Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd
Dagskrá
Svenja Neele Verena Auhage boðaði forföll.
1.Umhverfisvöktun við Grundartanga, niðurstöður 2023.
2406006
Kynningarfundur var haldinn 4. júní sl. í félagsheimilinu Miðgarði. Fundinum var einnig streymt.
Efni fundarins var vegna umhverfiseftirlits og niðurstaðna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga vegna ársins 2023.
Fundurinn er árlegur og í samræmi við starfsleyfi Als álvinnslu, Elkem Ísland og Norðuráls.
Á dagskrá fundarins voru m.a. eftirfarandi erindi:
Mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar og niðurstöður eftirlits 2023.
Niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga.
Erindi frá Norðurál.
Erindi frá Elkem.
Efni fundarins var vegna umhverfiseftirlits og niðurstaðna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga vegna ársins 2023.
Fundurinn er árlegur og í samræmi við starfsleyfi Als álvinnslu, Elkem Ísland og Norðuráls.
Á dagskrá fundarins voru m.a. eftirfarandi erindi:
Mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar og niðurstöður eftirlits 2023.
Niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga.
Erindi frá Norðurál.
Erindi frá Elkem.
Lagt fram til kynningar.
2.Glymur 2024
2402031
Á 37. fundi USNL-nefndar þann 5. júní sl., fjallaði nefndin um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða skv. erindi frá Ferðamálastofu dags. 30. apríl 2024.
Fram kom að verkefnið Glymur í botni Hvalfjarðar, hafi hlotið styrk að upphæð 11.500.000 kr. og sé veittur til áframhaldandi stígagerðar við krefjandi aðstæður austan megin í gljúfrinu og lokun og tilfærslu á hættulegum köflum leiðarinnar.
Í kjölfarið undirritaði sveitarfélagið verksamning við framkvæmdasjóð ferðamannastaða og staðfesti.
Umhverfis- og skipulagsdeild hefur unnið að samningum við Unnstein Elíasson, Ferjubakka IV í Borgarfirði um framkvæmd verksins og einnig við Arnheiði Hjörleifsdóttur, Bjarteyjarsandi um að verkstýra verkefninu og vera tengiliður við landeigendur vegna verksins. Lögð fram drög að samningum.
Fram kom að verkefnið Glymur í botni Hvalfjarðar, hafi hlotið styrk að upphæð 11.500.000 kr. og sé veittur til áframhaldandi stígagerðar við krefjandi aðstæður austan megin í gljúfrinu og lokun og tilfærslu á hættulegum köflum leiðarinnar.
Í kjölfarið undirritaði sveitarfélagið verksamning við framkvæmdasjóð ferðamannastaða og staðfesti.
Umhverfis- og skipulagsdeild hefur unnið að samningum við Unnstein Elíasson, Ferjubakka IV í Borgarfirði um framkvæmd verksins og einnig við Arnheiði Hjörleifsdóttur, Bjarteyjarsandi um að verkstýra verkefninu og vera tengiliður við landeigendur vegna verksins. Lögð fram drög að samningum.
Samþykkt að fela deildarstjóra Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar að ganga frá samningi við Arnheiði Hjörleifsdóttur vegna verksins.
3.Ártröð 10 og 12 - deiliskipulagsbreyting.
2206028
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 360. fundi sínum að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Svarfhól sbr. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt var meðal aðliggjandi lóðarhafa, félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu og landeiganda Svarfhóls, en um var að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ártröð 10 og 12 í landi Svarfhóls.
Í gildi er deiliskipulag frá árinu 1980, uppdráttur ásamt greinargerð, en skv. því eru lóðirnar Ártröð nr. 10 og 12 skilgreindar sem lóðir með tilgreindri lóðarstærð en fram kemur í texta að lóðir séu mýrlendi, óbyggðar í fyrstu, síðar jafnvel til sameiginlegra nota. Með breytingu deiliskipulagsins eru lóðirnar skilgreindar sem byggingarlóðir án kvaðar um að lóðir séu óbyggðar í fyrstu og síðar jafnvel til sameiginlegra nota. Að öðru leyti gilda núgildandi skilmálar fyrir lóðirnar.
Grenndarkynning var auglýst í Skipulagsgátt og var kynningartími frá 16. maí til 13. júní 2024.
Ein ábending barst á kynninartíma grenndarkynningar frá formanni sumarhúsafélagsins í Svarfhólsskógi, fyrir hönd stjórnar Svarfhólsskógar.
Þar kom fram að Ártröð 10 og 12 séu með háa grunnvatnsstöðu, einkum síðarnefnda lóðin, sem gæti valdið vandamálum er varða frárennsli rotþróa á lóðunum. Að óbreyttu gæti frárennsli þeirra leitað til nærliggjandi lóða, s.s. Ártraðar 9, 11, 13 og jafnvel 15 og valdið þar tjóni. Að mati stjórnar Svarfhólsskógar er rétt að hafa þetta í huga áður en ráðist er í að byggja hús með tilheyrandi rotþróm á lóðunum.
Grenndarkynnt var meðal aðliggjandi lóðarhafa, félagi sumarhúsaeigenda á svæðinu og landeiganda Svarfhóls, en um var að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ártröð 10 og 12 í landi Svarfhóls.
Í gildi er deiliskipulag frá árinu 1980, uppdráttur ásamt greinargerð, en skv. því eru lóðirnar Ártröð nr. 10 og 12 skilgreindar sem lóðir með tilgreindri lóðarstærð en fram kemur í texta að lóðir séu mýrlendi, óbyggðar í fyrstu, síðar jafnvel til sameiginlegra nota. Með breytingu deiliskipulagsins eru lóðirnar skilgreindar sem byggingarlóðir án kvaðar um að lóðir séu óbyggðar í fyrstu og síðar jafnvel til sameiginlegra nota. Að öðru leyti gilda núgildandi skilmálar fyrir lóðirnar.
Grenndarkynning var auglýst í Skipulagsgátt og var kynningartími frá 16. maí til 13. júní 2024.
Ein ábending barst á kynninartíma grenndarkynningar frá formanni sumarhúsafélagsins í Svarfhólsskógi, fyrir hönd stjórnar Svarfhólsskógar.
Þar kom fram að Ártröð 10 og 12 séu með háa grunnvatnsstöðu, einkum síðarnefnda lóðin, sem gæti valdið vandamálum er varða frárennsli rotþróa á lóðunum. Að óbreyttu gæti frárennsli þeirra leitað til nærliggjandi lóða, s.s. Ártraðar 9, 11, 13 og jafnvel 15 og valdið þar tjóni. Að mati stjórnar Svarfhólsskógar er rétt að hafa þetta í huga áður en ráðist er í að byggja hús með tilheyrandi rotþróm á lóðunum.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Svarfhóls frá árinu 1980 en málsmeðferð var skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins en ábending barst frá sumarhúsafélagi Svarfhólsskógar og tekur nefndin undir sjónarmið félagsins er snúa að hárri grunnvatnsstöðu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu vegna málsins en ábending barst frá sumarhúsafélagi Svarfhólsskógar og tekur nefndin undir sjónarmið félagsins er snúa að hárri grunnvatnsstöðu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að birta auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
4.Vindorkugarður í Garpsdal, kynning umhverfismatsskýrslu, ósk um umsögn.
2406016
Erindi dags.12.06.2024 frá Skipulagsstofnun.
Vindorkugarður í Garpsdal, mál nr. 0758/2024.
Kynning umhverfismatsskýrslu (mat á umhverfisáhrifum).
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar.
Kynningartími er frá 12.6.2024 til 19.8.2024.
Framkvæmdin felst í því að reisa um 90 MW vindorkuver með allt að 21 vindmyllu sem verða allt að 159,5 metrar á hæð.
Vindorkugarður í Garpsdal, mál nr. 0758/2024.
Kynning umhverfismatsskýrslu (mat á umhverfisáhrifum).
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Hvalfjarðarsveitar.
Kynningartími er frá 12.6.2024 til 19.8.2024.
Framkvæmdin felst í því að reisa um 90 MW vindorkuver með allt að 21 vindmyllu sem verða allt að 159,5 metrar á hæð.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd Hvalfjarðarsveitar vísar til stöðuskýrslu starfshóps sem umhverfis-, orku og loftslagsráðherra skipaði sumarið 2022, sem hafði m.a. það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um nýtingu vindorku, þar á meðal um lagaumhverfi hennar og hvernig tekið verði á ýmsum álitamálum. Í skýrslu starfshópsins sem kom út í apríl 2023 kemur m.a. fram að skýra og greinargóða heildarstefnumörkun vanti frá íslenskum stjórnvöldum um virkjun vindorku og hefur þess verið beðið í Hvalfjarsveit að slík stefna verði samþykkt á Alþingi.
Lagt fram til kynningar og endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvaljarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar og endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvaljarðarsveitar.
5.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, breyting á þéttbýlisuppdrætti - Melahverfi ÍB10
2402039
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á 393. fundi sínum þann 28.02.2024 að auglýsa óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun hefur með bréfi dags. 10.05.2024 fallist á óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2024 sem felst m.a. í að auka við byggingarheimild fyrir íbúðarbyggð (ÍB10) í Melahverfi og jafnframt að heildarfjöldi íbúða fari úr 48 í 58, en áður en stofnunin getur staðfest aðalskipulagsbreytinguna þarf henni að berast gögn þar sem eftirfarandi lagfæringar hafa verið gerðar:
- Í greinargerð vantar að taka fram forsendur fyrir því að fjölga íbúðum í þéttbýlinu og bendir Skipulagsstofnun á að í skipulagstillögunni þurfi að koma fram uppfærð greining á forsendum gildandi aðalskipulags m.t.t. íbúafjölgunar, hver þróunin hefur verið og hver þörfin sé fyrir nýtt íbúðarhúsnæði.
Lögð fram lagfærð tillaga dags. 14.06.2024 þar sem m.a. koma fram umbeðnar upplýsingar ásamt rökstuðningi fyrir þörf á umræddri uppbyggingu.
Skipulagsstofnun hefur með bréfi dags. 10.05.2024 fallist á óverulega breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2024 sem felst m.a. í að auka við byggingarheimild fyrir íbúðarbyggð (ÍB10) í Melahverfi og jafnframt að heildarfjöldi íbúða fari úr 48 í 58, en áður en stofnunin getur staðfest aðalskipulagsbreytinguna þarf henni að berast gögn þar sem eftirfarandi lagfæringar hafa verið gerðar:
- Í greinargerð vantar að taka fram forsendur fyrir því að fjölga íbúðum í þéttbýlinu og bendir Skipulagsstofnun á að í skipulagstillögunni þurfi að koma fram uppfærð greining á forsendum gildandi aðalskipulags m.t.t. íbúafjölgunar, hver þróunin hefur verið og hver þörfin sé fyrir nýtt íbúðarhúsnæði.
Lögð fram lagfærð tillaga dags. 14.06.2024 þar sem m.a. koma fram umbeðnar upplýsingar ásamt rökstuðningi fyrir þörf á umræddri uppbyggingu.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd staðfestir breytta tillögu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 er varðar íbúðarbyggð (ÍB10) í Melahverfi og samþykkir að senda Skipulagsstofnun uppfærð gögn til endanlegrar staðfestingar í B-deild Stjórnartíðinda sbr. ákvæði 2. mgr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Gröf II 207694 - UFF2 - Umsókn um byggingarleyfi - Deiliskipulag
2306036
Hvalfjarðarsveit hefur, með erindi dags. 22. maí 2024, sent Skipulagsstofnun deiliskipulag Grafar II til yfirferðar samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og var málsmeðferð skv. 41. gr. laganna. Athugasemdafresti lauk 17. apríl 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á kynningartímanum en umsagnir bárust frá opinberum umsagnaraðilum. Deiliskipulagið var samþykkt með breytingum í sveitarstjórn, þann 8. maí 2024.
Gert er ráð fyrir 50 m2 íbúðarhúsi og sex 90 m2 gistihúsum. Deiliskipulagið er sett fram á kortblaði með greinargerð og uppdrætti í mkv. 1:2000, dags. 20. maí 2024.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda vegna eftirfarandi:
1) Staðsetning íbúðarhúss virðist ekki uppfylla ákvæði skipulagsreglugerðar (gr. 5.3.2.5) varðandi 100 m fjarlægð frá stofnvegi.
2) Leita þarf nýrrar umsagnar heilbrigðiseftirlitsins Vesturlands.
3) Skilgreina þarf lóðir sbr. gr. 5.3.2.2. í skipulagsreglugerð og hnitsetningu þeirra sbr. gr. 5.3.2.20 í skipulagsreglugerð.
4) Gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum deiliskipulagsins sbr. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð og 12. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Auk þess bendir stofnunin á eftirfarandi:
5) Bregðast þarf við umsögn MÍ og gera grein fyrir þeim minjum sem eru á svæðinu í greinargerð.
6) Gera þarf grein fyrir samræmi deiliskipulagsins við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
7) Setja þarf fram mælikvarða deiliskipulagsins og sýna helstu málsetningar.
8) Í aðalskipulagi er skilgreint vatnsból (VB43) fyrir ofan veg, skammt frá skipulagssvæðinu. Ef borhola sem merkt er inn á deiliskipulagsuppdrátt er vatnsból VB43 þarf það að koma fram í deiliskipulagsgögnum. Ef um nýtt vatnsból er að ræða þurfa skipulagsmörk að ná utan um það.
9) Vísa þarf í rétta málsmeðferð á uppdrætti.
10) Setja þarf fram mælikvarða deiliskipulagsins og sýna helstu málsetningar.
11) Gera þarf grein fyrir stærð skipulagssvæðisins.
12) Gera þarf grein fyrir hæð mana og setja fram skilmála um frágang þeirra.
Skipulagsstofnun minnir á að sveitarstjórn skal taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Gert er ráð fyrir 50 m2 íbúðarhúsi og sex 90 m2 gistihúsum. Deiliskipulagið er sett fram á kortblaði með greinargerð og uppdrætti í mkv. 1:2000, dags. 20. maí 2024.
Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda vegna eftirfarandi:
1) Staðsetning íbúðarhúss virðist ekki uppfylla ákvæði skipulagsreglugerðar (gr. 5.3.2.5) varðandi 100 m fjarlægð frá stofnvegi.
2) Leita þarf nýrrar umsagnar heilbrigðiseftirlitsins Vesturlands.
3) Skilgreina þarf lóðir sbr. gr. 5.3.2.2. í skipulagsreglugerð og hnitsetningu þeirra sbr. gr. 5.3.2.20 í skipulagsreglugerð.
4) Gera þarf grein fyrir umhverfisáhrifum deiliskipulagsins sbr. gr. 5.4 í skipulagsreglugerð og 12. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Auk þess bendir stofnunin á eftirfarandi:
5) Bregðast þarf við umsögn MÍ og gera grein fyrir þeim minjum sem eru á svæðinu í greinargerð.
6) Gera þarf grein fyrir samræmi deiliskipulagsins við Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032.
7) Setja þarf fram mælikvarða deiliskipulagsins og sýna helstu málsetningar.
8) Í aðalskipulagi er skilgreint vatnsból (VB43) fyrir ofan veg, skammt frá skipulagssvæðinu. Ef borhola sem merkt er inn á deiliskipulagsuppdrátt er vatnsból VB43 þarf það að koma fram í deiliskipulagsgögnum. Ef um nýtt vatnsból er að ræða þurfa skipulagsmörk að ná utan um það.
9) Vísa þarf í rétta málsmeðferð á uppdrætti.
10) Setja þarf fram mælikvarða deiliskipulagsins og sýna helstu málsetningar.
11) Gera þarf grein fyrir stærð skipulagssvæðisins.
12) Gera þarf grein fyrir hæð mana og setja fram skilmála um frágang þeirra.
Skipulagsstofnun minnir á að sveitarstjórn skal taka athugasemdir Skipulagsstofnunar til umræðu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd hefur farið yfir uppfærð gögn og er niðurstaða nefndarinnar eftirfarandi:
1. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
2. Ný umsögn er ekki komin í Skipulagsgátt og þarf sveitarfélagið að óska hennar.
3. Ekki hefur verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
4. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
5. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
6. Hér mætti bæta við að á landbúnaðarlandi þar sem er föst búseta er heimilt að vera með gistingu fyrir allt að 15 gesti.
7. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
8. Sé um að ræða borholu VB43 er hún skv. aðalskipulagi sögð fyrir Gröf I og II og Melhaga. Þetta mætti skýra betur í texta.
9. Ekki hefur verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
10. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar, en um er að ræða sömu athugasemd og nr. 7.
11. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
12. Ekki hefur nægilega verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir með landeiganda og skipulagshöfundi.
1. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
2. Ný umsögn er ekki komin í Skipulagsgátt og þarf sveitarfélagið að óska hennar.
3. Ekki hefur verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
4. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
5. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
6. Hér mætti bæta við að á landbúnaðarlandi þar sem er föst búseta er heimilt að vera með gistingu fyrir allt að 15 gesti.
7. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
8. Sé um að ræða borholu VB43 er hún skv. aðalskipulagi sögð fyrir Gröf I og II og Melhaga. Þetta mætti skýra betur í texta.
9. Ekki hefur verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
10. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar, en um er að ræða sömu athugasemd og nr. 7.
11. Tekið hefur verið tillit til athugasemdarinnar.
12. Ekki hefur nægilega verið tekið tillit til þessarar athugasemdar.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir með landeiganda og skipulagshöfundi.
7.Leirá - aðalskipulagsbreyting.
2402024
Erindi dags. 14.06.2024 frá Eflu verkfræðistofu f.h. landeiganda.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
Landeigendur Leirár (L133774) í Leirársveit óska eftir að breyta hluta jarðarinnar úr landbúnaðarsvæði L1, L2 og frístundabyggð F36 í skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið sem um ræðir er um 38,8 ha að stærð. Jörðin er skráð 121,6 ha að stærð.
Markmið landeigenda með breytingunni er að nýta betur þau tækifæri sem til staðar eru á jörðinni með skógrækt til kolefnisbindingar. Svæðið sem breytingin nær til er á vel grónu landi, úthaga sem er að hluta til melasvæði en að hluta framræst deiglendi/votlendi. Umrætt svæði flokkast ekki sem úrvals landbúnaðarland nema að mjög litlu leyti.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir skipulagssvæðið.
Tvær þekktar minjar eru innan skipulagssvæðisins, Tannakot/Grjóthóll/Þinghóll (BO-109:015), heimild um býli og þúst (BO-109:015). Skv. Minjastofnun Íslands ber að varðveita þessar minjar og gert hefur verið ráð fyrir 20 m svæði út frá uppgefnum punktum þar sem hvorki verður sáð í né plantað.
Gerðar verða breytingar bæði á sveitarfélagsuppdrætti og gildandi greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Stærðir breytast fyrir L1, L2 og F36 en skilmálar núverandi svæða haldast áfram lítt breyttir. Stofnað er nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði S28 en númer vísar til töflunúmera í gildandi aðalskipulagi.
Breytingar á uppdrætti: Hluti af frístundabyggð F36 og landbúnaðarlandi L1 og L2 er breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði. Afmörkun svæða mun breytast og stærðir þeirra samhliða því. Nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 er afmarkað á uppdrætti.
Breytingar á greinargerð: Texti í töflum 7 og 36 breytist þar sem hektaratala landbúnaðarlands L1, L2 og F36 minnkar en þess í stað verður til nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði. Ekki er fullt samræmi milli stafrænna gagna og uppgefinnar hektaratölu í gildandi greinargerð fyrir svæði L1, L2 og F36 og breyting á stærðum tekur mið af því. Hluti af frístundabyggð F36 og landbúnaðarlandi L1 og L2 er breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði. Stærðir þessara svæða breytast í skilmálatöflum og nýju SL svæði bætt í skilmálatöflu um skógræktar- og landgræðslusvæði.
Skv. skoðun á umhverfisþáttum tillögunnar eru heildar áhrif hennar metin jákvæð/óveruleg en aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
Landeigendur Leirár (L133774) í Leirársveit óska eftir að breyta hluta jarðarinnar úr landbúnaðarsvæði L1, L2 og frístundabyggð F36 í skógræktar- og landgræðslusvæði. Svæðið sem um ræðir er um 38,8 ha að stærð. Jörðin er skráð 121,6 ha að stærð.
Markmið landeigenda með breytingunni er að nýta betur þau tækifæri sem til staðar eru á jörðinni með skógrækt til kolefnisbindingar. Svæðið sem breytingin nær til er á vel grónu landi, úthaga sem er að hluta til melasvæði en að hluta framræst deiglendi/votlendi. Umrætt svæði flokkast ekki sem úrvals landbúnaðarland nema að mjög litlu leyti.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir skipulagssvæðið.
Tvær þekktar minjar eru innan skipulagssvæðisins, Tannakot/Grjóthóll/Þinghóll (BO-109:015), heimild um býli og þúst (BO-109:015). Skv. Minjastofnun Íslands ber að varðveita þessar minjar og gert hefur verið ráð fyrir 20 m svæði út frá uppgefnum punktum þar sem hvorki verður sáð í né plantað.
Gerðar verða breytingar bæði á sveitarfélagsuppdrætti og gildandi greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Stærðir breytast fyrir L1, L2 og F36 en skilmálar núverandi svæða haldast áfram lítt breyttir. Stofnað er nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði S28 en númer vísar til töflunúmera í gildandi aðalskipulagi.
Breytingar á uppdrætti: Hluti af frístundabyggð F36 og landbúnaðarlandi L1 og L2 er breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði. Afmörkun svæða mun breytast og stærðir þeirra samhliða því. Nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði SL28 er afmarkað á uppdrætti.
Breytingar á greinargerð: Texti í töflum 7 og 36 breytist þar sem hektaratala landbúnaðarlands L1, L2 og F36 minnkar en þess í stað verður til nýtt skógræktar- og landgræðslusvæði. Ekki er fullt samræmi milli stafrænna gagna og uppgefinnar hektaratölu í gildandi greinargerð fyrir svæði L1, L2 og F36 og breyting á stærðum tekur mið af því. Hluti af frístundabyggð F36 og landbúnaðarlandi L1 og L2 er breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði. Stærðir þessara svæða breytast í skilmálatöflum og nýju SL svæði bætt í skilmálatöflu um skógræktar- og landgræðslusvæði.
Skv. skoðun á umhverfisþáttum tillögunnar eru heildar áhrif hennar metin jákvæð/óveruleg en aðalskipulagsbreytingin fellur undir lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir skógræktar- og landgræðslusvæði á Leirá í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
8.Ágangsbúfé.
2306024
Erindi dags. 7. júní 2024 frá landeiganda Kúludalsá.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vera í sambandi við landeiganda, afla upplýsinga um hver sé eigandi þess búfjár sem er innan skógræktargirðingarinnar á Kúludalsá og hvort viðkomandi eigandi eða eigendur vilji sækja fé sitt sjálfir áður en ákvörðun um smölun verður tekin. Að auki verði upplýsinga aflað um ástand girðinga (en skv. lögum um skóga og skógrækt nr. 33/2019 skal skógræktarsvæði afgirt í samræmi við ákvæði girðingarlaga).
Áréttað er að ýmis álitaefni þarf að skoða í þessu sambandi, m.a. um viðbrögð, s.s. mat á tjónsáhættu af völdum ágangsfjárs og hversu brýnt er að bregðast við til að forða tjóni, hversu mikill er ágangurinn og gefur hann tilefni til smölunar. Hvað varðar ákvörðun um smölun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þarf að gæta tilkynninga, leiðbeininga, fresta, tilmæla og andmælaréttar.
Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og eru dómafordæmi um að heimild til lausagöngu búfjár feli í sér almenna takmörkun eignaréttar sem eigi sér skýra stoð í lögum og að fasteignaeigendur verði sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína ágangi búfjár. Samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 er gert ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi, ásamt því að ráðgert er að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
Áréttað er að ýmis álitaefni þarf að skoða í þessu sambandi, m.a. um viðbrögð, s.s. mat á tjónsáhættu af völdum ágangsfjárs og hversu brýnt er að bregðast við til að forða tjóni, hversu mikill er ágangurinn og gefur hann tilefni til smölunar. Hvað varðar ákvörðun um smölun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þarf að gæta tilkynninga, leiðbeininga, fresta, tilmæla og andmælaréttar.
Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og eru dómafordæmi um að heimild til lausagöngu búfjár feli í sér almenna takmörkun eignaréttar sem eigi sér skýra stoð í lögum og að fasteignaeigendur verði sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína ágangi búfjár. Samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 er gert ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi, ásamt því að ráðgert er að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
9.Ágangsbúfé.
2306024
Erindi dags. 7. júní 2024 frá formanni STJÁ f.h. landeiganda Þórisstaða II.
Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar-, og landbúnaðarnefnd felur Umhverfis- og skipulagsdeild að vera í sambandi við landeiganda, afla upplýsinga um hver sé eigandi þess búfjár sem er innan lands Þórisstaða II og hvort viðkomandi eigandi eða eigendur vilji sækja fé sitt sjálfir áður en ákvörðun um smölun verður tekin. Að auki verði upplýsinga aflað um ástand girðinga.
Áréttað er að ýmis álitaefni þarf að skoða í þessu sambandi, m.a. um viðbrögð, s.s. mat á tjónsáhættu af völdum ágangsfjárs og hversu brýnt er að bregðast við til að forða tjóni, hversu mikill er ágangurinn og gefur hann tilefni til smölunar. Hvað varðar ákvörðun um smölun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þarf að gæta tilkynninga, leiðbeininga, fresta, tilmæla og andmælaréttar.
Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og eru dómafordæmi um að heimild til lausagöngu búfjár feli í sér almenna takmörkun eignaréttar sem eigi sér skýra stoð í lögum og að fasteignaeigendur verði sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína ágangi búfjár. Samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 er gert ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi, ásamt því að ráðgert er að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
Áréttað er að ýmis álitaefni þarf að skoða í þessu sambandi, m.a. um viðbrögð, s.s. mat á tjónsáhættu af völdum ágangsfjárs og hversu brýnt er að bregðast við til að forða tjóni, hversu mikill er ágangurinn og gefur hann tilefni til smölunar. Hvað varðar ákvörðun um smölun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, þarf að gæta tilkynninga, leiðbeininga, fresta, tilmæla og andmælaréttar.
Lausaganga búfjár er ekki bönnuð í sveitarfélaginu og eru dómafordæmi um að heimild til lausagöngu búfjár feli í sér almenna takmörkun eignaréttar sem eigi sér skýra stoð í lögum og að fasteignaeigendur verði sjálfir að hlutast til um að verja fasteign sína ágangi búfjár. Samkvæmt lögum um búfjárhald nr. 38/2013 er gert ráð fyrir að eigandi lands geti friðað afmarkað og tiltekið landsvæði, að því gefnu að vörslulínur séu fullnægjandi, ásamt því að ráðgert er að umráðamaður lands verji land sitt ágangi og handsami ágangsfé innan friðaðs landsvæðis og afhendi það viðkomandi sveitarfélagi.
Fundi slitið - kl. 16:15.