Mannvirkja- og framkvæmdanefnd
Dagskrá
Ómar Örn Kristófersson situr fundinn á Teams.
1.Melahverfi III - Gatnaframkvæmd
2409030
Í framkvæmdaáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024 er lagt til að farið verði í hönnun og framkvæmd við gatnagerð í Melahverfi III samkv. samþykktu deiliskipulagi.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að fela verkefnastjóra framkvæmda og eigna að leita eftir tilboðum í hönnunar og útboðsgögn, kostnaðaráætlun, magntökuskrá og jarðvegsskýrslu. Jafnframt er samþykkt að leita tilboða hjá fimm verkfræðistofum þ.e. Eflu, Verkís, COWI, Hnit og VSÓ í verkfræðihönnun gatnaframkvæmda Melahverfis III.
2.Krossland - Opið svæði
2409033
Umfjöllun um opin svæði / leiksvæði í Krosslandi.
Farið yfir stöðu málsins, verkefnastjóra framkvæmda og eigna og formanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.
3.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu
2001040
Umfjöllun um göngu- og reiðhjólastíga í Hvalfjarðarsveit.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að farið verði í áframhaldandi stígagerð við Eiðisvatn á árinu 2025 og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið vinna að gerð verðkönnunar fyrir verkið.
4.Íþróttahús - Heiðarborg
2001042
Verkstaða framkvæmda við byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Verkefnastaða og framkvæmd verksins kynnt.
Helgi Pétur Ottesen kemur inn á fundinn.
5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2025-2028
2409031
Viðhalds- og framkvæmdáætlun 2025-2028.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að leggja viðhalds- og framkvæmdaáætlun fyrir árin 2025-2028 fram til fyrri umræðu í sveitastjórn.
Ómar Örn Kristófersson víkur af fundi.
6.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027
2309051
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir verkstöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2024.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda- og viðhaldsáætlunar 2024.
7.Samstarf slökkviliða á Vesturlandi.
2302012
Skýrsla frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Skýrslan framlögð.
Fundi slitið - kl. 18:30.