Fara í efni

Sveitarstjórn

399. fundur 22. maí 2024 kl. 15:15 - 15:27 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Helgi Pétur Ottesen boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 398

2404011F

Fundargerðin framlögð.

2.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 71

2404009F

Fundargerðin framlögð.
ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 71 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að lagður verði göngustígur frá bílaplani við Saurbæ og niður í fjöru við Hvalfjörð.
    Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði einnig falið að útbúa verðkönnunargögn fyrir verkið og leita eftir tilboðum.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að lagður verði göngustígur frá bílaplani við Saurbæ og niður í fjöru við Hvalfjörð. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að útbúa verðkönnunargögn fyrir verkið og leita eftir tilboðum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 52

2405000F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 52 Fimm umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar 2024.

    Heildarupphæð til úthlutunar er kr. 850.000.-

    Eigendur jarðarinnar Leirá í Leirársveit, Anna Leif Auðar Elídóttir og Ásgeir Kristinsson óska eftir kr. 750.000.- styrk vegna menningarviðburða á Leirá á Hvalfjarðardögum 16-18 ágúst 2024.

    Tónleikanefnd Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ, sækir um stuðning til tónleika starfseminnar sumarið 2024. Óskað er eftir upphæð kr.400.000.

    Kór Saurbæjarprestakalls sækir um styrk að fjárhæð kr. 500.000.- fyrir árið 2024. Stefnan fyrir þetta ár er að halda tónleika með lögum Gunnars Þórðarsonar. Kórinn er eins og áður tilbúinn til að syngja við alls kyns uppákomur í sveitinni ef beðið er um.

    Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um styrk til menningardagskrá á Hallgrímsdögum að hausti 2024 og til að hefja vinnu við kynningarbækling um kirkjuna og listaverk kirkjunnar; listglugga Gerðar Helgadóttur og altaristöflu Lennart Segerståle. Óskað er eftir kr. 500.000.-

    Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar óskar eftir kr. 400.000.- styrk sem ætlaður sem auka fjármagn til þess að geta gert vorhátíðirnar að veruleika. Vorhátíð Skýjaborgar fer fram 23. Maí og vorhátíð Heiðarskóla verður 31. Maí.

    Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
    Eigendum jarðarinnar Leirá í Leirársveit 200.000 kr. Styrk
    Tónleikanefnd Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ 150.000 kr. Styrk
    Kór Saurbæjarprestakalls 150.000 kr. Styrk
    Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ 100.000 kr. styrk
    Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 250.000 kr. styrk.

    Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölda umsókna.

    Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á umsóknum úr Menningarsjóði Hvalfjarðarsveitar 2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Kjör oddvita og varaoddvita í samræmi við ákvæði 7. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2305024

Tillaga kom fram um að Andrea Ýr Arnarsdóttir yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Tillaga kom fram um að Helga Harðardóttir yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 39. gr samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 692-2022.

2206020

Kosning varamanns í USNL nefnd.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Elín Ósk Gunnarsdóttir verði 5. varamaður í USNL nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Aðalfundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2024.

2405011

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Aðalfundur Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis verður haldinn í Höfðasal mánudaginn 27. maí nk. kl. 16:30.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstóri, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Galtarlækur - breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2405015

Erindi frá At Iceland ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu inn til umfjöllunar í USNL nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Samstarfsnefnd Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar.

2309018

Fundargerðir 3. og 4. fundar nefndarinnar.
Fundargerðirnar lagðar fram.

9.Umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.

2405014

Erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Erindið lagt fram og vísað inn til fjölskyldu- og frístundanefndar.

10.189. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2405007

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram.
Fylgiskjöl:

11.180. og 181. fundur stjórnar SSV.

2405018

Fundargerðir.
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 15:27.

Efni síðunnar