Fara í efni

Fjölskyldu- og frístundanefnd

60. fundur 03. október 2024 kl. 16:32 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Ásta Jóna Ásmundsdóttir formaður
  • Marie Greve Rasmussen varaformaður
  • Inga María Sigurðardóttir ritari
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir aðalmaður
  • Sæmundur Rúnar Þorgeirsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Freyja Þöll Smáradóttir embættismaður
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2410006 - Samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

Mál nr. 2410010 - Umsögn um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

Mál nr. 2410003 - Ungmennaþing Vesturlands 2024. Málið verður nr. 11 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 5:0

Ása Líndal Hinriksdóttir sat undir liðum nr. 2401029, 241029, 2310003, 2409038, 2403002 og 2410003.

Marie Greve Rasmussen vék af fundi klukkan 17:48.

1.Trúnaðarmál

2010017

Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

2.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu

2403001

Kynning á niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu.



Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) stofnaði til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu í febrúar sl. Athugun var eitt af fyrstu skrefum stofnunarinnar í að sinna ytra eftirliti með stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Farið yfir niðurstöður frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnunar á reglum sveitarfélaga um stoð og stuðningsþjónustu. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram með niðurstöðurnar.

3.Sportabler- frístundakerfi

2401029

Sportabler- frístundakerfi.
Abler er kerfi sem er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, forráðamönnum og öðru starfsfólki. Abler einfaldar skipulag, samskipti, greiðslur og yfirsýn. Í byrjun árs gerði Hvalfjarðarsveit samning til reynslu í eitt ár við Abler ehf. um notkun Hvata styrkjakerfis ásamt skráningar- og greiðslukerfinu Abler (áður Sportabler). Markmiðið með slíkum samning var að einfalda íbúum Hvalfjarðarsveitar að nýta tómstundastyrkinn sem og að auðvelda afgreiðslu tómstundastyrkja. Abler hefur reynst vel á reynslutímanum og eru merki um að fleiri séu að nýta tómstundastyrkina. Með nýjum samningi við Abler mun einnig bætast við fleiri möguleikar á nýtingu kerfisins.

Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur því til við sveitastjórn að semja við Abler um áframhaldandi þjónustu.

4.Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar

2011001

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.



Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru karlar 58 og 64 konur.
Samkvæmt Jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar hefur nefndin m.a. það hlutverk að kanna árlega kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera sem jafnast og ekki undir 40% kynjahalli.

Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna árið 2024, eru karlar, 58 og 64 konur.
Kynjahlutfallið er því þannig að karlar eru 48% og konur eru 52% í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum Hvalfjarðarsveitar. Nefndin gerir ekki athugasemdir til sveitarstjórnar við stöðu mála.

5.Samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar.

2410006

Erindi frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Fjölskyldu- og frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við drög að samningi milli þjónustukerfa og starfsreglum samhæfingarteyma. Nefndin samþykkir að veita félagsmálastjóra umboð til undirritunar samningsins. Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

6.Fundargerðir Ungmennaráðs

2310003

16. fundargerð Ungmennaráðs Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

7.Öldungaráð

2305056

Lögð fram fundargerð 4. fundar Öldungaráðs sem fram fór þann 17.09.2024.
Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun Fjölskyldu- og frístundanefndar 2025

2409038

Fjárhagsáætlun 2025.
Lagt fram. Félagsmálastjóra og Frístunda- og menningafulltrúa falið að vinna áfram að fjárhagsáætlun útfrá umræðum á fundi.

9.Sundlaugin að Hlöðum

2403002

Yfirlit yfir rekstur sundlaugar að Hlöðum sumarið 2024.
Farið var yfir rekstur á sundlauginni að Hlöðum sumarið 2024. Umræða var á fundinum um skipulag og framtíðarsýn sundlaugarinnar.

10.Umsögn um drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.

2410010

Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar.

11.Ungmennaþing Vesturlands 2024.

2410003

Ungmennaþing Vesturlands 2024.
Ungmennaþing Vesturlands verður haldið í Ölver, Hvalfjarðarsveit dagana 25.-27. október. Fjölskyldu- og frístundanefnd hvetur ungmenni í sveitarfélaginu að taka þátt.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar