Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál voru tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
2.Afrekssjóður Hvalfjarðarsveitar 2024
2404069
Umsóknir í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar- Seinni úthlutun.
Fjölskyldu- og frístundanefnd tók til umfjöllunar tvær umsóknir sem bárust í afrekssjóð Hvalfjarðarsveitar, annars vegar frá Mattíasi Bjarma Ómarssyni sem æfir fimleika með Fimleikafélagi Akraness og hins vegar frá Kristni Benedikt Gross Hannessyni sem æfir blak með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að veita báðum umsækjendum styrk úr afrekssjóðnum og fá þeir 100.000 kr. hvor í samræmi við úthlutunarreglur og heildarfjárhæð sjóðsins fyrir árið.
Nefndin óskar styrkhöfum velfarnaðar í framtíðinni.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að veita báðum umsækjendum styrk úr afrekssjóðnum og fá þeir 100.000 kr. hvor í samræmi við úthlutunarreglur og heildarfjárhæð sjóðsins fyrir árið.
Nefndin óskar styrkhöfum velfarnaðar í framtíðinni.
3.Erindi - Úrsögn úr Öldungarráði.
2411012
Erindi frá Jóhönnu G. Harðardóttur, Önnu Guðrúnu Torfadóttur og Áskeli Þórisson.
Fjölskyldu- og frístundanefnd tók til umfjöllunar erindi sem barst frá Jóhönnu G. Harðardóttur, Önnu G. Torfadóttur og Áskeli Þórissyni þar sem þau óska eftir lausn frá störfum sínum sem fulltrúar í Öldungaráði. Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir að verða við ósk þeirra um lausn frá störfum í Öldungaráði frá og með 4. nóvember 2024 og þakkar þeim kærlega fyrir þeirra störf og framlag í þágu ráðsins og eldri borgara í sveitarfélaginu.
Samkvæmt erindisbréfi Öldungaráðs skulu þrír fulltrúar og þrír varafulltrúar tilnefndir af Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þegar ráðið var stofnað var ekki starfandi félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit og því var óskað eftir áhugasömum einstaklingum í ráðið. Nú hefur félag eldri borgara verið starfandi í sveitarfélaginu síðan í febrúar 2024 og í ljósi þess felur nefndin félagsmálastjóra að óska eftir tilnefningu frá félaginu á þremur fulltrúum í ráðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Samkvæmt erindisbréfi Öldungaráðs skulu þrír fulltrúar og þrír varafulltrúar tilnefndir af Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. Þegar ráðið var stofnað var ekki starfandi félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit og því var óskað eftir áhugasömum einstaklingum í ráðið. Nú hefur félag eldri borgara verið starfandi í sveitarfélaginu síðan í febrúar 2024 og í ljósi þess felur nefndin félagsmálastjóra að óska eftir tilnefningu frá félaginu á þremur fulltrúum í ráðið.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125-1999 (réttur til sambúðar).
2411013
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
2411014
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
6.Samræmdar reglur um stuðningsþjónustu/ heimastuðning
2411043
Í tengslum við innleiðingu sveitarfélaga á samþættri heimaþjónustu fyrir eldra fólk, undir yfirskriftinni Gott að eldast, kom í ljós mikilvægi þess að samræma reglur sveitarfélaga um stuðningsþjónustu.
Markmið breytinganna er að styrkja þjónustu sveitarfélaga við eldra fólk með það að leiðarljósi að efla sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin öldrunarferli. Stuðningsþjónustan er ætlað að veita aðstoð við athafnir daglegs lífs fyrir þá sem vegna aðstæðna sinna þurfa slíkan stuðning, auk þess að hvetja til virkni og félagslegrar þátttöku.
Í þessu skyni var stofnaður hópur, skipaður fulltrúum frá verkefnastjórn Gott að eldast, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stjórnendum úr sveitarfélögum, til að vinna drög að samræmdum reglum.
Markmið breytinganna er að styrkja þjónustu sveitarfélaga við eldra fólk með það að leiðarljósi að efla sjálfstæði þeirra og ábyrgð á eigin öldrunarferli. Stuðningsþjónustan er ætlað að veita aðstoð við athafnir daglegs lífs fyrir þá sem vegna aðstæðna sinna þurfa slíkan stuðning, auk þess að hvetja til virkni og félagslegrar þátttöku.
Í þessu skyni var stofnaður hópur, skipaður fulltrúum frá verkefnastjórn Gott að eldast, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og stjórnendum úr sveitarfélögum, til að vinna drög að samræmdum reglum.
Drög að samræmdum reglum lögð fram til kynningar og umræðu.
7.Samningur um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar
2308004
Kynning á Barnaverndarþjónustu Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.
8.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun.
2411033
Á sveitastjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar þann 27. nóvember 2024 var samþykkt verklagsreglur fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun og mun það taka gildi 1. janúar 2025."
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:23.
Ása Líndal Hinriksdóttir sat undir lið nr. 2404069.
Mál nr. 2411033 - Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt. Samþykkt samhljóða.