Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

52. fundur 15. maí 2024 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ásgeir Pálmason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
Dagskrá
Guðjón Þór Grétarsson boðaði forföll.

1.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2024.

2402041

Afgreiðsla umsókna.

Fimm umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar 2024.

Heildarupphæð til úthlutunar er kr. 850.000.-

Eigendur jarðarinnar Leirá í Leirársveit, Anna Leif Auðar Elídóttir og Ásgeir Kristinsson óska eftir kr. 750.000.- styrk vegna menningarviðburða á Leirá á Hvalfjarðardögum 16-18 ágúst 2024.

Tónleikanefnd Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ, sækir um stuðning til tónleika starfseminnar sumarið 2024. Óskað er eftir upphæð kr.400.000.

Kór Saurbæjarprestakalls sækir um styrk að fjárhæð kr. 500.000.- fyrir árið 2024. Stefnan fyrir þetta ár er að halda tónleika með lögum Gunnars Þórðarsonar. Kórinn er eins og áður tilbúinn til að syngja við alls kyns uppákomur í sveitinni ef beðið er um.

Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um styrk til menningardagskrá á Hallgrímsdögum að hausti 2024 og til að hefja vinnu við kynningarbækling um kirkjuna og listaverk kirkjunnar; listglugga Gerðar Helgadóttur og altaristöflu Lennart Segerståle. Óskað er eftir kr. 500.000.-

Foreldrafélag leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar óskar eftir kr. 400.000.- styrk sem ætlaður sem auka fjármagn til þess að geta gert vorhátíðirnar að veruleika. Vorhátíð Skýjaborgar fer fram 23. Maí og vorhátíð Heiðarskóla verður 31. Maí.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Eigendum jarðarinnar Leirá í Leirársveit 200.000 kr. Styrk
Tónleikanefnd Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ 150.000 kr. Styrk
Kór Saurbæjarprestakalls 150.000 kr. Styrk
Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ 100.000 kr. styrk
Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 250.000 kr. styrk.

Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölda umsókna.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

2.Hvalfjarðardagar 2024

2311015

Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Umræður um skipulag og framkvæmd Hvalfjarðardaga 2024 fóru fram. Unnið verður áfram í skipulagi á milli funda.

3.Afhjúpun á sögu- og merkisstaðaskilti við Hléseyjarveg

2310011

Á Uppstigningardag, fimmtudaginn 9. maí sl. var afhjúpað söguskilti við Hléseyjarveg. Á skiltinu er fjallað um kafbátagirðingu bandamanna sem lá á botni Hvalfjarðar í seinni heimsstyrjöldinni, Katanesdýrið og hvalbein í Akrafjalli. Birkir Snær Guðlaugsson, formaður Menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar flutti ávarp og að því loknu afhjúpaði Jón Allansson, deildarstjóri við Byggðasafnið á Görðum, söguskiltið. Þá var farið á Byggðasafnið í Görðum á Akranesi þar sem boðið var upp á veitingar. Þar var hægt að skoða hvalbeinin sem eru í varðveislu á safninu.
Menningar - og markaðsnefnd færir öllum þeim sem komu að dagskránni með einum eða öðrum hætti innilegar þakkir fyrir þeirra aðstoð og framlag við að gera daginn eins glæsilegan og raun bar vitni.

Þetta er fimmti liður í verkefninu „Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit“. Verkefnið nýtur stuðnings frá Sóknaráætlun Vesturlands, Styrktarsjóði EBÍ og Faxaflóahöfnum og kann sveitarfélagið þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Kærar þakkir eru einnig færðar sveitungum sem lagt hafa verkefninu lið við miðlun fróðleiks, yfirlestur og ábendingar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar