Fara í efni

Sveitarstjórn

404. fundur 28. ágúst 2024 kl. 15:02 - 15:31 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ásgeir Pálmason Varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2310021 mál frá 40. fundi USNL nefndar 2407003F - Virkjun í landi Þórisstaða. Málið verður nr. 5.7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2401057 - Sorphirða - útboð. Málið verður nr. 7 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Inga María Sigurðardóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 403

2408001F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 73

2407005F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 58

2408003F

Fundargerðin framlögð.

4.Fræðslunefnd - 59

2408002F

Fundargerðin framlögð.
EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 59 Framlögð verkefnaáætlun frá MSHA fyrir haustið 2024.
    Á grundvelli hennar óskar fræðslunefnd eftir viðbótafjárveitingu að fjárhæð 1.071.000 kr. til þess að unnt sé að vinna áfram til áramóta samkvæmt áætluninni.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 1.071.000 kr. til þess að unnt sé að vinna áfram til áramóta samkvæmt verkefnaáætlun frá MSHA fyrir haustið 2024. Sveitarstjórn samþykkir vegna þess viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 1.071.000 á deild 04020, lykil 4391 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40

2407003F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við umhverfismatið en vill benda á samlegðaráhrif vegna áforma um aðra vindorkugarða á Norðvesturlandi svo sem við Garpsdal, Hróðnýjarstaði, Grjótháls, Múla, Tjörn á Vatnsnesi og fl.
    Nefnin bendir jafnframt á að uppskipun og flutningur vindmylluspaða um Grundartangahöfn og þjóðvegakerfið upp á Laxárdalsheiði er úrlausnarefni framkvæmdaraðila í nánu samstarfi við Grundartangahöfn og Vegagerð og eftir atvikum lögreglu, en hefur ekki áhrif á skipulagsmál sveitarfélags að því að best verður séð. Um er að ræða aukinn flutning á framkvæmdatíma sem mun hafa tímabundin áhrif á aðliggjandi svæði og aðra vegfarendur. Nefndin telur hins vegar að aðstæður í Grundartangahöfn séu góðar en vill þó beina því til framkvæmdaraðila að leitast verði við að tímasetning flutninga verði þannig að þeir hafi sem minnst áhrif á aðra vegfarendur.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur yfirfarið matstilkynningu sem gerir grein fyrir helstu umhverfisþáttum framkvæmdar. Nefndin vill þó árétta, það sem fram kemur að vatnsveita sveitarfélags annar tæplega núverandi notkun og því óljóst hvort aukning upp á 3,6 l/s takmarki aðra notkun. Nefndin bendir á að náið samráð skuli hafa við veitustofnun vegna afhendingar á ferskvatni á svæðinu. Þá þarf að tryggja að flutningur sláturfisks sé öruggur m.t.t. varna við slysasleppingum við umskipun/dælingu sláturfisks frá kerjum til skips. Einnig má gera betur grein fyrir förgun/nýtingu lífræns úrgangs eftir hreinsun hans og geymslu í allt að 40 daga.
    Fram kemur í matstilkynningunni að frárennsli verði leitt út í sjó í Hvalfirði, 5 m fyrir neðan stórstraumsfjöru og að eldisvatnið verði hreinsað með ristum í kerjum og síubúnaði þar sem grófar agnir verði hreinsaðar áður en veitt verði í viðtaka. Nefndin vill árétta að vel verði fylgst með mengunarhættu sem gæti hlotist af því að leiða frárennsli frá starfseminni í sjó í Hvalfirði.
    Fram kemur einnig að meltutankur verði á stöðinni, með það í huga að nýta meltuna til frekari framleiðslu á verðmætum og í því skyni verði dauðfiskur kvarnaður og látin liggja í maurasýru og gerður samningur við fyrirtæki sem sjá um móttöku á dauðfiski vegna massadauða eða förgunar vegna sjúkdóma. Að mati nefndarinnar þarf að skýra betur út hvernig farið verður með dauðfisk eftir að hann hefur verið afhentur til förgunar svo sem hvar og hvernig fiski verður fargað.
    Að öðru leyti gerir USNL-nefnd ekki athugasemdir við framkomna matstilkynningu.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við skipulagslýsingu Kjósarhrepps.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemd við fyrirhuguð áform.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Forsaga málsins er að Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hafnaði landeigendum um framkvæmdarleyfi fyrir virkjun í landi Þórisstaða, án undangengis deiliskipulags, sbr. 35. fundur USNL-nefndar þann 17. apríl 2024. Sú ákvörðun var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 24. apríl 2024. Þann 22. maí 2024 skoruðu landeigendur á USNL-nefnd að endurskoða höfnun á umsókn um framkvæmdaleyfi vegna örvirkjunar.

    Erindi landeigenda verður skilið þannig að verið sé að fara fram á endurupptöku framangreinds máls á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 á aðili máls rétt á því að mál sé tekið til meðferðar á ný ef (1) ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, eða (2) íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.

    Vegna þessa hefur landeigendum verið gefinn rúmur frestur til að koma á framfæri frekari skýringum og gögnum máli sínu til stuðnings. Eftir ítarlega skoðun allra gagna málsins er það niðurstaða USNL-nefndar að ákvörðun um að hafna umsókn landeiganda um framkvæmdaleyfi vegna örvirkjunar hafi ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum og atvik hafi ekki breyst verulega frá því ákvörðun var tekin. Kröfu landeiganda um endurupptöku málsins er því hafnað.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir og staðfestir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Skv. 5. grein reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 segir að endurheimt votlendis geti með hliðsjón af 4. grein sömu laga, verið háð framkvæmdaleyfi enda sé umfang verksins ekki óverulegt.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur, með tilvísun til 4. og 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að fyrirhuguð framkvæmd sé framkvææmdaleyfisskyld, hún hafi áhrif á umhverfið og breyti ásýnd þess og með hliðsjón af stærð svæðis, umfangi framkvæmdar, varanleika og áhrifum á landsalg og ásýnd umhverfisins og annarra umhverfisáhrifa, sé hún því háð framkvæmdaleyfi.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd telur að umrædd framkvæmd stuðli að endurheimt náttúrulegra vistkerfa á svæðinu án þess að hafa áhrif á önnur aðliggjandi svæði með neikvæðum hætti. Þrátt fyrir að hluti svæðis flokkist sem úrvals ræktunarland og sé ræktað land, má endurheimta ræktunarmöguleika þess síðar með framræsingu gerist þess þörf til matvælaframleiðslu.
    Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við framtíðarsýn um stefnu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 þar sem segir m.a. að lögð sé áhersla á að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með endurheimt votlendis. Þá segir ennfremur í kafla um landbúnðarsvæði að leitast verði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði m.a. með endurheimt votlendis.
    USNL-nefnd fellur frá grenndarkynningu og telur að fyrirhugaðar framkvæmdir varði ekki hagsmuni annarra en umsækjanda sbr. 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga.

    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðrar endurheimtar á votlendi innan jarðar Lækjar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvaljarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðrar endurheimtar á votlendi innan jarðar Lækjar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs aðkomuvegar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvaljarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna fyrirhugaðs aðkomuvegar, skv. því fyrirkomulagi sem lýst er í umsóknargögnum og á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gerð verði úttekt af hálfu sveitarfélagsins, þar sem þess verði gætt að framkvæmd sé í samræmi við umsókn framkvæmdaleyfis og hjálagðra gagna hennar. Kostnaður við framkvæmdaleyfi og áfangaúttektir sveitarfélagsins eru skv. gjaldskrá sveitarfélagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Umrædd lóð er í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 skilgreind sem landbúnaðarsvæði L2 þar sem heimilt er byggja til landbúnaðar eða í tengslum við rekstur bús s.s. minni háttar rekstur með landbúnaði, til að auðvelda kynslóðaskipti eða byggingar til landbúnaðar. Lóðastærðir fara eftir umfangi framkvæmdar.
    Skv. almennum skilmálum fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 segir að byggingar fyrir ótengda atvinnustarfsemi geti verið allt að 1.200 m².
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
    Endalegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að byggingaráform verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 5.19 2407031 Fjallskil 2024
    Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 40 Tillaga umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar árið 2024.

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 8. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 22. september þegar smölun lýkur. Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson.

    Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru. Fyrri Reynisrétt er laugardaginn 14. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson. Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir. Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 15. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 29. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson. Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir. Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen.

    Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

    Þá leggur nefndin til við sveitarstjórn að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar að höfðu samráði við réttarstjóra.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir tillögu nefndarinnar að fjallskilaseðli Hvalfjarðarsveitar árið 2024.

    A. Leitarsvæði Núparéttar: Leitarsvæðið nær yfir Leirár- og Melasveit og Svínadal norðan Laxár inn að mörkum Hlíðarfótar og Eyrar. Leitardagur er á laugardegi fyrir rétt. Fyrri Núparétt er sunnudaginn 8. september kl. 13 og seinni rétt laugardaginn 22. september þegar smölun lýkur. Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon. Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson. Skilamenn í Hornsrétt eru Baldvin Björnsson og Hannes Adolf Magnússon.

    B. Leitarsvæði Reynisréttar. Leitarsvæðið nær yfir Skilmannahrepp allan, Innri-Akraneshrepp og Akraneskaupstað. Leitardagar skulu vera sömu daga og réttir eru. Reynisrétt er laugardaginn 21. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Sigurgeir Guðni Ólafsson. Réttarstjóri er Lilja Guðrún Eyþórsdóttir. Marklýsingamenn eru Ólafur Sigurgeirsson og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir.

    C. Leitarsvæði Svarthamarsréttar. Leitarsvæðið nær yfir Hvalfjarðarströnd, Svínadal allan sunnan Laxár og norðan Laxár að innanverðu allt að merkjum Eyrar og Hlíðarfótar og upprekstrarland Akraneskaupstaðar á Botnsheiði og land jarða í Skorradalshreppi sunnan Fitjaár allt að landi Litlu Drageyrar. Leitardagar eru föstudagur og laugardagur fyrir fyrri skilaréttir. Fyrri Svarthamarsrétt er sunnudaginn 15. september kl. 10 og seinni rétt sunnudaginn 29. september þegar smölun lýkur. Leitarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson. Réttarstjóri er Arnheiður Hjörleifsdóttir. Marklýsingamenn eru Guðmundur Sigurjónsson og Jón Ottesen. Skilamenn í Oddstaðarétt eru Stefán Gunnar Ármannsson og Guðbjartur Þór Stefánsson.

    Sveitarstjórn samþykkir að við réttir í sveitarfélaginu verði kaffiveitingar að höfðu samráði við réttarstjóra."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Skatttekjuáætlun 2025
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Skatttekjuáætlun 2025 lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn staðfestir áætlunina til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Sorphirða - útboð

2401057

Opnun tilboða í útboði 23096 - Sorphirða fyrir Hvalfjarðarsveit.
Föstudaginn 23. ágúst sl. voru opnuð tilboð í sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau eftirfarandi:

Terra hf. kr. 255.661.674 eða 121,26% af kostnaðaráætlun

Íslenska gámafélagið ehf. kr. 211.916.862 eða 100,51% af kostnaðaráætlun

Kostnaðaráætlun verksins var að fjárhæð kr. 210.844.344

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði og ganga til samninga við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf. og er sveitarstjóra falið að rita undir samninginn.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Nes - umsögn vegna beiðni um undanþágu fjarlægðar byggingar frá vegi.

2408025

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til USNL nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Birting fundargerða USNL nefndar.

2408026

Erindi frá Axel Helgasyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn þakkar fyrir ábendinguna sem verður tekin til skoðunar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Vegaframkvæmdir og fjarskiptamál í Dalabyggð.

2408021

Erindi frá Dalabyggð.
Erindið framlagt.

11.Varnaræfingin Norður Víkingur 2024.

2408024

Erindi frá Utanríkisráðuneyti.
Erindið framlagt.

12.Höfði , hjúkrunar- og dvalarheimili - starfshópur.

2406004

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgiskjölum framlögð.

13.182. fundargerð stjórnar SSV.

2408023

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:31.

Efni síðunnar