Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál voru tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
2.Reglur um fjárhagsaðstoð
2002002
Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr kr. 229.773.- í kr. 241.103.-. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar.
3.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2025
2501010
Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2025.
Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til 6,1% hækkun tekjumarka eða í takt við breytingar á launavísitölu á milli áranna 2023 og 2024. Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
4.Skammtímadvöl á Vesturlandi
2501005
Skammtímadvöl á Vesturlandi.
Á samráðsvettvangi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur verið til umfjöllunar sameiginleg uppbygging og rekstur skammtímadvalar í landshlutanum. Óskað er eftir afstöðu ráðsins til þeirrar nálgunar og að fenginn verði verkefnastjóri til að stýra þeirri vinnu.
Á samráðsvettvangi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur verið til umfjöllunar sameiginleg uppbygging og rekstur skammtímadvalar í landshlutanum. Óskað er eftir afstöðu ráðsins til þeirrar nálgunar og að fenginn verði verkefnastjóri til að stýra þeirri vinnu.
Fjölskyldu- og frístundanefnd er jákvæð fyrir því að skoða möguleikan á uppbygginu á sameiginlegri skammtímadvöl fyrir allt Vesturland. Slík þjónusta hefur ekki verið í boði á Vesturlandi frá árinu 2013 og telur nefndin að með stofnun nýs úrræðis væri hægt að bregðast við skorti á stuðningsfjölskyldum, auka fjölbreytni í þjónustu og styrkja faglegt starf í landshlutanum. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram með hópi stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi. Nefndin leggur til að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að greina þörf, áætla kostnað og skoða rekstrarform vegna skammtímadvalar á Vesturlandi.
5.Íþróttamanneskja Borgarfjarðar
2312005
Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) óskar eftir fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í valnefnd á íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024 skv. 4.gr. reglugerðar um íþróttamanneskju Borgarfjarðar.
Fjölskyldu- og frístundanefnd tilnefnir Sigurbjörg Önnu Þorleifsdóttur sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar til ársins 2026.
6.Líkamsrækt fyrir 60 ára og eldri
2501006
Í nóvember 2024 stóð Hvalfjarðarsveit fyrir líkamsrækt með leiðbeinanda fyrir íbúa 60 ára og eldri. Námskeiðið fylltist fljótt, og kom fram ánægja með þetta framtak.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að halda aftur líkamsræktarnámskeið fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar 60 ára og eldri, þar sem fyrra námskeið var vel sótt og var ánægja með. Markmiðið með námskeiðinu er að hvetja til heilbrigðs lífsstíls, stuðla að aukinni líkamlegri vellíðan og auka þekkingu íbúa á tækjum í líkamsræktarsalnum, svo þeir geti sótt salinn sjálfir með auknu öryggi og sjálfstæði. Félagsmálastjóra er falið að vinna málið áfram.
7.Sundlaugin að Hlöðum
2403002
Sundlaugin að Hlöðum.
Lagt fram til kynningar.
8.Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi og SSV
2406001
Lagðar fram fundargerðir Samráðshóps stjórnenda í Velferðarþjónustu á Vesturlandi.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir Ungmennaráðs
2310003
Lögð fram til kynningar 17. fundargerð Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:12.
Mál nr. 2501010 - Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2025. Málið verður nr. 3 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0.