Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
1.17. júní 2024 - þjóðhátíðardagurinn.
2401034
Hátíðarhöld á 17. júní fóru fram í Heiðarskóla. Ræðumaður dagsins var Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar í Hvalfjarðarsveit og fjallkona var Eyrún Jóna Reynisdóttir sem flutti ljóðið "Íslands æviskeið" eftir Ingunni Snædal.
Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur lög, Ásta Marý og Heiðmar glöddu gesti með tónlist sinni og leiklistarhópurinn Melló skemmti með lögum úr Grease. Lára og Ljónsi skyldu börnin eftir með bros á vör. Félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir þá sem vildu og boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og kræsingar sem kór Saurbæjarprestakalls sá um. Á svæðinu voru einnig hoppukastalar, blöðrur og sælgæti.
Dagurinn var ánægjulegur þar sem sveitungar og aðrir gestir hittust og áttu góða stund saman. Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar sérstakar þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin með glæsibrag.
Kór Saurbæjarprestakalls söng nokkur lög, Ásta Marý og Heiðmar glöddu gesti með tónlist sinni og leiklistarhópurinn Melló skemmti með lögum úr Grease. Lára og Ljónsi skyldu börnin eftir með bros á vör. Félagar úr Hestamannafélaginu Dreyra teymdu undir þá sem vildu og boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og kræsingar sem kór Saurbæjarprestakalls sá um. Á svæðinu voru einnig hoppukastalar, blöðrur og sælgæti.
Dagurinn var ánægjulegur þar sem sveitungar og aðrir gestir hittust og áttu góða stund saman. Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og sendir Tónlistarfélagi Hvalfjarðarsveitar sérstakar þakkir fyrir að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin með glæsibrag.
2.Merking sögu og merkisstaða
1911013
Fara yfir stöðuna á sjötta skiltinu.
Textasmíð er komin vel af stað. Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Afhjúpun á sjötta skiltinu mun fara fram á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst kl. 11:00. Boðið verður upp á veitingar á Hótel Laxárbakka að afhjúpun lokinni.
Afhjúpun á sjötta skiltinu mun fara fram á Hvalfjarðardögum, laugardaginn 17. ágúst kl. 11:00. Boðið verður upp á veitingar á Hótel Laxárbakka að afhjúpun lokinni.
3.Hvalfjarðardagar 2024
2311015
Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram. Unnið verður áfram í skipulagi á milli funda.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir við sveitarstjórn að veittur verði frír aðgangur í sundlaugina að Hlöðum sunnudaginn 18. ágúst.
Menningar- og markaðsnefnd óskar einnig eftir fríum afnotum af Miðgarði á Hvalfjarðardögum, helgina 16. til 18. ágúst.
Menningar- og markaðsnefnd óskar eftir við sveitarstjórn að veittur verði frír aðgangur í sundlaugina að Hlöðum sunnudaginn 18. ágúst.
Menningar- og markaðsnefnd óskar einnig eftir fríum afnotum af Miðgarði á Hvalfjarðardögum, helgina 16. til 18. ágúst.
4.Víkingurinn 2024.
2404053
Víkingurinn 2024 verður í Hvalfjarðarsveit föstudaginn 28. júní og hefjast keppnisgreinar klukkan 14. Keppt verður í drumbalyftu við Hallgrímskirkju í Saurbæ og kast yfir vegg við stjórnsýsluhúsið í Melahverfi. Allir eru velkomnir að koma og horfa á.
5.Styrktarsjóður EBÍ 2024.
2403041
Hvalfjarðarsveit fékk úthlutan 550.000.- vegna verkefnisins “Göngustígur við Hallgrímskirkju í Saurbæ". Menningar- og markaðsnefnd þakkar kærlega fyrir veittan styrk.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Ása Líndal sat undir liðum nr. 1 og 2. Fór 17:30 af fundi.