og vinnslu efnis á hljóðvist og rykmengun.
Gerð verður nánari grein fyrir útfærslu svæðisins í deiliskipulagi.
Sveitarfélagið er hlynnt áframhaldandi efnistöku úr námu E13 sem er í takt við stefnu aðalskipulags að efnistaka verði takmörkuð við núverandi staði til að vernda sem mest lítt raskað land í sveitarfélaginu.
Lögð er áhersla á góðan frágang efnistökusvæða að vinnslu lokinni og að leitast sé við að umgengi um svæðið dragi sem mest úr ásýndaráhrifum af vinnslunni.
Með erindinu fylgdi tillaga dags. 06.01.2025 að aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar Hólabrúarnámu E13 í landi Innri-Hólms. Um er að ræða greinargerð með forsendum og umhverfismatsskýrslu og aðalskipulagsuppdrátt.
Gerð er breyting á stærð efnistökusvæðis og því efnismagni sem heimilt er að taka úr efnistökusvæði E13 Innri-Hólmur (Hólabrú), landbúnaðarsvæði minnkar samsvarandi. Innan efnistökusvæðisins er athafnasvæðið AT9 fyrir verkstæði, starfsmannaaðstöðu og aðstöðu vegna námuvinnslu, svæðið verður óbreytt. Náman hefur lengi verið nýtt til efnistöku en verður nú stækkuð um 2 ha og heimiluð efnistaka aukin um 1.050.000 m3 miðað við gildandi aðalskipulag.
Tilgangur framkvæmdar er að halda áfram núverandi efnistöku á svæðinu til að mæta efnisþörf til vegagerðar, malbikunarframkvæmda og mannvirkjagerðar. Árleg vinnsla er áætluð um 60.000 m3.
Í aðalskipulagi kemur fram að leyfilegt magn efnistöku sé 1.200.000 m3. Unnið hefur verið umhverfismat fyrir allt að 2.000.000 m3 efnistöku úr Hólabrúarnámu. Með breyttu aðalskipulagi verður heimilað heildarmagn allt að 2.250.000 m3.
Sameiginleg matsfyrirspurn Hólabrúarnámu og Kúludalsnámu var send Skipulagsstofnun vegna þeirrar stækkunar sem hér um ræðir og er ákvörðun stofnunarinnar sú (dags. 27. júní 2024 ) að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Hólabrú er í landi Innra-Hólms en fyrirhuguð stækkun verður í landi Kirkjubóls. Náman er við rætur Akrafjalls að suðaustanverðu, undir svokölluðum Rauðagarði.
Til norðurs fer efnistökusvæðið yfir gamlan akveg og við norðausturmörk svæðisins er lítill skógræktarlundur. Til vesturs afmarkast námusvæðið af túngirðingu landeiganda. Aðkoma að námunni er að sunnanverðu af hringveginum.
Ætla má að þegar hafi verið unnir um 1.800.000 m3 úr Hólabrúarnámu.
Engar fornminjar eru skráðar innan fyrirhugaðs framkvæmdarsvæðis samkvæmt Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Minjavörður hefur einnig skoðað svæðið á vettvangi sem staðfestir þá niðurstöðu.
Gerð verður breyting á greinargerð og uppdrætti aðalskipulagsins. Efnistökusvæðið E13 verður stækkað úr 26 ha í 28 ha. Landbúnaðarsvæði úr landi Kirkjubóls minnkar sem því nemur. Í gildandi aðalskipulagi kemur fram efnistaka sé 1.200.000 m3. Með breyttu aðalskipulagi verður heimilt að vinna allt að 2.250.000 m3 úr námunni.
Framkvæmdaraðili mun vinna áætlun um frágang námunnar að efnistöku lokinni sem nánar verður gert grein fyrir í deiliskipulagi.Frárennsli vegna skolunar efnis og frá starfsmannaaðstöðu er leitt í vatnshlotið Hvalfjörð og kann frárennsli að hafa áhrif á vatnshlotið. Framkvæmdaraðili skal láta vinna áhrifamat vegna þessa áður en til leyfisveitinga kemur.
Efnið verður unnið á staðnum, því er mokað upp með beltagröfu, þaðan sem það fer í forbrjót. Eftir það er efnið harpað og brotið aftur í mölunarsamstæðu í þær stærðir sem óskað er eftir hverju sinni. Að lokum er efnið svo ýmist nýtt beint úr mölun eða skolað á þvottahörpu fyrir notkun.
Mannvirki eru í Hólabrúarnámu en þar er m.a. stálgrindarhús með steyptri botnplötu sem notað er sem verkstæði og starfsmannaaðstaða. Í Hólabrúarnámu er olíutankur til að fylla á vélar en tankurinn er staðsettur í lekaheldum gámi og uppfyllir allar kröfur um mengunar- og lekahættu. Engar breytingar verða á aðstöðu við aukna efnistöku.
Framkvæmdasvæðið er staðsett við þjóðveg 1, Vesturlandsveg, og samkvæmt vefsjá Vegagerðarinnar var meðalumferð á dag yfir árið (árdagsumferð, ÁDU) um 5.500 bílar árið 2022. Daglega fara um 30-40 flutningabílar um Hólabrúarnámu og litlu minni umferð er um Kúludalsnámu sem er skammt frá, en sitt hvor aðkeyrslan er að námunum. Ekki er búist við aukinni umferð vegna stækkunarinnar.
Nokkur hávaði fylgir efnistökusvæðum en hávaði berst m.a. frá stórvirkum vinnuvélum og malarbrjótum á svæðinu. Slíkum framkvæmdum getur einnig fylgt rykmengun en smáar rykagnir geta borist með lofti, sérstaklega á löngum þurrkatímum.
Næsti bær með heilsárssetu er Lambalækur í um 600 m fjarlægð frá efnistökusvæðinu.
Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að ábúendur verði fyrir verulegum áhrifum sökum hávaða eða rykmengunar, en þess hefur þó orðið vart til þessa.
Manir eru settar upp við jaðra námusvæðanna og er tilgangur þeirra m.a. að draga úr áhrifum efnistöku og vinnslu efnis á hljóðvist og rykmengun.
Gerð verður nánari grein fyrir útfærslu svæðisins í deiliskipulagi.
Sveitarfélagið er hlynnt áframhaldandi efnistöku úr námu E13 sem er í takt við stefnu aðalskipulags að efnistaka verði takmörkuð við núverandi staði til að vernda sem mest lítt raskað land í sveitarfélaginu.
Lögð er áhersla á góðan frágang efnistökusvæða að vinnslu lokinni og að leitast sé við að umgengi um svæðið dragi sem mest úr ásýndaráhrifum af vinnslunni.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar á tillögunni.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skv. 3. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar skv. 3. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
9.Galtarlækur - breyting á landnotkun í aðalskipulagi.
2405015
Lögð fram skipulagslýsing dags. 08.01.2025 vegna aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði á jarðarinnar Galtarlækur L133627 í Hvalfjarðarsveit en um er að ræða þann hluta jarðarinnar sem er sunnan/neðan þjóðvegar.
Svæðið sem um ræðir er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu er unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Áætlað er að stærð Galtalækjar sé um 127 ha en skipulagssvæðið um 80 ha.
Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi.
Gert er ráð fyrir að innan skipulagssvæðis verði hreinlegri athafnastarfsemi en er á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og verður umhverfisvænum lausnum beitt varðandi neysluvatn, fráveitu og raftengingar skipa og bifreiða.
Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutningaskipum og skemmtiferðaskipum.Sýndur hafnarkantur á vinnuteikningu er 1000 metra langur.
Áhersla verður lögð á góða umgengni og frágang lóða. Gerðar verða jarðvegsmanir, í bland við
trjábelti, bæði við þjóðveg og vesturmörk lands, m.a. til að minnka áhrif frá lýsingu og bæta hljóðvist ásamt því að jafna og fegra landslag.
Áætlanir eru um að leggja núverandi heimkeyrslu frá þjóðvegi 1, af og að tengivegur að jörðinni, svo og að jörðinni Galtarvík, tengist Grundartangavegi.
Stærsti hluti skipulagssvæðisins einkennist af fremur gróðursnauðum melum og mólendi en næst hringvegi 1 eru nokkur aflögð tún. Landið er nokkuð hæðótt og í aflíðandi halla frá hringvegi og niður í grýtta fjöru. Svæðið telst vera gott landbúnaðarland.
Samkvæmt vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands eru vistgerðirnar melagambra-, hraungambra- og grasmóavist mest áberandi á svæðinu. Inn á milli má finna, grasmelavist, fjalldrapamóavist, língresis- og vingulsvist, starungsmýravist, lyngmóavist á láglendi og fjöruvistir við sjóinn. Ein þessara vistgerða hefur mjög hátt verndargildi, starungsmýravist, en hinar flokkast frá lágu verndargildi og upp í hátt. Allar vistgerðirnar eru útbreiddar á landsvísu.
Fornleifaskráning hefur verið unnið fyrir svæðið og verður gert grein fyrir því í deiliskipulagi.
Fram kemur að neysluvatnsöflun fyrir svæðið sé í skoðun.
Svæðið sem um ræðir er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland. Samhliða breytingu er unnið deiliskipulag fyrir svæðið.
Áætlað er að stærð Galtalækjar sé um 127 ha en skipulagssvæðið um 80 ha.
Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi.
Gert er ráð fyrir að innan skipulagssvæðis verði hreinlegri athafnastarfsemi en er á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga og verður umhverfisvænum lausnum beitt varðandi neysluvatn, fráveitu og raftengingar skipa og bifreiða.
Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni þjónusta flutningaskipum og skemmtiferðaskipum.Sýndur hafnarkantur á vinnuteikningu er 1000 metra langur.
Áhersla verður lögð á góða umgengni og frágang lóða. Gerðar verða jarðvegsmanir, í bland við
trjábelti, bæði við þjóðveg og vesturmörk lands, m.a. til að minnka áhrif frá lýsingu og bæta hljóðvist ásamt því að jafna og fegra landslag.
Áætlanir eru um að leggja núverandi heimkeyrslu frá þjóðvegi 1, af og að tengivegur að jörðinni, svo og að jörðinni Galtarvík, tengist Grundartangavegi.
Stærsti hluti skipulagssvæðisins einkennist af fremur gróðursnauðum melum og mólendi en næst hringvegi 1 eru nokkur aflögð tún. Landið er nokkuð hæðótt og í aflíðandi halla frá hringvegi og niður í grýtta fjöru. Svæðið telst vera gott landbúnaðarland.
Samkvæmt vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands eru vistgerðirnar melagambra-, hraungambra- og grasmóavist mest áberandi á svæðinu. Inn á milli má finna, grasmelavist, fjalldrapamóavist, língresis- og vingulsvist, starungsmýravist, lyngmóavist á láglendi og fjöruvistir við sjóinn. Ein þessara vistgerða hefur mjög hátt verndargildi, starungsmýravist, en hinar flokkast frá lágu verndargildi og upp í hátt. Allar vistgerðirnar eru útbreiddar á landsvísu.
Fornleifaskráning hefur verið unnið fyrir svæðið og verður gert grein fyrir því í deiliskipulagi.
Fram kemur að neysluvatnsöflun fyrir svæðið sé í skoðun.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Galtalækjar í Hvalfjarðarsveit.
Í því felst m.a. að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Í því felst m.a. að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
10.Fyrirspurn um aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
2412026
Landeigandi að Ásklöpp L199950 og Akrakotslandi Túni L133678 óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til breytingar á skilmálum aðalskipulagsins er varðar lágmarksstærð á lóðum og nýtingarhlutfalli en skv. erindinu kemur fram að í gildandi aðalskipulagi falli ofangreint svæði undir landbúnaðarsvæði þar sem starfsemin sé víkjandi.
Svæðið sem umlykur Ásklöpp L199950 og Akrakotsland Tún L133678 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi.
Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur:
Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m². Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Sú breyting sem landeigandi horfir til er deiliskipulag þar sem lágmarksstærð lóða sé um 700 m² og nýtingarhlutfall sé 0,4, sem myndi stuðla að betri nýtingu á landi og vera í takt við þá þróun um þéttingu byggðar sem er að eiga sér stað á svæðinu.
Svæðið sem umlykur Ásklöpp L199950 og Akrakotsland Tún L133678 er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreint sem landbúnaðarsvæði L3, sem er víkjandi landbúnaðarland fyrir annarri starfsemi.
Í skilmálum aðalskipulagsins segir ennfremur:
Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland. Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m². Hafa ber í huga að landbúnaðarstarfsemi er víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Sú breyting sem landeigandi horfir til er deiliskipulag þar sem lágmarksstærð lóða sé um 700 m² og nýtingarhlutfall sé 0,4, sem myndi stuðla að betri nýtingu á landi og vera í takt við þá þróun um þéttingu byggðar sem er að eiga sér stað á svæðinu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd telur að í ljósi þeirrar þróunar um þéttingu byggðar sem er að eiga sér stað á svæðinu og í ljósi þess að landbúnaðarland L3 er skv. gildandi aðalskipulagi víkjandi ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun þ.e. íbúðarsvæði eða vegna annarrar skilgreindrar atvinnustarfsemi eins og segir í aðalskipulaginu, sé eðlilegt að heimila landeigendum að breyta lóðarstærðum og nýtingarhlutfalli til samræmis við þá þróun sem orðið hefur á svæðinu. Að mati nefndarinnar eru ca. 1.000 m2 lóðir heppilegar lóðarstærðir og samrýmast vel stærðum lóða á svæðinu.
11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Akrakotsland Tún 133678 - Flokkur 2
2410040
Sótt erum byggingarleyfi fyrir skemmu/atvinnuhúsnæði/verkstæðishúsi á lóðinni Akrakotsland Tún, landeignanúmer L133678, í Hvalfjarðarsveit.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 27.11.2024 að byggingarleyfi skildi grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynnt var meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Grundar L173527, Teigs L133717, Teigaráss L133718, Lindáss L133705, Áshamars 2 L220640, Áshamars III L233966, Áshamars II L233965, Áshamars 195726, Akrakots L133677 og Krosslands eystra L205470.
Fyrirhuguð áform voru grenndarkynnt í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 og bárust 6 umsagnir á kynningartíma þ.e. frá Róbert Jósefssyni og Guðrúnu Björnsdóttur, Vegagerðinni-Vestursvæði, Akraneskaupsstað, Erling Þór Pálssyni, Jónu Björg Kristinsdóttur og Arnari Þór Erlingssyni og Björk Reehaug Jensdóttur.
1)
Með athugasemd dags. 8.12.2024 mótmælir Róbert Jósefsson f.h. þinglýstra eigenda Grundar (L173527) Róberts Jósefssonar og Guðrúnar Björnsdóttur fyrirhugaðri breytingu á notkun landsvæðis þar sem reisa eigi iðnarhúsnæði eða verkstæðishús, þrátt fyrir að ekki sé að mati þeirra gert ráð fyrir iðnaðarstarfsemi í gildandi aðalskipulagi svæðisins.
Í erindinu er spurst fyrir um af hverju ekki sé gerð krafa um aðal- eða deiliskipulag fyrir hvert einstakt svæði sem breyta skuli nýtingarhlutfalli á, með tilvísun til laga um skipulags- og byggingamál. Ekkert deiliskipulag sé að finna með þróun byggðar til framtíðar í huga.
Fram kemur að verið sé að setja iðnaðarhúsnæði á svæði þar sem fyrir sé íbúðarhúsnæði allt um kring og sé vaxandi. Einnig er þeirri spurningu varpað fram hvers vegna sveitarfélagið nýtti ekki forkaupsréttinn á þessu landi, með vísun til skipulags- og byggingalaga, þegar það fór í söluferli á sínum tíma. Þá er þeirri spurningu varpað fram hvort þetta sé ekki víkjandi landbúnaðarsvæði en vaxandi svæði fyrir íbúðarhúsnæði?
Þá er því haldið fram að á þessu svæði (Lindás, Teigarás, Áshamar og Ásklöpp) hafi verið deilur um framkvæmdir og umgengni og þar sem fyrirhuguð bygging eigi að notast sem verkstæði þá sé það ekki á bætandi, þar sem í kringum svoleiðis starfsemi safnast upp bílhræ og annarskonar tilfallandi rusl og af nægu sé að taka fyrir á þessu svæði. Í samræmi við ofangreindar athugasemdir vilji eigendur ítreka mótmæli sín við fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum.
2)
Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 10.12.2024 eru gerðar athugasemdir sem snúa að því að umferðaröryggi á þjóðvegum byggist m.a. á fjölda og þéttleika vegamóta/tenginga. Veghönnunarreglur kveði á um lágmarks fjarlægð á milli vegamóta/tenginga. Skv. veghönnunarreglum sé gert ráð fyrir 50 m á milli tenginga (héraðsvegur, tegund D). Á vegkaflanum séu tvær tengingar með stuttu millibili og fer stofnunin fram á að annarri þeirra verði lokað.
3)
Í umsögn Akraneskaupstaðar dags. 18.12.2024 er áréttað að Akrakotsland sem sé í eigu kaupstaðarins sé hugsað til uppbyggingar á íbúðum í framtíðinni. Ein af þeim tengingum sem verði inn á væntanlegt byggingarland Akrakots sé frá Innnesvegi. Sá vegur muni fara framhjá því atvinnuhúsnæði sem verið sé að grenndarkynna. Þá er óskað eftir frekari upplýsingum um hvernig lágmarka eigi sjónræn áhrif uppbyggingar m.t.t. þeirra vegfarenda sem nýta munu ofangreindan veg inn og út úr Akrakotslandi.
4)
Í umsögn eiganda Áshamars og Áshamars III, Jónu Bjargar Kristinsdóttur er fyrirhugaðri breytingu á notkun landsvæðis mótmælt og að ekki sé hægt að fallast á að reist verði skemma/atvinnuhúsnæði/verkstæðishús á lóðinni. Ástæða andstöðu hennar við að reisa þannig hús á lóðinni sé meðal annars sú að það hafi verið talað um að á þessu svæði yrði íbúðarhúsabyggð en ekki atvinnusvæði. Þá má lesa úr bréfi hennar að hún óttist að hlutir muni safnast fyrir á lóðinni s.s. bílar, tæki og tól.
5)
Í bréfi Erlings Þórs Pálssonar dags. 29.12.2024 sem er þinglýstur eigandi að hluta lóða Lindáss (133705) og Áshamars 2 (220640) kemur fram að hann sé á móti veitingu byggingarleyfis á fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði/verkstæðishúsi. Bygging slíks húss sé að hans mati í andstöðu við þróunn byggðar á þessu svæði, það er að segja frá Hliðsholti að landamerkjum við Akraneskaupstað. Svæðið sé reyndar ennþá skilgreint sem víkjandi landbúnaðarsvæði þó svo að engin landbúnaður sé að hans mati stundaður fyrir utan kjúklingabúið á Fögrubrekku og engin íbúi hafi beinar tekjur af landbúnaði.
Um 120 íbúðir séu nú þegar á þessu svæði og ekki annað fyrirsjánlegt en að þeim fjölgi á næstu árum, meðal annars við Lindásveg þar sem þessari byggingu er ætlað að vera. Fram kemur í bréfinu að meðal annars hafi umsóknaraðili í hyggju að úthluta sínum afkomendum byggingalóð þar í framtíðinni. Fram kemur í bréfinu að það sé að mati hans löngu kominn tími til að endurskoða skipulag svæðisins með tilliti til þessarar þróunar og að finna svona atvinnuhúsnæði stað á þar til skipulögðu iðnaðarsvæði eins og t.d. á Grundartanga eða Höfðaseli á Akranesi. Slík staðsetning geti orðið hagkvæmari fyrir alla aðila. Fram koma áhyggjur af sýnileika fyrirhugaðrar starfsemi við Innnesveg.
6)
Í bréfi Arnars Þórs Erlingssonar og Bjargar Reehaug Jensdóttur, þinglýstra eigenda Áshamars II kemur fram að þau séu á móti veitingu byggingarleyfis á fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði/verkstæðishúsi. Bygging slíks húss sé að þeirra mati í andstöðu við þróun byggðar á þessu svæði, þar sem talað hafi verið um að þetta svæði sé íbúasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Þar sem mikil uppbygging eigi sér stað á íbúðarsvæði í nánasta nágrenni þykir þeim skjóta skökku við að reisa skemmu/atvinnuhúsnæði/verkstæðishús á þessum stað. Fram koma áhyggjur af söfnun hluta á lóðinni á svæði sem sé í alfaraleið. Er skorað á sveitastjórn að hafa framtíðar hagsmuni í huga.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 27.11.2024 að byggingarleyfi skildi grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Grenndarkynnt var meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Grundar L173527, Teigs L133717, Teigaráss L133718, Lindáss L133705, Áshamars 2 L220640, Áshamars III L233966, Áshamars II L233965, Áshamars 195726, Akrakots L133677 og Krosslands eystra L205470.
Fyrirhuguð áform voru grenndarkynnt í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 og bárust 6 umsagnir á kynningartíma þ.e. frá Róbert Jósefssyni og Guðrúnu Björnsdóttur, Vegagerðinni-Vestursvæði, Akraneskaupsstað, Erling Þór Pálssyni, Jónu Björg Kristinsdóttur og Arnari Þór Erlingssyni og Björk Reehaug Jensdóttur.
1)
Með athugasemd dags. 8.12.2024 mótmælir Róbert Jósefsson f.h. þinglýstra eigenda Grundar (L173527) Róberts Jósefssonar og Guðrúnar Björnsdóttur fyrirhugaðri breytingu á notkun landsvæðis þar sem reisa eigi iðnarhúsnæði eða verkstæðishús, þrátt fyrir að ekki sé að mati þeirra gert ráð fyrir iðnaðarstarfsemi í gildandi aðalskipulagi svæðisins.
Í erindinu er spurst fyrir um af hverju ekki sé gerð krafa um aðal- eða deiliskipulag fyrir hvert einstakt svæði sem breyta skuli nýtingarhlutfalli á, með tilvísun til laga um skipulags- og byggingamál. Ekkert deiliskipulag sé að finna með þróun byggðar til framtíðar í huga.
Fram kemur að verið sé að setja iðnaðarhúsnæði á svæði þar sem fyrir sé íbúðarhúsnæði allt um kring og sé vaxandi. Einnig er þeirri spurningu varpað fram hvers vegna sveitarfélagið nýtti ekki forkaupsréttinn á þessu landi, með vísun til skipulags- og byggingalaga, þegar það fór í söluferli á sínum tíma. Þá er þeirri spurningu varpað fram hvort þetta sé ekki víkjandi landbúnaðarsvæði en vaxandi svæði fyrir íbúðarhúsnæði?
Þá er því haldið fram að á þessu svæði (Lindás, Teigarás, Áshamar og Ásklöpp) hafi verið deilur um framkvæmdir og umgengni og þar sem fyrirhuguð bygging eigi að notast sem verkstæði þá sé það ekki á bætandi, þar sem í kringum svoleiðis starfsemi safnast upp bílhræ og annarskonar tilfallandi rusl og af nægu sé að taka fyrir á þessu svæði. Í samræmi við ofangreindar athugasemdir vilji eigendur ítreka mótmæli sín við fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum.
2)
Í umsögn Vegagerðarinnar dags. 10.12.2024 eru gerðar athugasemdir sem snúa að því að umferðaröryggi á þjóðvegum byggist m.a. á fjölda og þéttleika vegamóta/tenginga. Veghönnunarreglur kveði á um lágmarks fjarlægð á milli vegamóta/tenginga. Skv. veghönnunarreglum sé gert ráð fyrir 50 m á milli tenginga (héraðsvegur, tegund D). Á vegkaflanum séu tvær tengingar með stuttu millibili og fer stofnunin fram á að annarri þeirra verði lokað.
3)
Í umsögn Akraneskaupstaðar dags. 18.12.2024 er áréttað að Akrakotsland sem sé í eigu kaupstaðarins sé hugsað til uppbyggingar á íbúðum í framtíðinni. Ein af þeim tengingum sem verði inn á væntanlegt byggingarland Akrakots sé frá Innnesvegi. Sá vegur muni fara framhjá því atvinnuhúsnæði sem verið sé að grenndarkynna. Þá er óskað eftir frekari upplýsingum um hvernig lágmarka eigi sjónræn áhrif uppbyggingar m.t.t. þeirra vegfarenda sem nýta munu ofangreindan veg inn og út úr Akrakotslandi.
4)
Í umsögn eiganda Áshamars og Áshamars III, Jónu Bjargar Kristinsdóttur er fyrirhugaðri breytingu á notkun landsvæðis mótmælt og að ekki sé hægt að fallast á að reist verði skemma/atvinnuhúsnæði/verkstæðishús á lóðinni. Ástæða andstöðu hennar við að reisa þannig hús á lóðinni sé meðal annars sú að það hafi verið talað um að á þessu svæði yrði íbúðarhúsabyggð en ekki atvinnusvæði. Þá má lesa úr bréfi hennar að hún óttist að hlutir muni safnast fyrir á lóðinni s.s. bílar, tæki og tól.
5)
Í bréfi Erlings Þórs Pálssonar dags. 29.12.2024 sem er þinglýstur eigandi að hluta lóða Lindáss (133705) og Áshamars 2 (220640) kemur fram að hann sé á móti veitingu byggingarleyfis á fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði/verkstæðishúsi. Bygging slíks húss sé að hans mati í andstöðu við þróunn byggðar á þessu svæði, það er að segja frá Hliðsholti að landamerkjum við Akraneskaupstað. Svæðið sé reyndar ennþá skilgreint sem víkjandi landbúnaðarsvæði þó svo að engin landbúnaður sé að hans mati stundaður fyrir utan kjúklingabúið á Fögrubrekku og engin íbúi hafi beinar tekjur af landbúnaði.
Um 120 íbúðir séu nú þegar á þessu svæði og ekki annað fyrirsjánlegt en að þeim fjölgi á næstu árum, meðal annars við Lindásveg þar sem þessari byggingu er ætlað að vera. Fram kemur í bréfinu að meðal annars hafi umsóknaraðili í hyggju að úthluta sínum afkomendum byggingalóð þar í framtíðinni. Fram kemur í bréfinu að það sé að mati hans löngu kominn tími til að endurskoða skipulag svæðisins með tilliti til þessarar þróunar og að finna svona atvinnuhúsnæði stað á þar til skipulögðu iðnaðarsvæði eins og t.d. á Grundartanga eða Höfðaseli á Akranesi. Slík staðsetning geti orðið hagkvæmari fyrir alla aðila. Fram koma áhyggjur af sýnileika fyrirhugaðrar starfsemi við Innnesveg.
6)
Í bréfi Arnars Þórs Erlingssonar og Bjargar Reehaug Jensdóttur, þinglýstra eigenda Áshamars II kemur fram að þau séu á móti veitingu byggingarleyfis á fyrirhuguðu atvinnuhúsnæði/verkstæðishúsi. Bygging slíks húss sé að þeirra mati í andstöðu við þróun byggðar á þessu svæði, þar sem talað hafi verið um að þetta svæði sé íbúasvæði en ekki iðnaðarsvæði. Þar sem mikil uppbygging eigi sér stað á íbúðarsvæði í nánasta nágrenni þykir þeim skjóta skökku við að reisa skemmu/atvinnuhúsnæði/verkstæðishús á þessum stað. Fram koma áhyggjur af söfnun hluta á lóðinni á svæði sem sé í alfaraleið. Er skorað á sveitastjórn að hafa framtíðar hagsmuni í huga.
Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 gilda almennir skilmálar um landbúnaðarsvæði en þar segir m.a.:
Landbúnaðarlandi er skipt upp í þrjá flokka (L1, L2 og L3) sem hafa mismunandi skilmála sbr. töflu 7 á bls. 25 í greinargerð aðalskipulagsins.
Þar sem er föst búseta, er heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengda landbúnaði.
Tryggja skal aðkomu og að næg bílastæði séu innan lóðar til að anna starfseminni.
Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².
Lóðin sem um ræðir er á landbúnaðarsvæði L3 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2023.
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í töflu 7, skilmálum fyrir landbúnaðarland í flokki L3:
Afmörkuð eru 4 svæði og er eitt þeirra í nágrenni Krosslands. Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota.
Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland.
Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m².
Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun, þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Lóðin Akrakotsland Tún L133678 er skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar skráð 21.769,2 m2.
Stærð fyrirhugaðs húss er 12 x 20 m að grunnfleti en brúttóflötur er 280,3 m2.
Nýtingarhlutfall lóðar er því langt undir viðmiðum aðalskipulagsins sem er 0,5 eða 50 % skv. ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Aðkoma að lóðinni er um veg nr. 5057 skv. vegaskrá, hann nota einnig aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Fyrirhuguð uppbygging samræmist því ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í grenndarkynningu í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 á fyrirhugaðri byggingu skemmu/atvinnuhúsnæðis/verkstæðishúss á lóðinni Akrakotslandi Túni, landeignanúmer L133678, en í því fólst m.a. að kynna fyrir hagsmunaaðilum byggingu húss á lóðinni og fjalla um í USNL-nefnd um grundvöll byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til veitingu byggingarleyfis fyrir húsinu.
Sú starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu er háð starfsleyfi Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem er sér stjórnvald og er ekki á forræði sveitarfélagsins að hlutast til um hvaða starfsemi sé stunduð í húsnæði á vegum einkaaðila, slík starfsemi þarf þó að vera í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og þarf starfsleyfið því að byggja á þeim heimildum sem þar koma fram eða eftir atvikum deiliskipulagi ef um slíkt er að ræða.
Sveitarfélagið tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið að æskilegt er að umrætt svæði verði deiliskipulagt og má í því sambandi nefna að landeigendur Akrakotslands Túns hafa upplýst sveitarfélagið um að unnið sé að gerð deiliskipulags fyrir land sitt þar sem nánar verður kveðið á um ýmsa skilmála sem um svæðið munu gilda.
Í nágrenni fyrirhugaðrar skemmubyggingar Akrakotslands Túns L133678, er húsnæði sem byggt hefur verið eða verið nýtt í tengslum við atvinnustarfsemi, bygging síks húsnæðis er því engin nýlunda á þessu svæði.
Umrætt land er skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins landbúnaðarland, enda er landbúnaðarstarfsemi í næsta nágrenni og má þar nefna fjárbúskap, kjúklingabúið á Fögrubrekku og ljóst að einhverjir íbúar á svæðinu hafa tekjur af landbúnaði.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 3.12.- 31.12.2024 og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeim athugasemdum sem fram komu í samræmi við tillögu Umhverfis- og skipulagsdeildar sem kynnt var á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Landbúnaðarlandi er skipt upp í þrjá flokka (L1, L2 og L3) sem hafa mismunandi skilmála sbr. töflu 7 á bls. 25 í greinargerð aðalskipulagsins.
Þar sem er föst búseta, er heimilt að stunda frístundabúskap eða minniháttar atvinnustarfsemi ótengda landbúnaði.
Tryggja skal aðkomu og að næg bílastæði séu innan lóðar til að anna starfseminni.
Byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geta verið allt að 1.200 m².
Lóðin sem um ræðir er á landbúnaðarsvæði L3 skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2023.
Í kafla 2.4.1 Landbúnaðarsvæði (L) segir í töflu 7, skilmálum fyrir landbúnaðarland í flokki L3:
Afmörkuð eru 4 svæði og er eitt þeirra í nágrenni Krosslands. Megin landnýting verður áfram landbúnaðarstarfsemi, þar til nýta þarf land til annarrar nota.
Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenna skilmála um landbúnaðarland.
Lóðarstærðir geta verið allt frá 0,25 ha. Nýtingarhlutfall skal þó aldrei fara yfir 0,2 en þó fari hámarksbyggingamagn á hverri lóð aldrei yfir 5.000 m².
Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annarra nota s.s. í tengslum við þéttbýlismyndun, þ.e. íbúðarsvæði eða aðra skilgreinda atvinnustarfsemi.
Skv. aðalskipulaginu geta byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi eins og í þessu tilfelli verið allt að 1.200 m², heildarbyggingarmagn má þó ekki fara yfir 5.000 m² og nýtingarhlutfall ekki yfir 0,5.
Lóðin Akrakotsland Tún L133678 er skv. fasteignaskrá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar skráð 21.769,2 m2.
Stærð fyrirhugaðs húss er 12 x 20 m að grunnfleti en brúttóflötur er 280,3 m2.
Nýtingarhlutfall lóðar er því langt undir viðmiðum aðalskipulagsins sem er 0,5 eða 50 % skv. ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar.
Fyrirhuguð framkvæmd er því undir mörkum skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og stærð fyrirhugaðs húss því ekki veruleg samanborið við það byggingarmagn sem leyfilegt er.
Aðkoma að lóðinni er um veg nr. 5057 skv. vegaskrá, hann nota einnig aðrir lóðarhafar á svæðinu en aðkomuvegurinn er innan lóðar umsækjanda og landeiganda lóðarinnar Akrakotslands Túns, landeignanúmer 133678.
Fyrirhuguð uppbygging samræmist því ákvæðum aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
Í grenndarkynningu í Skipulagsgátt frá 3.12.-31.12.2024 á fyrirhugaðri byggingu skemmu/atvinnuhúsnæðis/verkstæðishúss á lóðinni Akrakotslandi Túni, landeignanúmer L133678, en í því fólst m.a. að kynna fyrir hagsmunaaðilum byggingu húss á lóðinni og fjalla um í USNL-nefnd um grundvöll byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til veitingu byggingarleyfis fyrir húsinu.
Sú starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu er háð starfsleyfi Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem er sér stjórnvald og er ekki á forræði sveitarfélagsins að hlutast til um hvaða starfsemi sé stunduð í húsnæði á vegum einkaaðila, slík starfsemi þarf þó að vera í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og þarf starfsleyfið því að byggja á þeim heimildum sem þar koma fram eða eftir atvikum deiliskipulagi ef um slíkt er að ræða.
Sveitarfélagið tekur undir þau sjónarmið sem fram hafa komið að æskilegt er að umrætt svæði verði deiliskipulagt og má í því sambandi nefna að landeigendur Akrakotslands Túns hafa upplýst sveitarfélagið um að unnið sé að gerð deiliskipulags fyrir land sitt þar sem nánar verður kveðið á um ýmsa skilmála sem um svæðið munu gilda.
Í nágrenni fyrirhugaðrar skemmubyggingar Akrakotslands Túns L133678, er húsnæði sem byggt hefur verið eða verið nýtt í tengslum við atvinnustarfsemi, bygging síks húsnæðis er því engin nýlunda á þessu svæði.
Umrætt land er skv. aðalskipulagi sveitarfélagsins landbúnaðarland, enda er landbúnaðarstarfsemi í næsta nágrenni og má þar nefna fjárbúskap, kjúklingabúið á Fögrubrekku og ljóst að einhverjir íbúar á svæðinu hafa tekjur af landbúnaði.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi fyrir fyrirhugaðri byggingu sem grenndarkynnt var í Skipulagsgátt frá 3.12.- 31.12.2024 og felur Umhverfis- og skipulagsdeild að svara þeim athugasemdum sem fram komu í samræmi við tillögu Umhverfis- og skipulagsdeildar sem kynnt var á fundinum.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
12.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 23 - Flokkur 1
2411007
Erindi sem vísað er til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóð Birkihlíðar 23 í landi Kalastaða.
Brúttóflötur húsanna er 180 m2, birt flatarmál 142,9m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóð Birkihlíðar 23 í landi Kalastaða.
Brúttóflötur húsanna er 180 m2, birt flatarmál 142,9m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða.
13.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Birkihlíð 24 - Flokkur 1
2412013
Erindi sem vísað er til nefndarinnar frá byggingarfulltrúa.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóð Birkihlíðar 24 í landi Kalastaða.
Brúttóflötur hússins er 180 m2, birt flatarmál 142,9 m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóð Birkihlíðar 24 í landi Kalastaða.
Brúttóflötur hússins er 180 m2, birt flatarmál 142,9 m2.
Skv. gildandi deiliskipulagi er hámarksstærð frístundahúsa 150 m2 og fylgihúsa 30 m2.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Birkihlíð 21, 18, 20, 22 og landeiganda Kalastaða.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Breytingar á deiliskipulagi.
1. mgr.: Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi og skal þá fara um breytinguna eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Þó er ekki skylt að taka saman lýsingu, skv. 1. mgr. 40. gr., vegna breytinga á deiliskipulagi.
2. mgr.: Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi sem séu það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. og skal þá fara fram grenndarkynning. Við mat á því hvort breyting á deiliskipulagi teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. [Sveitarstjórn skal senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.]
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Breytingar á deiliskipulagi.
1. mgr.: Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi og skal þá fara um breytinguna eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Þó er ekki skylt að taka saman lýsingu, skv. 1. mgr. 40. gr., vegna breytinga á deiliskipulagi.
2. mgr.: Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi sem séu það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. og skal þá fara fram grenndarkynning. Við mat á því hvort breyting á deiliskipulagi teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. [Sveitarstjórn skal senda Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.]
14.Samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi og í Kjósarhreppi.
2501003
Á ársfundi Heilbrigðiseftirlitsins 2021 var ákveðið að Heilbrigðiseftirlit Vesturlands myndi vinna drög að sameiginlegri hundasamþykkt fyrir Vesturland. Eftir nánari skoðun er lagt til að samþykktin gildi fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr á Vesturlandi og Kjósahrepppi.
Gert er ráð fyrir að samþykktin gildi í þeim sveitarfélögum sem staðfesta hana.
Skv. beiðni Framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þann 03.01.2024 er óskað eftir athugasemdum að drögum að samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi og Kjósahreppi.
Erindinu er vísað til USNL nefndar frá Sveitarstjórn.
Gert er ráð fyrir að samþykktin gildi í þeim sveitarfélögum sem staðfesta hana.
Skv. beiðni Framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þann 03.01.2024 er óskað eftir athugasemdum að drögum að samþykkt um gæludýrahald á Vesturlandi og Kjósahreppi.
Erindinu er vísað til USNL nefndar frá Sveitarstjórn.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur það jákvætt skref sem stigið er í sameiginlegri samþykkt um hunda, ketti og gæludýr fyrir landshlutann og Kjósahrepp. Jafnframt felur nefndin Umhverfis- og skipulagsdeild að skila inn athugasemdum til Heilbrigðiseftirlitsins í samræmi við umræður á fundinum.
15.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
2201029
Lögð fram húsnæðisáætlun 2025 sem skila skal eigi síðar en 20. janúar 2025.
Nefndin gerir ekki athugasemd við húsnæðisáætlunina.
Enanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Enanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
16.Stjórnsýslukæra nr. 175-2024 - skilti við Hvalfjarðargöng.
2412012
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Lagt fram til kynningar.
17.Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins
2412025
Erindi dags. 23.12.2024 frá Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneyti.
Loftslagsráðuneytið undirbýr nú uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósarsamningsins hér á landi sen verður fjórða skýrsla Íslands um innleiðingu samningsins. Skýrslan verður unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og tekur ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.
Ísland fullgilti í október 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
Á fjögurra ára fresti ber aðildarríkjum að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins þar sem farið er yfir stöðu innleiðingar ákvæða samningsins í viðkomandi ríki. Síðast skiluðu aðildarríkin skýrslu árið 2021 og var Ísland þar á meðal. Nú er komið að því að aðildarríkin skili skýrslu að nýju sem verða til umræðu á næsta aðildarríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.
Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið vill vekja athygli á því að unnið er að undirbúningi skýrslu Íslands sem skilað verður á næsta ári. Ráðuneytið væntir þess að fljótlega í byrjun árs 2025 verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Þá vill ráðuneytið hvetja alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar n.k. auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt.
Loftslagsráðuneytið undirbýr nú uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósarsamningsins hér á landi sen verður fjórða skýrsla Íslands um innleiðingu samningsins. Skýrslan verður unnin í samráði við umhverfisverndarsamtök og tekur ráðuneytið einnig við öllum ábendingum frá almenningi um efni hennar.
Ísland fullgilti í október 2011 Árósasamninginn um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
Á fjögurra ára fresti ber aðildarríkjum að skila aðildarríkjaskýrslu til skrifstofu samningsins þar sem farið er yfir stöðu innleiðingar ákvæða samningsins í viðkomandi ríki. Síðast skiluðu aðildarríkin skýrslu árið 2021 og var Ísland þar á meðal. Nú er komið að því að aðildarríkin skili skýrslu að nýju sem verða til umræðu á næsta aðildarríkjaráðstefnu samningsins. Mikilvægt er að öll sjónarmið komi fram, bæði sjónarmið stjórnvalda, almennings og félagasamtaka sem nýta sér þann rétt sem aðild að samningnum veitir.
Umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið vill vekja athygli á því að unnið er að undirbúningi skýrslu Íslands sem skilað verður á næsta ári. Ráðuneytið væntir þess að fljótlega í byrjun árs 2025 verði birt í samráðsgátt drög að skýrslunni til kynningar og athugasemda en auk þess mun ráðuneytið eiga sérstakt samráð við umhverfisverndarsamtök um efni hennar. Þá vill ráðuneytið hvetja alla þá sem áhuga hafa að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum til og með 31. janúar n.k. auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.
18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86
2410011F
- 18.1 2405023 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Leynisvegur 1 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa
- 18.2 2408020 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Eyrarskógur 33 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86 Samþykkt.
- 18.3 2410024 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Belgsholt 133734 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 18.4 2406009 Aðalvík 211189 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 18.5 2410040 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Akrakotsland Tún 133678 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 86
Málinu er vísað til USNL nefndar vegna skipulags.
19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 87
2411002F
- 19.1 2406014 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Fögruvellir 1 - Flokkur 2,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 87 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform ssamþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 19.2 2411018 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gröf II 207694 - Flokkur 2Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 87 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform ssamþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 19.3 2411003 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Langatröð 4 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 87 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform ssamþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 19.4 2411028 Lyngmelur 7 - lóðaumsókn.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 87
Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitastjórnar.
20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 88
2411007F
- 20.1 2411010 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hléskógar 3 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 88 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breitingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltumm skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 20.2 2409039 Umsókn um byggingarleyfi eða leyfi - Glaðheimar 1 - Flokkur 1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 88 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breitingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltumm skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 89
2412003F
- 21.1 2302007 Austurás 7 - Umsókn um byggingarheimild umff.1Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 89 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 21.2 2411036 Umsókn um byggingarheimild eða - leyfi - Lækjarkinn 16, 209114 - Flokkur 1.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 89 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 21.3 2210063 Skólasetursvegur 6 - byggingarheimild breyting á innra rýmiAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 89 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 21.4 2412009 Efra-Skarð L133164 - Stofnun lóða Efra-skarð 3, 4, 5 og 6Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 89
Stofnun lóða er samþykkt. - 21.5 2305010 Þaravellir - Umsókn um byggingarheimildAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 89 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa. - 21.6 2306038 Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Klafastaðavegur 4 - Flokkur 1,Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 89 Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð
nr. 112/2012 með síðari breytingum og samræmist skipulagsáætlunum.
Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.3.8 í
byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum og uppfylltum
skilyrðum/athugasemdum byggingarfulltrúa.
22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 90
2412004F
- 22.1 2307021 Skipanes 1 - Umsókn um byggingarheimildAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 90
Samrýmist skipulagi og er samþykkt. - 22.2 2205056 Skilti við HvalfjarðargöngAfgreiðslur byggingarfulltrúa - 90
Byggingarfulltrúi hefur nú tekið ákvörðun um að gera kröfu á bæði eiganda skiltisins og eiganda jarðarinnar um að skiltið verði fjarlægt, sbr. 2. mgr. 55. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010, sbr. 2.9.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og að notkun verði stöðvuð tafarlaust og slökkt verði á skiltinu, sbr. 1. mgr. 55. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Auk þessa er ákveðið að leggja dagsektir á eiganda skiltisins og eiganda jarðarinnar að fjárhæð kr. 150.000,- á hvorn aðila frá og með 7. janúar 2025.
Fundi slitið - kl. 18:15.