Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

77. fundur 03. desember 2024 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Ómar Örn Kristófersson ritari
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Salvör Lilja Brandsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Formaður nefndarinnar óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2411033 - Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 5:0

1.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd

2409030

Opnun tilboða í gatnahönnun, Melahverfi III.

Opnun tilboða í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna, Melahverfi III.
Framlagðar fundargerðir opnun tilboða.

Opnun tilboða í verkið: Melahverfi III, gatnahönnun.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Hnit verkfræðistofa kr. 23.130.000,-
Efla verkfræðistofa kr. 13.396.369,-
COWI Ísland ehf kr. 20.467.750,-
VSÓ Ráðgjöf kr. 38.121.072,-

Opnun tilboða í gerð lóðarblaða og hönnun fjarskiptalagna.
Eftirfarandi tilboð bárust.

T.S.V. ehf kr. 1.860.000,-
Snerra ehf kr. 1.941.478,-

Tilboðin hafa verið yfirfarin. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda, Eflu verkfræðistofu í gatnahönnun Melahverfis III, T.S.V. í gerð lóðarblaða, Snerru ehf í hönnun fjarskiptalagna og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningum.

2.Íþróttahús - Heiðarborg

2001042

Verkstaða framkvæmda við byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Fundarmenn fóru í vettvangsskoðun á verkstað við Heiðarborg fyrir fund Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Farið var yfir verkstöðu framkvæmda.

3.Vatnsveita - styrktarsjóður.

2208031

Umsókn um styrk vegna endurbóta á kaldavatnslögn.
Umsókn Þórðar Magnússonar kt:010657-3939 Vallarnesi 1 hefur verið móttekin og yfirfarin vegna framkvæmdarinnar af verkefnastjóra framkvæmda og eigna.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

4.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Viðhaldsverkefni 2024-2027.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.

5.Verklagsreglur Hvalfjarðarsveitar fyrir gerð viðauka við fjárhagsáætlun.

2411033

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar