Fara í efni

Sveitarstjórn

401. fundur 26. júní 2024 kl. 15:02 - 15:20 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Inga María Sigurðardóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 400

2406002F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 53

2406004F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 53 Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram. Unnið verður áfram í skipulagi á milli funda.

    Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir við sveitarstjórn að veittur verði frír aðgangur í sundlaugina að Hlöðum sunnudaginn 18. ágúst.

    Menningar- og markaðsnefnd óskar einnig eftir fríum afnotum af Miðgarði á Hvalfjarðardögum, helgina 16. til 18. ágúst.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veittur verði frír aðgangur í sundlaugina að Hlöðum sunnudaginn 18. ágúst. Afnotin verði bókuð til tekna á sundlaugina og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að veita endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði á Hvalfjarðardögum, helgina 16. til 18. ágúst. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 38

2406005F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Svarfhóls frá árinu 1980 en málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
    Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins en ábending barst frá sumarhúsafélagi Svarfhólsskógar og tekur nefndin undir sjónarmið félagsins er snúa að hárri grunnvatnsstöðu.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Svarfhóls frá árinu 1980 en málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
    Lagt fram til kynningar og endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvaljarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir og tekur undir bókun nefndarinnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 38 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2025-2028

2406020

Tíma- og verkáætlun.
Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlun."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2406012

Aðalfundarboð.
Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 27. júní nk. í Stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Karl Ingi Sveinsson aðalfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf. hefur óskað eftir tímabundinni lausn frá stjórnunarstörfum í félaginu. Samkvæmt sameignarfélagssamningi félagsins skal vatnsveitustjórn skipuð þremur fulltrúum til tveggja ára í senn og jafn mörgum til vara. Einn fulltrúi í stjórn skal skipaður af hvorum eiganda annað hvert ár. Formaður skal tilnefndur sérstaklega til tveggja ára, til skiptis af hvorum eiganda. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Helga Harðardóttir og Jökull Helgason verði aðalfulltrúar í stjórn Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. og tilnefnir Jökul Helgason sem formann stjórnar félagsins til tveggja ára. Andrea Ýr Arnarsdóttir og Ómar Örn Kristófersson verða varafulltrúar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, fari með umboð og atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um styrk í formi endurgjaldslausra afnota á Miðgarði vegna námskeiðs

2406022

Erindi frá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni bréfritara um styrk í formi niðurfellingu á leigu á félagsheimilinu Miðgarði dagana 12. til 16. ágúst nk. vegna námskeiðs sem ætlað er grunnskólabörnum á miðstigi. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda á styrkveitingu til íþrótta- og æskulýðsmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Vatnaskógur - Fjölskylduhátíð 2024 - tækifærisleyfi.

2406015

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla

2406021

Erindi frá Jafnréttisstofu.
Erindið lagt fram og vísað til fræðslunefndar og fjölskyldu- og frístundanefndar.

9.948. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2406013

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:20.

Efni síðunnar