Fara í efni

Sveitarstjórn

407. fundur 09. október 2024 kl. 15:09 - 15:26 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2410016 - Beiðni um styrk vegna hrútasýningar 2024. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 6:0, HH sat hjá.

1.Sveitarstjórn - 406

2409007F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 75

2409006F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 75 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá og jarðvegsskýrslu. Jafnframt er samþykkt að leita tilboða hjá fimm verkfræðistofum þ.e. Eflu, Verkís, COWI, Hnit og VSÓ í verkfræðihönnun gatnaframkvæmda Melahverfis III. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar- og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá og jarðvegsskýrslu. Jafnframt er samþykkt að leita tilboða hjá fimm verkfræðistofum þ.e. Eflu, Verkís, COWI, Hnit og VSÓ í verkfræðihönnun gatnaframkvæmda Melahverfis III."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 75 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að farið verði í áframhaldandi stígagerð við Eiðisvatn á árinu 2025 og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið vinna að gerð verðkönnunar fyrir verkið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að farið verði í áframhaldandi stígagerð við Eiðisvatn á árinu 2025 og að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falin vinna að gerð verðkönnunar fyrir verkið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 55

2409009F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 60

2409010F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 60 Abler er kerfi sem er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, forráðamönnum og öðru starfsfólki. Abler einfaldar skipulag, samskipti, greiðslur og yfirsýn. Í byrjun árs gerði Hvalfjarðarsveit samning til reynslu í eitt ár við Abler ehf. um notkun Hvata styrkjakerfis ásamt skráningar- og greiðslukerfinu Abler (áður Sportabler). Markmiðið með slíkum samning var að einfalda íbúum Hvalfjarðarsveitar að nýta tómstundastyrkinn sem og að auðvelda afgreiðslu tómstundastyrkja. Abler hefur reynst vel á reynslutímanum og eru merki um að fleiri séu að nýta tómstundastyrkina. Með nýjum samningi við Abler mun einnig bætast við fleiri möguleikar á nýtingu kerfisins.

    Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til við sveitastjórn að semja við Abler um áframhaldandi þjónustu.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að semja við Abler um áframhaldandi þjónustu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 60 Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að samningi milli þjónustukerfa og starfsreglum samhæfingarteyma. Nefndin samþykkir að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar samningsins. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar samningsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024.

2410002

Fundarboð ásamt dagskrá.
Haustþing SSV verður haldið í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík miðvikudaginn 16. október nk.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum verði Andrea Ýr Arnarsdóttir, Birkir Snær Guðlaugsson og Inga María Sigurðardóttir og til vara Helga Harðardóttir, Ómar Örn Kristófersson og Helgi Pétur Ottesen. Auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu. Haustþing SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ungmennaþing Vesturlands 2024.

2410003

Boðsbréf.
Ungmennaþing Vesturlands verður haldið í sumarbúðunum í Ölver, Hvalfjarðarsveit, helgina 25.-27.október. Stjórn SSV og sveitar- og bæjarstjórnum er boðið til samtals við ungmennaþingið á sunnudeginum 27.október frá kl. 11:00 - 13:00.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn þakkar fyrir boðið og fagnar því að ungmennaþingið verði haldið í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn óskar öllum þátttakendum góðs þings og mun senda fulltrúa til að taka þátt í samtali á sunnudeginum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili - stækkun.

2410008

Erindi frá framkvæmdastjóra Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að koma að fjármögnun hönnunarkostnaðar vegna stækkunar Höfða. Sveitarstjórn samþykkir vegna þessa viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð 5mkr. á deild 02041, lykil 5947, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2409043

Erindi frá Sóknarnefnd Innri-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita sóknarnefnd Innri Hólmskirkju endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði 30. nóvember nk. og 1. desember nk. Þá helgi stendur sóknarnefndin fyrir árlegum jólamarkaði til styrktar viðhaldssjóði kirkjunnar. Sveitarstjórn samþykkir að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

2410001

Erindi frá 9. og 10. bekk Heiðarskóla.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita 9. og 10. bekk Heiðarskóla endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði 2. og 3. nóvember nk. Þá helgi stendur til að hafa flóamarkað, þar sem þau ætla að stuðla að endurnýtingu hluta í þágu umhverfisins til að afla fjár fyrir lokaferð elstu bekkja Heiðarskóla. Sveitarstjórn samþykkir að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Beiðni um styrk vegna hrútasýningar 2024.

2410016

Erindi frá Búnaðarfélagi Hvalfjarðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita Búnaðarfélagi Hvalfjarðar styrk að fjárhæð kr. 150.000 til þess að halda árlega hrútasýningu sem fram fer þann 11. október nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, HH sat hjá.

11.Hrísabrekka 29 - rekstrarleyfi.

2409044

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um frumvarp til laga um námsgögn.

2409042

Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.

13.952. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2410005

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:26.

Efni síðunnar