Fara í efni

Sveitarstjórn

411. fundur 11. desember 2024 kl. 15:01 - 15:29 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2411006F - 44. fundur USNL nefndar. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2410020 - Holtavörðuheiðarlína 1 - umhverfismat. Málið verður nr. 5.1 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2409001 - Kúludalsá - Aðalskipulagsbreyting. Málið verður nr. 5.5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2412001 - Belgsholt L133734 - framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnar. Málið verður nr. 5.6 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2404092 - Erindi Landsnets um skipan sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu 1. Málið verður nr. 5.8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2412011 - Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 410

2411004F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 77

2411008F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 77 Framlagðar fundargerðir opnun tilboða.

    Opnun tilboða í verkið: Melahverfi III, gatnahönnun.
    Eftirfarandi tilboð bárust:

    Hnit verkfræðistofa kr. 23.130.000,-
    Efla verkfræðistofa kr. 13.396.369,-
    COWI Ísland ehf kr. 20.467.750,-
    VSÓ Ráðgjöf kr. 38.121.072,-

    Opnun tilboða í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna.
    Eftirfarandi tilboð bárust.

    T.S.V. ehf kr. 1.860.000,-
    Snerra ehf kr. 1.941.478,-

    Tilboðin hafa verið yfirfarin. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda, Eflu verkfræðistofu í gatnahönnun Melahverfis III, T.S.V. í gerð lóðarblaða, Snerru ehf í hönnun fjarskiptalagna og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningum.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur, Eflu verkfræðistofu í gatnahönnun Melahverfis III, T.S.V. í gerð lóðarblaða og Snerru ehf. í hönnun fjarskiptalagna. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að ganga frá verksamningum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 56

2411005F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 62

2412002F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 62 Fjölskyldu- og frístundanefnd tók til umfjöllunar erindi sem barst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, Önnu G. Torfadóttur og Áskeli Þórissyni þar sem þau óska eftir lausn frá störfum sínum sem fulltrúar í Öldungaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að verða við ósk þeirra um lausn frá störfum í Öldungaráði frá og með 4. nóvember 2024 og þakkar þeim kærlega fyrir þeirra störf og framlag í þágu ráðsins og eldri borgara í sveitarfélaginu.

    Samkvæmt erindisbréfi Öldungaráðs skulu þrír fulltrúar og þrír varafulltrúar tilnefndir af Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þegar ráðið var stofnað var ekki starfandi félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit og því var óskað eftir áhugasömum einstaklingum í ráðið. Nú hefur félag eldri borgara verið starfandi í sveitarfélaginu síðan í febrúar 2024 og í ljósi þess felur nefndin félagsmálastjóra að óska eftir tilnefningu frá félaginu á þremur fulltrúum í ráðið.

    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 44

2411006F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.

6.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun 2024.

2407013

Viðaukar 25 - 28.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2024 þar sem fjárheimildir eru fluttar á milli deilda. Lögfræðikostnaður er áætlaður á einni deild 21048 í upphafi árs, hann er nú færður með þessum viðauka á þær deildir sem hafa þurft að nýta sér lögfræðiþjónustu á árinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð -6.822.111 kr. á ýmsar deildir undir félagsmálum 02. Lægri kostnaður kemur til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð 3.714.347 kr. á Leikskólann Skýjaborg, deild 04012 á ýmsa launalykla vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningi leikskólakennara og stjórnenda. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. -524 kr. vegna tilfærslu á launum á milli deilda 02054 og 02055. Breytingin kemur til hækkunar á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Afskriftir krafna.

2412005

Erindi frá skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðar afskriftir að heildarfjárhæð kr. 363.163 sbr. framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Niðurfelling næsta sveitarstjórnarfundar.

2412006

Erindi frá oddvita Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður seinni fund sveitarstjórnar í desember sem vera ætti miðvikudaginn 25. desember nk. Næsti reglubundni fundur sveitarstjórnar verður því miðvikudaginn 8. janúar 2025."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025-2028.

2410043

Seinni umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagða fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2025-2028."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Umsókn um styrk fyrir nema í leikskólakennarafræðum

2412011

Erindi frá Diljá M. Jónsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða styrkbeiðni til nema í leikskólakennarafræðum fyrir vorönn 2025 skv. reglum um styrki til nema í leikskólakennarafræðum í Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Erindi Landsnets um skipan sérstakrar raflínunefndar vegna Holtavörðuheiðarlínu. 1.

2404092

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar til afgreiðslu dagskrárliðar 5.8, þar sem málið var afgreitt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Mönnun á starfsstöðvum HVE.

2410036

Máli var frestað á 409. fundi sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir þau sjónarmið sem sett eru fram um mögulega aðkomu sveitarfélaganna og lýsir yfir vilja til að taka þátt í þeim verkefnum sem tilgreind eru í fyrirliggjandi erindi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.248. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf.

2411037

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

14.183. og 184. fundargerðir stjórnar SSV.

2411045

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

15.Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.

2406004

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

16.956., 957. og 958. fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2411041

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Efni síðunnar