Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Sveitarstjórn - 390
2401001F
Fundargerðin framlögð.
2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 52
2401003F
Fundargerðin framlögð og IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fjölskyldu- og frístundanefnd - 52 Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit og lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, hækki um 7,7%, fari úr kr. 215.050.- í kr. 229.773.-.
Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit, að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, hækki um 7,7%, fari úr kr. 215.050.- í kr. 229.773.-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
3.Menningar- og markaðsnefnd - 48
2401004F
Fundargerðin framlögð og BSG fór yfir helstu atriði fundarins.
4.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31
2401002F
Fundargerðin framlögð og ÓÖK fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir Melahverfi, 3. áfanga, með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu, fyrir Melahverfi 3. áfanga, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Í breytingunni felst að sýna á uppdrætti staðsetningu saunahúsa, færa byggingarreit þess húss sem stendur of nálægt reiðvegi, frá reiðvegi eða færa reiðveg á afmörkuðu svæði í átt til sjávar, þannig að 6 metrar verði á milli reiðvegar og húss í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og Landssambands hestamannafélaga frá apríl 2022 um gerð og uppbyggingu reiðstíga.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu með áorðum breytingum sbr. bókun nefndarinnar, fyrir Lísuborgir úr landi Hafnar, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Neðstaáss í landi Kambshóls frá árinu 2009, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, sem eru Neðstiás 9, 12 og 14, auk landeiganda.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Neðstaáss í landi Kambshóls frá árinu 2009, skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða, sem eru Neðstiás 9, 12 og 14, auk landeiganda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðanna tveggja með þeim áskilnaði að byggingarreitir lóðanna verði utan við nýtt útreiknað helgunarsvæði Sultartangalínu 1 og að staðsetning aðkomuvegar að lóðunum og þverun hans gagnvart línunni verði skoðuð sérstaklega með tilliti til hæðar undir línu.
Skilgreina skal á lóðarblaði hvar kalt neysluvatn verði sótt, ef til kemur. Skilgreina skal kvöð um aðkomu að lóðinni. Landeigandi landsins þarf að fylla út og undirrita eyðublað F-550 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem er umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá.
Endanlegri afgreiðslu vísað til afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um stofnun lóðanna tveggja með þeim áskilnaði er fram kemur í bókun nefndarinnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 31 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis í Skorholtsnesi (landeignanúmer 206127) og í eyjunni Akurey (landeignanúmer 133729) í Grunnafirði, sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Nefndin telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að gefa jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis í Skorholtsnesi (landeignanúmer 206127) og í eyjunni Akurey (landeignanúmer 133729) í Grunnafirði, sbr. 17. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Sveitarstjórn tekur jafnframt undir með nefndinni að æskilegt sé að föst búseta fylgi stofnun og skráningu lögbýlis."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
5.Fræðslunefnd - 54
2312005F
Fundargerðin framlögð og IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
-
Fræðslunefnd - 54 Fræðslunefnd samþykkir beiðni skólastjórnar Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að ráða í 100% stöðu stoðþjónustuaðila út skólaárið 2023-2024.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og beiðni skólastjórnar Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, að ráðið verði í 100% stöðu stoðþjónustuaðila við skólann út skólaárið 2023-2024. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 4.721.691 á Heiðarskóla, deild 04022, ýmsa launalykla, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á Óvissum útgjöldum, deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 54 Skólastjóri leggur fram aukna kennslustundaúthlutun vegna fjölgunar nemenda í Heiðarskóla á vorönn 2024.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina með frekari útfærslu á kennslustundaúthlutuninni. Nefndin vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og beiðni skólastjóra Heiðarskóla um aukna kennslustundaúthlutun vegna fjölgunar nemenda við skólann á vorönn 2024 en nemendum hefur fjölgað úr 89 í 101 frá úthlutun í upphafi skólaárs, viðbótarúthlutun nemur 1,4 stöðugildi til loka skólaársins. Vegna þessa samþykkir sveitarstjórn viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2024 að fjárhæð kr. 6.610.367 á Heiðarskóla, deild 04022, ýmsa launalykla, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
6.Tillaga um númerabreytingu viðauka við fjárhagsáætlun 2023.
2401046
Viðauki nr. 17 verði nr. 25.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 25 sem áður var samþykktur á 388. sveitarstjórnarfundi þann 13. des. sl. sem viðauki nr. 17 en það númer hafði áður verið notað á annan viðauka og því er viðauki þessi samþykktur aftur nú sem viðauki nr. 25 í stað 17. Ekki er um aðrar breytingar að ræða, einungis að númeri viðaukans er breytt úr 17 í 25, allt annað s.s. fjárhæðir, deildir og lyklar er óbreytt samþykkt frá fyrri viðauka."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka nr. 25 sem áður var samþykktur á 388. sveitarstjórnarfundi þann 13. des. sl. sem viðauki nr. 17 en það númer hafði áður verið notað á annan viðauka og því er viðauki þessi samþykktur aftur nú sem viðauki nr. 25 í stað 17. Ekki er um aðrar breytingar að ræða, einungis að númeri viðaukans er breytt úr 17 í 25, allt annað s.s. fjárhæðir, deildir og lyklar er óbreytt samþykkt frá fyrri viðauka."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
7.Samkomulag um vátryggingarvernd.
2001007
Vátryggingasamningur.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning um vátryggingarvernd og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning um vátryggingarvernd og felur sveitarstjóra undirritun hans."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
8.Klippikort.
2401048
Erindi frá Gunnari Erni Gunnarssyni.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
“Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu hjá Umhverfis-, skipulags-, náttúrverndar- og landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
9.XXXIX landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2401033
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Boðað er til landsþings Sambandsins fimmtudaginn 14. mars nk. í Silfurbergi í Hörpu. Fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á þinginu er Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, og til vara er Helga Harðardóttir, varaoddviti en auk þess á Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri, seturétt á þinginu.
10.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
2401032
Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
11.941. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
2401045
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
12.237. fundargerð Faxaflóahafna sf.
2401024
Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fundi slitið - kl. 15:25.
Andrea Ýr Arnarsdóttir og Helgi Pétur Ottesen boðuðu forföll.