Fjölskyldu- og frístundanefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Tekin voru þrjú trúnaðarmál fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.
2.Reglur um fjárhagsaðstoð
2002002
Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit.
Fjölskyldu- og frístundanefnd samþykkir breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð í Hvalfjarðarsveit og lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 10. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, hækki um 7,7%, fari úr kr. 215.050.- í kr. 229.773.-.
Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Nefndin vísar breytingartillögunum til samþykktar hjá sveitarstjórn.
3.Styrkbeiðni - Akrafjall ultra
2401031
Styrkbeiðni.
Fjölskyldu- og frístundanefnd þakkar fyrir innsent erindi. Nefndin tekur jákvætt í erindið en hafnar beiðninni á þeim grundvelli að Hvalfjarðarsveit úthlutar einu sinni á ári styrkjum úr Íþrótta- og æskulýðssjóði til íþrótta og æskulýðsmála í Hvalfjarðarsveit. Úthlutun úr sjóðnum skal lokið fyrir 1. júní ár hvert en auglýst skal eftir umsóknum í sjóðinn eigi síðar en 1. mars ár hvert.
4.Sportabler- frístundakerfi
2401029
Skráningar og greiðslukerfi fyrir íþrótta- og tómstundafélög.
Lagt fram til kynningar.
5.Vinnuskóli 2024
2401027
Skipulag - Vinnuskóli 2024.
Lagt fram til kynningar.
6.Félagsstarf eldri borgara
2401028
Skipulag á félagsstarfi eldri borgara.
Félagsstarf eldri borgara kynnt fyrir vorið 2024. Frístunda- og menningafulltrúi Hvalfjarðarsveitar mun áfram vinna að skipulagi út frá umræðum á fundi.
7.Tilnefning til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands
2401030
Öldrunarráð Íslands óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands.
Öldrunarráð veitir árlega viðurkenningu til einstaklinga, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Jafnframt veitir ráðið viðurkenningu til fyrirtækja eða stofnana sem hafa sett sér framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsfólks og framfylgja henni á ábyrgan máta.
Öldrunarráð veitir árlega viðurkenningu til einstaklinga, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Jafnframt veitir ráðið viðurkenningu til fyrirtækja eða stofnana sem hafa sett sér framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsfólks og framfylgja henni á ábyrgan máta.
Lagt fram til kynningar.
8.Forvarnir.
1910041
Framundan í forvarnarstarfi hjá Hvalfjarðarsveit.
Farið yfir forvarnarstarf í Hvalfjarðarsveit. Félagsmálastjóra falið að vinna áfram að málum út frá umræðum á fundi.
9.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar.
2201029
Húsnæðisáætlun til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Ása Líndal Hinriksdóttir, frístunda- og menningarfulltrúi sat undir liðum nr. 3, 4, 5, 6 og 7.
Fundi slitið - kl. 18:44.