Fara í efni

Mannvirkja- og framkvæmdanefnd

71. fundur 14. maí 2024 kl. 15:30 - 17:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Guðjón Jónasson formaður
  • Helgi Pétur Ottesen varaformaður
  • Róbert Eyvar Ólafsson aðalmaður
  • Einar Engilbert Jóhannesson 1. varamaður
  • Marteinn Njálsson 2. varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigurdórsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigurdórsson Verkefnastjóri framkvæmda og eigna
Dagskrá
Guðjón Jónasson, formaður nefndarinnar, bauð fundarfólk velkomið og setti fundinn skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Ómar Örn Kristófersson og Salvör Lilja Brandsdóttir boðuðu forföll.

1.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Staða verkefnisins kynnt.
Fyrsti verkfundur byggingu Íþróttahúss við Heiðarborg með verktakanum K16 ehf ásamt eftirlitsaðilum og byggingarstjóra var haldinn föstudaginn 10.05.2024, farið var yfir helstu atriði sem viðkemur undirskrift verksamnings sem verður væntanlega í lok viku 20.

2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu

2001040

Göngustígur við Saurbæ.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitastjórn að lagður verði göngustígur frá bílaplani við Saurbæ og niður í fjöru við Hvalfjörð.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði einnig falið að útbúa verðkönnunargögn fyrir verkið og leita eftir tilboðum.

3.Beitarhólf 2024.

2405002

Umsóknir um beitarhólf.
Alls voru fimm umsækjendur um beitarhólf, samkv. 3. grein í reglum og gjaldskrá fyrir beitarhólf skal dregið á milli umsækjenda séu umsækjendur um sama beitarhólfið fleiri en einn.
Eftir uppkast var niðurröðin eftirfarandi:
Marie Greve, svæði 7.
Þórarinn Halldórsson, svæði 4.
Svenja Auhage, svæði 1,3,5,6.
Ása Hólmarsdóttir, svæði 2,8.

Róbert Eyvar Ólafsson víkur af fundi undir þessum lið.

4.Tengivegaáætlun fyrir árin 2024-2028.

2404104

Erindi frá Vegagerðinni.
Lagt fram.

5.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027

2309051

Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu viðhalds og framkvæmdaáætlunar.
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fór yfir verkstöðu framkvæmda.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Efni síðunnar